Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 6. júli 1972 þér nokkurn fullhraustan mann þarna heima við?” „Þar er ökumaðurinn Mac- phail”. „Hvar sefur hann?” „A loftinu yfir hesthúsunum”. „Vel má vera, að við þurfum á aðstoð hans að halda. En nú er ekki hægt að gera neitt frekara eins og stendur. Verið þér sælir, ég vonarað viö sjáumst bráðum aftur”. Þar var nærri miðnætti, er við tókum okkur stöðu meöal runna nokkurra beint fram undan for- stofudyrum professors Prestbury Veörið var ágætt, en svalt, og okkur þótt vænt um hlýju yfir- frakkana okkar. Dálitill vindblær var, og skýin hrannaði á himnin- um og huldu við og við hálfan mánann, sem lýsti stundum, en hvarf á milli. Þetta hefði veriö daufleg næturvaka, ef ekki heföi verið hin æsta eftirvænting þess, er koma mundi, Félagi minn full- yrti, að við mundum bráðlega sjá endinn á þeim atburðum, sem við lengi höfðum beöiö eftir. „Ef niu daga timabiliö er rétt athugað, þá ætti prófessorinn að vera i sinum versta ham i kvöld”, sagði Holmes. „Það er staðreynd, að þessi kynlegu sjúkdóms-ein- kenni byrjuðu eftir för hans til Prag, einnig að hann hefur leyni- leg bréfaviðskipti við mann frá Bæheimi, sem heima á i London, og loks að prófessorinn fékk send- ingu frá honum einmitt i dag. Þetta bendir allt i eina átt. Hvort hann notar einhver lyf eða hvers- vegna hann kynni að gera það, er okkur ókunnugt ennþá en ljóst er að þau lyf koma frá Prag, ef nokkur eru. Hann tekur þau eftir fastri reglu, og á henni byggist þetta niu-daga kerfi, sem var hiö fyrsta, er vakti athygli mina. En ýms önnur einkenni eru líka mjög athyglisverð. Tókstu eftir hnúun um á höndum hans?” É varð að játa, að það heföi ég ekki gert. „Þykkir, hornkenndir hnúar, sem telja verður óvænt og undar- legt. Þú átt ævinlega að lita fyrst á hendurnar, Watson. Þar næst á hnappa, ermar, liningar, buxna- hné og stigvél. — Mjög skritnir hnúar þetta, og verður aðeins skiljanlegt með þvi að...” Holmes þagnaði um stund, en strauk svo höndinni um ennið. — „Ó, Wat- son, Watson! Hvilikt flón hef ég verið! Þetta sýnist kannski ótrú- legt, en samt hlýtur það að vera rétt, allt bendir i sömu áttina. Hvernig gat ég misst sjónar á þessu hugsanasambandi? Þessir hnúar. Og hundurinn, og berg flétturnar. En sjáðu, Watson. Þarna er hann. Nú getum við séð allt sem gerist með eigin aug- um”. Dyr forstofunnar höfðu opnazt, og við ljósið i ganginum á bak við kom i ljós hinn hávaxni prófessor. Hann gekk uppréttur, en hallaðist fram á við og sveiflaði örmunum, eins og þá er við sáum hann sið- ast. Hann var i innisloppi sinum. Nú steig hann fram og gekk á ak- brautina, og þá kom yfir hann gagnger og óvenjuleg breyting. Hann lét sigast niður i skriðandi stöðu og gekk bæði á höndum og fótum i senn. Stundum tók hann kippi áfram, likt og það stafaði af ofurmagni liisafls og þróttar. Hann hélt þannig áfram meðfram hlið hússins og beygði svo fyrir hornið. Þegar hann hvarf, skauzt Rafgeymir (iBl ÍKA - 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertimar. Sérslaklega framleiddur fyrir Ford ('ortina. SÖNNAK rafgeymar i úrvali. t t ARMULA 7 - SIMI 84450 Bennet út um dyrnar og fylgdi hljóðlaust á eftir húsbónda sin- um. „Komdu, Watson, komdu!” sagöi Holmes, og við gengum eins hljóðlega og framast var unnt gegnum runnana, unz við komum þar, er hin húshliðin blasti við okkur, uppljómuð birtu hins hálfa mána. Nú sást prófessorinn greinilega, þar sem hann fikraði sig áfram að húsveggnum með bergflétturnar. Meðan við horfð- um þannig á hann, fór hann allt i einu og með ótrúlegri fimi að klifra upp vafningsviðinn, er þakti húsvegginn. Hann kleif grein af grein, handfastur og fót- viss, og virtist svo, aðhonum væri þetta leikur einn, sem stefndi ekki að neinu ákveðnu marki. Þar sem hann hékk þarna við húshliðina og óhnepptur sloppurinn blakti til beggja hliða, minnti hann helzt á einhverja risaleðurblöðku, sem bar við mánalýstan húsvegginn. Allt i einu þreyttist hann á þess- um leik, kleif niður hverja grein- ina af annarri, tók sér sömu likamsstöðu og hann haföi fyrr haft og færði sig nú yfir að hest- húsunum, skríðandi að hálfu leyti á sama undarlega hátt og fyrr. Nú var úlfhundurinn farinn að gelta æðislega, æstari en nokkru sinni áður, þegar hann sá hús- bónda sinn nálgast. Hann togaði og rykkti i festina, er hélt honum, með mikilli ákefð. Prófessorinn fikraði sig áfram ótruflaður mjög nærri hundinum, og fór nú að espa hann á allan hugsanlegan hátl. Hann tók handfylli af möl á akveginum og þeytti henni fram- an i snjáldrið á hundinum, baðaði út höndunum rétt við gapandi gin hans og reyndi á allan hátt að æsa hann til reiði. 1 öllum okkar ævin- týrum held ég að fyrir mig hafi aldrei borið kynlegri sýn en þessa hljóðu, rólegu mannveru, sem skreið eins og froskur um jörðina og espaði með hugvisamlegri grimmd tryllta reiði hundsins, sem brauzt um rétt fyrir framan hann. Og svo gerðist það allt i einu! Það var ekki festin, sem slitn- aði, heldur sjálft hálsbandið, sem smeygðist fram af, því það var af hálsdigrum, höfuðstórum Ný- fundnalandshundi. Við heyrðum glamra i hlekkjum, er hálsfestin féll niður, og á næsta andartaki voru maður og hundur i einni kös, sem byltist og veltist um á jörð- inni. Frá hundinum heyrðist grimmiiegt urr, en yfir það tók skerandi neyðaróp mannsins. Lif prófessorsins var á þessum and- artökum i bráðri hættu. Hinn tryllti úlfhundur hafði fellt hann og bitið hann yfir hálsinn, og hafði maðurinn misst meðvitund þegar við komum til hjálpar og gátum skilið þá að. Það hefði þó orðið Lárétt 1) Ama.- 6) Blási,- 8) Gutl,- 9) DDÐ,- 10) Spil - 11) Sefa,- 12) Dahs,- 13) Stia,- 15) Lár - Lóðrétt 2) Rúmenia,- 3) Nr,- 4) .Agentar- 5) Ungir- 7) Ódaun - 14) SS.- Lóðrétl 2) Hljóðritun.- 3) Strax.- 4) Borg,- 5) Glæta - 7) Stétt,- 14) RS- Itáðning á gátu No. 1146 Lárétt 1) Ornar,- 6) Úrg,- 8) Nám.- 9) Eld - 10) Ern.- 11) Inn,- 12) Tau,- 13) ísa,- 15) Basra - HVELL FIMMTUDAGUR 6. júli 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Edda Scheving les siðari hluta kinversks ævintýris „Daka og Dalun” Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25: Fréttir kl. 11.00 Hljómplötu- safnið (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan „Eyrar- vants-Anna” 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Konan frá Vinarborg" 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 lleimsmeistaraeinvigið i skák. Farið yfir 2. skákina. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Lýðháskóli, — tilraun til nýlundu i menntamálum. Séra Heimir Steinsson skólastjóri flytur erindi. 20.00 Frá listahátið i Reykja- vik. Finnska söngkonan Taru Valjakka syngur lög eftir Hugo Wolf og Richard Strauss á tónleikum i Nor- ræna húsinu 11. f.m, — Ralf Gothoni leikur á pianó. 20.30 Leikrit: „Skilnaður” eft- ir Bo Widerberg Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Persónur og leikendur: Hann: Arnar Jónsson Hún: Kristbjörg Kjeld. 21.20 óbókonsert i C-dúr (K285d) cftir Mozart 21.45 Ljóðmæli Guðmundur Frimann skáld les úr ljóða- safni sinu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sumarást” eftir Francoise Sagan. Þórunn Sigurðardóttir leikkona les (5). 22.35 Dægurlög á Norðurlönd- um. Jón Þór Hannesson kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. (---------- LÖGFRÆDI j SKRIFSTOFA | Vilhjálmur Árnason, hrl. | Lækjargötu 12. I(Iðnaðarbankahúsinu,3.h.) j Simar 24635 7 16307. landbúnaðarvagn meö færigólfi — Grænfóöursvagn — Mykju- dreifari — flutningsvagn. Fljótvirkur losunarbúnaður — Burðarþol 3000 til 5000 kg — Leitið upplýsinga í síma 81500. ÞÓRHF REYKJAVÍK SKÓLAVOROUSTÍG 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.