Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 1
\ r UPPÞVOTTAVÍLAR RAFIflJAN RAFTORC SIMI: 19294 SÍMI: 26660 155. tölublað — Fimmtudagur 13. júli 1972 — 56. árgangur RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Myndir frá blaöamannafundunum igær: Til vinstri Einar Ágústsson og Luftvik Jósefsson, til hægriStoddard og laföi Tweedmuir. SAMNINGAVIÐRÆÐUNUM VIÐ BRETA SLITIÐ AÐ SINNI Báðir aðilar lýsa sig reiðubúna til nýrra viðræðna síðar, Bretar munu fara fram á, að Haag-dómstóll felli bráðabirgðaúrskurð um.að útfærslan skuli ekki koma til framkvæmda TK—Reykjavik Bæöi brezka og islenzka viö- ræftunefndin boöuöu til sérstakra blaöamannafunda í gær, eftir aft slitnað haföi uppúr samningavift- ræöum þeim, sem staðið hafa undanfarna mánuði milli fulltrúa islenzku og brezku rfkisstjórn- anna um hugsanlega bráða- birgðalausn landhelgisdeilunnar. íslenzku ráðherrarnir sögðu, að þær tillögur, sem Bretar hefðu lagt fram á fundinum i Reykja- vík, hefðu verið svo óralangt frá þeim tillögum, sem tslendingar hefðu lagt fram, að samkomu- lagsgrundvöllur hefði enginn fundizt. Lady Tweedsmuir, formaður brezku sendinefndar- innar, kvaðst harma, að ekki hefði tekizt bráðabirgðasam- komulag, en taldi að brezka sendinefndin viðurkenndi bæði mikilvægi fiskveiða fyrir ís- lendinga og nauðsyn fiskverndun- ar i tiliögum sínum. Lúðvik Jósefsson sagði, að nú væri komið að þvi, að tslendingar gæfu út reglugerðina um 50 mílna fiskveiðilögsögu og yrði það sennilega gert á morgun, 14. júli. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, sagði, að islenzka rikis- stjórnin treysti sér ekki til að vinna áfram að þessari samn- ingagerð að sinni og hefðu við- ræðunum við Breta nú verið slitið — a.m.k. i bráð — en við, fyrir okkar leyti, leggjum áherzlu á, að við teljum ekki að neinum dyrum hafi verið lokað, og þrátt fyrir málskot Breta til Haag-dómstóls- ins og útgáfu á reglugerðinni um 50 milna fiskveiðilögsögu tslands geti viðræður haldið áfram og samkomulag hugsanlega tekizt, 'Sagði utanrikisráðherra. Nú, er slitnað hefur upp úr samninga- viðræðunum getum við ekki dreg- ið að gefa út reglugerðina um 50 milna fiskveiðilögsögu, þvi að við verðum að tilkynna öllum þeim aðilum, sem fiska á Islandsmið- um, útfærsluna með hæfilegum fyrirvara. Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að tillögur tslendinga hefðu verið við það miðaðar, að hér yrði aðeins um bráðabirgðasamkomulag að ræða. Tillögur tslendinga hafa gangið út frá þvi, að fiskveiðirétt- indi brezkra skipa hér yrðu veru- lega takmörkuð frá þvi, sem verið hefði, veiði þeirra færi minnkandi, skipin yröu minni og þau veiðisvæði, sem þeir hefðu Frh. á bls. 6 Peningar Slaters: Enginn virðist óttast, að Bóris og Bobby fái þá ekki ÓV—Reykjavik Um það leyti sem Boris og Bobby settust að skákborðinu i gær, bárust þær fregnir frá Lund- línum, að James D. Slater, brezki auðmaðurinn, sem lofaði 50.000 sterlingspundum til viðbótar vinningsupphæðinni í heims- meistaraeinviginu yrði það til þess, að Fischer kæmi til tslands, fengi ekki að senda þessa fjár- upphæð úr landi, eða út fyrir hið svokallaða sterlingssvæði, en tsland er einmitt á þvi svæði. Sagði i fréttum, sem bárust, að Slater gæti ekki komið pen- ingunum frá Bretlandi, nema með sérstöku leyfi og þegar siðast fréttist, hafði Slater ekki fengið það leyfi. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SSI, sagöi við fréttamenn Timans i Laugardalshöllinni um það leyti, sem Bobby gafst upp, að hann teldi öruggt, að hægt væri að leysa þetta vandamál og Fred Cramer, fulltrúi Fischers, sagðist hafa vitað um þetta fyrir hálfum mánuði, þá hefðu lögfræð- ingar skákmeistarans athugað málið og hefðu þeir engar áhyggjur af þessu. Fischer og Spasski fengju sina peninga. BANASLYS I UMFERÐINNI Banaslys varð i umferöinni i Reykjavik i gær. Toyota og Skoda rákust á á mótum Miklubrautar og Háaleitisvegar. ökumennirnir voru einir i bilunum og köstuðust þeir báðir út við áreksturinn, og lézt annar þeirra. Hann hét Valdimar Magnússon, trésmiða- meistari, Kúrlandi 22. Hann var 47 ára að aldri. Bilstjórinn i hin- um bflnum slasaðist mikið, en ekki lifshættulega. Rannsókn slyssins stóð yfir i gærkvöldi, og var þá ekki með öllu ljóst hvernig á árekstrinum stóð. Eftir áreksturinn köstuðust bflarnir langar leiðir og eru báðir mjög mikið skemmdir. Myndin er tekin*-á slysstaðnum. Valdimar var i Toyotabflnum, sem á að fara að draga á brott. Hinn billinn stöðvaðist á ljósa- staur' Timamynd GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.