Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Fimmtudagur. 13. júli. 1972 Fimmtudagur. 13. júlí. 1972 TÍMINN 11 EFNAHAGSSAMVINNAN ÍEVRÓPUOG NORÐURLÖND Á aðalfundi Samvinnusambands Norðurlanda, sem haldið var i Kóli i Finnlandi fyrir nokkru, flutti Paul Nyboe Andersen, fyrrverandi efnahagsmála- ráðhérra Dana, mjög greinargott erindi um vanda- mál, er upp kunna að koma i norrænni efnahags- samvinnu, ef tvö Norðurlandanna, Danmörk og Noregur, ganga i Efnahagsbandalagið, en hin verða utan við það. Erindi þetta birtist hér i islenzkri þýð- ingu. Rétt er að geta þess, að erindið var samið áður en sterlingspundið tók að falla. Fulltrúar tiu rikja undirrit- uðu i Bruxelles 22. janúar samning um stækkun samtaka Evrópu og á hann að koma til framkvæmda frá næstu ára- mótum, eða eftir sex mánuði. Enginn efi leikur á, að þau sex riki, sem nú eru aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, staðfesta þennan samning. Um rikin fjögur, sem um aðild sækja, er þetta að segja: Brezka þingið samþykkti i október s.l. haust.að Stóra Bretland gengi i Efnahags- bandalagið samkvæmt þeim samningum ,sem brezku stjórninni tókst að ná. Þingið samþykkir jafnótt og sam- kvæmt áætlun þær lagabreyt- ingar, sem nauðsynlegar eru, en þjóðaratkvæðagreiðsla fer ekki fram. Irar gátu ekki orðið aðilar nema að breyta stjórn- arskránni og urðu vegna þess að efna til þjóöaratkvæða- greiðslu. Hún fór fram i mai og mikill meirihluti sam- þykkti aðild. Ákveðið hefir verið i Noregi, að þjóðaratkvæðagreiðsla til leiðbeiningar fari fram 25. september i haust. Stórþingið tekur endanlega ákvörðun að fengnum niðurstöðum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Í13 af 150 þingmónnum verða að samþykkja aðild. Norska rik- isstjórnin hefir lýst þvi yfir, að hver sem úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar verði, muni hún ekki mæla með aðild nema að Danmörk gerist einn- ig aðili. t 20. grein dönsku stjórnar- skrárinnar er kveðið á um, a'ð aðild Danmerkur að tiltekinni gerð alþjóðasamtaka verði annað hvort að samþykkja með 5/6 atkvæða i þinginu eða með minni meirihluta ef aðild- in er borin undir þjóðarat- kvæði. Hafna má aðild i þjóöar atkvæöagreiðslunni el meiri- hluti greiddra atkvæða er á móti og 30% atkvæðisbærra manna hafna. Úrslit siðustu atkvæðagreiðslu i þinginu urðu þau, að 141 þingmaöur sagði já en 32 nei. Mikill meirihluti þingmanna er þvi fylgjandi aðild en þó ekki 150, eins og þyrfti til að uppfylla á- kvæðið um fimm af sex þing- mönnum. Samkvæmt stjórn- arskránni verður þvi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún fer fram 2. október, eða réttri viku siðar en þjóðarat- kvæðagreiðslan i Noregi. Úrslit allra skoðanakann- ana i Danmórku hafa sýnt greinilegt meirihlutafylgi með aðild og sá meirihluti hefir farið stækkandi undangengna mánuði. Svo er að sjá sem meirihluti sé fylgjandi aðild að El'nahagsbandalaginu jafn- Paul Nyboe Andersen vel þó að Norðmenn hafni henni, en sá meirihluti er naumur. Rikisstjórnin danska og forusta stóru flokkanna fjögurra, sem standa að stefnu Dana i utanrikismálum, hafa lýst yfir fylgi sinu við aðild án aðildar Norðmanna, en öllum mun að sjálfsögðu þykja mjög miður ef Norðmenn hafna að- ildinni. t þvi, sem ég segi hér á eftir, geng ég út frá þvi, að bæði Danir og Norðmenn samþykki aðild og „rikin sex" verði ,,rikin tiu" frá og með árs- byrjun 1973. Ég ætla fyrst að ræða nokkuð áhrif stækkunar Efnahagsbandalagsins innan þess og á afstöðu þess til ann- arra rikja yfirleitt, en snúa mér siðan að afstööu Norður- landanna til Efnahagsbanda- lagsins og hvers til annars ef tvö þeirra gerast aðilar að bandalaginu en hin þrjú gera friverzlunarsamning við hið stækkaða bandalag. FRAMVINDAN INNAN STÆKKAÐS EFNAHAGS- BANDALAGS Þegar Efnahagsbandalagið stækkar, ná tollaákvæði þess og hin sameiginlega stefna i landbúnaðarmálum til fjög- urra nýrra rikja með sextiu milljónir ibúa. Aðlögun tolla og verðs á búsafurðum gerist smátt og smátt á fimm árum. Aðlögun tekur þó tiu ár um sumt, sem lýtur að fiskveið- um. Frjáls flutningur fjár- magns og nokkur önnur atriði Rómarsáttmálans lúta einnig umsömdum aðlögunartima. Stækkun bandalagsins er stórt skref i átt til frjálsrar verzlunar milli rikja. Markað- ur, sem nær til 260 milljóna manna með hlutfallslega háar tekjur, gefur tækifæri til - áhrifamikillar sérhæfingar og framleiðsla og sala nýtur kosta stórrekstrar, sem jafna má til aðstæðna i Bandarikj- unum. Hinn rúmi markaður gefur góð tækifæri til sam- starfs fyrirtækja i tveimur eða fleiri rikjum til aukinnar hag- kvæmni i hinum ýmsu iðn- greinum. Jafnframt verður auðveldara en áður að koma við alþjóðlegu eftirliti með fyrirtækjum, sem ná til margra rikja, til dæmis áhrif- um þeirra á samkeppni og möguleika til skattundan- dráttar. Árin 1960—1970 hefir Efna- hagsbandalagið einkum feng- izt við að koma sameiginleg- um tollaákvæðum og sameig- inlegri stefnu i landbúnaðar- málum i framkvæmd, sam- ræma reglur um samkeppni og frelsi til fyrirtækjastofnun- ar innan aðildarrikjanna. Margt er enn ógert i þessu efni. Tollar eru hvergi nærri eina aðferðin tilverndar inn- lendum atvinnugreinum i ein- stökum þjóðlöndum. Samræming og aukið frelsi til verzlunar og samkeppni verður þó ekki mikilvægasta verkefni hins stækkaða Efna- hagsbandalags. Mikilvægasta verkefni þess á árunum 1970- 1980 verður aö sameina stefnuna i efnahags- og gengismálum, efla stefnu- mörkun i þróun sérstakra landshluta og auka framlög til lausnar umhverfisvandans i nútima þjóðfélagi. Ég mun ekki fjalla nánar um þessi tvö siðasttöldu verkefni, en ræða nokkuð stefnuna i gengis- málum og verzlun. Tollar innan Efnahags- bandalagsins veita yfirleitt minni vernd en tollarnir i rikjunum, sem um aðild sækja. Þetta á þó ein kum við um tolla i Bretlandi. Þegar Bretar taka upp tolla Efnahagsbandalagsins gegn umheiminum á erlendur iðn- aður greiðari aðgang að brezkum markaði en áður. Efnahagsbandalagið veitir iðnvarningi aðildarrikja sinna hvergi nærri jafn mikla vernd og stundum er gefið i skyn. Tollarnir, sem Rómarsáttmál- inn gerði ráð fyrir á varning frá rikjum utan bandalagsins, hafa verið lækkaðir smám saman um þrjá fimmtu. Hins vegar er enn drjúg vernd fólgin i hinni sameiginlegu stefnu i landbúnaðarmálum, enda þótt hafa verði i huga, að hún var mótuð til þess að koma i stað verndar land- búnaðarins i hverju aðildar- rikjanna sex um sig. Efnahagsbandalagið, Bandarikin og önnur riki hafa komið sér saman um að efnt verði til nýrrar ráðstefnu á grundvelli GATT um verzlunar- og tollamál, senni- lega i lok ársins 1973. Markmið ráðstefnunnar er að lækka eða afnema nú gildandi tolla og fjarlægja ýmsar verzlunarhindranir aðrar en tolla. Hér er um að ræða ríýjar Kennedy-viðræður. Bandarikjamenn vilja, að hin ýmsu vandkvæði alþjóða- viðskipta verði tekin til meðferðar i nánum tengslum við vanda alþjóðlegra gjald- eyrismála, sem verið hefir ofarlega á baugi siðan að Bandarikjamenn felldu doll- arinn gagnvart gulli og öðrum gjaldmiðlum i ágúst i fyrra. Bandarikjamenn haf:a fyrir skömmu tilkynnt Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum um hið nýja verð dollarsins,r en Evrópumenn hafa ekki hraðað samskonar tilkynningum, auðsjáanlega vegna óvissu um, að hið nýja gengi haldist. Aðildarrikin tiu að hinu stækkaða Efnahagsbandalagi hafa komið sér saman um að takmarka gengisbreytingar innbyrðis við helming þess, sem leyf t var i samningunum i Washington i fyrra, eða við 2 1/4 i stað 4 1/2%. Sviar hafa ákveðið að fylgja þessarri reglu i framkvæmd. Þrátt fyrir þetta verður að yfirstiga ýmsa órðugleika áður en sameiginleg, evrópsk gengis- stefna getur orðið að veru- leika. Einingu verður að ná innan hins stækkaða Efna- hagsbandalags um þessi mál áður en að unnt verður að hefja heimssamninga um nýtt gjaldeyriskerfi i stað dollar- kerfisins, sem við höfum not- ast við siðan i styrjaldarlok, en nú er úr skorðum gengið. Gengislækkun Bandarikja- dollars hefir ekki enn uppfyllt tvær af þeim vonum,sem við hana voru tengdar. I fyrsta lagi hefir greiðsluhalli Banda- rikjanna ekki minnkað. Meira að segja er gert ráð fyrir, að hallinn á árinu 1972 veröi meiri en nokkru sinni fyrr, meðal annars vegna of mikill- ar hækkunar á verðlagi. t öðru lagi er fjármagn ekki farið að flytjast til Bandarikjanna að nýju, en dollarastraumurinn þaðan hefir verið striður und- angengin ár. Af þessum sök- um er ekki unnt að taka upp að nokkru gullinnlausn dollars- ins, sem gilti þar til 15. ágúst i fyrra. Hin mikla verðhækkun gulls að undanförnu stafar einkum af sérstökum ástæðum, sem valdið hafa minnkandi fram- boði á gulli, en ber þó einnig vott um nokkra viðleitni til að hagnast á nýrri, hugsanlegri gengislækkun dollarsins eða nýrri hækkun viðurkennds verös á gulli. Að minu viti er þó ekki liklegt, að forsvars- menn -Evrópurikja sætti sig við nýja gengislækkun doll- arsins i hlutfalli við gjald- miðla Evrópu. Laun i Evrópu hækka mun örar en laun i Bandarikjunum og bandarisk samkeppnisaðstaða batnar hlutfallslega. Aðildarriki Efnahagsbanda- lagsins munu ekki heldur fall- ast á þá tillögu Bandarikja- manna, að gjaldeyrismálin og verzlunarmálin verði tekin samtimis til meðferðar á al- þjóða vettvangi. Þetta kom skýrt fram 'a ríýafstöðnum ráðherrafundi OECD. Gjald- eyrismálunum verður að ráða til lykta hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, en þar verður komið á fót hópi fulltrúa tuttugu eða tuttugu og tveggja rikja i stað fulltrúa rikjanna tiu, sem áður hafa haft þessi mál til meðferðar, en Sviar hafa einir Norðurlandaþjóða átt aðild þar að. Ollum aðildarrikjum Efna hagsbandalags. hlýtur að vera hagur að stöðugu gengi og frjálsum verzlunarháttum um heim allan. Stækkað Efna- hagsbandalag er ekki vel til þess fallið að heyja verzlunar- strið við Bandarikin til dæmis. Rikin tiu, sem væntanlega öðl- ast brátt aðild hafa fimmtung tekna sinna af útflutningi en tekjur Bandarikjamanna af útflutningi eru ekki nema einn tuttugasti og fimmti af tekjum þeirra. Vegna hinnar miklu utanrikisverzlunar Vestur- Evrópurikja er hagur þeirra að verulegu leyti bundinn við frjálsa verzlun og stöðugt gengi um heim allan. Vestur-Evrópumönnum ber einnig i hagsmunaskyni að fylgja fram jákvæðri upp- byggingarstefnu gagnvart vanþróuðu rikjunum. Væntan- legu aðildarrikin tiu láta i té mun meira en helming hinnar alþjóðlegu aðstoðar og hafa sýnt jákvæðari afstöðu til við- skipta við vanþróuðu rikin en Bandarikin eða kommúnista- rikin til dæmis. Sé litið til rikisverzlunar- landanna i Austur-Evrópu bendir framvindan að undan- förnu til þess, að Sovétmenn og Austur-Evrópumenn séu að gera s,ér grein fyrir þeirri staðreynd að Efnahagsbanda- lagið stækki og aðildarriki þess fylgi framvegis sameig- inlegri stefnu gagnvart Aust- urveldunum. Ég er sannfærð- ur um, að slik sameiginleg stefna i viðskiptamálum sé i raun og veru eina leiðin til að auka verulega viðskipti milli Vestur-Evrópu og Austur- Evrópu. Reynsla Dana hefir leitt i ljós, að riki, sem eitt út af fyrir sig gerir verzlunar- samninga við Austur-Evrópu- riki, á yfirleitt ekki kost á sölu annars en þess, sem fyllir skörðin, sem orðið hafa vegna mistaka i áætlunargerðinni. Gangi stækkað Efnahags- bandalag hins vegar ekki til sameiginlegra samninga get- ur það látið rikin i austri breyta áætlunum sinum á þann veg, að efnahagsstefnan miðist við meiri utanrikisvið- skipti en áður. NORÐURLOND OG EFNA- HAGSBANDALAGIÐ Stóra-Bretland, Danmörk og Noregur hverfa úr EFTA að sex mánuðum liðnum. EFTA nær þá til fjögurra hlut- lausra rikja (Sviþjóðar, Sviss og Austurrikis, sem eru full- gildir aðilar auk Finnlands, sem er aukaaðili) og tveggja rikja, sem ekki eru hlutlaus (Island og Portúgal). Stokk- hólmssamþykktin frá 1960 verður i gildi hjá þessum sex rikjum og fámenn sendisveit verður áfram i Genf, en EFTA hefir glatað gildi sinu sem mikilvægt friverzlunarbanda- lag, og einkum af tveimur á- stæðum: I fyrsta lagi hefir Stóra-Bretland verið lang- samlega fjölmennasta og á- hrifamesta aðildarrikið og i öðru lagi leggja öll aðildarrik- in, sem eftir erufmeiri á- herslu á að ná viðskiptasamn- ingum við'stækkað Efnahags- bandalag en að efla samvinnu sina innbyrðis. Bretar, Danir og Norðmenn hafa lagt á það höfuðáherzlu i samningum sinum um aðild að Efnahagsbandalaginu, að sú friverzlun, sem á komst innan EFTA, glatist ekki við stækkun Efnahagsbandalags- ins. Þetta hefir verið afar mikilvægt fyrir Dani og Norð- menn vegna hinna miklu við- skipta þeirra við aðra Norður- landabúa, einkum Svia. Til skamms tima hefir það verið snar þáttur I deilunum um að- ild Dana að Efnahagsbanda- laginu, að ekki mætti risa toll- múr að nýju við Eyrarsund, þar sem Sviar eru, eftir tólf ára friverzlun EFTA, orðnir stærstu innflytjendur unninna vara frá Danmörku. Mjög torvelt yrði hins vegar fyrir þrjú ný aðildarriki að Efnahagsbandalaginu að eiga frjáls viðskipti með iðnvarn- ing við.6 EFTA-riki, sem ekki hefðu slik frjáls viðskipti við hin upprunalegu sex aðildar- riki Efnahagsbandalagsins. Rökrétt lausn felst þvi i frjálsri verzlun milli rikjanna sex, sem eftir eru i EFTA, og hins stækkaða Efnahags- bandalags. Eins og kunnugt er hafa samningar um slika skip- an staðið yfir undangengið misseri og búist er viðfað þeim ljúki á næstunni, verði undir- ritaðir i lok júli og gangi i gildi við áramót. Aðildarrikin sex að EFTA hafa ekki öll óskað eftir jafn viðtækum samningum við Efnahagsbandalagið. Sviar töldu fulla aðild vel koma til á- lita þegar farið var fyrst fram á viðræður árið 1970. Vorið 1971 lýsti sænska stjórnin hins vegar yfir, að full aðild teldist ekki móguleg vegna hlutleysis Svia, en óskað var áfram eftir eins viðtæku samkomulagi og framast væri unnt, þar á með- al bæði um þátttöku i tolla- samþykktum og sameigin- legri stefnu i landbúnaðar- málum. Svisslendingar og Austur- rikismenn hafa einnig óskað eftir viðtækari samvinnu en samningum um frjálsa verzl- un með iðnvarning einvörð- ungu. Finnar, Islendingar og Portúgalir hafa hins vegar að- eins beðið um friverzlunar- samninga. Núverandi Efnahagsbanda- lag hefir gengið út frá þvi sem ófrávikjanlegri grundvallar- reglu, að annað hvort væri um aðild að ræða með fullum rétt- indum og skyldum eða einung- is friverzlunarsamninga með iðnaðarvörur án allrar þátt- töku i ákvörðunum bandalags- ins eða undirbúningi þeirra. Þess átti ekki að vera kostur að ,,borða eftir matseðlinum", eins og það var orðað. Sviar hafa þvi orðið að sætta sig við, að hvorki yrði kostur á tolla- bandalagi eða hinni sameigin- legu stefnu i landbúnaðarmál- um. Hins vegar hefir tekizt að koma svonefndu framhalds- ákvæði inn i væntanlega samninga, þar sem gert er ráð fyrir, að báðir aðilar séu reiðubúnir að ræða aukningu samvinnunnar ef æskilegt reynist. Svisslendingar og Austurrikismenn hafa einnig fengið slikt fyrirheit. Finnar óska hins vegar ekki eftir öðru en friverzlunarsamningum og þurfa þvi ekki á ákvæðinu að halda. Samningum er ekki lokið, en ákveðnir drættir virðast þó ráðnir. Gagnkvæm lækkun verður á tollum á iðnaðarvör- um þar til frjálsri verzlun er náð að liðnum aðlögunartima, sem er fimm ár fyrir flestar vörur, átta fyrir sérstakar, viðkvæmar vörur og tólf ár fyrir pappirsvörur, nema Efnahagsbandalagið gangi lengra á lokastigi samning- anna. Sett verður i samningana öryggisákvæði, sem gerir ráð fyrir, að unnt verði að kref jast endurskoðunar ef innflutning- ur vegna lækkaðra tolla fer fram úr ákveðnu marki. Fri- verzlunin nær að verulegu leyti til unninna matvara og verndin, sem felst i tolli á full- unnar vörur, hverfur smátt og smátt. Mismun i tolli af sum- um hráefnum til notkunar i sælgæti verður eftirleiðis að jafna með tilsvarandi inn- flutningsgjaldi af hinni full- unnu vöru þegar EFTA- riki skipta við Efnahagsbanda- lagsriki. Norðurlönd hafa far- ið fram á, að hráefni til smjörlikisgerðar yrðu sett á frilistann. Enn hefir ekki reynít unnt að fá þvi fram- gengt i samningunum. Eins eru enn óráðin ákvæðin um landbúnaðar vörur og fisk. Svonefnd upprunaregla á að gilda i friverzlunarsamning- unum, þar sem vörur yrðu annars fluttar inn til þess lands, sem lægsta tolla hefir á þeim. Túlkun þessarar reglu er mjóg mikilvægt tækniat- riði. Reglur EFTA-samning- anna eru að þessu leyti rúmari en reglurnar, sem Efnahags- bandalagið beitir gegn van- þróuðu rikjunum, sem gerðir hafa verið friverzlunar* samningar við. Ekki hefir reynst unnt að fá Efnahags- bandalagið til að fallast á reglur EFTA, en þó hefir þokast i áttina i vissum atriðum. Finnar hafa borið fram ósk um frest á frágangi samning- anna i von um að ná siðar hag- stæðari ákvæðum um inn- flutning pappirsvara en nú er unnt. Hvorki aðildarriki EFTA né Efnahagsbandalag- ins hafa þó samþykkt slikan frest. Þó er enn óvist, hvort finnska stjórnin undirritar samningana i lok jiili um leið og stjórnir annarra samnings- rikja. Efnahagsbandalagið hefir gert viðunandi lausn land- helgismálsins að skilyrði fyrir friverzlunarsamningum við íslendinga, en fyrirhugað er að stækka fiskveiðilögsögu ts- lands i 50 sjómilur 1. september næst komandi með einhliða ákvörðun tslendinga. Enn er ekki ljóst, hvort unnt reynist að fá núverandi Efna- hagsbandalagsriki eða Stóra- Bretland til að fallast á þá ráðstöfun. Takist það ekki er hugsanlegt, að friverzlunar- samningur verði gerður nú, en ekki undirritaður fyrr en sið- ar. Spyrja má, hver friverzl- unarkjörin verði samkvæmt þeim samningum, sem hér hefir verið lýst lauslega, sam- an borið við möguleikana á fullri aðild að Efnahags- bandalaginu. 1 fyrsta lagi er aðlögunartiminn til tolla- niðurfærslu lengri samkvæmt friverzlunarsamningunum og öryggisákvæðið veldur útflytj- endum aukinni óvissu, sem torveldar áætlanir og ákvarð- anir um aukna fjárfestingu. I öðru lagi fjalla friverzlunar- samningarnir einungis um tolla, en aðildarrikin að Efna- hagsbandalaginu munu smátt og smátt afnema fjölmargar tæknireglur, öryggisákvarð- anir, varúðarráðstafanir vegna sóttvarna manna og dýra o.s.frv., sem truflað geta verzlunina verulega. t þriðja lagi fá fyrirtæki i EFTA-rikj- um ekki heimild til að keppa um opinbera verksamninga i Efnahagsbandalagsrikjun- um. Þá veldur upprunareglan verulegu óhagræði i viðskipt- um norrænna aðildarrikja Efnahagsbandalagsins við önnur Norðurlönd. Mikilvægasti munurinn er þó fólginn i þvi, að aðildarriki ein hafa áhrifavald á framtiðarákvarðanir Efna- hagsbandalagsins um efna- hagsmál, verzlunarsamninga o.s.frv. Ákvarðanir, sem stækkað Efnahagsbandalag tekur á þessu sviði, verða svo mikilvægar fyrir alla Vestur- Evrópu, að rikin, sem utan samtakanna standa, verða að sniða stjórnmálaákvarðanir sinar að verulegu leyti eftir þeiiri. Tryggt er, að unnt verður að halda hinum sameiginlega norræna vinnumarkaði, svo og gagnkvæmum alþýðutrygg- ingum og samvinnu i mennta- og menningarmálum, og eins meginhluta þeirrar samvinnu, sem nú er i gangi um sam- ræmingu laga. A allmórgum sviðum er þessi samvinna komin lengra en samvinnan innan Efnahagsbandalagsins. Nokkur óvissa rikir um þau áhrif, sem mismunandi af- staða Norðurlandanna til Efnahagsbandalagsins kann að hafa á samvinnu bæði ein- staklinga og samvinnufélaga un sérhæfjngu i framleiðslu. Sigrast verður á vissum erfið- leikum i sambandi við suma vöruflokka, til dæmis i mat- vælaiðnaði, ef samvinnan á að geta haldizt. Á stjórnmálasviðinu eru allar Norðurlandaþjóðirnar á einu máli um, að norræna samvinnu, einnig i efnahags- málum, eigi að varðveita og auka eins og kostur er við hin nýju skilyrði. Rikisstjörnir Norðurlandanna hafa ákveðið að koma á fót ráðherranefnd um norræna samvinnu og sérstakri frambúðarstofnun til að fjalla um efnahags- samvinnuna. Þessi stofnun er nú i Osló, en verður framvegis i riki, sem er aðili að Efna- hagsbandalaginu, eða annað hvort i Noregi eða Danmörku, þar sem það á að tryggja eins nána snertingu og unnt er við framvinduna i hinu stækkaða Efnahagsbandalagi. Danir og Norðmenn bera eðlilega sem aðilar að Efna- hagsbandalaginu nokkra ábyrgð á þvi, að norrænum sjónarmiðum og norrænum hagsmunum verði komið á framfæri i rókræðum um framvindu Efnahagsbanda- lagsins i framtiðinni. Fulltrúar þessarra rikja verða að vinna að þvi, að hin Norðurlóndin þrjú eigi kost á að efla samvinnu sina við Efnahagsbandalagið að svo miklu leyti og á þann hátt, sem þau óska. Þörfin á náinni og tillitssamri samvinnu Norðurlandaþjóðanna við hin nýju skilyrði verður þvi ekki minni en hún hefir verið til þessa. Mynd tekin i Koli i Finnlandi I lil- efni aðalfundar Samvinnusam- bands Norðurlanda N.A.F. 2. júli 1972. (33ja stiga hiti). Frá vinstri: Peder Söiland, formaður norska Samvinnusambandsins. Eero Salovaara, forstjóri finnska Sam- vinnusambandsins O.T.K. Paul Nybo Andersen, fyrrv. efna- hagsmálaráðh. Dana. Ebbe Groes, forstjóri danska Sam- vinnusambandsins, stjórnarfor- maður N.A.F. John Sallborg, forstjóri sænska Samvinnusambandsins. Erlendur Einarsson, forstjóri Samb. isl. samvinnufélaga. Martti Muston- en, forstjóri finnska Samvinnu- sambandsins S.O.K. MANDALA Trúbrot LP-stereo Trúbrot, TR 1. t upphafi þótti mér „Mandala" ekki sérlega skemmtileg plata og varð satt aðsegja fyrir töluverðum von- brigðum með hana. En eftir þvi sem á liður og ég hlusta meira á hana, þvi hrifnari verðég og leyfi mer nú að lýsa þvi yfir, að platan er einstak- lega góð. Mig minnirað það hafi verið Magnús Kjartansson, sem sagði mér skömmu eftir að .....lifun" kom út, að þeir félagar hefðu hug á að fara aðrar leiðir i gerð næstu plótu, eitthvað svipað og bandariska fjörulallahljómsveitin Beach Boys hefur verið að gera. Sið- ar sagði Magnús mér, er ég spurði hann út i „Mandala" að al'lokinni upptöku, að á plöt- unni væri ákaflega mikil músik, rneira sagðist hann ekki geta sagt. Og satt var orðið. „Mand- ala" er yfirfull af músik og margt af þvi er mjög góð mús- ik. A margan hátt ber sú músik sterkan keim af Beaeh Boys, bæði i efnisvali og flutn- ingi, sérstaklega þó söng. Trú- brot fengu með sér til Kaup- mannahafnar gamlan félaga, Engilbert Jensen, en einmitt þegar Engilbert var i Hljóm- um i eina tið voru þeir beztir og söngurinn i sérflokki. Gunnar Jökull lýsti þvi yfir áður en þeir héldu utan i april sl., að nii ætluðu þeir að leggja aðaláherzluna á sönginn, hann hefði réttilega oft verið gagn- rýndur áður. En þvi miður er söngurinn slakasta hliðin á „Mandala" og er hann þó hvergi slæmur. Engilbert hef- ur auðheyrilega verið heldur litið notaður, en þar sem hann ma heyra, er hann mjög góð- ur, einlægur og vandvirkur, eins og hans er von og visa. Það er gjarnan gert, að bera saman plötur. Hvernig stenzt þessi nýja plata, þá sem á undan kom? Staðreyndin er sú, að varla er hægt aö bera þær saman, til þess eru þær of ólikar. Helzt mætti segja, að ,,. . . lifun" hafi verið brezk músik en „Mandala" ame- risk. Ég efa ekki, að sú er raunin af ásettu ráði og um það er ekkert að segja nema það eitt, að Trúbrot hafa alltaf verið börn sins umhverfis og hafa aldrei verið feimnir við að viðurkenna það. Gott dæmi um það er siðasta lagið á plötunni, „Scherzo Pan" eftir Magnús Kjartans- son. Það er i rauninni ekki lag, heldur einskonar endurminn- ing Magnúsar, óþolinmóð en jafnframt þroskuð svipmynd, sem flögrar um hug hans i glaumi og erli mannlifsins. Um Magniis er annars það að segja, að hann kemur mjög vel frá þessari plötu og marg- falt betur en þeirri siðustu, sem hann kom nálægt, LP- plötu þeirra Keflvikinga Magnúsar & Jóhanns. Hér virðist hann hafa fullt vald á þvi, sem hann er að gera, hann þekkir viðfangsefnin til hlýtar og ofgerir hvergi. Lag hans „My friend and I" er með þeim skemmtilegri á plötunni og ekki að undra að það sé þegar orðið vinsælt i óska- lagaþáttum Rikisútvarpsins með texta eins og hér er vitnað i: „We dig going for a ride on a sunny day / smoke a pipe and drink a little wine". En Magnús óttast þennarí vin sinn og kveðst sjálfur hræddur um að missa yfirtökin. Hver vin- urinn er, kemur aldrei i ljós, envissulega má geta ieyðurn- ar i beinu framhaldi af textan- um. Hinir, Gunnar Þórðarson, Riinar Júliusson og Gunnar Jökull Hákonarson, sleppa einnig mjög vel frá sinu, til dæmis bera lög Gunnars Þórð- arsonar af, en eru jafnframt auðþekkjanleg. Rúnar syngur aðeins eitt lag oggerirþað þol- anlega, en lagið það, „Coming your way", er eitt það slak- asta á plötunni. Gunnar Jökull tvitók mikið af trommuleikn- um og var það vel, þvi að nii — gagnstætt við ,,. . . lifun" — er hann mjög sterkur, skemmtilegur og tilþrifarikur trommuleikari, eins og kemur vel fram i stórgóðu lagi, „Drifting". Annars kemur enginn þeirra betur út en hinir, þeir ná mjög vel saman og takist Trúbrot að halda þessu sama formi, þess- um kvartett, áfram, getum við innan tiðar f'arið að gera mikl- ar krölur til þeirra. Og raunar mátti l'yrir löngu fara að gera þær kröl'ur til þeirra, sem við nú gerum: bæði hafa þeir öðl- azt margfalt meiri reynslu en aðrir poppmiisikantar á landi hér og ráða yfir margfalt mei.ri getu en l'lestir aðrir. Fyrir utan gallana i söngn- um, sem er ekki nægilega sterkur á köl'lum og geldur andleysis (það er að segja: þeir halda ekki tóninum nægi- lega lengi), eru textarnir veika hliðin. Fyrir utan „Down by the water" — gull- l'allegt lag i stil Beach Boys og G.Þ. ( Bergþeyr við ströndina ) „Dril'ting" og „Rise and shine", eru þeir mikið til end- urtekning á þvi, sem Trúbrot hal'a áður gert. Til dæmis er „Pleasanl daydreams" eins og tekinn beint al .....lif- un". í tveimur textanna kemur fyrir þessi lina: „Ability to perceive or know things, with- out conscious reasoning". Þykist ég vita, að þar eigi þeir við, að fólki sé nokkurn veginn nóg að vita innra með sér hver sannleikurinn sé, án þess að endilega þurfi að gera grein fyrir honum. Textarnir eru liestir hverjir sannir, en þeir hafa lika sannað þessa linu i sjónvarpsþættinum á dögun- um, þar sem þeir virtust alls ekki geta komið i mál hugsun- um sinum. Ileildarútkoma plötunnar er sem sé sú, að hiin er góð og lof- ar mjög góðu um þá plötu, sem mér skilst að þeir hafi hug á að taka upp i haust. En tvimælalaust er „Mandala" merkilegust fyrir þær sakir, að Triibrot gáfu hana út sjálfir og sakar ekki að minna á i þvi sambandi, að hið opinbera . hel'ur hingað til ekki hikað við að henda peningum i allskonar „list" og hafa margar þeirra „listamanna" skapað bæði minna og ómerkilegra en Trii- brot. Upptaka og hljóðblöndun (mixing) fórl'ram i Rosenberg Sound Studios i Kaupmanna- höfn undir stjórn Triibrots. Auk Engilberts Jensen aðstoð- aði við upptökuna Bent Hesselmann, saxófónleikari úr Midnight Sun (sem gerir mjög fallega hluti i einu lagi), Gústi rótari og 8 manna strengjasveit, sem þeir félag- ar, aðallega þó Gunnar Þórð- arson og Magnus, skrifuðu út fyrir listilega vel. Upptakan er mjög góð og pressun sömuleiðis, en tón- gæði (sánd) þótti mér betra á ,,. . . lifun", hreinna og fall- egra. Umslagið borgaði með Loftleiðaauglýsingunni 50% af ferðakostnaði þeirra til Kjöben og réttlætist þannig, en ég man ekki betur en að i fánalógum standi eitthvað um að ekki megi nota islenzka fánann i auglýsingaskyni! ó.vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.