Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Kimmtudagur. 13; júlí. 1972 ANTIK Nýkomið: Sessilon, sófasett, útskornir stol'uskápa r, bókahilla, lampar, útskornir stólar, boröstofustólar, borð, marg- ar gerðir og stærðir, skips- kikir, kertastjakar, vegg- klukkur, borðklukkur, skrif- borð, barómet, sófi, fisi- belgur o.fl. Allt gamlir og falleg- ir munir. ANTIK HÚSGÖGN Vesturgötu :i, simi 25160. Bréf frá lesendum jLÖGFRÆDI I: JSKRIFSTOFA j j Vilhjálmur Árnason, hrl. \ Lækjargötu 12. i (Iðnaðarbankahúsinu, 3.h.)' : Simar24«35 7 16307. V____________J Ciræðnm laudið (?c>nuini fé 'BÚNADARBANKI ÍSLANDS Landfara hafa að undanförnu einna helzt borizt bréf frá fólki, sem ekki gat orða bundizt vfir framferði Fischers, dyntum hans óg dónaskap. En nú er eins og hestamannamótin, þar sem nokkuð margir munu hafa gerzt ölmóðir i meira lagi, og þjófa- flokkar jafnvel vaðið uppi, að minnsta kosti á Rangárbökkum hafi á ný minnt menn óhugnan- lega á það, hvaða skömm við hljótum hér um bil óhjákvæmi- lega að kalla yfir okkur með stór- hátiðinni á Þingvöllum árið 1974, ef af henni á aö verða. Hér er sýnishorn þeirra skrifa. IIVÍ ÞINGVKLLIR KRKMUR KN BOLAVKLLIR? Er það ekki flumbruleg ályktun, að landnámshátiðin fyrirhugaða þurfi eða eigi frekar að vera á Þingvöllum en annars staðar? Viltu bera upp þá spurningu fyrir mig, Landfari góður, hvaöa rök liggja eiginlega til þess? Það var eðlilegt og sjálfsagt, að alþingishátiðin væri haldin á meip afköst mea sláttuþyrlu Mest selda sláttu þyrlan í Evrópu Tvær stærðir: 1,35 og 1,65 m — Meiri sláttuhraði engar tafir— Aðeins 4/6 hnífar auðveld hnífaskipting — Mest reynzla í smíði sláttuþyrla ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVORÐUSTIG 25 TRAKTORAR Þingvöllum. Þar á kristnitöku- hátiðin lika að vera árið 2000 og þar er eðlilegt, að lýðveldishátið verði haldin, til dæmis þegar lýð- veldið á aldarafmæli. En land- námshátið — hvaða rök hniga að þvi, að menn séu að þenjast með hana austur i Þingvallasveit. Þar held ég eitthvað skorti á rökrétta hugsun og þessi hugmynd helgist ekki af.öðru, en blindri eftiröpun á alþingshátiðinni. Vegna sögu okkar og allra fræðilegra raka mætti eins vel halda hana á Laugarvatnsvöllum , Nesja- völlum eða Bolavöllum, svo að nefndir séu nokkrir síaðir ekki viðs fjarri. Eins gætu Hvitár- vellir, Kálfarvellir, eða þá Þamb árvellir komið til greina. Is- lenzkar siðvenjur, þar sem múgur og margmenni kemur saman, féllu kannski bezt að heiti þess staðarins, sem siðast var nefndur, — án þess að höfundur þessara orða vilji i sjálfu sér kasta neinni rýrðá góðan bæ, sem fóstrað hefur margt gott gólk.. Sig. Sig. 17. JÚNI 1072 Við höfum nú enn einu sinni haldið hátiðlegan 17. júni hér i Reykjavik. Þessi dagur hefur verið haldinn hátiðlegur með svipuðu sniði siðan Island varð fullvalda riki 17. júni 1944. Það er ekkert nema gott um það að segja, að minnast merkilegra at- burða með þvi að gera sér ein- hvern dagamun, en hátiðahöld eins og haldin hafa verið i mið- borg Reykjavikur undanfarin ár, eru engum til sóma og engum til gagns, heldur öllum til skammar og öllum til ógagns. Hið alvarlega áfengisvandamál, sem hrjáð hefur islenzkt þjóðfélag, vaxandi með hverju ári sem liðið hefur, er megin vandamálið. Flestir hugsandi þjóðfélagsþegnar eru nú æ betur að gera sér grein fyrir þvi, að eitthvað þurfi að gera til úrbóta, og þá ekki svo óeðlilegt, að láta sér detta i hug, hvort ekki mundi vera hægt að brcyta áfengislöggjöfinni nokkuð. Drykkjuskapur og rtlæti. sér- staklega unglinga, nú á siðasta þjóðhátiðardegi voru svo mikil að hæpið er að lagt verði i að halda aftur 17. júni hátiðlegan i Reykja- vik eins og að undanförnu hefur verið gert. Aðalvandamálið þarna er að sjálfsögðu áfengið. Um þetta mætti spyrja nokkurra spurninga t.d. eftirfarandi: 1. Er ekki ábyrgðarleysi af yfir- völdunum að selja óhindrað vin úr öllum sinum verzlunum þegar vitað er að hátiðahöld eins og 17. júní er framundan. 2. Hvar og hvernig ná unglingarnir i vinið i svo striðum straumum, sem raun ber vitni? 3. Væri ekki rétt fyrir islenzku þjóðina að fara að endurskoða áfengislöggjöfina og nota eitt- hvert annað ráð til að minnka drykkjuskap heldur en það, sem að undanförnu hefur verið talið happadrýgst, en það er að auka alltaf framboðið af áfengum drykkjum og gera fólki alltaf auð- veldara og auðveldara að nálgast þessar veigar? Það er litið land, ekki langt frá Islandi, sem hefur þann góða sið, að sá sem ekki borgar skattinn fær ekki keypt vin. Gætum við ekki hugsað okkur, að skattstofan t.d. sendi hverjum gjaldanda með kvittuninni fyrir siðustu greiðslu skatts hvert ár skömmtunar- miða, lyfseðil eða hvað við mundum kalla það fyrir vini, sem hann mætti kaupa i áfengis- verzlun rikisins. A hver skömmtunarmiða sem til dæmis gæti gilt fyrir eina flösku, yrði skráð nafnnúmer viðkomandi manns og yrði hann svo að sýna nafnskirt. þegar hann tæki út á miðann. Þannig mætti tkomast hjá þvi að fullorðiö fólk keypti vin fyrir unglingana að nokkru ráði. Einnig sýnist mér ef svona fyrir- komulag væri fyrir hendi að erfitt mundi verða fyrir þá aðila sem stunda leynivinsölu hér á landi að afla sér vins. Hversu mikið magn hver þjóðfélagsþegn yfir 20 ára aldri t.d. ætti að fá á ári hverju þyrfti að ræðast og athugast sér- staklega en 20 - 50 flöskur ætti að vera nægjanlegur skammtur öllum venjulegum mönnum, sem ætla sér að taka fullan þátt i störfum þjóðfélagsins það árið. Það má aö sjálfsögðu segja að þeir sem ekki drekka vin gætu seU e.t.v. með cinhverjum hagnaði þær flöskur sem þeim væru ætlaðar en hvað gerði það til þótt áfengisneytandinn greiddi svolitið fyrir skammt þess sem ekki drekkur, þvi það er ekki svo litið sem reglusamt fólk á Islandi er búið að greiða i beinhörðum peningum fyrir drykkjumenn og er þá helzt að nefna rekstur drykkjuhæla, löggæzlu vegna þeirra, barnsmeðlög og margt fleira. Eftir tvö ár er áætlað að halda þjóðhátið á Þingvöllum. En hvernig f ósköpunum á að fara að þvi við þær aðstæður sem nú eru i landinu, án þess að sú hátið verði islenzku þjóðinni til skammar um allan heim? Við skulum vona að þjóðin verði þá biíin að sjá sig um hönd i þessu máli og henni takist að halda þjóðhátið 1974 með þá skoðun i huga, að veigar Bakkusar séu alveg óviðkomandi sjálfstæðis- baráttu islenzku þjóðarinnar og sjálfstæði hennar á komandi árum. En það hlýtur að vera hverjum hugsandi manni ljóst, að ef n.pplausn, óregla og jafnvel eiturlyfjaneyzla fer vaxandi i þjóöfélaginu, þá getur farið svo að sjálfstæði islenzku þjóðarinnar verði i hættu. Það getur farið svo að taka verði þjóðina til með- ferðar eins og hvert annað stjórnlaust heimili þar sem heimilisfaðirinn er drykkju- sjúklingur. En við skulurii vona allt hið bezta og horfa fram á veginn til vaxandisigra i sjálfstæðismálum Islendinga. B.S. i GJABAKKAHRAUNI UM NÓTT UM JÓNSMESSU Nóttin var dásamleg, skiptust á sktírir og sólskin í morgunsárið. Taða bændanna fær ekki hinn langþráða þerri, og nú er farin að spretta úr sér. Vegir hafa verið lagðir, illu heilli, um hið fagra mosagróna hraun vegna fyrirhugaðra sumarhúsa. Ég rölti að húsi Gisla Jónssonar, fyrrverandi alþirtgis- forseta, og þingmanns Barð- strendinga. Það er reisulegt með oliukyndingu og rafstöð á einum fegursta stað á Þingvalla- svæðinu. Þaðan sér til allra átta: Hengisl, Botnsúlna, og Ar mannsfells. Auk þess liggur vatnið lognvært fyrir fótum manns. Loftið er tært, og fuglarnir syngja. Þeir sofa ekki yfir sig. Syngja morgunljós fyrir skapara sinn og litlu börnin sin, sem eru þarna um allt. Gisli Jónsson gaf þetta hús nokkrum árum fyrir andlát sitt. Sambandi islenzkra berkla- sjúklinga — hann var aldrei smár i sniðum. Húsinu hefur þvi miður ekki verið haldið við. t kringum það er spítnarusl og fleira, sem þyrfti að hverfa. Er von til, að núverandi eigendur sýni eign þessari fullan sóma og njóti hennar vel og lengi. Hjálmtýr Pétursson. Lofuin þeim aö l!fa VEIÐI LEYFI i vatnasvæði Hólsár i Rangárvallasýslu, þ.e. Hólsá, Ytri-Rangá að Árbæjarfossi, Selalæk, Þverá að Ármóti, Eystri-Rangá að Tungufossi og Fiská að Skútufossi, eru til sölu i benzinafgreiðslum Kaup- félagsins Þórs, Hellu, og Kaupfélags Rangæinga, Hvolsvelli. Stangaveiðifélag Rangæinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.