Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 10

Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 10
10 TÍMINN Þriöjudagur. 18. júli. 1972 Grannar úr vestri í kynnisför á íslandi Silas Bernhardsen — nýkominn ofan úr Borgarfiröi og nú á förum heim til sin. Sumir heimavanir hér Loks er sóiskinsdagur í Reykja- vlk — indæll sunnudagur, himinn- inn heiður og léttir þokuhnoörar viö brúnir Esjunnar. Viö borö i veitingafial Flugfélags islands á Reykjavfkurflugvelli situr hljóölátur Grænlendingur, úti blakta fánar nokkurra þjóöa i þýöri golunni. Ef Grænlendingar ættu sér fána, heföi einn þeirra sjálfsagt verið grænlenzkur. Maðurinn i biðstofunni heitir Silas Bernhardsen, og hann var um daginn á dansleiknum i Brún i Bæjarsveit, þegar Spasski leit þar inn, og hann var núna fyrir skömmu meðal þeirra, sem ráku fé á fjall i Borgarfirði. Silas Bernhardsen hefur sem sagt dvalizt hérlendis i þrjú misseri, llkt og fleiri ungir Grænlending. siðustu árin, til þess að kynnast islenzkum búskaparháttum og sauðfjárrækt. Hann var fyrst hálft ár á Kúludalsá, en siðan hefur hann verið eitt ár á Hesti. Hann er úr Friðriksdal, fjögur hundruð manna þorpi syðst á vesturströnd Grænlands. A Reykjavikurflugvelli var Silas Bernhardsen að biða komu nær fjörutiu landa sinns, stærsta ferðamannahópsins, sem hingað hefur komið frá Grænlandi til kynnisfarar um islenzkar sveitir. bessi hópur kom hingað siðdegis á sunnudaginn, og mun dveljast hérlendis i þrjá daga. Innan stundar renndi dönsk is- könnunarflugvél sér niður á flug- völlinn. Hópnum hafði verið látin hún i té til þessarar ferðar, og hún mun aftur sækja hann. Ludvig Storr, aðalræðismaður Dana á Islandi, sem haft hafði meðalgöngu um ferðalagið, var þegar kominn á vettvang, og i næstu andrá komu þeir Sæmundur Friðriksson og Gisli Kristjánsson ritsjóri i stórri bifreið til þess að sækja fólkið, þvi að Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda önnuðust móttöku og höfðu skipulagt ferðir þær, sem það fer um nágrenni Reykjavikur og næstu héruð. Út úr flugvélinni stigu þrjátiu og átta Grænlendingar, allt ungt fólk úr sauðfjárræktar- héruðunum i Eystribyggð, þar af tiu konur — langflest úr Eiriks- firði og Einarsfirði og byggðar- lögunum i grennd við Narssak og Júliönuvon. Eftir skamma stund var haldið með hópinn á Hótel Sögu, þar sem Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri og kona hans biðu gestanna. A Hótel Sögu snæddu gestirnir svo kvöldverð. þar sem þeir hafa dvalizt lang- dvölum. Annar þeirra heitir Elias Nielsen og var um skeið á Lækja- móti i Viðidal, en hinn Hans Kristian Motzfeld, sonur Lars Motzfelds, kennara og djákna i Brattahlið, sem fjöldamargir Islendingar kannast viö og hafa sumir hverjir notið mikillar gest- risni hans og konu hans. Hans Kristian dvaldist hér langdrægt fjögur ár — fyrst að Miðhúsum i Hreppum, þvi næst tvö ár á búnaðarskólanum á Hólum og loks að Jörfa i Húnaþingi. — Ég neita þvi ekki, að maður er dálitið einmanna fyrst, sagði Hans Kristian Motzfeld um dvöl sina hér. Það er enginn kyldleiki með málunum og margt annað ólikt hér og heima. Það er bara að biða og þrauka, og þá rætist smám saman fram úr öllu. Ágætispiltar sumir úrvalsmenn Samskipti Islendinga og Græn- lendinga hafa farið vaxandi i seinni tið. Fjöldi Islendinga hefur brugðið sér til Grænlands, og hin siðari ár tveir til þrir Græn- lendingar oftast verið hér sam- timis á sveitabæjum eða i Hóla- skóla. Nú er einn kominn að Hesti i stað Silasar Bernhardsens, sem er á förum heim með löndum sinum, Egede að nafni, og tveir hafa óskað hér eftir vist i haust. Gisli Kristjánsson ritstji hefur haft hönd i bagga um þessar vist- ráðningar, og hann sagði um Grænlendinga, sem hér hafa verið: — Þetta hafa yfirleitt verið ágætispiltar og sumir úrvals- menn, sem orðið hafa sér, og landi sinu og þjóð til mikils sóma. Fjárræktin grænlenzka tengd íslandi Annars er það um fjár- ræktina grænlenzku að segja, að hún á rætur sinar að rekja til tslands. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri útvegaði fyrst fé handa Grænlendingum úr Svarfaðardal og viðar af Norður- landi árið 1915, og seinna var fengið hér fleira fé 1921. Hestar Grænlendinga eru einnig að nokkru leyti kynjaðir héðan, en að nokkru leyti eru þeir af norsku Fjarðakyni. Sauðfjárræktarstöð og stofni að búnaðarskóla var á sinum tima komið upp í grennd við Júliönuvon, og seinna var annað sauðfjárræktarbú stofnað i Góðvonarfirði. Tveir Islendingar höfðu mjög lengi á hendi stjórn sauðfjárræktar- búanna á Grænlandi, báðir kynjaðir úr Grimsnesi — Sigurður Stefánsson frá Fossi og Valdimar Jónsson. Þegar Sig- urður lét af störfum fyrir aldurs sakir, fluttist hann til Danm- erkur, en þá fann hann fyrst hversu rik itök Grænland átti orðið i honum. Hann undi ekki betur en svo við dönsku sundin, að hann sótti um sumarvinnu á Grænlendi, svo að hann gæti þó verið einhvern hluta árs i þvi landi og meðal þess fólks, sem hann hafði tekið ástfóstri við- Eins og kunnugt er eru sumar- hagar afbragðsgóðir i Græn- landi, svo að fé verður afarvænt, en slægjulönd eru þar litil, svo að erfitt er að koma upp heyfyrn- ingum, sem þó er nauðsynlegt, ef vel á að farnast. Margvísleg kynni Fyrir nokkrum árum var all- mikið um það, að grænlenzkir bændur fengju héðan amboð til heyskapar, þvi að þau voru léttari og liprari en þau, er áður höfðu tiðkast, og reiðtygi útveguðu Grænlendingar sér hér einnig um tima. Arið 1963 bauð islenzka rikis- stjórnin hingað nokkrum græn- lenzkum bændum. og konum þeirra, og 1965 kom landsráðið grænlenzka hingað. Þess má enn- fremur að geta, að við og við hafa grænlenzkir stúdentar verið hér i háskólanum. Þannig hafa talsverð kynni tekist með íslendingum og Græn- lendingum i seinni tið, og þau kynni eiga áreiðanlega eftir að aukast. Grænlenzki ferðamanna- hópurinn,sem kom að þessu sinni- gistir hér i Reykjavik allar næturnar, og verða karlmennirnir i einum af skólum bæjarins, en konurnar á einka- heimilum. I gær fór hópurinn austur i Árnessýslu, þar sem Hjalti Gestsson ráðunautur var til leið- sagnar. Komið var við i garð- yrkjuskólanum i Hveragerði, á Flúðum, að Haukholtum i Hruna- mannahreppi og viðar. I dag fer fólkið um nágrenni Reykjavikur þar sem Gisli Kristjánsson verður leiðsögumaður, og á morgun liggur leiðin upp i Borgarfjörð, meðal annars að Hvanneyri og Gilsbakka i Hvitársiðu. I þeirri ferð verður Árni G. Pétursson ráðunautur leiðsögumaður. J.H. Fæstir gestanna voru mæiandi á aðra tungu en móðurmál sitt, grænlenzku, og fylgdi hópnum þvi túlkur, grænlenzkur maður að nafni Egede, sennilega niðji trú- boðans nafnkunna. En Jer- emiasssen hét sá, sem hafði að öðru leyti orð fyrir Grænlend- ingunum. En i hópnum voru lika tveir menn, mælandi á islenzka tungu, Grænlendingarnir þrjátiu og átta við iskönnunarflugvéiina sem flutti þá hingað. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.