Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miövikudagur. 26. júli 1972 Miðvikudagur. 26. júli 1972 TÍMINN SNORRI SIGFÚSSON: r r HUGLEIDING UM HATIÐARHALD Hér i kyrrðinni læt ég hugann reika um nokkur atriði i sam- bandi við þjóðhátiðarhald fyrr og nú, með tilliti til þess, sem næst blasir við, og margt er nú rætt um. Þjóðhátið á að minna okkur á farinn veg, ihuga ástand og horf- ur,draga lærdóm af hinu liðna og fagna komandi tið. Þetta höfum viö hugsað okkur að gera nú á næstunni, á 1100 ára afmæli tslandsbyggðar. Og til þess höfum við skipað nefnd, sem þar á að hafa forustu, og valið henni framkvæmdastjóra. Frá þessari nefnd hafa heyrzt ýmsar uppástungur um hvaö gera ætti, m.a. aö byggð y.röi mikil og vegleg bókhlaða, reistur fornaldarbær o.fl. Og eitt dag- blaöanna gat þess að stofna ætti til þriggja daga hátiðahalds á Þingvöllum af þessu tilefni. Bókhlaðan er þörf framkvæmd og ágæt afmæiisgjöf, hliðstæð þjóðminjasafninu lýðveldistöku- árið 1944. En fornaldarbæinn ætti að strika út, láta sér nægja Stöng i Þjórsárdal um sinn, enda mætti eitthvaðfaga þar til og endurbæta. En nú segja margir, að við höf- um illilega rekið okkur á þaö upp á siðkastið, að stórar útisamkom- ur hafi reynzt æriö varhugaverð- ar, og gæti sú á Þingvöllum eigi aðeins orðið fræg að endemum, heldur lika endað með skelfingu. Þaö beri þvi eigi nú að stofna til slikrar áhættu af opinberri hálfu. Og þessir menn hafa vissulega mikið til sins máls. En er nokkur ástæða til svona mikils hátiðahalds á Þingvöllum á þessu 1100 ára afmæli íslands- byggðar? „tsland þúsund ár” söng sr. Matthias 1874, er minnzt var 1000 ára byggðar þá. Mikið var þá um hátiðahald út um allt land, svo sem greint er frá i bók þeirrþer Brynleifur Tobiasson tók saman, og út var gefin árið 1958. Þau voru lengi i minnum höfð. Á Þingvöll- um mátti segja að mest snerist um konungskomuna þangað (og stjórnarskrána.) En aðalhátiðina þótti sem bæri að halda i Reykja- vik, og fór hún þar fram 2. ágúst þetta ár, og þótti mikið til koma. Svo kom önnur þúsundárahátið 1930, þegar minnzt var stofnunar Alþingis. Þá þótti sjálfsagt að slikt hátiðahald færi fram á Þing- völlum þar sem Alþingi var stofnað og starfaði hátt á 9. öld. Og hún tókst með þeim ágætum sem þjóðkunn eru og i minnum höfð. Þá mátti segja, að andi Ungmennafélaganna réöi rikjum. Og sá andi var sterkur á svellinu. Ráðdeild og reglusemi var hans kjörorð. Þessvegna m.a. fór há- tiðin vel fram þótt hún stæði i 3 daga. Eins dags hátið á Þingvöllum 1944, er lýðveldistökunni var fagnað, þótti lika vel takast, þrátt fyrir óhagstætt veður. Eðlilegt virtist,að þar væri lýðveldistök- unni lýst, á hinum forna þingstað. Nú virðist hinsvegar, sem áður segir, engin rök hniga að þvi, að nauðsynlegt sé að halda stórhátið á Þingvöllum i 3 daga. Þar má náttúrlega fagna þessu afmæli með prédikun i Almannagjá söng og ræðuhöldum o.fl. svo sem gert var 1930, hefja þá hátið og ljúka henni á einum degi, en nauðsyn- legt getur það varla talizt. Eðli- legast virðist, að þessi hátið færi fram i Reykjavik, á landareign hins fyrsta landnámsmanns. Það er sjálft landnámið sem á 1100 ára afmæli, eins og allir vita. Og þar er Ingólfsbær i brennidepli. Þess bæjarstæðis er nú verið að leita, þótt flestir raunar telji sig vita hvar það er. Og væri nú ekki sú afmælisgjöf réttmæt og vel viðeigandi, að borg og riki i sam- einingu, reistu Ingólfi og Hall- veigu veglegt minnismerki á bæjarstæði þeirra, fagurlega gert og áletraö, sett á grænan blett? Það gæti þá orðið verkefni 1200 ára afmælisins að reisa þar myndarlegan fornaldarbæ á stærra svæði, þegar þær byggingar sem þar eru nú, hafa farið sinn veraldarveg. En eitt er það, sem ekki má gleymast neinum tslending, aö á þessu ári, 1974, er 300. ártið Hallgrims Péturssonar. Ég held að það hljóti að mega teljast heil- ög skylda þjóöarinnar við Hall- grim, og þá 300 ára sögu sina, að sjá til þess að musteri það hið mikla, sem risið er nú á Skóla- vörðuhæð til minningar um Hall- grim Pétursson, og i fjárþröng að vonum, verði fullgert og vigt þetta hátiðlega herrans ár. Að þvi ættu allir að stuðla, og hátiðar- nefndin lita á sem eitt af þvi er hún ætti að rétta hjálparhönd. Þá væri vissulega sæmd þessa þjóðarafmælis borgið, að fullgerð yrði og afhent vegleg bókhlaða og myndarleg minningarsúla reist á bæjarstæði þeirra landnáms- hjóna. Og fullgerð og vigð Hall- grimskirkja kórónaði siðan minningar um þetta merkisár. Heyrzt hafa raddir, að reisa þyrfti mikið hótel á Þingvöllum. Það mætti áreiðanlega biða, ef það ætti þá nokkurntima að koma þar, en láta sér nægja sumarhótel i nálægðinni, — á Laugarvatni. Skólahúsin kalla miklu hærra, og eiga meiri rétt á sér. Viðamikla og kostnaðarsama þriggja daga hátið á Þingvöllum mætti geyma sér til aldamót- anna, þegar minnzt verður kristnitökunnar fyrir þúsund ár- um. Þá þúsundárahátið verður að sjálfsögðu að halda á Þingvöllum. Og sú hátið á að verða mikil og virðuleg, ekkisiðuriensú,erþar var 193o! Og undir þá hátið þurf- um við að fara að búa okkur, allir sem einn. Þarf þá að mörgu að hugsa, og mætti i þvi sambandi að sjájfsögðu margt nefna, t.d. verndun fiskistofnanna, sem lifs- afkoman byggist á. En ég nefni hér aðeins tvennt, sem mér kem- ur einna frekast i hug nú, þegar ég hugsa um framtið okkar litlu þjóðar. En það eru málefni upp- eldisins og samtökin Landvernd. Og má þá að visu segja með sanni, að vegur þjóðarinnar sé að mestu háður þvi, að hið fyrra bregðist ekki. En lifsnauðsyn er það, að græða landið og bæta, og treysta menningarlegan vöxt og viðgang þjóðarinnar. Og þar eru heimilin hyrningarsteinninn, sem ekki má bregðast. En á sliku virð- ist nú meiri hætta en áöur, og hafa þess merki komið þegar i ljós. Mun Bakkus einkum vera þar að verki, og við hann verður að glima, ef við höldum þessum áfengisaustri áfram, og kosta miklu til. En liklega er nú svo komið, að við neyðumst til að stinga við fótum á þeim breiða vegi. Og það verður að sjálfsögðu ekki umflúið, enda hin brýnasta skylda, að þeim börnum, sem i vanhirðu lenda af þessum sökum, eða öðrum, verði hjálpað. Og til þess er kvennasamtökum á hverjum stað bezt treystandi, og þau haldi vöku sinni og aöstoði þá sem lögum samkvæmt eiga að fást við þessi mál. Þegar litið er til skóla og kirkju, þykir mér sem þaðan eigi og megi mikils vænta um áhrif til mann- bóta og menningar á komandi tið. Og þær höfuðstöðvar þarf að efla svo sem verða má. Raunar gæti mann furðað á þvi, hversu fáir ungir menn gerast þjónar kirkj- unnar og ganga til starfa á þeim akri. Þar má þó segja að heillandi verkefni sé að fást við og vissu- lega mikilsverð fyrir þjóðlifið. Kristin trú hefir dýrmætan boð- skap að flytja sérhverju manns- barni. Og góðir prestar hafa jafnan notið virðingar og vin- sælda. Og svo mun enn verða. Við þurfum að byggja mörg skólahús, svo að kennararnir geti notið sin vegna þrengsla. Og það þarf að vanda kennaramenntun- ina og val kennara, svo að þar verði valinn maður i hverju rúmi. Kennarastarfið er vandasamt og erfitt, og þvi fylgir mikil ábyrgð. Þvi valda heldur ekki, svo vel sé, nema góðir menn og vel menntir. Þessvegna verður kennarastéttin að vera einna bezt launaða stéttin i landinu, svo að sem mest af úr- valsmönnum leiti þangað. En til kennaranna verður svo að gera strangar kröfur, m.a. um óhvik- ula regluscmi. Og á það raunar við um alla opinbera starfsmenn. Og yfirstjórn þessara málefna verður að vita um veg sinn og vald. Hun þarf að eiga viturt hjarta. Það ber að viðurkenna að við höfum teflt á tæpt vað, hrúgað saman þéttbýli á fáum árum, en ekki gætt þess jafnframt að treysta þar innviði alla við gjör- breytta lifshætti. Viö höfum feng- ið óvitum of mikiö fé i hendur, og siðan ekki sparað að egna fyrir þá með þvi, sem svo varð til óþurftar og tjóns. Þetta verðum við nú að skilja og viðurkenna. Og okkur ber þegar að snúast gegn þeim vanda, sem við blasir án þess að láta hugfallast. Þeir, sem forustu hafa á'hendi hér og þar, verða að skilja sinn vitjunartima. Margt sækir að nú, sem styrk þarf til að standast. Allir sem einn verða að halda vöku sinni. Og að þvi ber að vinna, og þess fastlega að vænta, að mikið verði um dýrðir hjá al- gáðri þjóð um næstu aldamót, þegar minnzt verður kristnitök- unnar á Þingvöllum. Sú þúsund- árahátið verður að vera vegleg og til sæmdar landi og þjóð. Og að lokum: Er nú ekki kominn timi til að taka þegnskyldumálið á ný til umræðu? Eða væri það kannski hugsan- leg þingsályktun 1974, að sett skyldu lög um þegnskyldu? Það mundi marka timamót i þjóðlifinu. Laugarvatni i júni 1972. HBBBMÍíiiilllííffírwliYi'iír ■ --------------------------------■-----------------... ■■ ■■ Sigfús Haukur Andrésson, skjalavörður: Verzlunarbækurnar bak við þilin í Pétursborg á Blönduósi og vandkvæðin á varðveizlu söguheimilda Verzlunarbækur sem tróö Hérna á dögunum ýtti Jón Helgason, ritstjóri Timans, held- ur betur við samvizku margra með greinum sinum um verzlun- arbækur Höpfnersverzlunar, er verið hafa um 40 ára skeið sem einangrun milli þils og veggjar i Pétursborg á Blönduósi. Með þvi að ég hefi nú átt þess kost að skoða allvel þau fáu sýnishorn af þessum bókum, sem Jóni bárust að norðan, langar mig til að leggja fáein orð i belg. Dýrmætar heimildir Þessi sýnishorn, sem eru fimm bækur frá árunum 1882-1913, hafa varðveitzt svo vel, að þetta eru fullkomlega nothæfar heimildir, en þarfnast að sjálfsögðu nokk- urrar viðgerðar. Þó er mér sagt, að þessum bókum hafi verið náð undan gluggum hússins, þar sem mikil hætta er löngum á vatns- rennsli og raka. Eins og Jón bendir réttilega á, hefirsá fjöldi bóka frá verzlunum Höpfners á Blönduósi og Skaga- strönd, sem mun vera fólginn bak við þilin i Pétursborg, að geyma hinar dýrmætustu heimildir um sögu Húnavatnssýslu. Þar er raunar einnig að finna marga við- skiptamenn úr Skagafjarðar- sýslu, nokkra af Ströndum o.s.frv., en meginkjarni bókanna fjallar eðlilega um viðskipti Hún- vetninga og aðallega i Austur- sýslunni. En auk verzlananna á Blönduósi og i Höföakaupstað hafði Höpfnersverzlun um skeið fiskmóttöku og nokkra vöruútsölu i Kálfshamarsnesi, sem var þá mikil veiðistöð. Svo að nefnd séu dæmi um heimildagildi verzlunarbókanna, þá sýna þær t.d. verðlag, innlegg manna og úttekt, innieignir og skuldir. Þær gefa þvi dágóða hug- mynd um efnahag manna og neyzluvenjur, þ.e. hvað þeir tóku út af innfluttum vörum, þörfum og óþörfum. Og með þvi að ýmsir bátaeigendur hafa haft sérstaka viðskiptareikninga fyrir báta sina, eru hér allmiklar heimildir um sjávarútveg Húnvetninga. Út úr verzlunarbókunum má enn- fremur lesa mikið um viðskipti manna i milli, semog við hið opin- bera, svo mjög sem alls konar greiðslur fóru, allt fram á okkar daga, fram með millifærslum milli viðskiptareikninga, eða inn- skrift, eins og þetta greiðslufyrir- komulag nefndist i daglegu tali. 1 þessum bókum má þannig jöfnum höndum afla fanga i ævisögur einstakra manna og i sögu hér- aðsins. Auk einstaklinga eiga opinber- ar stofnanir, svo semkirkjur og hreppsfélög, að sjálfsögðu sina viðskiptareikninga i verzlunar- bókunum. Sama er að segja um menningarfélögin, svo sem Lestrarfélagið i Vindhælishreppi og Málfundarfélag Nesjamanna, svo að dæmi séu tekin af handa- hófi. Og vafasamt mun vera að nokkrar aðrar skráðar heimildir séu nú til um ýmis slik félög. Þannig mætti lengi halda áfram að rekja hið fjölþætta heimildagildi þessara verzlunar- bóka, en nú skal vikið að öðrum hliðum málsins. Áriðandi er að bjarga bók- unum Verzlunarbókunum stafar ekki einungis hætta af vatni og raka, þarsem þær eru nú niðurkomnar, heldur og af eldi, þvi að gamalt timburhús eins og Pétursborg gæti fuðrað upp á svipstundu, ef eldur yrði þar laus. öll rök hniga þess vegna að þvi, að vinda verði bráðan bug að björgun þessara ómetanlegu söguheimilda. Þetta stendur i rauninni engum nær en Húnvetningum, sem eru um þess- ar mundir að koma upp hvorki meira né minna en tveimur hér- aðsskjalasöfnum, ööru á Blöndu- ósi en hinu á Hvammstanga, en þessar bækur ættu bezt heima i safninu á Blönduósi. Auk þess að koma upp héraðs- skjalasöfnum og að ógleymdri hlutdeildinni i Byggðasafninu á Reykjum, eru Húnvetningar nú, eins og kunnugt er, með ritverk i takinu um héraðið og sögu þess, og þar i eru að sjálfsögðu þættir um helztu verzlunarstaði sýsl- unnar. Þótt hér geti að visu ekki verið um annað að ræða en sögu- ágrip, hefði vissulega mátt gera efninu önnur betri skil, ef slikar undirstööuheimildir sem um- ræddar verzlunarbækur, hefðu verið aðgengilegar. En ekki er að efa, að Húnvetningar muni gera sögu sinni nánari skil siðar. Þeg- ar þessi og fjölmörg önnur menn- ingarstarfsemi Húnvetninga, sem hér væri of langt upp að telja, er höfð i huga og raunar hið mikla framlag þeirra til islenzkrar menningar fyrr og siðar, er ek-i að efa, að þeir bregðist nú við fljótt og vel og bjargi frá glötun hinum sögulegu verðmætum sinum i Pétursborg. Kostnaðarhliöin Um kostnaðinn við þessa björg- un get ég vitanlega litið sagt, þar eð ég er ókunnugur aðstæðunum. Sýslusjóður Húnavatnssýslu hlyti þó að verða fyrsti kostnaðaraðil- inn, en sanngjarnt væri að rikið legði þar einnig nokkuð af mörk- um, ef kostnaðurinn reyndist vera mikill, og hið minnsta, sem Þjóðskjalasafnið gæti gert, væri að styðja það mál. Fjárhagslegt bolmagn þess er hins vegar afar- takmarkað, enda eru hin árlegu framlög rikisins til safnsins af býsna skornum skammti. Með þvi að verzlunarbækurnar eru áreiðanlega mjög svo léleg ein- angrun, hlýtur það að vera eig- endum Pétursborgar verulega i hag að skipta á þeim og annarri einangrun og betri. Þess vegna geri ég ráð fyrir, að þeir væru fúsir til að leggja hönd á plóginn eftir þvi sem aðstæður þeirra leyfðu. Andvaraleysi íslendinga um varðveizlu menning- arverðmæta Útaf þvi að Evald Hemmert lét á sinum tima verzlunarbækurnar af hendi til einangrunar i Péturs- borg og sökkti afgangi þessa merka skjalasafns i brunn þar i nánd, segir Jón Helgason meðal annars i Timanum 16. júli s.l.: „Sumir hafa látið i ljós hneykslun á meðferð hans á þessum bókum áöur en lauk. Við skulum þó stilla hneykslun okkar i hóf meðan þeir, sem nú eru uppi, hirða ekki um að bjarga svona heimildum,og enn eru jafnvel gamlar verzlunar- bækur, sem þó eru tiltölulega að- gengilegar, látnar liggja undir skemmdum hér og þar á land- inu”. Þetta er hverju orði sannara, og það eru ekki aðeins skjöl verzl- ana og fjölmargra annarra einka- aðila, sem skemmast þannig og glatast unnvörpum, heldur er litlu betur ástatt um skjöl sumra opinberra stofnana. Orsakir þess, að svona hörmulega hefir tekizt og tekst til enn, pru of margar til þess að þær verði raktar hér að nokkru gagni. En allt of mikið er um það, að mönnum sjáist yfir sagnfræðilegt og almennt félags- fræðilegt gildi ýmissa skjala, sem þeir hafa undir höndum. Mörgum hættir og til að halda, aðaðeíns gömul skjöl séu verömæt en gleyma á hinn bóginn verðmæti samtiðarskjala. tslenzkir sagn- fræðingar og aðrir fróðir menn hefðu lika getaö og gætu veriö skeleggari við að reka áróður fyr- ir varðveizlu sögulegra verö- mæta, svo ekki sé meira sagt. Erfiðleikar Þjóðskjalasafnsins t þessu sambandi hlýtur mönn- um annars fyrst og fremst að verða hugsað til Þjóðskjalasafns tslands, sem á, eðli sinu sam- kvæmt, að hafa frumkvæði að og yfirumsjón með söfnun og varð- veizlu hvers konar sagnfræði- legra og félagsfræðilegra skjala, eins og hliðstæð söfn annarra menningarlanda. Hér er hins vegar ekki tóm til að ræða um vandamál Þjóðskjalasafnsins, en ég visa til greinar um það safn og héraðsskjalasöfnin eftir Bjarna Vilhjálmsson, þjóðskjalavörð, i Arbók Landsbókasafnsins 1970, sem og greina eftir sjálfan mig i Samvinnunni 1968, 2. hefti, og i Timanum 2. september 1971. Það skal þó itrekað enn einu sinni, að fjárskortur, húsnæðisleysi, skort- ur á starfsliði, jafnt aðstoðárfólki sem sérfræðingum, o.fl. bráð- nauðsynlegum aðbúnaði, standa eðlilegri og sjálfsagðri starfsemi Þjóðskjalasafnsinsalgerlega fyrir þrifum. Frh. á bls. 15 9 Ásgeir L. Jónsson: Laug „pýramídinn mikli” í Egyptalandi Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskurikur. Ég er djásn og dýrmæti, Drottni sjáifum likur. „Sólon tslandus” Arið 1937 kom út i London smá- rit á islenzku eftir Adam Ruther- ford, sem heitir: Hin mikla arf- leifð tslands.” t formála ritsins segir svo: „Island er eitt af merkilegustu löndum heimsins, og blöðin, sem hér fara á eftir, hafa að innihalda sönnun þess, aö þessari litlu þjóð, tslendingum, sé ætlað að leysa af hendi undur- samlegt og göfugt hlutverk við fyrirhugaða stórviðburði i náinni framtið. Höfundurinn er sann- færður um, aö þetta mikla ætlunarverk tslendinga muni reynast að verða til blessunar, eigi aöeins fyrir tslendinga sjálfa, heldur og fyrir frændþjóðir þeirra, Norðurlandabúa, Engil- Saxa og Kelta.” Samkvæmt viðtækum rann- sóknum fræðimanna er pýramid- inn mikli ekki einungis furðulegt byggingarafrek heldur og stærð- fræðileg ráðgáta, sem fól i sér forsagnir um ýmsa stærstu viö- buröi veraldarsögunnar um þús- undir ára i samræmi viö spá- dómsorö bibliunnar. Þeim, sem kynnu að hafa áhuga á þessum fræðum, skal bent á rit Ruther- fords: Hin mikla arfleifð Islands og pýramidinn mikli. Hér skal aö- eins þess getið, aö pýramidinn mikli bendir á Betlehem sem fæðingarstað Krists og i ööru lagi geymir hann svo nefndan ts- landsvisi (stæröfræöilegan „geisla”), eöa Reykjavikur- geisla, sem gengur yfir Reykja- vikurbæ og hefur þvi jafnframt stefnu á Mosfellssveit. Þá skrifar Rutherford: „Þó að tsland næöi sjálfstæði sinu nákvæmlega á þeim tima, sem Guð haföi tiltek- ið, áriö 1918, er þjóðin alls eigi ennþá laus viö öröugleika og and- streymi”. Þetta skrifar hann áriö 1937. Næsti stórviöburður á tslandi átti aö veröa 1941, en kom þrem árum síöar. Hins vegar hef- ur þjóðin ekki komið auga á viö- burö viðburðanna, sem pýramid- inn mikli þó benti á, tilsvarandi Betlehem, að Mosfellssveitin hef- ur lagt heiminum til nýjan mann- kynsfræðara. Gyðingar þekktu ekki Krist. Og þvi var spáð, aö þó að hann birtist aftur á jaröriki, þá mundi ekki verða við hann kannazt. Hefur heiminum ekkert farið fram? A ekki aö kannast við okkar nýja mannkynsfræðara. Nægir ekki hin nýja „fjallræða”, sem hann reit um jólin 1970, og birtist i Morgunblaðinu og siðan i Sunnu- dagsblaði Timans 17. janúar 1971 undir heitinu „Hernaðurinn gegn landinu”. Þarf meiri sannana við? Hvenær hefur, siðan Kristur féll frá, heiminum birzt slik speki, síik þekking, slik vizku- þrungin dómgreind á tilverunni, framvindu náttúrunnar og þvi, sem gera skal? Setjumst þvi við fótskör meistarans, hlýöum rödd hans og hverfum frá villu okkar vegar. Bændur! Þið sem hafið veriö lokkaðir til að grafa i mýrarnar gapandi skurði, „sem ristir hafa verið i þeim tilgangi að draga úr landinu allt vatn” og gera þannig næringarefnarikasta jarðveg landsins að túni, vitið þið, hvaö þiö hafið gert? Þið hafið búiö mýrarnar undir uppblástur, og þó aö búfénaður hafi naumast litið við þeim nema i fyrsta gróanda vorsins, og fyrrum i vetrar- hungri, þá hafið þið eyðilagt þær sem sælustað keldusvina, hrossa- gauka og annarra vaðfugla, sem þar una. Nú verðiö þið aö bregða skjótt við og moka ofan i skurða- ófétin, og reyna aö verða á undan stéttarbræðrum ykkar á norð- vesturhluta meginlands Evrópu (og þá einkum Frislendingum), sem vafalítið verða fljótir til að hlaupa upp til handa og fóta, þeg- ar þeim berst boðskapur mann- kynsfræðarans. Þó að einhverjir ykkar þurfi aö bregöa búi, er naumast nokkru að kviða. Fyrir ykkur verður séð, þó ekki væri með öðru móti en þvi, að rikið gæfi með ykkur á Hótel Borg, eins og mig minnir, að einhver hollráð og þjóðleg vitsmunavera stingi upp á fyrir allmörgum árum. Já, Islendingar! Viö þurfum að fara aö búa okkur undir það, að skila landinu af okkur eins og við tókum viö þvi: ósnertu og „viði vöxnu á milli fjalls ok fjöru”. Naumast þarf aö minna Mý- vetninga á aö láta ekki sitt eftir liggja. Þeirra er fyrst aö slétta út nýju vegarómyndina i gegn um hraunið hjá Reykjahlið. Það nálgast ósvifni við þetta einstæöa náttúrundur að greiða flækingum leiö til aö lita þaö augum. Þá má naumast lengi dragast aö sprengja i loft upp „efna- brennsluhelvitið á vatnsbakkan- um”. Það nálgast vitanlega land- ráö aö grafa niöur i hin fornu barnamoldarsetlög, sem náttúran hefur verið að hlaöa upp, ef til vill allt frá þvi aö landið varö til, og tefja þannig fyrir aö vatnið fyllist þaö mikið, að vatnagróðurinn leggi það allt undir sig svo þaö fyllist enn skjótar, veröi að flóa- feni, er siðan breytist i mýri, keldusvinum, spóum og hrossa- gaukum til landnáms. Þá losnuðu og Mývetningar viö aö amstra við silungsveiðar og ennfremur allt ónæðið af villiandafarganinu I Slútnesi. Það veröa öfundsveröir Mývetningar, sem þá búa þar I sveit, þegar Mývatn er komið I tölu urmuls þess vatna og tjarna, stórra og smárra, viðs vegar um landiö, sem um aldaraðir hafa fyllzt upp, eru að fyllast upp og munu fyllast upp. Hafa fyrst orðið að flóafenjum en siöan að mýr- um, sem sums staðar eru nú orðnar að túnum. Já, náttúrulög- málin (máttarvöldin) og mann- kynsfræðarinn láta ekki að sér hæða. Burt með alla reikningsstokka, er kostað hafa lif fjölda trjástofna valins harðviðar. Eitt óteljandi dæma um miskunarleysi mann- skepnunnar gagnvart móður náttúru. Nú höfum við alvizkuna mitt á meðal vor, Okkar er aðeins aö vera góðu og hlýðnu börnin, og gegna kallinu. Fyrir fjórum tugum ára las ég bók, að mig minnir eftir sviss- neskan náttúrufræöing, sem spáði þvi, að skordýrin tækju við yfirráðum heimsins að mannkyn- inu liðnu. En það skyldu þó ekki vera vaðfulgarnir, sem hlutverk- iö er ætlað, að þeirra verði rikið. Blessuð mýrin, paradis vaðfugl anna, breiðist vonandi aftur yfir jarðkringluna. Veröi mannkyns- fræðarans vilji! Látum oss biöja-------.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.