Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur. 27. júli 1972
HELLESENS
HLAÐIÐ
ORKU......
Rússar finna
gífurlegt
loðnumagn við
Nýfundnaland
ÞÖ—Reykjavik
Sovézka fréttastofan APN
skýrði frá þvi fyrir stuttu, að
miklar loðnutorfur hafi fundizt á
miðunum i kringum Nýfundna-
land. Hér er um tvo loðnustofna
að ræða, annar stofninn hrygnir á
djúpmiðum, en hinn uppi við
ströndina.
t janúar s.l. uppgötvaði eitt
sovézka leitarskipið gifurlegt
loðnumagn á Reath-grunni. Þar
hefur loðnan vetursetu, og heldur
sig þar i þéttum torfum, allt að
100 m. á þykkt. Torfurnar þar
voru dreifðar á 2.500 fermilna
svæði.
f júni fann svo annaö sovézkt
rannsóknarskip mjög mikið
loðnumagn fyrir sunnan Big
Newfoundland banka. Á þeim
slóðum fannst með bergmáls-
dýptarmæli fullur sjór af loðnu,
frá yfirborði til botns á 55 metra
dýpi. Þarna hélt fiskurinn sig á
um það bil 300 fermilna svæði.
Athuganir rússneskra visinda-
manna hafa leitt i ljós, að loðnu-
magnið við Nýfundnaland er
e ngu minna en i Barentshafi, en
talið hafði verið,að i Barentshafi
væri einhver stærsti loðnustofn
heimsins.
Loðnan við Nýfundnaland hefur
lágmarksfitumagn yfir hrygn-
ingatimann, 3.5 - 5.5 prósent. Á
öðrum timum er fitumagn
hennar mikið eða 15-20 prósent.
Innbrotið í
kirkjuna enn
óupplýst
Enn hefur ekki tekizt að hafa
hendur i hári þess aðila, sem
brauzt inn i Kotstrandarkirkju i
siðustu viku og stal þaðan hluta af
minningargrip.
Talið er.að brotizt hafi verið inn
i kirkjuna aðfaranótt fimmtu-
dags s.l., en það var ekki fyrr en á
föstudag, að bóndinn á Kotströnd
veitti athygli, að farið hafði verið
inn i kirkjuna. Lét hann þá um-
sjónarmann kirkjunnar, sem er
Þorlákur Sveinsson á Sandhóli,
vita um innbrotið, en hann til
kynnti lögreglunni á Selfossi, sem
rarinsakar málið.
Settur land-
græðslustjóri
Landbúnaðarráðuneytið hefur
sett Svein Runólfsson búfræði-
kandidat til þess að gegna starfi
landgræðslustjóra.
Stefán H. Sigfússon, fulltrúi
landnámsstjóra, starfar
jafnframt sem fulltrúi
landgræðslustjóra.
mi
Hif.lf flHMIf, lilll
REYKINGAK
Það var einhver aö um
hve erfitt væri að venja sig 5Í
reykingum (sigarettum?). Ég
byrjaði að stelast til að reykja
langtinnan við fermingu. A heim-
ilinu var gömul kona, sem reykti.
Hún kom sér vel við heimilisfólk-
ið og þegar hún þóttist eiga mér
eitthvað gott upp að unna gaf hún
mér reyktóbak, en ég hafði búið
mér til pipu úr tvinnakefli og
fjöðurstaf úr álftafjööur.
Einn góðan veðurdag fannst
mér ég vera búinn að reykja of
mikið. Ég hætti svo án nokkurs
undirbúnings og reykti svo ekkert
i tvö ár. Siðan hef ég átt hægt með
að láta pipuna eiga sig. En ég tók
lika i nefið. En þegar ég fór að
vera mikið i utanlandsferðum
hætti ég þvi lika. En það var
erfitt.
P.
MIKLA-
BRAUTIN
Hraðbrautasjónarmiðið hefur
látið illilega i minni pokann, þeg-
ar ákveðið var að láta Réttar-
holtsveg ganga þvert i gegnum
Miklubraut yfir i Vogana. Þessi
ráðstöfun, sem að sjálfsögðu er
mistök, hefur skapað ein hættu-
legustu gatnamót á Miklubraut-
inni.
Nú á að bjarga sér með umferð
arljósum. Miklu betra væri að
fella þessar krossgötur hreinlega
niður.
Ráðamenn ættu alvarlega að
yfirvega slika lausn.
Slik aðalumferðaræð, sem
Miklabrautin er á að hafa sem
allra fæslar „innkeyrslur” og má
þá jafnframt benda á, að loka ætti
innkeyrslum við Tónabæ og eins
öllum innkeyrslum frá Lönguhlið
að Miklatorgi. Væri þá aðeins
hægt að aka inn á Miklubraut tal-
ið frá Elliðaám: við Grensásveg,
IfáaJsiiiSbraut, Kringlumýrar-
braut, Lönguniio Óg Miklatorg.
Þetta breytir hins veg2f ekki
þvi, að útkeyrslur gætu verið á
öllum gömlu stöðunum.
Greinilegt er af framkvæmdum
við Eliiðaár, að islenzkir verk-
fræðingár kunna til verka við
hraðbrautarframkvæmdir. Þess
vegna má ekki liða, að einhver
smásálarsjónarmið geri Miklu-
braut að þungri og seinfarinni
umferðargötu.
Fari svo, þá ris ekki Miklabraut
undir nafni.
Krossfari.
RUSL
í FJÖRUM
Viða er það til verulegra lýta
bæði við þorp og til sveita.
Ungmennafélög eða Lions-
klúbbar geta vel ráðist gegn rusl-
inu.
Áberandi er, hve viða fallegar
fjörur eru þaktarýmsum plastúr-
gangi, sem ekki eyðist né hverfur.
Væri sliku safnað i hrúgu þyrfti
ekki mikið benzin, til þess að nær
þvi eyða þvi. Ég skora sérstak-
lega á Ungmennafélögin að
vakna til dáða.
Lionsklúbbarnir eru vel vak-
andi og standa fyrir sinu, þótt
ekki sé hægt að ætlast til þess, að
þeirtaki að sér öll framfaramál i
landinu.
K.Sn.
VII) VEGINA
OKKAR
Mörgum vegfaranda hefur
gramizt allt það rusl, sem er að
finna við vegina okkar og þó sér-
staklega við vinsæla áningastaði.
VINNINGSNÚMER
í Ilappdrætti norðlenzkra hestamanna.
11105) — 10711 — 2520 — 10816 — 2055 — 7738
— 6394 — 7769 — 9150 — 10083 — 11162 —
6082 — 10915 — 11389 — 8531
Happdrætti norðlenzkra hestamanna
Ráð til bóta væri að koma fyrir
öskutunnum (niðurgröfnum) á
þeim stöðum, þar sem vegfarend-
ur stanza helzt til að næra sig og
njóta útsýnis.
Útsýnis- og áningarstaöir viða
erlendis eru búnir einföldum
borðutD og bekkjum auk sorp-
iláta.
Grunur minn er 50. að sú
snyrtimennska, sem augljós Cr á
slikum stöðum erlendis, byggist
fyrst og fremst á þeirri þjónustu,
sem felst i þessum einfalda út-
búnaði, sem nefndur er hér að of-
an.
Vegagerð rikisins hefur ærið á
sinni könnu, en samt tel ég að fela
ætti Vegagerðinni að byggja án-
ingar- og útsýnisstaði þessum
frumstæðu gögnum.
K.
Auglýsing um gjalddaga
og innheimtu
opinberra gjalda
í Reykjavík
Álagningu opinberra gjalda 1972 er nú
lokið og hefur gjaldendum verið sendur
álagningarseðill, þar sem tilgreind eru
gjöld þau, er greiða ber sameiginlega til
Gjaldheimtunnar samkvæmt álagningu
1972.
Gjöld þau^sem þannig eru innheimt og
tilgreind á álagningarseðli eru þessi:
Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, slysatrygging-
argjald vegna licimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa-
tryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr. 1. nr. 67/1971
um almannatryggingar, lífeyristryggingagjald skv. 25.
gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, almennur
iaunaskattur, sérstakur launaskattur, útsvar, aðstöðu-
gjald, kirkjugarðsgjald, og iðnlánasjóðsgjald.
Samkvæmt reglugerð nr. 95 1962 um
sameiginlega innheimtu opinberra gjalda
i Reykjavik 1. gr. b lið, ber hverjum
gjaldanda að greiða álögð gjöld að
frádregnu þvi sem greitt hefur verið fyrir-
fram,með 5 jöfnum greiðslum þ.l.ágúst, 1.
sept.,1. okt.,1. nóv. og 1. des. Séu mánaðar-
greiðslur ekki inntar af hendi 1.-15. hvers
mánaðar, falla öll gjöldin i eindaga og eru
lögtakskræf.
Ef gjöld eru ekki greidd áður en 2 mánuðir
eru liðnir frá gjalddaga verður gjaldandi
krafinn um dráttarvexti af þvi sem ógreitt
er, 1% fyrir hvern mánuð, eða brot úr
mánuði, sem liður þar fram yfir frá gjald-
daga,unz gjöldin eru greidd. Dráttarvextir
verða reiknaðir við áramót og innheimtir
sérstaklega á næsta ári.
Gjaldendum er skylt að sæta þvi, að
kaupgreiðendur haldi eftir af kaupi þeirra
tilskyldum mánaðarlegum afborgunum,
enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að
annast slikan afdrátt af kaupi að viðlagðri
eigin ábyrgð á skattskuldum starfs-
manns..
Reykjavik 27. júli 1972
Gjaldheimtustjórinn.
heyhleðsluvagnar
fyrirliggjandi
Samband islenzkra samvinnufélaga
Ármúla 3 Reykjavik simi 38900