Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur. 27. júlí 1972 Harrý hafði tekizt á hendur að aka einhverju vinafólki Emmu frænku heim.Mérfannstég vera einmana, undir eins oghann var farinn brott, og ráfaði fram og aftur um garðinn. Það er ævinlega dálitið tómlegt, þegar veizlu er lokið — þegar hlátrarnir eru hljóðnaðir og allt umstang- ið gengið um garð, en atburðirnir ekki búnir að fá yfirbragð endur- minninganna. Mundlinurnar lágu fótum troðnar hér og þar um garðinn rök og hálftæmd glös og föt með leifum þess góðgætis, sem á þeim hafði verið, stóð á borðunum. Diskur með rjómais og koku hafði verið látinn á grassvörðinn, og stór flokkur maura var i þann veginn að ráð- ast til uppgöngu á diskbarminn i skipulegri fylkingu, eins og þjálfuð hersveit væri á ferð. Niðri við liljutjörnina voru froskarnir byrjaðir að kvaka. 011 hljóð létu mér óeðlilega hátt i eyrum f kyrrðinni og það var eins og aðvarandi rödd talaði til min i sifellu: „Hlustaðu, hlustaðu á meðan þú átt þess kost". Þá tók ég eftir þvi, að við gamla grenitréð stóð maður, og brátt þekkti ég, að þetta var Jói Kellý yngri. Hann veifaði til min, en þegar ég sá, að hann ætlaði ekki að koma, skundaði ég til hans. Ég hafði ekki séð hann i margar vikur, og við höfðum ekki talað aukatekið orð saman sumar- langt. „Jói," kallaði ég. „Komdu og fáðu einhverjar kræsingar. Nóg er eft- ir." En hann brosti aðeins og hristi höfuðið. „Nei, þakka þér fyrir," svaraði hann. „Mig langaði aðeins til þess að óska þér gæfu og gengis." Hann brosti aftur, og þegar hýrlegt brosið færðist yfir magurt andlit hans, var eins og heimi bernskuáranna hefði skyndilega verið lokið upp. Gömul tryggðabönd, sem við höfðum bæði verið búin að gleyma, sögðualltieinu tilsin. Snöggvast gleymdi ég þvi, að Jói var á öndverð- um meiði við vandafólk mitt, gleymdi þvi, að Emma frænka og Wall- ace og Jói gamli Kellý höfðu rekið hann brott eins og svikara við ættina og heimilið, iðjuverin og fornar dyggðir. Ég mundi aðeins leika okkar i bernsku, gleðistundir, sorgir, leyndarmál, er við höfðum átt saman undir þessu gamla grenitré, þar sem við stóðum nú. „Jói," — ég rétti út höndina og hann tók i hana — „mér þykir svo hjartanlega vænt um, að þú skyldir koma i kvöld. Það er eins og i gamla daga." „Já." —Það vakti athygli mina, að hann talaði mun hægar og röddin var dýpri en ég minntist hennar. „Þess vegna var ég næstum horfinn l'rá þvi að koma." „En það er gott að minnast alls eins og það var. Ég vildi aðeins óska...." „Það veitég", greip hann fram i fyrir mér, og brosið hvarf af andliti hans. „Þú óskar pess, að ég minntist þeirra oftar. Ég hef talað nóg um það við afa minn. Hann litur sömu augum á málin og þið, en ég skoða þau frá minu sjónarmiði. Úr þvi verður ekki bætt. Viltu gera mér þann greiða aðláta hann ekki vita,aðéghafi komiðhingað?" „Ef þú biður mig þess. En honum mundi þykja vænt um að vita, að þú komst." „Þess vegna máttu ekki láta hann vita það. Hann mundi fara að gera sér vonir um að vinna mig aftur, og ég neyddist til að gera þær vonir að engu á ný." „Jói", sagði ég. „Ég veit ekki, hvað veldur þeim umskiptum, sem orðin eru. Eg veit reyndar, að þú ert óánægður með verksmiðjurekst- urinn og álitur, að viðeigum sök á þvi, þótt...." „Nei." Hann hristi höfuðið og lokkarnir féllu fram a ennið, eins og þeir gerðu svo oft áður fyrr, svo að hann liktist hálfvegis litlum hesti með þykkan, dökkan ennistopp. — „Svo einfalt er málið ekki. Ég saka skyldfólk þitt um það eitt að vilja halda öllu isama horfinuog þaðvar iá dögum afa þins." „Var það ekki lika hann, sem reisti Friðarpipuverksmiðjurnar? Það væru engar verksmiðjur þarna hinum megin og engin atvinna handa iilluni þeim.sem hannar þarfnast,ef framtaksafa mins hefði ekki notið við." HVELL „Alveg rétt." Jói brosti af sams konar þolinmæði og hann væri að hlusta á barn rella. „Manstu eftir snjókúlunum, sem við veltum niður garðbrekkuna, þegar við vorum krakkar? Þú hnoðaðir fyrst killu i lófa þinum, og svo hlóðhún æ meiri snjó utan á sig, unz hún var orðin stærri en þú sjálf, að þú réðir ekki lengur við það, hvert hún valt. Geturðu ekki hugsað þér, að það hafi verið slik snjókúla, sem hann afi þinn hnoðaði, en nú hafi hún hlaðið þannig utan á sig að fullerfitt sé að ráða við það, hvaða stefnu hún tekur?" Blá augu Jóa voru orðin stór og dökk, eins og þegar hann átti i kapp- ræðum i skólanum i gamla daga. „Þú hefur ef til vill lesið um það, sem gerðist við Fossá i siðastliðnum mánuði?" spurði hann svo. „Áttu við vefaraverkfallið?" Ég hafði ekki nennt að lesa um það, en ég hafði heyrt Wallace og Emmu og Harrý tala um það sin á milli. „Já. Og það, sem gerzt hefur á einum stað, getur einnig hent á öðr- um." „Ekki þó hér!" Ég furöaði mig á þvi, að i rödd minni var allt i einu fólginn óvæntur myndugleiki, er minnti á Emmu frænku. „Það hefur aldrei kömiðtil neinna vandræða i Friðarpipuverksmiðjunum. Astand- ið i Fossárverksmiðjunum var orðið svo hræðilegt, og jafnvel Wallace frændi segir, að verkamennirnir hafi talsverðar málsbætur, þó að verkfall geti hins vegar aldrei verið réttlætanleg tiltæki, og Harrý Coll- ins segir...." Ég þagnaði skyndilega af þvi að ég mundi ekki glöggt, hvað hann hafði sagt, enda þurfti ég ekki annað en nefna nafn hans til þess að hug- ur minn væri allur bundinn við hann einan. „Við Collins ætlum að gifta okkur. Hefurðu frétt það, Jói?" bætti ég við. „Nei." Hann hristi höfuðið og brosti áður en hann rétti fram höndina. „Égþykist vita,að allir séu ánægðir með þann ráðahag. Ég vona að þú verðir ákaflega hamingjusöm" „Þakka þér fyrir, Jói. Mér þykir vænt um, að þú skyldir koma hing- að, svo að ég gat sagt þér þetta sjálf. Finnst þér það ekki skritið: Það var hann, sem kom hingað á afmælisdaginn minn, er þú datzt hérna úr trénu og fótbrotnaðir — manstu ekki? — af þvi að særði ikorninn beit þig?" „Ég man það allt saman. Það var gott að liggja i þessu stóra húsi. Þið voruð mér sannarlega góð. Jæja, hamingjan fylgi þér, Emilia. Bráðum verð ég að fara að æfa mig i að kalla þig frú Collins." „Það er nógur timi til þess," svaraði ég, en þó þótti mér gaman að heyra hann segja þetta. „Þú festir þér liklega sjálfur konu áður en lagt liður, og þá kem ég til þess að óska þér hamingju." Hann beit saman vörunum, og enn hristi hann dökkhærðan kollinn. „Það er dásamlegtað vera ástfanginn," bætti ég við. „Biddu bara þansað til þú kemst að raun um það sjálfur." 1165 Lárétt 1) Brúnt,- 6) Þverslá.- 7) Sverta.- 9) Komist.- 11) 51- 12) Ess.- 13) Straumkasti.- 15) Sigað.- 16) Tangi.- 18) Vörubill.- Lóðrétt 1) Marglitað.- 2) Dá.- 3) Keyr.- 4) Sérhljóðarnir,- 5) Spil.- 8) Veinið.- 10) Kærleik- ur- 14) Konu.- 15) llát.- 17) Keyri.- Káðning á gátu No. 1164 Lárétt 1) Lofsöng.- 6) Lér.- 7) Brá,- 9) Tau.- 11) Ei.- 12) NN.- 13) KST,- 15) Ond.- 16) Ull,- 18) Auglit.- Lóðrétt 1) Liberia- 2) Flá .- 3) Sé. 4) ört.- 5) Glundri- 8) Ris. 10) Ann.- 14) Tug- 15) Öli. 17) LL,- 7 i 3 ¦ i> ? 1/ 8 9 'O M/i /3 iv |/y ¦ * /; m rs G E I R I Orð gamla mannsins koma i hug Dreka eins og i draumi Alls konar banvæn skti Það þarf langt^ stökk — mér tekst ''(I FIMMTUDAGUR 27. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl 7.00 og 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgun- bænkl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl 8.45: Einar Logi Einarsson les sögu sina „Strákarnir við Staumá" (4) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kl. 10.25: Tónlist eftir Edvard Grieg: Mischa Elman og Joseph Seiger leika Sónötu nr. 1 i F-dúr mp. 8 f/ fiðlu og pianó Operuhlj ómsveitin i Covent Garden leikur. „Sigurð Jórsalafara" svitur op. 56 John Hollingsvorth stj. Fréttir kl. 11.00. Tónleikar. Maurice André og Lamoureuxhljóm- sveitin leika Trompetkonsert eftir Hummel, Jean-Baptiste Mari stj. / Cesare Valletti syngur ariur eftir Scarlatti, LeoTaubmann leikur á pianó / Lily Lashine og Lamourex- hljómsveitin leika Hörpukon- sert i d-moll op. 15 eftir Nicolas- Charles Bochsa; Jean-Baptiste Mari stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. . 13.00 A frivaktinni.Eydis Eyþórs- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Siðdegissagan „Eyrarvatns- Anna" eftir 'Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (25) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist Kammerhljómsveitin i Zurich leikur Konsert fyrir fiðlu, strengjasveit og sembal eftir Tartini, Edmond de Stoutz stj. Concentus Musica leika Sónötu fyrir flautu, fiðlu og sembal eftir J.S. Bach og Kvartett fyrir flautu, óbó, fiðlu og selló og sembal eftir Tele- man. Tonkú'nstler hljómsveitin i Austurriki leikur Sinfóniu i B- dúr op. 21 nr. 1 eftir Boccherini. Lee Schaenen stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistar- einvigið i skák. 17.30 Nýþýtt efni: „Heimför til stjarnanna" eftir Erich von Daniken. Loftur Guðmundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýðingu (4) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Pegninn og þjóðfélagið. Ragnar Aðalsteinsson sér um þáttinn. 19.55 Frá listahátíð i Reykjavik. Gitarsnillingurinn John Williams leikur verk eftir spænsk tónskáld á hljóm- leikum i Háskólabiói 10. júni s.l. 20.35 Leikrit „Hundrað sinnum gift" eftir Vilhelm Moberg (áðurfl.'69) Þýðandi: Hulda • Valtýsdóttir. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Arvid Almström, leikstjóri — Þorsteinn O Stephensen, Ásta, kona hans — Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gustaf Forsberg / leikarar i leik — Jón Aðils, Lisa Sódergren / flokki Almströms — Anna Guðmundsdóttir, Karlson, húsvörður — Valur Gislason, Anderson, sölum. auglýsinga — Baldvin Hall- dórsson. 21.45 Pistill frá Helsinki: Reikað um miðbæinn. Kristinn Jóhannesson, Sigurður Harðarson og Hrafn Hall- grimsson tóku saman. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan „Sigriður frá Bústöðum" eftir Einar H. Kvaran Arnheiður Sigurðardóttir les (2) 22.40 Dægurlög frá Norðurlöndum Jón Þór Hannesson kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli.Dag- skrárlok. URQGSKARTGRiPIR KCRNELÍUS JÖNSSON SK0LAV0RÐUSTIG8 BANKASTRÆTI6 rf»»1H'>80-l8600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.