Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur. 27. ji'ili 1972 TÍMINN 11 Tveir ungir þátttakendur skola af sér ferðarik i heitri laug. veröur manni þaö ennþá ljósara en nokkru sinni fyrr hvílík auðævi þaö eru sem viö eigum (öllu þessu ónumda landi, já og veðurfarinu og loftslaginu, þótt okkur liki kannske ekki alltaf sem bezt viö það. Þetta mættum við áreiðan- lega öll hugleiða oftar heldur en við gerum. En menn lifa ekki af góða loftinu og útsýninu einu samau, að fleiru þarf að hyggja. Nú er rúmt ár liðið siðan stjórnarskipti urðu hér á landi. íog ætla mér ekki að kveoa upp dóm um verk stjórnarinnar, enda tæpast dómbær um þau, þau eru vafalaust misjöfn eins og öll mannanna verk og orka áreiðan- lega flest tvímælis þá gerð eru. Verkefnin eru auðvitað mörg og misjöfn en takmarkið með lausn þeirra er að sálfsögðu fyrst og fremst bættar þjóðfélagsaðstæð- ur fyrir tslendinga alla. Tvennt er það einkum, úr hinu mikla safni, sem áriðandi er að vel takizt. Annað er útfærsla landhelginnar. Ég er vongóður um að samst. sú sem náðist meðal þjóðarinnar allrar í því máli muni verða það lóð á vogarskálina, sem dugar til að þoka þvi til öruggrar hafnar. Áreiðanlega eru i þessu máli ýmsir örðugleikar framundan og við sterka andstæðinga að glima, en við miiiiiiin í sameiningu bjóða þeim byrginn og að ég vona sigr- ast á þeim. Gagnvart vandamál- um, er lít á við snúa, berum við gæfu tilað standa saman sem einn maður, það er okkar mikli styrk- ur. Hinn aðalvandinn, sem hér er við að glima er verðbólguvöxtur- inn og sá verðbólguofþeiínslu- hugsunarháttur, sem hér hefur verið landlægur um árabil og er að sliga allt okkar efnahagslff. Hér er hvorki staður né stund til að ræða svona mál og skal það heldur ekki gert, en aðeins sett fram sú fróma ósk að okkur mætti auðnast að taka höndum saman einnig til lausnar þessa vanda, sem ætti að vera okkur auðveld- ari viðfangs fyrir þá sök að hér þarf ekkert undir aðrar þjóðir að sækja, hér er um það eitt að tefla að sigrast á sjálfum sér. Ef okkur mætti auðnast að mynda jafn- mikla samstöðu i þessu máli og til hefur orðið i landhelgismálinu, þyrftum við áreiðanlega engu að kviöa þá ættu tslendingar bjarta framtið i landinu fyrir sér, þvi að ytri skilyrðin eru hér fyrir hendi og við þurfum áreiðanlega engan að öfunda af þvi landi sem honum hefur verið fengið til að búa I." Að loknu ávarpi utanrikisráð- herra, var farið i bílana og ekið heim á leið, en Eysteinn Jónsson kvaddi hópinn við afleggjarann til Kerlingarfjalla, þar sem hann ætlaði að bregða sér á skiði. 1 bakaleiðinni var stanzað við Gull- foss, en siðan ekið um Biskups- tungurogGrímsnesið, um ölfusið og stanzað á Kambabrún. Þá var klukkan orðin rúmlega 10 og fréttir bárust af sigri Fischers yf- ir Spasski, en margir fylgdust með skákinni i fyrri kvöldfréttum utvarpsins. Þótti sumum þetta slæm tiðindi, enaðrir réðu sér ekki fyrir kæti. Til Reykjavikur var svo komið á tólfta tímanum, eftir langa, en skemmtilega ferð. Höfðu margir á orði, að þeir hlökkuðu til næstu sumarferðar Framsóknarfélag- anna. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstö&um lýsir staðháttum á Hvera- völlum ásamt Eysteini Jónssyni. Að mörgu þarf að hyggja áður en lagt er f langferð. Hér sjást þeir Guð- mundur Tryggvason, fulltrúi, og Eysteinn Jónsson bera bækur sýnar saman. Fararstjórar i ferðinni, ásamt utanríkisráðherra. Talið frá vinstri: Olafur ítagnar Grímsson, Kristján Bendiktsson, Markús Stefánsson, Alfreð Þorstcinsson, Þorsteinn Ólafsson, Hannes Pálsson, Eysteinn Jónsson, aðalfararstjóri, Einar Agústsson, utanríkisráðherra, Guð- mundur Jósafatsson, Jón Abraham Ólafsson, Kristinn Finnbogason og Einar Birnir. Brúin yfir Hvítá, þykir ekki árennileg, þegar stórir áætlunarbflar eru annars vegar. A þessari mynd sést biðröð viö brúna á meðan hinir fjöl- mörgu þátttakendur I sumarferð Framsóknarfélaganna gang yfir luuia.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.