Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur. 27. júli 1972 SUF-ÞING Á AKUREYRI Eins og þegar hefur verið auglýst, verður þing Sambands ungra fram- sóknarmanna haldið dagana 1., 2. og 3. september næstkomandi á Akureyri. Stjórn SUF vill minna aðildarfélögin á að halda sem fyrst félagsfundi til þess að kjósa fulltrúa sina á SUF-þingið. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Glæsileg byggðamálaráðstefna li SUF Stjórn S.U.F. hefur und- anfarna tvo vetur gengizt fyrir ráðstefnum um byggðamálin víða um iand og var síðasta ráðstefnan haldin á Sauðárkróki um fyrri helgi. Sóttu ráðstefn- una um 100 manns og urðu miklar umræður á ráð- stefnunni. Að loknu ávarpi forsætisráð- herra, Ólafs Jóhannessonar, i upphafi ráðstefnunnar, flutti Steingrimur Hermannsson, alþm., erindi um Framkvæmda- stofnun rikisins, skipulag hennar og verkefni. Að loknu erindi Steingrims flutti Sveinn Björns- son, framkvæmdastjóri Iðnþró- unarstofnunar fslands, fram- söguerindi um iðnaðarmál. Loks flutti Valgarð Thoroddsen, raf- magnsveitustjóri rikisins, fram- söguerindi um raforkumál Norð- urlands. Þar sem ekki er rúm hér á sið- unni til að fjalla um nema litinn hluta af þvi, sem rætt var á ráð- stefnunni, verður hér rakið stutt- lega nokkuð af þvi, sem fram kom i erindi Valgarðs, og þeim um- ræðum er fram fóru um orkumál- in, en einmitt sá hluti af viðfang- sefni ráðstefnunnar hefur undan- farna daga vakið miklar umræð- ur og blaðaskrif. t erindi sinu minnti Valgarð Thoroddsen á, að heildarorku- vinnsla á Norðurlandi var árið 1971 um 150 GWh. Til þess að full- nægja þeirri orkuþörf varð að framleiða allmikið rafmagn með dieselstöðvum. Orkuspár gera ráð fyrir tvöföldun orkunotkunar á 10 árum, þannig, að ef miðað er við að framleiðslugeta Laxár- virkjunar verði aukin um 35 GWh. með þeirri virkjun, sem nú stend- ur yfir (þ.e. Laxá III 1. áfangi), verður orkuskorturinn 1981 orð- inn 115 GWh. ef engin ný virkjun eða aukin orka hefur komið inn á svæðið fyrir þann tima. Þeir tveir valkostir, sem helzt kæmu til greina til að fullnægja orkuþörf- inni, væru annars vegar tenging við virkjanirnar sunnanlands með linu yfir hálendið og hins vegar virkjun á vatnasvæði Skagafjarðar, norðan Hofsjökuls. Við tengingu að sunnan kæmi bæði til greina að leggja linuna um Kjöl og niður i Skagafjörð, 170 km. leið, kostnaður 390 millj. kr., og um Sprengisand niður i Eyjafjörð, 186km. leið, kostnaður 428 millj. kr. Við þessar tölur má bæta kostnaði við endabúnað, þ.e. spennistöðvar og fl. Lina sú, sem nú er verið að leggja milli Akur- eyrar og Varmahliðar, er um 105 km. löng og áætlaður kostnaður um 60 millj kr. Flutningsgeta há lendislinu yrði 200 MW. en Akur- eyrarlinunnar 50 MW. Uppselt afl á öllu Norðurlandi er um 35 MW. Frá byggöamálaráðstefnu SUF á Sauöárkróki. Már Pétursson, formaður SUF, i ræðustóli. Við háborðið sitja f.v. Úlfar Sveinsson, for- maður FUF i Skagafjarðarsýslu, ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra.Steingrímur Hermannsson, alþm., Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitu- stjóri ríkisins, og Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarstofnunarinnar. Ljósm: Stefán Pedersen. Hinn raunverulega valkostinn til að fullnægja orkuþörfinni taldi Valgarð virkjun Jökulsár eystri, en þar væri um þrjú virkjunar- stæði að ræða i framhaldi hvert af óðru. Virkjun i gljúfri Jökulsár við ármót Merkigilsár, sem framleiddi um 100 GWh. og full- nægði orkuþörfinni fram undir 1980, mundi samkvæmt frum- áætlun kosta um 550 millj. Virkja mætti af sömu stærð og með svip- uðum kostnaði 5 km. ofar og loks mætti með stiflugerð og vatns- miðlun i Bugslónum gera virkjun allmiklu ofar við Jökulsá , sem yrði um tvófalt stærri en báðar hinar neðri samanlagt. Taldi Valgarð virkjunaraðstöðu i Jökulsá það álitlega að full ástæða væri til að nánari rann- sóknir færu þar fram en þær rannsóknir sem þegar hefðu farið fram voru algerar undirbúnings- rannsóknir. Könnun þessa mögu- leika myndi þá einnig leiða til mynsturáætlunar um hæfileg virkjunarþrep i samtengdu kerfi Suður- og Norðurlands, svo og tengingar til annara landshluta og virkjana þar. Valgarð upp- lýsti, að samkvæmt könnun Orku- stofnunar mundi virkjun i Detti- fossi kosta um 3.400 millj. og framleiða 1.240 GWh. Slik virkjun væri þvi tæplega timabær nema með tilkomu stóriðju. Sverrir Sveinsson, rafveitu- stjóri á Siglufirði, upplýsti, að Skeiðfossvirkjun i Fljótum hefði nú nokkra afgangsorku, þ.e. allt að 4 Gwh. i góðum vatnsárum, og að meðaltali um 2 GWh., en Skeiðfosskerfið nær yfir Siglu- fjörð, Fljótin og Ólafsfjörð, en er ekki tengt öðrum dreifikerfum. Nú hefur auk þess verið hönnuð virkjun i Fljótaá við Þverá og er áætlaður byggingarkostnaður á virkjun, er framleiddi 8.0 GWh., um 67 millj. kr., og taldi Sverrir kostnað við tengingu Skeiðfoss- virkjunar við kerfið i Skagafirði 14.7 millj. eða samtals 81.7 millj. kr. Taldi Sverrir það svipaða fjárhæð og kostnað við linubygg- inguna frá Akureyri til Varma- hliðar. Fram hefðu komið upplýs- ingar um, að sú lina mundi ekki kosta 60 millj. heldur um 84 millj. Taldi Sverrir, að virkjun við Þverá og samtenging við Skaga- fjarðarkerfið hefði átt að ganga fyrir linulögn fá Akureyri, þar sem mjög litil afgangsorka væri á austursvæðinu og allt i óvissu með framkvæmd virkjana við Laxá. Sú orka, sem flutt yrði frá Akureyri yrði þvi fyrirsjáanlega að verulegu leyti dieselorka og orkusölusamningur sá, sem nú hefur verið gerður væri aðeins til tveggja ára. Með virkjun við Þverá og tengingu við Skagafjörð hefði verið hægt að losna við að framleiða orku með dieselvélum og fullnægja raforkuþörf Norður- lands vestra um 2-3ja ára skeið. Vegna hinnar miklu vatnsmiðlun- ar i Fljótum sem nýtist bæði fyrir Skeiðfoss- og Þverárvirkjun, yrðu þau raforkuver sérstaklega hag- kvæm til samrekstrar við rennsl- isvirkjanir og tenging þvi hag- kvæm gagnvart orkuvinnslu á svæðinu i framtiðinni. Sverrir taldi að kostnaður við endabúnað á hálendislinunni mundi nema 40- 60 millj. kr., þannig að hálendis- lina til Akureyrar mundi kosta um 500 millj. Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri á Akureyri, taldi kostnaðaráætlun Sverris á tengingu Skeiðfosskerfisins við Skagafjörð of lága, slik tenging mundi kosta um 30 millj. og virkjunarkostnað við Þverá yfir 70 millj. eða samtals yfir 100 millj. Slik framkvæmd væri þvi dýr en þýðingarlitil og hefði þar verið rétt ákvörðun að byrja á byggingu linu frá Akureyri i Varmahlið. Adolf Björnsson, rafveitustjóri á Sauðárkróki, taldi að virkjanir heima i héruðum ættu að ganga Framhald á 16. siðu. Hluti gesta á byggðamálaráðstefnu SUF á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.