Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 16
16- TÍMINN Fimmtudagur. 27. júlí 1972 Hef opnað lækningastofu i Læknastöðinni, Glæsibæ, Álfheimum 74, Sérgrein: kvensjúkdómar og l’æóingarh jálp. Viðtalstimi eftir umtali i sima 86311. Viglundur Þór Þorsteinsson, læknir. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs 10.000,00 króna skírteini FLOKKUR INNLAUSNAR- INNLAUSNAR- TíMABIL VERÐ:x) 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965- 1. Fl. 10. sept. 72—10. sept. '73 Kr. 41.586.00 1966- 1. Fl. 20. sept. 72—20. sept. '73 Kr. 33.032.00 1967- 1. Fl. 15. sept. 72—15. sept. '73 Kr. 29.428.00 1967-2. Fl. 20. okt. 72—20. okt. '73 Kr. 29.428.00 x) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina rikissjóðs fer fram í af- greiðslu Seðlabanka islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sala verdtryggðra spariskírteina í 2. flokki 1972 stendur ný yfirog eru skírteinin fáanleg i bönkum og sparisjóðum um land allt. Reykjavík, 25. júlí 1972. Seðlabanki íslands Fimm íslendingar keppa á Bislet! Frjálsíþróttaliðin fara utan í dag. Ragnhildur tognaði og fer ekki til Noregs ÖE—Keykjavík. Dagana 2. og 2. ágúst fer fram sannkallaö stórmót i frjálsiþrótt- um á Bislet i Osló. Þar keppir m.a. allt olympiulið Bandarikja- manna, og auk þess beztu frjálsiþróttamenn Norðurlanda, Sovctrikjanna, itala, Spánverja o.fl. þjóða. I gær barst skrifstofu FRl skeyti frá Norska Frjálsiþrótta- sambandinu, þar sem tilkynnt er, SUF-síðan Framhald. af bls. 8. fyrir. t ræðu hans kom fram að virkjun viö Reykjafoss mundi framleiða 15,5 GWh. Jón fsberg taldi lagningu hálendislinu ekki timabæra, hægt væri aö fullnægja orkuþörfinni með mun ódýrari hætti með virkjunum norðanlands. Hann taldi miður farið að nú væri horfið frá þvi að virkja við Reykjafoss. Hann benti á, að þótt samningar heföu ekki náðst við landeigendur um bætur þá væri ekkert komið fram sem benti til annars en þeir heföu unað við að fá bæturnar eftir mati. Það væri mjög eðlileg málsmeðferð hjá landeigendum að velja frekar þá leið að láta meta tjón sitt heldur en að gera samninga sem kynnu að vera þeim óhagstæðari en mat. Það væri þvi rangt að bændur stæðu i vegi fyrir Reykjafossvirkjun, sú röksemd fyrir þvi að hætta við virkjunina væri tilbúningur stjórnvalda, það væru yfirmenn orkumála sem ekki vildu virkja við Reykjafoss. Magnús H. Gislason taldi að það ætti að öðru jöfnu frekar að virkja heima i héruðunum. Hann lagði rika áherzlu á að rannsóknum við Jökulsá eystri yrði hraðað svo úr þvi fengizt skorið hvort þar væri að finna lausnina á raforkumálum Norðurlands. Forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, sagði að sam- tenging orkuveitukerfanna á Norðurlandi og milli Norður- og Suðurlands, væri það, sem koma skyldi. Lina að sunnan yrði marg- fiild trygging og hún myndi skapa svo mikla möguleika fyrir Norðurland, að fávislegt væri að hafna henni. Forsætisráðherra sagði, að höfuðatriði væri aö ráðast i sem hagkvæmastar stór- virkjanir, er gætu þjónað öllu landinu með samtengingu veitu- kerfisins. Það væri algert auka- atriði, hvar orkuveriö væri, ef raforkuþörfinni væri fullnægt um land allt. En varðandi þá skamm- timalausn. sem nú væri um rætt, heföi hann talið skynsamlegra að tengja Skagafjörð við Skeiðfoss- virkjun, en biða um nokkurt skeið með lagningu linu frá Skagafirði til orkuveitusvæðis Laxár. Jafn- framt lagði hann áherzlu á, að rannsóknum á virkjunarmögu- leikum Jökulsár eystri yrði hraðað sem kostur væri. að fimm tslendingar fái að keppa á mótinu og má telja það mikinn heiður, þar sem eftirsótt er að fá að keppa á móti þessu, og færri komast að en vilja. Islendingarnir eru: Lára Sveinsdóttir, sem keppir i há- stökki, Erlendur Valdimarsson i kringlukasti, Guðmundur Her- mannsson i kúluvarpi, Bjarni Stefánsson i 400 m hlaupi og Þor- steinn Þorsteinsson i 800 m hlaupi. lslenzka landsliðið fer utan til Noregs i dag og keppir i Mo i Rana á laugardag og sunnudag. Sigurður Jónsson fer utan eftir allt saman og keppir a.m.k. i 100 m hlaupi og boðhlaupi, en hin unga og efnilega Ragnhildur Pálsdóttir meiddi sig i ökla i fyrradag og getur þvi miður ekki farið. Það er slæmt fyrir kvenna- liðiö. Ragnheiður verður frá keppni i 2 vikur. Atkvæðagreiðsla hjá pjónum um samningana KLP—Reykjavik. Stjórn og trúnaðamannaráð fél- ags framreiðslumanna ákvað á fundi sinum i gær, að verða við tilmælum sáttasemjara um að halda allsherjaratkvæðagreiðslu um samningana, en eins og sagt var frá i blaðinu i gær felldu þjón- ar þá á fundi sinum á mánudag- inn. Ekki er búið að ákveða hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. Það tekur nokkurn tima, að koma henni af stað, þvi að hún verður ekki eingöngu bundin við þjóna, sem starfa i Reykjavik og ná- grenni, heldur um allt land. Trú- lega verður hún þó i byrjun næstu viku. Athugasemd t sambandi við frásagnir af undirritun viðskiptasamninga Austurrikis, Islands, .Portúgal, Sviþjóðar og Sviss við Efnahags- bandalag Evrópu i Brlissel s.l. laugardag vill ráðuneytið láta koma fram að auk ráðherra undirrituðu aðalsamningamenn viðkomandi landa einnig samningana. Fyrir hönd tslands undirrituðu þvi téða samninga þeir Einar Ágústsson, utanrikisráðherra og Þórhallur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri í Viðskiptaráðu- neytinu, en hann hefur frá upphafi verið formaöur islenzku samninganefndarinnar. Utanrikisráðuneytið, 24.7. 1972. NAUÐUNGAR- uppboð á hesti Hjá lögreglunni i Kópavogi hefur verið i óskilum siðan i júni s.l. bleikur hestur, mark sýlt hægra heilrifað vinstra. Hestur þessi verður seldur á opinberu uppboði, sem haldið verður að Meltungu við Breiðholtsveg föstudaginn4. ágúst 1972 kl. 15. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrif- stofu minni. Bæjarfógetinn i Kópavogi. r llún gctur verið aðgangshörð kri- an á Nesinu, en kannski friðast hún nú þegar búið er að skira heiia golfkeppni i höfuöið á henni. Héldu mót til heiðurs kríunni Á golfvelli Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi er stórt og mynd- arlegt kriuvarp. Eru kriurnar lit- ið hrifnar af þvi þegar golfarar arka um svæði þeirra og hafa þá uppi hinn mesta hávaða og læti til að verja egg sin og unga. En golfararinir gæta þess jafnan að stiga ekki á hreiðrin, þótt þeir hafi jafnan fullt i fangi við að verjast kriuna þegar hún er i ham, og noti jafnvel ,,báða enda” til að hrekja þá á braut. Ness-menn eru almennt hrifnir af kriunni sinni, og til að sýna henni það, heldu þeir mót s.l. laugardag henni til heiðurs. Þeir skýrðu það Kriukeppni 1972 — sjálfsagt mest til að friða hana, en hún tók engum sönsum, lét jafnvel enn verr en áður þrátt fyrir þennan heiður. Leiknar voru 18 holur með for- gjöf og urðu úrslit þau, að Hilmar Steingrimsson og Kjartan L. Pálsson voru jafnir án forgjafar, léku á 69 höggum nettó (39:47-h 17 og 44:40-^ 15) Léku þeir aukakeppni um 1. verðlaunin og sigraði Hilmar þar á fyrstu holu. An forgjafar sigraði Bert Hanson, lék á 81 höggi. Þess ber að geta, að flestir af beztu golfurum klúbbsins voru ekki með i þessu móti — hvort sem það var nú kriunnar vegna eða ekki. Gunnlaugur Ragnarsson sigraði í Coca-Cola- keppninni hjá GR Á sunnudaginn lauk hjá Golfklúbbi Reykjavikur, Coca Cola-keppninni i golfi. Þcssi keppni.sem cr 72 holu keppni, er ein af meiriháttar golfkeppnum, sem haldnar eru hér á landi, en þareru jafnan meðal þatttakenda flcstir af beztu kylfingum landsins. Að þessu sinni voru þó ekki allir þeir beztu með. Var t.d. aðeins einn af landsliðsmönnunum, sem tóku þátt i NM-mótinu i golfi i Danmörku. meðal keppenda Gunnlaugur Ragnarsson, en hanri varð sigurvegari i þessu móti. Hinir voru annað hvort ókomnir heim, eð lögðu ekki i þetta erfiða mót, eftir stranga daga i Dan- mörku. Eins og fyrr segir sigraði Gunnlaugur Ragnarsson i mótinu, lék á 311 höggum, eða 4 höggum betur en næsti maður, sem var Loftur Ólafsson. Þeir voru jafnir þegar 4 holur voru eftir, en siðustu holurnar lék Gunnlaugur á 14 höggum en Loftur á 18. Siðasta dag keppninnar voru leiknar 36 holur, og voru margir orðnir ærið þreyttir þegar þeim lauk, enda var það eitthvað milli 25 til 30 km gangur að leika 36 holur. Úrslit án forgjafar urðu annars þessi: Gunnlaugur Ragnarss GR 311 Loftur Ólafsso, GN 315 llannes Þorsteinsson. GL 316

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.