Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur. 27. júli 1972 W M l/y' n I fHÉ iM' •v ly ~~ iááhjíf\ ' y/WgM fÆáb m mm""~7 ' HT jfikjHllí Statdrað var viö i Hvitárnesi, þar sem Eysteinn Jónsson lýsti staðháttum og landslagi. ,Góða veðrið fylgir Framsókn' Hátt á fjórða hundrað manns tóku þátt í velheppnaðri sumarferð Framsóknarfélaganna til Hveravalla Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, flytur ávarp á llveravölt- um. Geysimikil þátttaka var i hinni árlegu sumarferð Framsóknarfé- laganna i Reykjavik, sem farin var s.l. sunnudag, en samtals tóku tæplega fjögur hundruð manns þátt i henni. Er þetta ein- hver fjölmennasta ferð, sem Framsóknarfélögin hafa efnt til, og tókst hún hið bezta, enda veður með afbrigöum gott mest alla leiðina, en farið var að Hveravöll- um. Aðalfararstjóri var Eysteinn Jónsson, alþingismaður, en auk þess voru fararstjórar i hverjum hinna 10 áætlunarbila, sem fluttu fólkið. Á Hveravöllum flutti Ein- ar Agústsson, utanrikisráðherra ávarp, en Eysteinn Jónsson lýsti staðháttum og landslagi. Strax upp úr kl. 7 á sunnudags- morgun var fólk farið að tinast saman við Hringbraut 30, en það- an var lagt af stað stundvislega kl. 8. Var hvert sæti i áætlunarbil- unum skipað. Ekki voru veðurguðirnir blið- legir á svip i byrjun ferðar, þvi að þungskýjað var um morguninn, og þegar komið var upp i Mos- fellssveit, rétt ofan við Gljúfra- stein, byrjaði að rigna litilshátt- ar. En þetta voru aðeins látalæti, þvi aö skömmu siöar sást til sólar og fylgdi hún hópnum það sem eftir var ferðarinnar. Lét Cli blaðasali, sem var með i förinni, ásamt vini sinum, Jóni Eyjólfs- syni, starfsmanni i Þjóðleikhús- inu, svo ummælt, að það væri betra að ferðast með Fram- sóknarfélögunum en ýmsum öðr- um stjórnmálafélögum, þvi að góða veðrið fylgdi Framsókn, eins og hann orðaði það. En elzti þátttakandinn i ferðinni, 83 ára gömul kona, vildi þakka Eysteini góða veðrið, og hvatti til þess, að hann færi um landið vitt og breitt með þurrkinn handa bændum. Fyrsti áningastaður á leiðinni var að Laugarvatni, þar sem stanzað var stutta stund, en siðan haldið áfram upp i Haukadal, framhjá Geysi, sem sýndi á sér andlitið með smágosi, rétt áður en ferðafólkið bar að garði, og siðan var ekið framhjá Gullfossi og haldið upp á Kjalveg. Enda þótt Kjalvegur sé ekki alltaf árennilegur yfirferðar, sóttist ferðin vel. Ekið var, eins og leið liggur, um Bláfellsháls með Langjökul á vinstri hönd, en þegar lengra var komið, blasti Hofsjökull við á hægri hönd framundan. Hafði einhver á orði, aö i stað þess að vera milli tveggja elda væri hópurinn milli tveggja isa. Um klukkan hálftvö var komið að Hvitárnesi, þar sem áð var. Þar var borðað nesti og litazt um á meðan Eysteinn Jónsson flutti fróðlegt erindi um staðinn og ná- grenni hans. 1 Hvitárnesi samein- aöist Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, hópnum, en hann var nýkominn til landsins frá Brtissel, þar sem hann undirritaði við- skiptasamning við Efnahags- bandalagið. Frá Hvitárnesi var svo haldið á áfangastað, Hveravelli, og komið þangað um fjögur leytið. Yndis- legt veður var á Hveravöllum, eins og raunar mestalla leiðina, sólskin og litilsháttar gola. Naut fólk góða veðursins og landslags- ins, en Eysteinn Jónsson og Guð- mundur Jósafatsson á Brands- stöðum skýrðu frá þvi markverð- asta i sögu staðarins. Þá flutti Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, stutt ávarp, og ræddi um nýgerða viðskipta- samninga við Efnahagsbanda- lagið og landhelgismálið, en sagði siðan: ,,Þótt þessi mál séu mér hug- stæð þessa stundina er það þó annað atriði sem einnig á rætur að rekja til umræddrar Brússel- ferðar sein leitar sterkar á hug- ann hcr og nú, en það er sá mikli munur sem á þvi er að vera ann- ars vegar i miðri Evrópu en hins vcgar hér á landinu okkar. Undanfarna daga hefur mikil hitahylgja gengið um vestan- vcrða Evrópu, dagana sem við vorum i Belgiu var hitinn um og yfir 30 stig og rakinn 100% þegar verst lct. Liðan manna var auð- vitað eftir þessu, svitakóf og öndunarerfiðlcikar voru þau orð, sem næst komast að lýsa henni. t þessum Iöndum er varla til lófa- stór blettur sem almenningi er Irjáls til afnota, fólksmergðin gifurleg, liávaðinn yfirþyrmandi. Þcgar svo liagar til eins og nú, að maður á þess kost i beinu fram- lialdi af dvöl i þessum löndum að komast á iiokkrum klukkustund- uin liingað á sólbjörtum sumar- degi, cins og við njótum hér uppi milli hinna islenzku fjalla, i svala tæra loftið og öræfakyrrðina, þá A Hveravöllum flutti Einar Agústsson, utanrlkisráðherra, ávarp. (Timamyndir GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.