Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur. 28. júli 1972 EINKARITARI Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða stúlku til einkaritarastarfa sem fyrst og eigi siðar en 15. ágúst nk. Skilyrði er, að hún hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun, og sé vön vélritun. Laun san^kvæmt launakerfi rikisstarfs- manna, 15. launaflokkur. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Starfsmannadeild Laugavegi 116 — Reykjavik. TAPAÐ Siðastliðinn sunnudag 23. júli tapaðist af bil veiðistöng með hjóli, i Reykholtsdal, Borgarfirði. Finnandi vinsamlegast hringi i sima 16680 eða 25252 ÚTBOÐ Tilboð óskast i nýbyggingu barnaskólans i Neskaupstað.fyrri áfanga. Húsið er á einni hæð, 374 fermetrar að flatarmáli og 1380 rúmmetrar að rúmmáli. Verkáfangar eru: 1972: Lokið við grunn. 1973: Bygging gerð fokheld, unnið að lögnum og múrhúðun innanhúss. 1974: Bygging fullge'rð 1. september. Otboðsgögn eru afhpt á skrifstofu bæjar- tæknifræðingsins i Neskaupstað alla virka daga kl. 17 — 19 gegn 5000.00 króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð i sknfstofu bæjar- stjórans i Neskaupstað þriðjudaginn 15. ágúst 1972 kl. 11. Bæjartæknifræðingurinn i Neskaupsstað. GERIÐ BEZTU KAUPIN Á MARKAÐNUM SPARIÐ EKKI GÆÐIN ÞVÍ \ H)IIAI.1)H) KOSTAR MI.IHA I HEYHLEÐSLUVAGNAR 18 og 24 m3 K////// ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR Skákáhuginn eykst í Danmörku: Hefur skrifað um skák í 45 ár ,,í;g er þess fullviss, aö ekki þarf aö tefla nema 20 skákir i einvigi þeirra Fischers og Spasskis. Þegar þessum 20 skákum veröur lokiö, þá veröur Fischer búinn aö sigra. ,, Þetta sagöi danski alþjóöameistarinn og skákskýrandinn Jens Enevoldsen,þegar viö ræddum viö hann. EnEnevoldsen bætti viö, aö þaö, sem hann sagöi fyrst, ætti aöcins viö ef skákstill Spasskis batnaöi ekki. Ef Spasski aftur á móti tæki sig á, þá gæti einvigiö oröiö enn meira spennandi, en samt sem áður tel ég,aö Fischer vinni, sagöi Enevoldsen. Enevoldsen er nú 65 ára gamall og hann hefur teflt skák i 57 ár. Aðspurður sagði hann, að skákin heföi verið — og væri enn — mesta áhugamál, sem hann hefði komizt i snertingu við. Enevoldsen var aðeins 16 ára gamall,er hann tók þátt i skákmóti, og i það skiptið hafnaði hann i þriðja sæti, sem þykir gott á fyrsta mótinu, sem maöur tekur þátt i. Ariö 1950 varð Enevoldsen alþjóðameistari. Enevoldsen hefur skrifað um skák i 45 ár. Hann byrjaði að skrifa fyrir Politiken og hann skrifar enn þann dag i dag skákþættina i Politiken, og er það m.a. ein ástæðan fyrir þvi, að Enevoldsen er hér á landi og fylgist með einviginu. — Hvaö hefur þú skrifað margar bækur um skák,Enevoldsen?—Ætli þær séu ekki orðnar 17 eða 18, skákbækurnar, sem ég hef skrifað. Nú siöast kom út bók um Bobby Fischer. Bókin um Fischer kom út nokkrum dögum áður en ég kom til Islands. Það var gaman að vinna að þessari bók um Fischer. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum i Kaup- mannahöfn, og vorum við þá saman i nokkra daga. Siðan hef ég litið hitt Fischer. Hann hefur að sjálfsögðu breytzt mjög mikið, en mest hefur hann breytzt sem skákmaður. Hann veröur sifellt betri, og ég held, aö það sé mest dugnaðinum fyrir að þakka, hversu góöur Fischer er oröinn. — Urðu ekki mikil vonbrigði i Danmörku, þegar Bent Larsen tapaði fyrir Bobby Fischer i Denver i fyrra? — Nei það urðu ekki nein teljandi vonbrigði. Fischer átti það kannski ekki skilið að vinna Larsen 6-0, en hann sýndi þarna hvilikur skákmaður hann er. Það vita jú allir að Larsen er enginn aukvisi, segir Enevoldsen og glottir. — Er skák almennt iökuð i Danmörku og er hún á uppleið eða niðurleið? — Við höfum látið framkvæma Gallup-skoðanakönnun i sam- bandi við skákina. 1 ljós kom að 34% allra danskra karlmanna tefla sér til skemmtunar og gamans. Og ég get bætt þvi við, að þeir sem á annað borð tefla i Danmörku leggja mikla rækt við skákina. — Ég get einnig frætt ykkur á þvi, að nú siðustu árin Jens Enevoldsen hefur áhugi á skák aukizt til mikilla muna. Bent Larsen á sinn þátt i þvi, að skákáhuginn hefur aukizt. Og þvi má vist bæta við, að Larsen er væntanlegur til tslands nú alveg á næstunni, jafn- vel um næstu helgi, og ætlar hann sér að fylgjast með einviginu. — Að lokum Enevoldsen . Hvernig finnst þér Fischer og Spasski hafa teflt, það sem af er einviginu? — Mér finnst nokkrar skákirnar hafa verið mjög góðar. T.d. tefldi Fischer 6. skákina mjög vel. — Þ.Ó. Hundi PflPPÍRS handþurrkur Á.A.PÁLMASON Simi 3-46-48. m Strákar og stelpur PEYSUR merktar ARSENAL— LEEDS LIVERPOOL MANCHESTER UNITED Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstig 44 — Siml 11783 — Rtykjavft Unnið að heildarúttekt á íslenzkum iðnaði Oó—Reykjavik. Yfir stendur viötæk rannsókn á stöðu og þróun islenzks iðnaðar, sem unnin er af erlendum og inn- lcndum aðilum. Athuganir hófust i októbermánuði i fyrra og er niöurstööu aö vænta i lok þessa árs. Rannsóknin fer fram að nokkru leyti á vcgum Sameinuöu þjóöanna sem liður I athugunum á almennri iönþróun i heiminum. SÞ buöust til að leggja fram sér- fræöinga gegn þvi, að islenzka rikið kostaöi sérfræöinga á móti til að vinna meö þeim mönnum, sem kostaöir eru af samtökunum. Það er sænskur verkfræðingur, Olle Riner, sem hefur yfirstjórn rannsóknarinnar með höndum. Hann er gamall starfsmaður SÞ og hefur starfað á þeirra vegum i ýmsum löndum, aðallega vanþró- uðum og hefur mikla reynslu á þessu sviði. Hann kom hingað til starfa i október s.l. Nokkrir út- lendingar hafa komið hingað sið- an og starfa að rannsóknunum, eru það finnskur hagfræðingur, norskur verkfræðingur, og sænskur prófessor i viðskipta- fræði er nýkominn til starfa. Auk útlendinganna starfa 6 islenzkir verkfræðingar og tæknifræðingar að rannsókninni. Voru þeir upp- haflega ráðnir fram i október, en útlit er fyrir að starfið dragist eitthvað lengur, en menn þessir hafa verið önnum kafnir i allt sumar við að athuga islenzk iðn- fyrirtæki. Auk þeirra vinna nokkrir viðskiptafræðinemar við athuganir i sumar. Tilgangur þessara rannsókna er að gera nokkurs konar úttekt á islenzkum iðnaði og sjá hvar hann er á vegi staddur og gera lang- tima iðnþróunaráætlun. Sérfræð- ingarnir leiðbeina jöfnum hönd- um einstökum. iðngreinum og fyrirtækjum og gefa heildarsýn yfir stöðu islenzks iðnaðar yfir- leitt. Sérfræðingarnir hafa starfað viða um landið. Eru þeir búnir að vera á Akureyri, hjá Sambands- verksmiðjunum þar, og eru ný- komnir þaðan. Þeir hafa verið i skipasmiðastöðinni Stálvik og fleiri fyrirtækjum. Grandskoða þeir alla starfsemi fyrirtækjanna, bæði tæknilega og rekstrarlega. Þeir, sem að rannsókninni vinna, hafa vinnuaðstöðu hjá Iönþróunarstofnun tslands, að Skipholti 37. En athugunin fer fram i náinni samvinnu við þá stofnun og iðnaðarráðuneytið. Annað slagið eru lagðar fram skýrslur um hvernig verkinu miðar, og eru þær ræddar af stjórn Iðnþróunarstofnunarinnar, en að verkinu loknu verður lögð fram heildarskýrsla. (lögfræði- j SKRIFSTOFA [ | Vilhjálmur Amason, hrl. \ Lækjargötu 12. (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.) I Slmar 24635 7 16307. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.