Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur. 28. júli 1972
TÍMINN
19
Landsliðið
í knattspyrnu
bragðdauft
Nú er útséð um,að okkar
sterkasta landslið i knatt-
spyrnu leiki landsleikinn
gegn Noregi 6. ágúst n.k.
l.eikinenn eins og Elmar
Geirsson, Hermann Gunn-
arsson, Guðgeir Leifsson og
Siguröur Dagsson, veröa
ekki i liöinu, sem heldur til
Noregs á þriðjudaginn. Eins
og sjá má eru þetta fjórir af
okkar beztu knattspyrnu-
mönnum og þegar þessi nöfn
vantar á landsliðslistann er
landslið okkar orðið heldur
bragðdauft.
Elmar oe Hermann geta
ekki leikið~ vegna meiðsla,
Sigurður kemst ekki i ferö-
ina, einnig komst ekki Er-
lendur Magnússon, en hann
var valinn i liðið. Guðgeir
Leifsson, hefur ekki hlotið
náð hjá einvaldinum og var
hann ekki valinn i liðið.
Kemur þetta nokkuð á óvart,
þvi að Guðgeir hefur leikið
mjög vel með landsliðinu og
Vikingsliðinu i sumar.
Stjórn KSt hefur tilkynnt
knattspyrnusambandi
Noregs um 22 leikmenn,
sem keppa fyrir ísland gegn
Noregi — endanlegt val á
landsliðinu, verður ekki til-
kynnt, fyrir en út i Noregi.
SOS.
EystrasaltsfiskurFrambhald2oaf
maður við rannsóknarstofnun
sjávarútvegsins i Eystrasalts-
löndunum segir, að nálega öll
lönd.sem liggja að Eystrasalti
vegi nú að fiskistofnunumog sér-
staklega laxinum með full-
komnustu veiðitækni nútimans
að vopni. Auk þess, segir visinda-
maðurinn, stuðlar orkuverasmiði
við þær ár, sem laxinn gengur i,að
skerðingu fiskistofnanna. Þetta
spillir og eyðileggur hinar
eðlilegu hrygningarstöðvar
laxins og veldur sjávarmengun
við strendurnar.
Helztu laxár Sovétrikjanna eru
i Lettlandi en Rigaflóinn er
einnig mikilvægt veiðisvæði, þótt
i minna mæli sé. Veiðarnar tak-
markast af nauðsyn gagngerra
rannsókna á fiskistofnunum og
baráttu fyrir eflingu hans. Til
þessa hafa lagnet aðallega verið
notuð til veiða úr sjó en laxa-
gildrur i ám. Nú hafa verið settar
miklar takmarkanir á veiðina og
reglum stranglega framfylgt.
Mörg orkuver hafa verið byggð
i Lettlandi og fleiri eru i smiðum.
En orkuverið og breytingar á
hátterni ánna, sem þeim eru
samfara, samræmist illa rót-
grónum eðlishvötum fiskanna.
Hrygningarstöðvar laxins eru
ýmist á kafi i miklu vatnsrennsli
eða þorna upp, og að endingu liða
þær undir lok. ,
En i stað nátturulegra
hrygningarstöðva er lögð mikil
áherzla á að koma á fót klak -
stöðvum og eldisstöðvum fyrir
lax, sem er alinn á tilbúnu fóðri.
Binda menn miklar vonir við að
auka megi stofninn aftur og að
laxveiði verði jafnvel meiri i
framtiðinni en áður en stofninn
fór verulega að láta á sjá.
Hreindýrum
fjölgar en veiði
ekki leyfð
Eins og að undanförnu hefur
menntamálaráðuneytið látið fara
fram talningu á hreindýrahjörð-
inni austan lands og önnuðust þeir
Agúst Böðvarsson, forstöðumað-
ur landmælinga, og Björn Páls-
son, flugmaður, talninguna.
Reyndust fullorðin dýr vera 2682,
en kálfar 916, eða samtals 3598
dýr. Meginhjörðin var i nágrenni
Snæfells og i Kringilárrana. 1
Viðidal og dölum þaðan austur til
Breiðdals var ekki unnt að telja
sakir þoku en á þeim slóðum voru
166 dýr þegar talning fór fram á
sama tima i fyrra. Við talningu i
fyrra reyndust dýrin vera um
2650.
Ráðuneytið mun láta fara fram
fækkun hreindýra i ár, en nýjar
reglur verða settar um veiðarnar,
seirl al.a- fela i sér að engin
,,sport”-veiði VCrður leyfð. Ætl-
unin er að fjölga hreiiidýraeftir-
litsmönnum og fela þeim að ann-
ast veiðarnar. Hinar nýju reglur
eru nú til athugunar hjá sýslu-
mönnum og hreppsnefndum
eystra.
Fischer
Framhald
af bls. 10.
áttu eitthvað saman við hann að
sælda, þegar hann var 14 og 15
ára, notuðu hann. Ef einhverjir
peningar voru i boði, voru þeir
teknir af honum. Það var hringt i
hann og sagt við hann: — Komdu
hingað og tefldu. Við borgum all-
an kostnað og látum þig hafa
nokkra dollara þar fyrir utan. Og
svo þegar allt var búið, sat hann
eftir með svimandi háan hótel-
reikning. Imyndaðu þér 15 ára
gamlan krakka, aleinan, pen-
ingalausan með risastóran reikn-
ing, hágrátandi!
1 öðru lagi er það, að þegar
Bobby fær eitthvað i hausinn um,
að eitthvað sé sanngjarnt, þá þýð-
ir ekki að ræða það við hann eins
og maður við mann. Það er aldrei
skoðun hans, heldur bjargföst
sannfæring, eins og það væru lög
frá Ólympiufjalli.
Eftir að allt virtil komið i höfn
sagði ég honum, að mér félli ekki
við hann. Mér likaði ekki, hvernig
hann kom fram við fólk, hvernig
hann litillækkar það. Andrew var
lögfræðingur hans i 5 ár og Bobby
vildi ekki einu sinni tala við hann.
Col. Edmundson hafði borið hann
á örmum sér eins og smábarn og
hann vildi ekki lengur tala við
Edmundson. Maður kemur ekki
þannig fram við fólk, sem manni
þykir vænt um.
Ég sagöi við hann: — Þú ert að
gera litð úr titlinum. Þú gerir
allt þetta veður út af 10 eða 15
þúsund dollurum aukalega. Var
það þetta, sem þú hefur unnið að i
15 ár?
Og svarið, sem ég fékk var: —
,,Well, rétt er rétt og sanngjarnt
er sanngjarnt.”
A meðan Bobby Fischer er ekki
orðinn heimsmeistari i skák get-
um við, bæði tslendingar og aðrir,
látiö okkur ýmislegt um munn
fara. En rétt eins og um Hall-
grimskirkju eigum við vafalaust
eftir að segja: — Alltaf vissi ég
þetta!
Og svo tölum við vingjarnlega
um „strákinn hann Bobby”, rétt
eins og við ættum i honum hvert
bein.
ó. vald tók saman.
Fischer þarf ekki að kvarta undan þvi, að hann sé ekki á forsiðum heimshlaðanna þessa dagana. T.d.
birta bandarisku vikublöðin Tirne og Newsweek myndir af Fischer á forsiöum sinum i þessari viku.
Myndin i Newsweek er tekin af Fischer hér i Laugardalshöllinni. Myndin utan á Time, er af þeim
Fischerog Spasski, ög er höfuðið á þeim látið tákna hróka.
KVIKMYNDUN I KEPPNISSALNUM
ABC STJORNAR
Framhald af bls. 3.
ganga út úr Höllinni á tiunda
timanum.
Fischer i sjöunda himni
Sæmundur Pálsson, einkavinur
Fischers sagði mér, að Fischer
hefði verið i ljómandi skapi,
þegar hann yfirgaf Höllina i gær-
kvöldi eftir sigurinn. Hefði hann
þakkað sér mörgum fögrum
orðum fyrir hjálpina og virzt i
alla staði hæstánægöur. (Meðan á
skákinni stóð, hafði áskorandinn
hins vegar verið fremur órólegur
sifellt kvartað um hávaða.
„Reyndu að halda hávaðanum i
skefjum”. sagði hann oft við
Sæmund.
Spasski var að vonum
óánægður og ræddi nokkra stund
við aðstoðarmenn sina i Range-
Rover jeppanum, áöur en þeir
héldu frá Höllinni á leiðis til Hótel
Sögu.
Kvikmyndun hófst á ný
í gær náðist samkomulag milli
Chester Fox og bandariska sjón-
varpsfyrirtækisins ABC um kvik-
myndun einvigisins, en áður hafði
Fischer samþykkt kvikmyndun
af hálfu ABC. Samkomulagið
felst i þvi að ABC tekur við stjórn
kvikmyndunarinnar, en aðrir
samningar Fox við ABC og S1
haldast óbreyttir.
Kvikmyndun (og reyndar ljós-
myndun lika) hófst þvi i keppnis-
salnum i gær. Kvikmyndatöku-
mennirnir eru staðsettir á áhorf-
endapallinum aftarlega i salnum
i góðri fjarlægð frá keppendunum
á sviðinu.
Lorne Hassan stjórnar kvik-
myndatökunni af hálfu ABC. Ég
ræddi stuttlega við hann i gær og
sagðist hann gera þetta i umboði
ABC. Kvikmyndatökumennirnir
væru allir islenzkir, en hans starf
væri fólgið i stjórn tökunnar. Þá
sagðist Hassan hlakka til þessa
verks og ekki spillti fyrir, að ein-
vigið færi fram á Islandi. Hingað
hefði hann einu sinni komið sem
stjórnandi töku kvikmyndar af
Bing Crosby við laxveiðar, sem
efiaust er mönnum hér heima i
fersku minni.
Þá spurði ég Fox að þvi, hvort
hann væri ánægður með þessi
málalok. Hann kvaðst vera
ánægður með þá staðreynd, að
kvikmyndun væri hafin. Þá
spurði ég, hvort ABC hefði reynt
að kaupa af honum myndatöku-
réttinn. Hann neitaði þvi ein-
dregið, en sagði aðra aðila hafa
reynt það án árangurs.
„:50 - 30” mót
Sl gengst fyrir skákmóti i
Glæsibæ um helgina. Mótið er
opið öllum og er gert ráð fyrir, að
Mikvikudaginn 2. ágúst n.k. er
fyrirhugaður kynningarfundur
A.A. samtakanna á Selfossi, með
stofnun deildar i huga fyrir Sel-
foss og nágrenni. Mun þessi kynn-
ingarfundur hefjast kl. 8.30 e.h. i
Skarphéðinssal, uppi. Er öllum,
sem hafa áhuga á að kynnast
starfsemi A.A. samtakanna,boðið
á þennan fund.
Simsvari hefur nú verið tekinn i
notkun af A.A. samtökunum. Er
siminn 16373, sem er jafnframt
simi samtakanna. Er simsvarinn
i gangi allar sólarhringinn, nema
þegar viðtalstimi er, sem er alla
virka daga nema laugardag kl. 6-
7 e.h. Eru þá alltaf einhverjir
ýmsir þekktir meistarar tefli á
þvi.
Teficiár yerða sex umferðir
eftir svissneska kerfinu og hafa
keppendur 30 min. til ráðstöfunar
á 30 leiki.
Mótið hefst kl. 8 i kvöld og
verða tefldar 2 umferðir. Mótinu
lýkur svo á morgun og hefst
keppnin þá kl. 2.
Keppendur eru beðnir að til-
kynna þátttöku fyrir kl. 7,30 i
kvöld. Eins verða þeir að taka
með sér töfl, klukkur og skrif-
færi. — Dómari verður Frank
Brady.
A.A. félagar til viðtals i Tjarnar-
götu 3c, sem er litla rauða húsið á
bak við Hótel Skjaldbreið.
Fundir A.A. deildanna eru sem
hérsegir: Reykjavik: mánudaga,
miðvikudaga, fimmtudaga og
föstudaga að Tjarnargötu 3c kl. 9
e.h. og i Safnaðarheimili Lang-
holtskirkju á föstudögum kl. 9 e.h.
og laugardaga kl. 2 e.h. Vest-
mannaeyjar: að Arnardrangi,
fimmtudaga kl. 8.30 e.h., simi
(98) 2555. Keflavik: að Kirkju-
lundi kl. 9 e.h. á fimmtudögum,
simi (92) 2505. Viðines: fyrir vist-
menn, alla fimmtudaga kl. 8 e.h.
— Póstbox samtakanna er 1149 i
Reykjavik.
TILKYNNING
Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að sam-
kvæmt auglýsingu viðskiptaráðuneytisins, dags. 27. des.
1971, sem birtist i 2. tbl. Lögbirtingablaðsins 1972, fer 2. út-
lilutun gjaldeyris-og/eða innflutningsleyfa árið 1972 fyrir
þeim innflutningskvótum, sem taldir cru í auglýsingunni,
fram i ágúst 1972. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa
borizt Landsbanka islands cða Utvegsbanka islands fyrir
15. ágúst n.k.
LANDSBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
A.A. samtökin á Selfossi
hm
lr
H
ijB
Ji ii
Laxá i Dölum
Sex stangir eru i Laxá og
hafa veiðzt á fimmta hundrað
laxar það sem af er sumrinu,
lang mest á flugu. Ain er
vatnsmikil og veiði þvi meiri
en var á sama tima i fyrra. Þó
hefur gengið illa siðustu daga
og veldur slæm tið miklu, en
hitt hefur og sitt að segja, að
nú eru eingöngu útlendingar i
ánni og þeir eru hvorki eins
gráðugir i laxinn né heldur
eins margir um stöng og
tslendingar.
Vonzkuveður hefur rikt i
Dölum að undanförnu og gerði
hávaðarok sl. miðvikudag.
Bændur verða sennilega illa
úti, þvi hey liggur viða flatt á
túnum hrakið og gult að sjá.
Laxá i Kjós
Mikill lax er i Laxá i Kjós og
hefur 971 fiski verið landað
þar. Upp á siðkastið hafa
útlendingar verið einir um
hituna, og veiða þeir á flugu.
tslendingar veiða meira á
maðk. 10 stangir eru i ánni og
hefur veiðin verið áþekk þvi
sem var i fyrra hvað áhærir
fjölda fiska, en laxinn i ár er
sérstaklega vænn. Tið hefur
verið slæm og hefur það nokk-
uð dregið úr mönnum við veið-
arnar.
Frá happdrætti
Hjartaverndar
Dregið var 7. júli — og upp komu þessí
númer:
11943 VAUXHALL VIVA
28467 V0LKSWAGEN
Hjartavernd.