Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur. 28. júli 1972 Ljósmynd-SSl Spasski, Fischer og aðaldómarinn Lothar Schmidt Lögfræðingurinn Paul Marshall lýsir skjólstæðingi sínum: Höfuðverkurinn mikli - „Baby” Fischer Astæðan fyrir þvi að Robert ,,Baby” Fischer er hræddur við blaðamenn er sú, að þegar hann var 17 ára, sumarið 1961, veitti hann Ralph Ginzburg langt og mikið viðtal, sem birtist siðan i Harper’s Magazine i janúar árið eftir. Þar mátti lesa á milli lin- anna — og jafnvel i þeim — að Fischer væri villtur unglingur, montinn fram úr hófi og hafandi áhuga á þvi einu aö vera i falleg- um fötum. Hann afgreiddi Sovét- menn á einfaldan hátt, kallaði þá „patzers”, argasta skammar- yrði, sem hægt er að gefa skák- mönnum. 1 viðtalinu lét hann eitt- hvað liggja að þvi, að hann gæti komizt yfir hvaöa konu sem væri, niddi kennara sina i menntaskóla og talaöi mikið um alla þá pen- inga.sem hann ætlaði að græða á skák. Siðan heíur verið auðveld- ara að ná i Sjú En-lai. „Hið eina, sem ég vil nokkurn tima gera,” sagði hann einhverju sinni, „er að tefla.” Það er nokk- uð rétt, en hann hefur áhuga á t'leiru. Hann hefur mikinn áhuga á fötum — ekki klæöskerasaum- uðum, þvi hann þolir vitaskuld ekki, að einhverjir skraddarar séu að þukla hann upp og niður, góðum mat og íerðaútvarpstækj- um, þvi þau gefa frá sér hljóð um leið og kveikt er á þeim. Bibliuna þekkir hann út og inn, enda gekk hann með ritningúna á sér i mörg ár á meðan hann var táningur. F’ischer hefur stöðugar áhyggj- ur af peningum, en er oft kæru- laus og eyðslusamur. Vini á hann fáa, og allir þeirra eru skákmenn. Þegar hann er i New York, eyðir hann löngum kvöldum og nóttum við að rannsaka skákir með Bern- ard Zuckerman, sem skrimtir á skákmennsku og er heimsvirtur fyrir þekkingu sína á byrjunum. Tveir nánustu vinir Fischers eru sagðir vera Jim Gore, sem einu sinni var sterkur skákmaður, en teflir ekki lengur (nú vinnur hann fyrir sér sem bankastarfsmaður) og Jackie Beers, meðalskákmað- ur, sem fær hvergi að tefla i heimaborg sinni, New York, vegna geðillsku, ef hann tapar. Það, sem vinir hans virða helzt við hann, er takmarkalaus ást hans á skák og virðing hans fyrir henni. t rauninni litur hann alls ekki á skák sem leik og ekki einu sinnisem andlegt þjálfunaratriði, heldur sem raunverulegt lif, eitt- hvað eilift, dásamlegt og satt. En þetta verður til þess, að mjög erfitt er að umgangast hann. „Ég hlakka aldrei til að eyða kvöldi meö Bobby”, sagði skák- meistari nokkur, sem þekkt hefur hann i mörg ár. „Ég verð dauð- þreytturá að tala um þá stórkost- legu skó, sem einhver fabrikant i Argentinu býr til, eða hvernig maður verði sljór af að horfa á sjónvarp eða allt, sem sett er i mat nú á dögum. Maöur getur ekki rætt um stjórnmál við hann, þvi Bandarikin eru stórfengleg- asta og mesta land i heimi og ég hef ekki áhuga á aö tala um út- varp timunum saman. Og ekki batnar það, þegar mað- ur fer eitthvað með honum. F’yrir nokkrum árum ætlaði ég að fara i leikfimi og hann spurði, hvort hann mætti koma með. Jú, mér fannst það alveg sjálfsagt. En drottinn minn! Hann kom sér aldrei af stað. Fyrst þurfti hann að gera þetta, svo að biða eftir hinu og loks gat hann ekki fundið eitthvað annað. Ef maður ætiar að borða með honum, þá fær maður ekki bita fyrr en um miðnætti, og ef maður ætlar i gönguferð gengui hannsvo hratt og klofar svo áfram, að maöur er uppgefinn eftir 15 minútur. Ef maður er aftur á móti að tefla við hann eða rann- saka skákir, er hann stórkostleg- ur. — Þess utan er Bobby mjög erfiður félagi. Hann reynir að vera vingjarnlegur, en það bara gengur ekki.” Miðpunkturinn i lifi Fischers er einangrun. Um tima hélt hann ibúð i New York (Brooklyn) og siðar i Los Angeles, en siðan 1969 hefur hann búið i gistihúsum. Þegar hann var yngri, safnaði hann bókum um skák, en fyrir nokkrum árum siðan seldi hann safn sitt Walter Goldwatér, for- manni „Marshall Chess Club” fyrir 500 dollara. Fornbókasali nokkur hafði boðið honum 650 dollara fyrir safnið, en Fischer sagði nei og vildi ekki fara til hans aftur, þegar hann komst að þvi, að enginn vildi borga honum meira. Megnið af eigum sinum fer hann með með sér og skilur annað eftir hjá kunningjum og vinum. Systur sina (sem nú er stödd hér á landi) sér hann sjaldan, allir kunningjar hans eru skákmenn og stúlkur gera hann aðeins vandræðalegan. Stúlka nokkur, sem fór út með honum einu sinni, sagði eftir á: „Aldrei aftur”. Ef Fischer hefði ekki skákina, væri hann algjörlega einn i heiminum. Allt frá upphafi var litið á F’ischer sem sérvitring, óvenju hæfileikamikinn, en hann fór ekki að vekja verulega athygli fyrr en á Bandarikjamóti árið 1956, þeg- ar hann var 13 ára. Einn andstæð- inga hans var Donald Byrne, sem nú er prófessor i ensku við há- skólann i Pensylvaniu. (Byrne er staddur hér á landi nú og skrifar um einvigið.) Byrne var og er mjög sterkur skákmaður og i tafli sinu við Fischer hafði hann þá yfirburöi að hafa margra ára reynslu — og hvitt, hann fékk að byrja. Snemma i skákinni fórnaði „Baby” Fischer drottningu sinni. Yfirleitt er það harla óvenjulegur leikur, og i þessu tilfelli var hann næsta ótrúlegur. Byrne vissi ekki nákvæmlega, hvernig hann átti að bregðast við. Þetta var þegar Fischer gekk i gallabuxum og stórri peysu, krakkdýr með grannt og alvarlegt andlit og burstaklippingu. Eins og allir skákmenn horfði hann stöðugt niður i borðið, litandi aðeins við og við framan i andstæðing sinn — og þá algjörlega sviplaust. Al- varleg skák er tefld með „póker- andlit". Ef Fischer virtist tauga- óstyrkur, þá þóttist Byrne þess fullviss, að það væri vegna þess, að hann hefði gert sér grein fyrir villu sinni. Greinilega dró Byrne af þessu þá ályktun, að drottningarfórnin væri ör- væntingarfull tilraun ofmetins krakka til að slá um sig, en samt sem áður gekk orðið á milli manna, og áður en langt um leið hafði hópur fólks safnazt i kring- um þá Byrne og Bobby og fylgdist með af miklum áhuga. Eftir nokkra leiki fór staða Byrnes að sýnast veik og siðan stórhættuleg. Og smátt og smátt tókst Fischer að gera stöðuna þannig, út frá fórn sinni, að Byrne neyddist til að gefa skákina. Auð- vitað varð þessi skák hin umtal- aðasta af öllum þeim, sem leikn- ar voru á mótinu: fórnarleikur, sem tók 20 leiki að vinna upp — til sigurs. Fischer álitur þetta sina beztu skák enn þann dag i dag og Hans Knoch, virtur skákmaður i Bandarikjunum, talar um hana sem „skák aldarinnar”. En þrátt fyrir þennan stórkost- lega sigur sinn yfir Byrne, varð Fischer áttundi á mótinu. Ari sið- ar varð hann efstur og fékk 750 dollara i verðlaun, og um vetur- inn varð hann Bandarikja- meistari. Arið 1958 gerði FIDE hann aö alþjóðlegum stórmeist- ara, hinum yngsta i skáksögunni. Þetta timabil var sennilega upphafið á ódrepandi sjálfs- trausti Fischers. Kvöld eitt, eftir að hafa teflt við félaga sina i Manhattanskákklúbbnum, fór hann ásamt nokkrum öðrum á veitingastað til að fá sér matar- bita. Einn þeirra spurði Fischer, hvort hann teldi sig betri en Mik- hail Tal. „Já,” svaraö Fischer. Paul Keres? „Já.” Smyslov? „Já." Petrosjan? „Já!" hrópaði Fischer. „Ekki spyrja mig meira. Ég er betri en allir! ” Úr þvi ætti að fást skorið áður en langt um liður, en svo sannar- lega eru ekki allir vissir um, að Fischer sé elskulegasti maður i heiminum. Þeirra á meðal er lög- fræðingur hans, Paul Marshall. Paul G. Marshall er lögfræð- ingur margra skemmtikrafta, þeirra á meðal Davids Frosts, og fyrir rúmum tveimur mánuðum var hann beðinn að skerast i deilu Fischers við FIDE. „Forseti FIDE”, hefur Mars- hall sagt, „er dr. Max Euwe, menntaður Evrópumaður af beztu tegund, og auk þess af aðalsættum. Hann er stórkostleg- ur maður, sem ég ber mikla virð- ingu fyrir, en hann hefur aldrei þurft að semja um svona nokkuð áður. Einvigi sem þetta hefur aldrei farið fram i sögunni. FIDE bað um tilboð, en þeir höfðu engan mælikvaröa til að dæma þau, þeir tóku einfaldlega boði þess, sem nefndi hæstu upp- hæðina. Edmundson stakk upp á þvi við Bobby, að þeir tækju með sér lögfræðing, en Bobby sagði nei, við gerum þetta eins og við höfum alltaf gert. Þá fór Ed- mundson til Amsterdam og gerði samningana fyrir hans hönd. Þegar Bobby sá útkomuna, varð hann óður. Hann hefur ekki talað við Edmundson siðan. Eftir það sendi Bobby heilmikið af illa orðuðum simskeytum til FIDE og sagðist ekki ætla að gera þetta og hitt, þegar hann hefði auðvitað átt að segja SKILMÁLAR ÓLJÓSIR. SENDIÐ NANARI UPPLÝSINGAR. Andrew Davis er lögfræðingur Bobbys, en hann gat heldur ekkert gert i málinu og á endanum hætti Bobby lika að tala við hann. Andy (A. Davis) hringdi i mig á meðan ég var i Evrópu og bað mig að koma til skjalanna og ég sagði: „Hvað fæ ég?” Hann svaraöi: „Ekki neitt.” Bobby er heiðarlegur náungi en hann er ekki elskulegur, nice. Staðreyndin er sú, að hann er dálitill sadisti. Upphaflega var hann mjög tortrygginn gagnvart mér: — Hvað færð þú út úr þessu? spurði hann mig. — Ekki neitt, svaraði ég. Þá sagði hann: — Ef þú færð ekki neitt, hvers vegna ertu þá að þvi? Ég sagöi honum, að ég vildi sjá hann sigra Rúss- ana. Eftir að hann taldi sig geta treyst mér, vildi hann ekki tala við nokkurn annan. Þegar þarna var komið sögu, ákvað dr. Euwe að fara i sjö vikna langt fri og á meðan hann var i burtu var ritari FIDE, smá- borgaralegur Evrópumaður, sem hatar Bobby, i forsvari og sá um þetta allt saman. Til að byrja með vildi hann ekki segja mér sima- númer dr. Euwes, og þegar mér loks tókst að herja það út, var hann i Perth i Astraliu og Suri- bayo. Ritarinn var i rauninni að saka Bobby um að neita að tefla. Ég sagði honum, að auðvitað mynd- um við tefla en við vissum ekkert um málið. — Það er allt i samn- ingnum, sagði hann. — Lestu samninginn.Svo ég sagði honum, að ég væri lögfræðingur. — Ert þú lögfræðingur? spurði ég. — — Ég er það, ég hef lesið samninginn, en ég veit samt ekki, hvað hann táknar. Svarið, sem ég fékk var: „Hann þýðir það sem hann þýð- ir." Eftir mörg simtöl og margar ferðir til Evrópu (David Frost borgaði fyrir megnið af þvi!), tókst Marshall að skýra samn- ingana nokkuð, en þá hafði FIDE sett ný skilyrði: Ef Fischer féllist ekki á að tefla allar 24 skákirnar á íslandi, yrði hann dæmdur úr leik og Petrosjan tæki við. Hann fékk frest til laugardagsins 6. mai. Marshall var i stöðugu símasam- bandi Við Fischer, sem þá dvald- ist i Grossinger i New York, og loks klukkan 8.30 á föstudags- kvöldinu sagði Fischer Marshall, aö hann gæti staðfest við FIDE, að hann (Fischer) féllist á samn ingana. „Það eru tvö atriði, sem maður verður að muna,” segir Marshall. „1 fyrsta lagi hefur Bobby aldrei þénað neina peninga. Allir, sem Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.