Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur. 28. júli 1972 TÍMINN 7 Ungfrú Du Pont Þessi laglega stúlka, Tricia O’Donnell hefur verið kjörin fegurðardrottning, Miss Du Pont. Hún hlaut 10 þúsund pund i verðlaun og auk þess á hún að fá að ferðast um allan heiminn næsta árið. En eitt skilyrði verður hún að uppfylla. Hún má ekki gifta sig á þessu timabili. Tricia er 21 árs gömul, og trú- lofuð. Kærastinn heitir Patt Whelan og er 32 ára gamall Hann býr i Liverpool og er bókagerðarmaður. Whelan vildi að þau giftu sig hið allra fyrsta, en þá hefði Tricia sem sagt tap- að peningunum, og ekki fengið að fara I ferðalagið, svo hún ákvað að fresta giftingunni um eitt ár. — Það er ekki svo langt að biða, þótt við getum ekki gift okkur fyrr en eftir eitt ár. Striða honum með afanum — 1 sögutimunum hafa krakkarnir stöðugt verið að striða mér mað langafa minum, vegna þess að hann var eitt sinn forseti Bandarikjanna segir John Godfrey Taft. — Mér stendur svo sem alveg á sama, þvi að ég er algjörlega sammála þeim um, að hann hafi verið lélegur forseti. Hann var alltaf að gera einhverja vitleysu, og svo var hann með hótanir, en þegar til kastanna kom, lagðist hann saman eins og blaðra, sem loftið fer úr. John Godfrey Taft er 17 ára gamall, og hefur lokið námi við Taft School in Water- town i Connecticut i Bandarikjunum. Hann er sá 19. úr fjölskyldunni, sem stundað hefur nám við þennan skóla. Ekki segist hann ætla að halda áfram skólanámi strax næsta vetur, enda þótt hann geti fengið inngöngu i hvort sem hann vill Yale, Harvard eða Princeton-- háskólana. Hann segist vera orðinn þreyttur á skólanum i bili, og ætlar að hvila sig i eitt ár. Hverjir hafa beztu greiðsluna? Hárskerar i Bretlandi hafa valið nokkra menn, sem þeir telja að hafi hárgreiðslu eins og þeim sæmi. 1 fyrsta sæti völdu þeir Snowdon lávarð, og segja um hann, að hann hafi þá hár- greiðslu, sem honum sæmi i sambandi við stöðu hans innan brezku konungsfjölskyldunnar. 1 öðru sæti var golfleikarinn Tony Jacklin, en hann er golf- meistari á heimsmælikvarða. 1 þriðja sæti er svo Andre Previn tónlistarmaður, sem allir Is- lendingar hafa heyrt um, eftir að hann kom á Listahátiðina, sem hér var haldin i sumar, og loks er knattspyrnumaðurinn Martin Peters i fjórða sæti. Hér sjáið þið svo þessa fjóra bezt klipptu og bezt greiddu menn i Englandi, og nú getið þið velt þvi fyrir ykkur, hvort þið væruð sammála hárskerunum, ef þið yrðuð spurð álits. — Leyfa herrarnir að ég kiki lika? Þegar allt kemur til alls er það þó konan min,sem er i baði. — Þér trúið þvi kannski ekki, en stundum get ég komist upp i að mála 2000 myndir á dag. DENNI DÆAAALAUSI ,,Það er meira, hvað þessi pipar- korn geta fariö viða!”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.