Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur. 29. júli 1972 TÍMINN 5 Trúlofast syni Lucy Ball Liza Minelli, dóttir leik- konunnar Judy Garland trú- lofaðist nýlega Desi Arnaz yngri. Hann á lika fræga móður, eða Lucille Ball. Aður en langt liður verður Liza að mæta fyrir rétti vegna kæru, sem henni hefur borizt frá frú Margaret Louise Kulbeth, en i kærunni segir, að með áhrifum sinum hafi Liza orðið til þess að eigin- maður frúarinnar hafi snúizt gegn henni. Eiginmaðurinn heitir Rex Kulbeth og er trommuleikari, en þau Liza komu fram i næturklúbbi einum. Kulbeth — frúin hefur krafizt þess að fá 556 þúsund dollara i skaðahætur. Hér er svo mynd af Lizu og kærastanum Desi. Söngvari giftir sig Tito Jackson, einn af Jackson Five, sem þekktastir eru fyrir Going back to Indiana, gekk ný- lega i það heilaga i Los Angeles. Brúðurin heitir Delores Martes. ins. A hinn bóginn hefur Mar- grét dvalizt ótölulegar helgar á herrasetri Patrick Lichfields og þar hefur jafnframt verið gest- ur Dominic Elliot. Sagt er, að Elliot hafi aldrei gefið upp alla von um, að fá einhvern tima að njóta prinsessunnar sinnar. Hann hafði upphaflega beðið hennar áður en hún varö yfir sig ástfangin af Peter Townsend, sem mest var talað um hér i eina tiö. En þegar Elizabeth bannaöi systur sinni aö giftast hinum fráskilda Townsend kom Dominic Elliot aftur fram i sviðsljósið og fór að gera hosur sinar grænar fyrir prinsessunni. Hann var mikið með henni allt þar til Armstrong-Jones kom fram, og þá ákvað Elizabeth að samþykkja ráðahaginn. Aftur varð Elliot að láta i minni pok- ann, og nú hvarf hann um sinn úr vinahópi prinsessunnar, og kvæntist. En nú eru þau vinirnir farin að«era saman á nýjan leik. Elliot er skilinn við konu sina, og þau Margrét hittast mjög oft á veitingastað einum i Soho, þar sem þau komu oft, þegar allt lék i lyndi fyrir þeim fyrir 20 árum. ig nú eru þau sem sagt lika farin að eyða saman leyfum sinum i Vesturindium. Hver veit nema Dominic fái prinsessuna sina að lokum. Hann ætti það næstum skilið, hann er búinn að vera svo þolinmóður. Skilnaður og gifting? Enn einu sinni er farið að tala um skilnað Margrétar prin- sessu og Snowdons lávarðar. Astæðan er sú, að Margrét dvaldist i tvær vikur á Vestur- indium i félagsskap gamals vin- ar sina Dominic Elliot, sem er fertugur að aldri. Með þeim var einnig Patrick Lichfield, aðal- keppinautur Snowdons lávarðar i ljósmyndalistinni meðal aðals- ins. Hvorugan þessara manna er hægt að nefna vin lávarðar- BIBI — Mér þykir það leitt pabbi, en fyrirtækið hefur ekki lengur not fyrir þig. — Það var rétt hjá þér pabbi, að hættulegt væri að leika sér að exi. Sjáðu bara segulbandið inni stofu. — Mér þætti vænt um ef þið vilduð segja álit ykkar á tillögu minni, jafnvel þótt það kunni að kosta ykkur stöðuna. DENNI DÆAAALAUSI „Sjáðu, hvað honum finnst þetta gott, mamma. Kannski við borðum alls ekki rétta matinn.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.