Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 15
15 Laugardagur. 29. júli 1972 TÍMINN Fellst ekki á lögsögu Haagdómstólsins tslejfur Framhald af bls. 8. erkibiskups i Brimum. 1 gjörvöll- um kristnum löndum i þann mund hrökk ekki svo upp af ríkismaður, að kirkjunni vaeru ekki gefnar stórgjafir. Svo mátti heita um kristinn heim aö einu félagslegu eignir i þeim löndum væru i eigu kirkjunnar. En þetta varð ekki i erkibiskupsdæmi Brima i tiö Aðalberts erkibiskups .jÞetta atriði er merkilegt og má aö vissu leyti bera það saman við rætur þess sama i islenzkri sögu Þegar Gissur biskup tsleifsson var orðinn fastur i sessi i Skál- holti, gaf hann Skálholt til biskupsseturs, og var það lögtek- ið á alþingi, að þar skyldi biskupssetur ætið vera. Hvergi er getið i heimildum, að hann hafi gefið óðal sitt kirkjunni, heldur fremur til almenningsþarfa — til að þjóna félagslegu málefni. Þetta atriði er merkilegt, og þvi merkilegra sé það borið saman viö aörar ráðstafanir biskups, er hnigu i sömu átt. Árið 1096 lét Gissur biskup ts- leifsson setja tiundarlög á tslandi, og voru þau samþykkt á alþingi með ráði og tilstilli vitrustu og reyndustu stjórn- málamanna landsins, Sæmundar hins fróða Sigfússonar i Odda á Rangárvöllum og Markúsar Skeggjasonar lögsö'gumanns. t þessum lögum felast merkileg atriði um félagshyggju óvanalega á miðöldum. Leikmenn fengu ráðstöfunarrétt yfir fátækra- tiundinni, og átti hún að inn- heimtast og jafnast niður af þar til kvöddum mönnum, svonefnd- um hreppstjórnarmönnum. Fétta atriði hélzt um aldir og helzt enn. Þessi ráðstöfun fátækra- tiundarinnar á tslandi i fyrstu skattalögum landsins var algjör- lega á móti lögum og vilja kirkju- valdsins. En hvað var hér að verki? Þvi er hægt að svara með löngu máli og málfærslu, en til þess er ekki stund né staður hér. En að hinu skal vikið, að þessi réttur islenzkra bænda i tiundar- lögunum islenzku, er byggður á rétti sunnan úr Þýzkalandi, úr riki Karlamagnúsar keisara, er var bundinn sameign á landi, sameign, sem ekki mátti selja. Þessi sameign hefur aðeins hald- izt i litlum hluta landsins, einmitt þeim hluta landsins, þar sem ætt- menn og stuðningsmenn Gissurar biskups tsleifssonar áttu heima. Afréttareignarrétturinn á hreppasvæðinu frá Hvitá i Arnes- þingi að Ytri-Rangá i Rangár- þingi var félagslegur eignarrétt- ur, þar sem ekki mátti hrófla við eigninni sjálfri. Þar var enginn seljandi, en kaupendur gátu auð- vitað orðið margir. Seinna am- aðist kirkjuvaldið islenzka mjög við þessum rétti. En réði aldrei við hina sterku hefð sem að baki hans var. Sama gerðist og i riki Brimarerkibiskups, þótt með öðr- um hætti væri. Arðsamar og miklar landeignir voru gefnaf sem almenningseign- ir með svo sterkum böndum, að þeim varð ekki rift, nákvæmlega á sama hátt og afréttarréttarrétt- urinn sunnlenzki varð styrktur með svo sterkum böndum með setningu tiundarlaganna, að þau urðu ekki slitin. Riki falla og voldugir höfðingjar safnast til feðra sinna. En máttur réttarins, eignarréttur án séreignar um aldir, er sterkari en bönd laga, er skammsýnir menn vilja nema úr gildi. En slikt hefur ekki hent enn i landi hins viðáttumikla rikis Aðalberts erkibiskups i Brimum, er einn hefur hlotið vegtylluna að búa og rikja i Róm norðursins. Úrvalsflokk- ur dansks fimleika- fólks í heimsókn Flokkurinn kemur frá Héraðs- sambandi i Danmörku sem heitir Holstebroegnens Hovedkreds af Gymnastik og Ungdomsforén- inger og samanstendur af 34 fim- leikaT iþrótta-og ungmennafélög- um sem hafa samtals innan sinna vébanda 5800 starfandi félaga. Þessi félög leggja stund á margs- konar iþróttir s.s. knattleiki alls- konar, badminton, frjálsiþróttir, sund, þjóðdansa og auk þess margskonar klúbba og funda- starfsemi. 21 af þessum 34 félögum leggja stund á fimleika og eiga sina sér- stöku sýningarflokka og er þessi hópur,sem hérer,úrval úr þessum flokkum. Flokkurinn heldur fjöl- margar sýningar innanlands i Danmörku á hverju ári en hefur auk þess ferðast mikið t.d. til Þýzkalands, Spánar, Belgiu og Sviþjóðar. Heimabær þessa iþróttafólks er Holstebro á Vestur-Jótlandi og er það ævaforn menningarbær og er m.a. þekktur fyrir listir og lista- verk. 1 Holstebro og nágrenni hafa fimleikarnir náð b<»tur til almennings en nokkursstaðar annarsstaðar i Danmörku og er Danmörk þó hið mesta fimleika- land. Árið 1971 héldu dönsku ung- mennafélögin geysif jölmennt iþróttamót i Holstebro og voru þátttakendur i iþróttum um 15000 talsins og þar af voru fimleika- menn um 10600. Fjölmennur hóp- ur frá Ungmennafélagi tslands sótti mót þetta og urðu tslending- arnir ákaflega hrifnir af fim- leikasýningum mótsins bæði hvað viðkom hinni miklu þátttöku svo og hæfni og getu fimleikafólksins. Heimsókn þessi er þvi tilraun af hálfu UMFt til að vekja áhuga manna hér heima fyrir þessari fögru iþróttagrein og hvetja Ung- mennafélögin og aðra til þess að vinna að framgangi hennar hér á landi. Sýningar flokksins hefjast i tþróttahúsinu i Hafnarfirði laugardaginn 29. júli kl. 20.30 og verður önnur sýning þar daginn eftir kl. 3. Siðan verður haldið norður i land til Ungmennasam- bands Eyjafjarðar og sýnt á Akureyri og siðan hjá Héraðs- sambandi Suður Þingeyinga á Húsavik og i Vaglaskógi,þvi næst verður haldið suður og verða tvær sýningar hjá Ungmennasam- bandi Borgarfjarðar um verzl- unarmannahelgina. Það er von okkar, sem að þess- ari heimsókn stöndum,að fólk noti þetta einstæða tækifæri til að sjá fimleika eins og þeir eru beztir, og að þessi heimsókn og sýningar megi stuöla að þvi að fimleikar verði almenningseign á tslandi ekki siður en i Danmörku. Framhald af bls. 1. Skjöl þessi fjalla um aðdraganda samkomulagsins, sem felst i orð- sendingunum frá 11. marz 1961, og brottfalli þess, og um hinar breyttu aðstæður vegna hins si- vaxandi ágangs á fiskimiðunum á hafinu umhverfis tsland. Vegna hættu þeirrar, sem þetta hefur i för með sér fyrir islenzku þjóðina, eru frekari ráðstafanir nauðsyn- legar af hálfu Islands, eina strandrikisins á svæðinu. Orðsendingaskiptin frá 1961 áttu sér stað við sérstaklega erfiðar aðstæður, þar sem að brezki flotinn hafði beitt valdi gegn framkvæmd 12 milna fisk- veiðimarkanna, sem islenzka rikisstjórnin ákvað áriö 1958. Orö- sendingarnar fólu i sér lausn þeirrar deilu, en þaö samkomu- lag, sem um var að ræða, var ekki ætlað að gilda um aldur og ævi. Rikisstjórn Bretlands viður- kenndi hina sérstöku þýðingu fiskveiðanna fyrir lifsafkomu is- lenzku þjóðarinnar og efnahags- lega þróun og viðurkenndi 12 milna fiskveiðimörkin að áskild- um þriggja ára umþóttunartima. (Þess ber að g eta, að rikisstjórn Bretlands hefur siðan tekið upp 12 milna fiskveiðitakmörk undan ströndum Bretlands). Rikisstjórn Islands tók fram fyrir sitt leyti, að hún myndi halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. mai 1959, varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar umhverfis Island, en myndi til- kynna rikisstjórn Bretlands slika útfærslu með 6 mánaða fyrirvara með möguleika á málsskoti tii Alþjóðadómstólsins, ef ágrein- ingur risi um slika úrfærslu. Rikisstjórn Bretlands var þannig gefið tækifæri til málsskots til dómstólsins, ef rikisstjórn Is- lands myndi fyrirvaralaust færa út mörkin þegar i stað eða inn- anskamms. Samkomulagið um lausn þess- arar deilu og og þar með mögu- leika á sliku málsskoti til dóm- stólsins, (sem rikisstjórn Islands var ávallt mótfallin, að þvi er varðar deilur um viðáttu fisk- veiðitakmarka við tsland, svo sem viðurkennt er af hálfu Bret- lands) var ekki i eðli sinu ætlað að gilda um aldur og ævi. Sérstak- lega er ljóst, að skuldbinding um að hlfta úrskurði dómstóls er ekki i eðli sinu gerð til eilifðar. Ekkert i þessum málsatvikum eða neinni almennri reglu nútima þjóðarétt- ar réttlætir annað sjónarmið. t orðsendingunni frá 31. ágúst 1971 gaf rikisstjórn Islands brezku rikisstjórninni m.a. 12 mánaða fyrirvara varðandi ætlun sina um að færa fiskveiðitak- mörkin umhverfis landið út, þannig að þau næðu yfir hafsvæð- ið yfir landgrunninu, en tókfram, að nákvæm takmörk þess yrðu tilkynntsiðar. Hún léteinnig i ljós vilja sinn til þess að kanna mögu- leika til að finna hagfellda lausn á þeim vandamálum, sem sneru að brezkri togaraútgerð, og slikar viðræður standa enn yfir milli fulltrúa beggja rikisstjórnanna með hliðsjón af þvi, að útfærslan hefur enn eigi komið til fram- kvæmda. Sérstaklega var tekið fram, að hin nýju mörk mundu ganga i gildi eigi siðar en 1. september 1972. Samtimis var þvi yfirlýst, að markmiði og tilgangi 1961 samkomulagsins hefði að fullu verið náð. Afstaða rikis- stjórnar Islands var endurtekin i orðsendingunni frá 24. febrúar 1972, sem áréttaði, að orðsending- arnar frá 1961 ættu ekki lengur við og væru brottfallnar. Afrit af þeirri orðsendingu voru send aðalframkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna og ritara Alþjóða- dómstólsins. Eftir brottfall samkomulags- ins, sem skráð er i orðsendingun- um frá 1961, var hinn 14. april 1972 enginn grundvöllur fyrir þvi, samkvæmt samþykktum dóm- stólsins, að hann hefði lögsögu i máli þvi, sem Bretland visar til. Þar sem hér er um að ræða lifs- hagsmuni islenzku þjóðarinnar, vill rikisstjórn Islands leyfa sér að tilkynna dómstólnum, að hún vill ekki fallast á að heimila dóm- stólnum lögsögu i nokkru máli varðandi viðáttu fiskveiðitak- markanna við Island og þá sér- staklega i máli þvi, sem rikis- stjórn Stóra-Bretlands og Norður- Irlands hefur reynt að visa til dómsins hinn 14. april 1972. Af ofangreinum ástæöum mun rikisstjórn tslands ekki tilnefna umboðsmann af sinni hálfu”. Simskeytiö frá 28. júli 1972. ,,Ég hef þann heiður að viður- kenna móttöku á simskeyti yðar varðandi beiðni af hálfu Bret- lands, er fram var lögð 19. júli 1972.1 bréfi minu frá 29. mai 1972 lýsti ég þvi yfir, að„eftir brottfall samkomulagsins, sem skráð er i 0Ó—Reykjavik. Harður árekstur varð i gær á mótum Hagamels og Furumels. Sendiferðabill ók suöur Furumel og Volkswagenbill var á leið vest- ur Hagamel, þegar þeir lentu saman. 66 ára gömul kona, sem ók Volkswagenbilnum meiddist. Fékk hún heilahristing og skrámaðist viða og marðist. Hún var ein i bilnum. Aðfaranótt föstudags óku tveir orðsendingunum frá 1961, var hinn 14. april 1972 enginn grund- völlur fyrir þvi, samkvæmt sam- þykktum dómstólsins, að hann hefði lögsögu i máli þvi, sem Bretland visar til” og að „rikis- stjórn Islands mun ekki tilnefna umboðsmann af sinni hálfu”. Af þessu leiðir, að það er enginn grundvöllur fyrir beiðninni, sem simskeyti yðar visar til. Hvað sem öðru liður fjallar stefnan frá 14. april 1972 um réttarstöðu rikj- anna tveggja, en ekki um efna- hagsaðstæður vissra fyrirtækja i einkaeign eða annarra hagsmuna i öðru þessara rikja. An þessa að draga nokkuð úr þeim rétti, sem kemur fram i fyrri röksemdafærslu, mótmælir islenzka rikisstjórnin þvi sérstak- lega, að dómstóllinn kveði upp bráðabirgðaúrskurð samkvæmt 41. gr. samþykktarinnar og 61. gr. reglna um dómstólinn i máli þvi, sem Bretland visar til, þar sem enginn grundvöllur hefur skapazt fyrir lögsögu. Til upplýsinga fyrir dómstólinn óskar rikisstjórn tslands i þessu sambandi að visa til röksemda þeirra fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, sem fólust i bréfi henn- ar til dómstólsins, dags. 29. mai 1972, og þeim skjölum, sem fylgdu þvi”. fólksbilar beint framan á hvorn annann við Hulduhóla i Mosfells- sveit. Bilarnir rákust á á blind- hæð, þar sem vegurinn liggur upp að Lágafellskirkju. Var annar billinn kominn yfir á öfugan vegarhelming. Stúlka, sem var farþegi i öðrum bilnum, kastaðist áspegil yfir framglugganum og skarst illa á höföi og i andliti. Onnur slys urðu ekki á fólki, en bilarnir stórskemmdust báðir. lr ■lln Vmí 13 m Stóra-Laxá i Hreppum er ekki fiskisæl i sumar, og hafa aðeins veiðzt 30 laxar þar i sumar á þær 10 stangir, sem þar eru leyfðar. Enginn kann skýringar á þessu, en menn hafa látið sér til hugar koma að Heklugosið siðasta geti valdið. Það vill svo til, að meðal gosefna eru mörg næsta óholl lifverum. Þess vegna telja ýmsir að mögulegt sé, að eitrun hafi drepið annað hvort hluta göngulaxins og seið- anna, sem í ánni voru, eða skert einhvern þann þátt lifs- keðjunnar i ánni, sem er lax- inum nauðsynlegur. Hvort sem eitthvað er hæft i þeim getsökum eða ekki, er hitt vist að veiðin er fádæma léleg og ætti hér að verða verðugt við- fangsefni fyrir sérfróða menn. Vatnsdalsá Veiði er ágæt i Vatnsdalsá og einum degi fékk aflaklóin Watt 18 laxa, og var sá þyngsti þeirra 23 pund. Fréttatilkynning frá Ungmennafélagi tslands Er nokkuð hinum megin? Er nokkuð hinu megin? Þannig hefur iöngum verið spurt. Og Þorsteinn Erlingsson sagði: Sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fær aidrei leyst þá gátu, hvaðhinummegin býr. Hér er einn, sem vill vita, hvað er hinu megin, ef það er þá eitthvað. Hvers skyldi hann hafa orðið vlsari? Þrír bílar stórskemmdust og tvær konur slösuðust

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.