Tíminn - 01.08.1972, Qupperneq 1
IGNIS
UFPÞVOTTAVÍLAR
SlMI: 19294 SlMI: 26660
kælí-
skáp^r
2>A<i A./
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
Þúsundir dráttarvéla geysast nú um túnin
með heyþyrlur og ámoksturstæki í eftirdragi
Brakandi þerrir um meginhluta
óþurrkasvæðisins
Veginum þokar áfram
upp Mosfellssveit
Vesturlandsvegurinn er i
burðarliönum, og á haustdögum á
að vera kominn steyptur vegur
upp i Kollafjörö. Steypan verður
að fá aö þorna og harðna i fjórar
vikur, áður en umferð er leyfö um
veginn. en væntanlega kemst
hann allu i gagniö i október eða
nóvemberbyrjun.
Verktakafyrirtækið Þórisós,
sem annast þessa framkvæmd,
hefur reist steypustöð i Kollafirði,
og laust fyrir miðjan júlimánuð
var byrjað að steypa veginn upp
frá Úlfarsá. Fyrir helgina siðustu
var vegurinn kominn upp að
Hamrahlið,og sá kafli, sem nú er
fullgerður 1800 metrar aö lengd.
Verður haldiö áfram jafnt og þétt
i allt sumar, og er ráögert að
steypa fjóra daga vikunnar.
Væntanlega verður kaflinn frá
Úlfarsá upp á móts við Blikastaði
tekin i notkun á að gizka viku af
september mánuði. JH.
Nú er mikill vélagnýr á sögu-
slóðum Njálu, sagði fréttaritari
Timans á Hvolsvelli i gær. Hér er
kominn þerrir eins og hann getur
beztur orbið, og ég held ég fari
ekki með fleipur, þótt ég áætli, að
I dag hafi verið ræstar á milli
ellefu og tólf hundruð dráttar-
vélar á svæðinu milli Þjórsár og
Jökulsár á Sólheimasandi. Og
sama er sagan auðvitað vestan
Þjórsár hjá niðjum og erfingjum
Haukdæla. Sólin stafar geislum af
heiðum himni yfir allt Suðurland
og allir sem vettlingi geta valdið,
eru önnum kafnir á túnunum.
Eins og ráða má af þessum orð-
um hefur ský dregið frá sólu I
huga margra, og svo mun ekki
aðeins hafa verið austan fjalls,
heldur hvarvetna á óþurrkasvæö-
inu, þvi aö loks glaðnaði til svo að
segja alls staðar, þar sem verst
hefur viörað til heyskapar I júli-
mánuði. Mjög viða höfðu menn
sett I fleira lagi á i fyrrahaust eft-
ir ágætt heyskaparsumar, en þeir
voru nú farnir að óttast, að þeir
yröu að fækka fénaði aftur, ef lfku
færi fram um veðurlagið og i júli-
mánuði, kannski langt fram I
ágústmánuð.
Héraðið sem
leyst úr álögum.
— Svo sannarlega hefur nýr
svipur færzt á allt, sagði Stefán
Jasonarson, fréttaritari Timans i
Gaulverjabæjarhreppi. Það er
eins og Arnesþing hafi losnað úr
álögum. Hér um slóöir hefur ekki
komið alþurr dagur siðan um
miðjan júnimánuð, en þegar fór
að birta til, ruku menn upp til
handa og fóta að slá. Það var
slegið á sunnudagskvöldiö og
langt fram á nótt, og siðan tekiö
til á ný með morgni og snúið og
slegið eins og vélakostur og
mannafli leyfði.
Fleiri vökunætur
i kjölfarið.
Stefán sagði i gærkvöldi, að
hann byggist við, aö enn yrði vak-
að I nótt á fjölda bæja um allt hér-
aðið til þess að losa sem allra
mest. Við vonum, að nú gefist
veðrin bliðnæstu sólarhringa, svo
að viö getum náö sem allra mestu
heyi i hlöðu á skömmum tlma,
sagði hann. Þá mun enginn hlifa
sér né telja eftir sér aö vinna af
kappi, eins lengi og þrek og
seigla leyfir. Aö einhver nefni
fjörutiu stunda vinnuviku — það
væri spott, ef ekki guðlast.
Skipti um veðurlag
um helgina.
Þaö var nokkuö misjafnt, hve-
nærbirti til. Viða austan fjalls fór
að létta i lofti upp úr hádegi i
fyrradag, og svo var einnig sums
staðar i uppsveitum Borgarfjarð-
ar og sjálfsagt viðar. En þerrir
mun alls staöar hafa verið daufur
i fyrradag og skúrir viða, til
dæmis við Faxaflóa og sums stað-
ar i Barðastrandarsýslu. Annars
staöar hélzt þurrt, þótt ekki væri
þerrir aö gagni, einsog til dæmis
viðast i Dölum. A Vestfjörðum
hefur rignt fram undir þetta, og
þar var þoka i fyrrinótt og birti
ekki til fyrr en um hádegi i gær.
Þar mun þerrir hafa veriö dauf-
astur og tvisýnast, hvernig veður
réðist.
Veðurreyndin
tvisýnust á Vestfjörðum
— Við erum hér miðsvæöis,
sagði Jóhannes Daviðsson,
fréttaritari Timans I Dýrafiröi,
og ég held, aö þetta sé ósköp svip-'
að i Onundarfiröi og sizt betra hér
vestur um. Norður i Djúpi hefur
aftur á móti verið öllu hagfelldari
heyskapartið.
Hér á Vestfjörðum hefur vot-
heysverkun aftur á móti verið
stunduð lengur og meira en
annars staðar og það firrir okkur
miklum vandræðum, þegar tiðar-
far er rysjótt.
Borgarfjörður og
Breiðafjarðarbyggðir.
— Þaö var hálfgerð bræla hér
úti við sjóinn um tima í gær, en i
morgun var komið bjartviðri og
virðist skinandi þerrir hér alls
staðar vestur um sveitir sagði
Jón Einarsson, fréttaritari
Timans i Borgarnesi. Ég hef ekki
beinar spurnir af athöfnum
manna, en ég veit, aö nú eru
hendur látnar standa fram úr
ermum á sveitabæjunum, þvi aö
nú riður á að koma sem mestu i
verk á meðan þetta veöur helzt.
— Hér er glampandi sólskin,
sagði Steinþór Þorsteinsson,
fréttaritaði Timans i Búðardal,
Hlaupið undir bagga
Nú er ærið að starfa í þeim
hcrubum landsins, þar sem
óþurrkarnir hafa hamlað hey-
skap fram að þessu. En enginn
veit hversu þerririnn verður
endingargóður. Það væri
vinarbragö, ef frændur og
kunningjar, sem nú eru ef til
vill i sumarleyfi, brygðu sér
heim á fornar slóðir og
hjálpuðu til við heyskapinn.
Ef til vill gætu Ilka stjórnir
átthagafélaganna stuðlað að
þess konar samhjálp, er ekki
kæmi sér aðeins vel fyrir þá,
er hennar nytu, heldur þjóöar-
búið allt. A einni viku má
miklu afkasta með góbum
vélakosti, ef mannafli er til
þess að nýta hann mestan
hiuta sólarhringsins.
JH.
Margur maðurinn mun eyða næstu nóttum á dráttarvélinni sinni, ef
þurrklegt verður.
og allir keppast við að þurrka
þaö, sem þeir eiga laust. Ekki
veitir af, þvi aö það var litið sem
búið var að ná upp.
Grasvöxtur er ákaflega mikill á
öllu svæðinu, svo aö enn getur
heyfengur oröið mikill að vöxtum
og verkun viöhlitandi eftir atvik-
um á þvi, sem ekki er þegar búiö
Framhald á 3. siöu.
Flekka á Bárðarbungu
Flekka er brattgeng og fjall-
sækin i meira lagi og þar að auki
er hún haldin óseðjandi visinda-
legri forvitni. Að minnsta kosti
skaut henni allt I einu upp á
Bárðarbungu i námunda viö
visindamennina, sem eru að bora
i gegnum jökulinn. Hún var þar á
spásséringu meö lambiö sitt.
Visindamennirnir sáu aftur á
móti i hendi sér, að þarna myndi
haglendi ekki sem bezt, og þeir
gátu komiö boðum um jökulgöngu
Flekku gegnum talstöð til Guð-
mundar Jónassonar fjallabil-
stjóra, er lét vita um þessa ný-
lundu niöur i Mývatnssveit í
fyrradag.
Sem betur fór voru mark-
glöggir menn meðal visinda-
mannanna, og þeir handsömuöu
Flekku og kváðu upp meö, að
markið á henni væru tveir bitar
aftan hægra og hamrað vinstra.
Og nú kemur til kasta eigandans
aö vitja hennar og koma henni
aftur niður á graslendi, ef ein-
hverjir góðir jökulfarar verða
ekki búnir að hlaupa undir
baggann. 1 þá smalamennsku
þyrfti helzt þyrlu.
Markið á Flekku er hvorki til i
Þingeyjarsýslu, né i Norður-
Múlasýslu, svo máske er nú úr
útilegumannabyggðum. JH.
Steypti vegurinn er kominn upp að rótum Hamrahliðar, og hefur verið tjaldað yfir það, sem síðast var
steypt. TImamynd:Gunnar.