Tíminn - 01.08.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 01.08.1972, Qupperneq 5
Þriöjudagur 1. ágúst 1972 TÍMINN 5 FLUGIÐ HEILLAR FOX OG FRÚ Chester Fox hefur staðiö í ströngu undanfarnar vikur vegna kvikmyndunar heimsmeistaraeinvigisins i skák. Enn er ekki séö fyrir endann á því vandamáli. A meöan nota þau hjónin tækifærið og bregöa sér i loftin blá, burt frá jaröneskum áhyggjum. Þau hafa bæöi byrjaö nám hjá Flugskóla Helga Jónssonar og líkar mjög vel. A myndinni sem tekin var i gær, sést frú Fox vera aö yfirfara eina af kennsluvélum Helga ásamt Einari Fredriksen og var feröinni heitiö eittþvaö suöur á bóginn. >■■■■■■■■1 !■■■■■■■■■ I ■_■_■_■ ■_■■ Najdorf sigraði Argentiski stórmeistarinn M. Najdorf bar sigur úr býtum á skákmóti sem Skáksamband Islands gekkst fyrir i skák- klúbbnum Útgarði / Glæsibæ á föstudag og laugardag. Tefldar voru sex umferðir eftir svissnesku kerfi og sigraði Najdorf alla sina and- stæðinga, nema Björn Þor- steinsson, en þeir mættust i siðustu umferð og lauk skák þeirra með jafntefli. Fyrir þennan sigur sinn hlaut Najdorf fyrstu verðlaun móts- ins, sem voru 150 bandarikja- dalir. Næstir Najdorf komu svo fimm menn með 5 vinninga hvor; v-þýzki stórmeistarinn Lothar Schmid, Björn Þor- steinsson, Jón Hálfdánarson, Haukur Angantýsson og Eng- lendingurinn Stuart Reuben og fengu þeir 30 dollara hver að verðlaunum. Forseti Marshall-skák- klúbbsins i New York, Walter Goldwater, gaf 250 dollara til verðlauna mótsins og Banda- rikjamaðurinn Isador Turover gaf 50 dollara til fegurðar- verðlauna. Bandariski stór- meistarinn Kavalek tók að sér að fara yfir þær skákir, sem liklega þóttu til fegurðarverð- launanna og kaus hann að veita þau Lothar Schmid fyrir skák hans gegn Guðmundi Lárussyni. Þátttakendur i mótinu voru 100 talsins, frá 11 löndum, Is- landi, Finnlandi, Engl. V- Þýzkalandi, Spáni, Italiu, Júgóslaviu, Kanada, Bandarikjunum, Venezúela og Argentinu. Yngstu keppendurnir voru 11 ára og aldursforsetar voru Eng- lendingurinn B.H. Wood, sem er 64 ára og stórmeistarinn Najdorf, sem er ári yngri. Mótsstjórar voru banda- risku hjónin Frank og Maxim Brady og bandarisku stór- meistararnir W. Lombardy og L. Kavalek önnuðust dómara- störf. I ■■■■■! .■.■.%■; Lifandi tafl á úti- hátíð í Atlavík Þó-Reykjavík Um verzlunarmannahelgina gengst Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands fyrir úti- skemmtun i Atlavik í Hallorms- staöarskógi. Hátiöarsvæöiö veröur opnaö kl. 10 á laugardags- morgun, en þá veröur byrjað aö selja inn á svæöið. Um leiö veröa greiðasölur opnaöar, og tónlist verður leikin. Seinni hluta dagsins veröur komið á popp- kynningu og um leið veröur fólki gefin kostur á aö fást við iþróttir á körfuboltavellinum. — Dansinn byrjar kl. 21. Dansaö verður á tveimur stööum og eru þaö hljómsveit Ólafs Gauks og Amon Ra, sem leika fyrir dansi. Klukkan 01 aöfaranótt sunnu- dags verður kveikt á varöeldi I Atlavik og á meöan á varö- eldinum stendur, skemmta Arni Johnsen og Rió trió. A sunnudaginn verða írþótta- keppnir fyrir hádegi. En kl. 14 hefst aðalskemmtihátíðin. Avarp verður flutt, Jónas og Einar Vil- berg syngja og leika, einnig fer Jörundur með gamanþátt. Þvi næst verður lifandi tafl, en ekki er ákveðið ennþá, hverjir þaö verða, sem leiða saman hesta sina. — Ennfremur verður sýnt fallhlifar- stökk og keppt verður i körfu- bolta. — öll meðferð áfengis er stranglega bönnuð i Hallorms- staðarskógi meðan hátiðin stendur yfir. Hvernig varð ísland til? Sovézkir vísindamenn reyna að komast að þvf ÞÓ-Reykjavík Sovézka hafrannsóknarskipiö Mikail Lomonsov er statt i Reykjavik um þessar mundir. Koma skipsins til Reykjavikur er lokaliður i 4 mánaöa rannsóknar- leiöangur skipsins á Atlantshafi. Ryzhkvo skipstjóri rannsóknarskipsins sagði i gær, að skipið hefði farið i sinn fyrsta rannsóknarleiðangur árið 1957 og sá leiðangur, sem senn lyki væri sá 26. Yfirleitt eru leiðangrar skipsins langir eða 3-4 mánuðir. — 26 manna áhöfn er á skipinu, mest visindamenn, en eftir hvern leiðangur er skipt um áhöfn, enda viðfangsefni skipsins svo margvisleg, að ekki yrði hægt að hafa alltaf sömu visindamenn- ina um borð. Leiðangur skipsins byrjaði aö 340 ekki 34 Meinleg prentvilla varö i grein i blaðinu á laugardaginn um bæklunarlækningadeild Lands- spitalans. A deildinni eru 23 sjúkrarúm, sem hafa verið full- nýtt frá þvi opnað var í febrúar i vetur. Fjölmargir sjúklingar þurfa aö komast á deildina til meðhöndlunar. Og bfða nú 340 manns eftir aö komast þar til aö- gerðar, en ekki 34 eins og mis- ritaðist i formála viðtalsins viö dr. Stefán Haraldsson yfirlækni. Viö biðjumst velvirðingar á< þessum mistökum. þessu sinni i Sevostopol við Svartahafið, en þaðan var haldið út á Atlantshafið. Þegar á Atlantshafið kom var haldið suður með Suður-Ameriku og á leiðinni voru margvislegar rann- sóknir gerðar. Þá var haldið að strönd SV-Afriku og m.a. gerðar kannanir á ætisskilyrðum á þeim slóðum. A leiðinni norður var rannsakaður neðansjávar- straumur við miðbaug, en þessi neðansjávarstraumur rennur öndvert við yfirborðsstraumana. Þessi straumur upgötvaöist ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og það voru einmitt visindamenn á Mikail Lomonosov, sem upp- götvuðu strauminn. Hér við tsland hefur skipið verið í nokkurn tima, en einnig hefur það verið við rannsóknir við Skotland og Færeyjar, og á hafinu milli þessara landa. Hér hafa rannsóknirnar einkum beinst að jarðskjálftamælingum i N-Atlantshafi. Þetta er liður i al- þjóölegu samstarfi, og var m.a. notazt við upplýsingar frá is- lenzkum visindamönnum. Þá sendu hinir mörgu jarðskjáifta- mælar á íslandi upplýsingar til skipsins. — Einnig voru fram- kvæmdir miklar botnrannsóknir i leiðangrinum. Beindust þær rannsóknir einkum að sprung- hryggnum mikla sem Island stendur á og að neðansjávar- hryggnum milli Skotlands og ís- lands. Telja sovésku visinda- mennirnir, að þegar öllum þessum rannsóknum verður lokið, — en þær taka nokkuð langan tima — þá verði hægt að segja til um, hvernig tsland varð til, nokkuð sem ekki hefur verið hægt að segja um lönd fram að þessu. 9. SKÁKIN LÍKLEG TEFLD í DAG — Myndatökuvandamálið enn óleyst ET-Reykjavík. Allt útlit er nú fyrir, aö 9. skákin i heimsmeistaraein- viginu veröi tefld I dag. Spasskf er á batavegi og verö- ur liklega fær I flestan sjó seinni hluta dagsins. — Fisch- er er ennþá með ólund vegna kvikmyndunar i keppnissaln- um. Hann neitar að ræöa mál- ið viö Guðmund G. Þórarins- son, forseta S.t. Aftur á móti krefst áskorandinn þess, aö Sí. fallist á aö leyfa kvik- myndatöku, þegar hann sjálf- ur gefi grænt ljóst. Af skiljan- legum ástæöum getur Skák- sambandiö meö engu móti orðiö við þessari kröfu og þvi situr allt við það sama f þessu kvikmyndunarþrátefli. Fischer hefur samt ekki haft f hótunum aö mæta ekki til leiks i dag, svo að útlitið er fremur bjart i skákheiminum þessa stundina. VIÐBURÐARÍK HELGI Eins og fram kom i Timan- um á laugardag, varö Fischer óður og uppvægur, er hann frétti um kvikmyndunina I keppnissalnum á fimmtudag. Hafði hann jafnvel við orð, að mæta ekki til leiks á sunnu- dag, þegar tefla átti 9. ein- vigisskákina. Guðmundur G. Þórarinsson bauð áskorand- anum til beinna viðræðna um málið, til aö eyða öllum ágreiningi varöandi það. Heimsmeistarinn átti svo næsta leik. Rétt fyrir hádegi á sunnudag barst Lothar Schmid, yfirdómara, i hendur vottorð frá CJlfari Þórðarsyni, trúnaðarlækni einvigisins, um að Spasski væri kvefaður og gæti ekki teflt þá um daginn. 9. einvígisskákin fór þvi ekki fram á tilsettum tima, en Schmid vonaðist til, að hún yrði tefld i dag, þriðjudag. SITUR VIÐ ÞAÐ SAMA Ég hafði samband við Frey- stein Jóhannsson, blaðafull- trúa SI, og innti hann frétta Hann sagði, að allt sæti við hiö sama i gangi einvigismála. Fischer neitaði að ræða við Guðmund Þórarinsson eins- lega. Aftur á móti krefðist Fischer þess, að Skáksam- bandið lýsti yfir, að kvik- myndun yrði hafin, þegar hon- um sjálfum þóknaðist. Frey- steinn kvað Sl alls ekki geta gengiö að þessari kröfu. Lægju til þess tvær ástæður. 1 fyrsta lagi gæti St ekki afsalað samningsrétti um kvikmynd- un i hendur öðrum aðila, þ.e. Fischers i þessu tilfelli. Og i öðru lagi fælist i kvikmyndun- inni fjárhagslegur ávinningur fyrir báða keppendur, svo að ómögulegt væri, að annar þeirra réöi samningum um kvikmyndatöku. Freysteinn hafði engar fréttir af liöan Spasskis, en taldi liklegt, að 9. skákin yröi tefld i dag (þriðjudag). FISCHER ÁFRAM TEFLIR Þá hringdi ég i Fred Cram- er, fulltrúa Fischers. Cramer kvaðst ekkert geta sagt um það, hvort Fischer féllist á kvikmyndun i aöalsalnum. Fyrireinhver mistök (Cramer gat ekki upplýst i hverju þau fælust) hefði 8. skákin verið mynduö, án nokkurs sam- þykkis frá Fiséher. Ég spurði hvort lögfræöing Fischers hefði skort umboö frá honum, en Cramer vildi ekki svara þvi. Hann endurtók aðeins, að einhver misskilningur hefði verið á ferðinni. Cramer kvaðst þess fullviss, að Fischer tefldi áfram. Hann sagði þá félaga hafa mestan áhuga á sjálfu skákeinviginu og framhaldi þess, en kvað myndatökuvandamálið og önnur slik smáatriði örugg- lega leysanleg. Þaö er þvi ennþá óráöin gáta, hvernig sambandi Fischer við lögfræðinga sina er háttaö. Vitaö er, að áskorandinn greiöir Mars- hall og öðrum lögfræöing- um „sinum” ekki eyri fyrir þjónustuna. (Heyrzt hefur, aö David Frost haldi Mars- hall uppi, i islandsferðun- um, enda er hann lögfræö- ingur skemmtijöfursins). Þá hefur Fischer veriö trcgur til að gefa „umboðs- mönnum sinum” skriflegt umboö. Er og meö öllu óvist, hvort Marshall og Co. hafa haft neitt umboö i höndunum, er þeir sömdu viö Si i fyrri viku. Að lokum spuröi ég Fred Cramer hvor keppendanna ynni einvigið. „örugglega Fischer, þaö er ekki nokkur vafi á þvi. Ert þú kannski i vafa?” SPASSKÍ Á BATAVEGI Úlfar Þórðarson, læknir, taldi, að Spasski væri alveg aö ná sér eftir smákvef, sem hann hefði fengiö um helgina. Ulfar bjóst við að hann yrði hress i dag og gæti liklega teflt. Ég spurði Úlfar hvort heimsmeistarinn hefði ofkælt sig á tennisleiknum I sumar- nepjunni. „Það getur ekki verið, a.m.k. ráðlagði ég hon- um að spila tennis til að ná þessu úr sér. Hreyfing er bezta læknisráðið við kveisu sem þessari.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.