Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. ágúst 1972 TÍMINN 5 Friðrik Ólafsson skrifar um elleftu skákina Hv.: Spassky Sv.: Fischer. Sikileyjarvörn 1. e4 Heimsmeistarinn lætur að þvi liggja, að Sikileyjarvörn andstæðingsins muni ekki verða honum til trafala að þessu sinni (þ.e. 7. —, Db6 af- brigðið,sjá 7. skákina.) Fisch- er tekur áskoruninni alls óhræddur. Hann vill fá að sjá, hvort Spassky lumar á ein- hverju bitastæðu. S. I)d2 9. Kb:i Dxb2 Fram að þessu hefur tiðast verið leikið 9. Hbl, Da3 10.e5, dxe5 11. fxe5, Rfd7 o.s.frv. Einnig er vinsælt framhaldið: 10. Bxf6, gxf6 11. Be2, mjög áþekkt þeirri leið, er Spassky velur. 9. - Da3 1. — C5 2. Rf:i dC 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Itc3 a6 Fischer er á ýmsan hátt ein- strengingslegur i byrjunarvali ,,þrátt fyrir gifurlega þekk- ingu sina.” t Sikileyjarvörn notast hann ávallt við Najdorf- afbrigðið, sem byggist á sið- asta leik svarts! 6. Bg5 7. f4 e6 Db6 Fischer er hvergi banginn. Það er eins og hann vilji segja við andstæðing sinn: ,,Ég veit, að þú hefur eitthvað ákveðið i hyggju, en ég treysti á kunn- áttu mina og útsjónarsemi.” I byrjunarbókum er bent á framhaldið: 9. —, Rc6. Þá gagnar ekki fyrir hvit að leika 10. a3 (sem hótar 11. Ha2) vegna 10. — Ra5! En hvitur getur einfaldlega drepið á f6 (10. Bxf6), og upp kæmi svipuð staða og i skákinni. E.t.v. er 9. —, Rbd7 traustasti leikurinn. 10. Bxfli Þarna kemur endurbótin á taflmennsku Spasskys i 7. skákinni, en þar varð fram- haldið: 10. Bd3, Be7 11. 0-0, h6! 12. Bh4, Rxe4! 13. Rxe4, Bxh4 14. f5!?, exf5 15. Bb5+, axb5 16. Rxd6+, Kf8 17. Rxc8, Rc6 18. Rd6, Hd8 og sv. náði undir- tökunum. Kóngsstaða svarts veikist við uppskiptin á f6, og i fram- haldinu leitast hvitur við að færa sér þann ávinning i nyt. 10. — 11. Be2 gxf6 Spassky Friðrik Hugmyndin er að festa niður veikleikann á f7 með 12. Bh5 'og láta siðan Í4-Í5 fylgja i kjöl- farið. Svartur sér við þessu. 12. o-o h5 Rc6 Eftir peðsránið á b2 er svartur orðinn nokkuð langt á eftir i liðskipan sinni og hann reynir nú að bæta úr þessu. Það hvarflar að manni eftir að hafa séð framhaldið, að 12. —, Rd7 hefði verið nákvæmari leikur. 13. Khl! Útilokar hugsanlegar skákir á skálinunni gl-a7. En meira býr að baki. Hvitur vill fá að sjá, hvernig svartur hyggst haga taflmennsku sinni. 13. Bd7 Eðlilegur leikur, sem gerir svarti kleift að koma kóngi sinum i skjólshús á drottning- arvængnum, ef þörf krefur. 14. Rbl! Þessi frumlegi leikur kom eins og þruma úr heiðskiru lofti yfir alla áhorfendur, vafalaust áskorandann lika. Ekki veit ég, hvort leikurinn er liður i ráðabruggi heims- meistarans. Vist er þó, að Spassky hugsaði sig lengi um áður en hann lék leiknum. Svarta drottningin lendir nú á hrakhólum! 14. — Fischer Db4 Þetta er örugglega versti reiturinn, sem svörtu drottn- ingunni stóð til boða. Reyna mátti 14. —, Da4 ásamt 15. —, Rd8 og 16, —, Dc6 og svartur getur varizt, þótt staðan sé ekki gæfuleg! Þá var ekki svo einfalt fyrir hvit að notfæra sér ankannalega stöðu drottningarinnar eftir 14. —, Db2. T.d. 15. a3, Hc8 16. Rc3, Rd4! Eða 16. Hf3, Be7 17. Rc3, Ra5.Liklegast til árangurs virðist vera 15. a4 með hótun- inni 16. Ra3, hótandi 17. Rc4 o.s.frv. 15. DeS Sviptir svörtu drottinguna undankomuleið um b6. 15. — d5 Tekur það til bragðs að láta af hendi peð til að opna drottn- ingunni undankomuleið. Ó- ■ kosturinn við þessa leið er sá að taflið opnast nú mjög hviti i hag. Hinn möguleikinn var i þvi fólginn að leika 15. —, Rd8 eins og áður hefur verið bent á (15. —, Rd8 16. —, Da4 17. —, Dc6 o.s.frv.) og reyna að verj- ast. 16. exd5 17. c4 Re7 Staðfestir yfirráð sin á mið- borðinu. Svartur er nú illa beygður. 17. — 18. Dd3 19. Bg4 Rf5 h 4 Hvitur varð að koma i veg fyrir hótunina 19. —, Rg3+ 20. hxg3, hxg3 21. Kgl, Bc5+ o.s.frv. Eftir 19. Bg4, Rg3+ 20. hxg3, hxg3 á hvitur svarleik- inn 21. Bh3. Auk þess hótar hvitur nú einfaldlega 20. Bxf5. 19. — 20. R I d2 Rd6 Hvita staðan er nú sigur- strangleg og ljóst hvert stefn- ir. 2«. f5 Leiðir óumflýjanlega til taps en hvað átti svartur til bragðs að taka? 21. a:i Db6 Fischer kýs að falla með promp og pragt. 21. —, Da4 veitirmeira viðnám, en bjarg- ar ekki taflinu. 22. c5 23. Dc3 24. a4 Db5 fxg4 Nú er svarta drottningin dauðadæmd. Eftir 23. —, De2 24. Hael, Dxfl+ 25. Hxfl hafði svartur að visu fengið hrók og biskup fyrir drottninguna, en staða hans er i molum. Hann reynir þvi að flækja stöðuna. 24. — h 3 25. axb5 hxg2 + 26. Kxg2 Hh3 27. Df6 Rf5 28. C6 Bc8 29. dxe6 fxe6 3(1. Ilfcl Be7 31. Ilxc6 gefið. F.Ó Öruggur sigur Spasskís í 11. einvígisskákinni - glæddi heimsmeistaraeinvígið spennu að nýju ET-Reykjavík. 11. einvigisskákin var tefld á sunnudag. Fjölmargir áhorfend- ur urðu vitni að einni mestu út- reið, sem Robert Fischer hefur fengið á skákborðinu, a.m.k. á seinni árum. Spasski hafði hvitt og kaus e4 i byrjun. Fischer svaraði c4 og upp kom Sikileyjarvörn. Fyrstu niu leikirnir tefldust á sama hátt og i 7. einvfgisskákinni. Áskorandinn drap hikiaust peð á b2 með drottningunni, þótt augijóst væri, aö eitthvaö byggi undir hjá heimsmeistaranum með að velja söku leikjaröð og i fyrri skák. Enda kom á daginn, að i poka- horni Spasskis leyndust leikir, sem komu áskorandanum úr jafnvægi. Staða hans varð æ von- lausari og eftir drottningartap i 25. leik var tafliö gjörsamlega tapað. Fischer þráaöist þó við, en gafst um siöir upp í 31. leik. Eftir þennan sigur Spasskís magnaöist spennan i einviginu, þótt Fischer leiddi enn með 6 1/2 vinningi gegn 4 1/2. NÝ.JU FÖTIN DUGÐU SKAMMT Fischer mætti til leiks í nýjum, glæsilegum fötum, er sérsniðin voru á kappann hér á landi. Spasski var hins vegar látlaus i klæðaburði, eins og hans er vani. En ,,nýju fötin meistarans” dugðu skammt, þvi að fljótlega seig á ógæfuhliðina fyrir Fischer. 8. leikur hans Dxb2 gaf honum að visu eitt peð umfram andstæðing- inn, en um leið lokaðist drottning hans inni. Spasski hélt nú öllu bet- Spasski var m jög vel fagnað, þegar hann gekk út úr höllinni að skákinni lokinni. ur á stöðunm en i 7. skákinni og lék t.d. Bxf6 i 10 leik, sem opnaði stöðu Fischers á kóngsvængnum upp á gátt. Þvi næst styrkti heimsmeistar- inn stöðuna, en hóf svo snarpa s.ókn. ÖRUGGUR SIGUR HIGIMSMEISTARANS Eftir 20 leiki var sýnt, að hverju stefndi. Drottning Fischers var nánast dauðadæmd og stærri sem smærri spámenn trúðu ekki sin- um eigin augum. Spasski virtist finna rétta leikinn i hvert skipti, en taflmennska Fischers liktist sprikli dauðvona fisks. Svo féll drottningin. Fischer reyndi að siðustu leiftursókn á kóngsvæng, en var stöðvaður i upphafi. Askorandinn sá þá sitt óvænna og gaf skákina, þó ekki fyrren heimsmeistarinn hafði yf- irgefið sviðið (e.t.v. til að sleppa við að taka i hönd honum frammi fyrir áhorfendaskaranum). MIKIL FAGNAÐAR- LÆTI Við uppgjöf Fischers ætlaði allt um koll að keyra i salnum. Kröft- uglega var klappað, æpt og jafn- vel stappað i gólfið. Spasski birt- ist svo á sviðinu og reyndi að róa æstan áhorfendaskarann. Það, sem olli þessum einstæðu fagnaðarlátum, var liklegast þrennt: Aðdáendur Spasskis fengu nú loksins tækifæri tii að hylla hetjuna sina. Ahorfendur voru að vonum hinir ánægðustu með taflmennsku hans. Og siðast en ekki sizt glöddust margir yfir þvi, að sigur Spasskis glæðir ein- vigið spennu og kemur sér einkar vel fyrir Skáksambandið. Spasski i þungum þönkum yfir 11. skákinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.