Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 17
TÍMINN 17 Miðvikudagur íl. ágúst 11172 LOFTUR ÓLAFSSON ÍSLANDS- MEISTARI í GOLFI 1972 Eftir hörkuspennandi keppni viö íslandsmeistarann frá í fyrra, Björgvin Þorsteinsson, sem var orðinn fjórum höggum betri, þegar fimm holur voru eftir tókst Lofti að komast framúr og sigra með tveim höggum Lol'lur Ólalsson á miðri mynd fylgist spenntur með úr áhorfendahópnum hvað keppinautur hans Bjiirg- vin Þorsteinsson er að gera. Eitthvað hefur það verið golt, þvi hann fær gott klapp fyrir. Golfklúbbur Reykjavfkur sigraði í Aðmirálskeppninni Klp—Reykjavík. islandsmótinu í golfi lauk á Grafarholtsvelli á laug- ardaginn. Voru þá leiknar síöustu 18 holurnar í karla- flokkunum — 3. 2. 1. og M.fl.. Einsog endranær var mestur spenningurinn í sambandi við keppnina í M.fl. karla, en þar háöu tveir ungir menn, þeir Loftur Ólafsson úr Nes- klúbbnum í Reykjavík og islandsmeistarinn frá í fyrra, Björgvin Þorsteins- son frá Akureyri, harða og skemmtilega keppni, sem stóð fram á síðustu holu. Fyrir þennan siðasta dag keppninnar, var Loftur með fjög- ur högg i forustu á Björgvin, en fyrir aftan þá komu svo hinir mörgum höggum á eftir. Var þvi sýnilegt, að keppnin um meistaratitilinn kæmi til með að standa á milli þeirra tveggja. Svo varð-og þvilik keppni. Eftir fimm holur var Björgvin búinn að ná þessum fjórum högg- um af Lofti og þegar sex holur voru eftir af þessum átján var hann kominn fjórum höggum yf- ir. Hafði hann leikið meistarlega vel fram að þeim tima, og svo haföi Loítur einnig gert, en hon- um gekk mjög illa að koma kúl- unni niður siðustu metrana — eða eins og sagt er á máli golfáhuga- manna — ,,púttað mjög illa”. Þegar fjórar holur voru eftir hafði Björgvin enn þessi fjögur högg i forustu, og að áliti flestra hinna milli 200—300 áhorfenda, sem fylgdust með keppninni, var sigurinn i höndum hans. En hinn ungi Reykvikingur, Loftur Ólafs- son, var ekki svo viss um það. Hann sagði við þá sem töluðu við íslandsmeistarinn frá í fyrra, Björgvin Þorsteinsson var nálægt þvi að vinna titilinn annað árið i röð. hann á 13. braut. að þetta væri ekki búið enn — og hann hafði rétt íyrir sér. Á 14. braut fór Björgvin útaf og þurfti að taka viti. Hann fór hol- una á 6höggum en Loftur 4 og þar með var munurinn orðinn tvö högg. Á 15. braut fór Björgvin aft- ur útaf, en slapp þó viö viti, en tapaði þar höggi. Loftur var aftur á miöri braut, eins og vanalega og lék holuna á 4 höggum (einn undir par) en Björgvin á 6 höggum. Þar með voru þeir orönir jafnir og þrjár holur eftir. Þeir fóru báðir næstu holu á pari, en 17. fór Loft- ur á þrem höggum, en Björgvin á fjórum — missti þar ,,pútt” sem var varla nema fet. Eftir þessa holu var Loftur kominn einu höggi yfir og ein hola eftir. Spenningurinn var þvi i al- gleymingi meðal stuðnings- manna piltanna, þegar þeir fóru af stað i siðustu holuna. Loftur var beint á braut mun styttra en Björgvin, sem sló bæði langt, fall- ega og vel. Annað höggið hjá báð- um var heldur misheppnað, þó var Björgvin nær holu. Loftur skaut þá að stöng og var rétt við með vel heppnuðu skoti, en Björgvin var lengra frá.... það langt að hann þurfti að ,,pútta” tvisvar en Loftur renndi niður i einu ,,pútti”. Þar með var titillinn i hans höndum og hann fagnaði með þvi að stökkva i loft upp á „greeninu” en siðar var hann faðmaöur af stuðningsmönnum sinum úr Golfklúbbi Ness, en þeir máttu varla vatni halda margir hverjir af ánægju. Loítur lék þennan siðasta hring á 78 höggum, en Björgvin á 76 höggum. Með þeim i „holli” var þennan siðasta dag, Jóhann Benediktsson úr Keflavik, sem var i 3ja sæti fyrir siðasta daginn. Hann var nánast áhorfandi i keppninni milli þeirra félaga og þegar hann kom inn eftir 18. hol- urnar fékk hann að vita, að hann hefði tapað sætinu til Óskars Sae- mundssonar, GR., sem var einu höggi betri. Óskar sem varð 20 ára á meðan á keppninni stóð, kom mjög á óvart i þessu móti, en hann hefur hingað til ekki verið meðal þeirra beztu. 1 orðsins fyllstu merkingu, var þetta mót eign ungu mann- anna. Loftur er 18 ára gamall, Björgvin 19 ára og Óskar 20 ára. Þeir röðuðu sér i verðlaunasætin og skutu aftur fyrir sig „gömlum og þekktum nöfnum” eins og t.d. Óttari Yngvasyni, Jóhanni Benediktssyni, Gunnlaugi Ragnarssyni og Einari Guðna- syni, sem var i 9. sæti fyrir sið- asta daginn. en féll niður i 10. sæti þegar Thomas Holton NK kom inn á 74 höggum. som var bezta útkoman þennan dag. Almennt var sigri Lnfts ólafs- sonar vel fagnað ai hinum reyk- visku áhorfendum. sem voru margir,,enda er þetta i fyrsta sinn i 10 ár sem Reykvikingur verður sigurvegari i M.fl. karla á Is- landsmóti i golfi. Siðasti Reyk- vikingurinn, sem það afrek hefur unnið, var Óttar Yngvason. sem sigraði á mótinu i Vestmannaeyj- um 1962. Heildarúrslit i M.fl. karla á þessu móti urðu annars sem hér segir: (Keppendur i þessum flokki voru 35 talsins) Högg Loftur Ólafsson, NK 302 Björgvin Þorsteinsson, GA 304 óskar Sæmundsson, GR 318 Jóliann Benediktsson, GS 31!) Óttar Yngvason, GR 320 Jóliann Ó. Guðmundss. GR 320 Gunnlaugur Ragnarss.GR 321 Jóhann Kyjólísson, G R 321 Tliomas Ilolton, NK 323 Einar Guðnason, GR 327 llannes Þorsteinss.. GL 331 llólmgeir Guðm.sou. GS 332 Július R. Júliusson, GK 333 Gunnar Þórðarson. GA 335 Úlai'ur B. Ragnarss. GR 335 Svan Friðgeirsson, GR 335 Þaðeru 10 ár siðan Reykvikingur hefur sigrað I M.fl. karla á is- landsmótinu i golfi. Sá sem var siðast var Óttar Yngvason, sem sigraði árið 1962. Hann varð nú i 5. til 6. sæti, en hann hefur aldrei orðið aftar en i 5. sæti siðan að hann lék fyrst i meistaraflokki. Eins og venja hefur verið undaníarin ár, fór hin árlega klúbbakeppni i golfi, sem nefnd hefur verið Aðmirálskeppnin fram að loknu Islandsmótinu, sem lauk á laugardaginn. Var nú komið að velli Golfkl. Ness að hafa keppnina, en henni er skipt á milli klúbbanna hér á Suðurlandi. Fór hún lram á sunnudag i hávaöa roki og þvi heldur slæmu golfveðri. Golf- skapið var þvi heldur ekki upp á marga fiska hjá keppendum, enda flestir búnir að fá nóg eftir aö hafa leikið golf á hverjum degi i meir en viku. Hver klúbbur sendi 8 manna sveit og voru 6 beztu skot talin. Eins og við var búizt sigraði sveit Golfklúbbs lieykjavikur, sem lék á 486 höggum, eða 11 höggum bet- ur en næsta sveit, sem var frá Varnarliðinu af Keflavikurflug- velli, en það tekur ætið þátt i þessu móti. Aðrir sveitir komu þar nokkuð langt á eftir og fylgdu þeim langar og stórar tölur. Beztu útkomu einstaklings náði Jóhann O. Guðmundsson, GR, sem lék á 75 höggum — 42:33. Tónlistarkennarar Skólastjóra vantar að Tónlistarskóla V- Húnavatnssýslu. Nánari upplýsingar i sima 95-1300. KYNDISTÖÐ Til sölu er flytjanleg kyndistöð, afköst 5,0 G kal/kl. st. Nánari upplýsingar á skrif- stofu F.B. Lágmúla 9. R.vik. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.