Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIBJAN RAFTORG SlMI: 19294 SÍMI: 26660 177. tölublað —Miðvikudagur 9. ágúst—56. árgangur. A skákboröinu á Laugarvatni. Yzt til hægri hvita drottningin, Ingunn Guðmundsdóttir, og svarti kóngurinn, Hannes Jóhannsson. Þvi miöur tókst okkur ekki að spyrja uppi nöfnin á riddaranum og hróknum til hægri. Ljósmynd: A.M. ............... -----... Stóráfallalaus verzlunarmannahelgi ÞÓ-Reykjavik Umferðin um verzlunarmanna- helgina gekk stórslysalaust að þessu sinni, þrátt fyrir gifurlega umferð. Þessi mikla umferðar- helgi hefur að mestu orðið stór- slysalaus siðustu árin, og bendir það til þess, að tslendingar gæti sin ekki i umferðinni á þjóðveg- unum fyrr en umferðin er orðin nógu mikil, og stanzlausum við- vörunum rignir yfir fólk. Aðeins er vitað um sex umferð- aróhöpp um helgina og var ekkert þeirra alvarlegt. Aðfaranótt laugardags var bif- reið ekið út af veginum við Svina- vatn i Austur-Húnavatnssýslu. Piltur og stúlka, sem voru i bif- reiðinni voru flutt i sjúkrahúsið á Blönduósi. Stúlkan hlaut m.a. skurð á höfuð og ökla auk heila- hristings en pilturinn, sem var ökumaður, marðist. Aðfaranótt laugardags varð árekstur milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar i nágrenni Egils- staða. Tveir menn voru fluttir i sjúkraskýlið á Egilsstöðum. Munu þeir báðir hafa sloppið við alvarleg meiðsli. Þá valt og jeppi á Jökuldal. Um hádegi á sunnudag var bif- reið ekið út af veginum á Mos- fellsheiði, og valt hún með þeim afleiðingum, aö karl og kona, sem voru i bifreiðinni, meiddust og voru bæði flutt i slysadeild Borgarspitalans. Bifreiðin var ekki búin öryggisbeltum. Karl- maðurinn, sem ók bifreiðinni, mun hafa hlotið höfuðáverka, en konan röskun á hálsliðum. Var konan flutt i sjúkrahiis. Ekki urðu fleiri umferðarslys, þar sem meiðsli urðu á fólki. Nokkuð færri umferðaróhöpp urðu nú en um siðustu verzlunar- mannahelgi. A mánudag varð mjög harður árekstur á hæð á Norðfjarðarvegi við Skorrastað. Rákust þar sam- an tvær bifreiðir, en öryggisbelti voru notuð i báðum bifreiðunum og telur lögreglan á Neskaupstað, að þau hafi bjargað fólkinu frá mjög alvarlegum meiðslum. Báð- ar bifreiðarnar voru óökufærar eftir óhappið. kælí- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræfi 23 Símar 18395 & 86500 Hitaveitan á Hvammstanga: Framkvæmd- ir hefjast í dag SB—Reykjavik Framkvæmdir viö lagningu hitaveitu á Hvammstanga hefjast i dag, og er áætlað að hitaveitan veröi komin i um 80% húsa á staðnum um áramótin, en meira verður ekki virkjað aö sinni. Leiða þarf vatnið um 8 km leið frá Laugarbökkum, þar sem nú eru fyrir hendi 1« sekúndulitrar af 97 stiga heilu vatni. Aætlað er að Hvammstangi þurfi um 14 sekúndulitra, en af þessum 16,sem fyrir hendi eru að Laugarbökkum, notar skoiinn þar og önnur hús sitt. Afgangurinn mun vera i knappasta lagi fyrir Hvammstanga en viðbótarboran- ir hefjast næstu daga, þegar bor- inn kemur frá Dalvik. Búizt er við, að hafin verði tenging húsa á Hvammstanga við hitaveituna i desemberbyrjun. Þar eru um 120 hús, og fá um 90 þeirra hitaveitu i þessum áfanga. Úrgangurinn úr gúrnum áburður til uppgræðslu JI—Reykjahlið. Úrgangur úr gúrnum i kisilgúr- verksmiðjunni virðist hafa tals- vert áburðargildi, og jafnvel hugsanlegt að nota mætti hann til áburöar á tún. Upphaflega var úrganginum dælt út i hraun, og nú bregður svo við, að hraunið er farið að gróa upp, og grasið einna likast þvi, að þar hafi verið borið a. Um tima var úrganginum dælt aftur i vatnið, en nú er farið að nota hann til þess að græða upp þau sár, sem mynduðust þar sem hrauni var skarað saman i undirstöðu undir leiðsluna úr vatninu. Fjórar flugvélar sækja slasaðan mann á haf út ÞÓ—Reykjavik. Snemma i gærmorgun barst Slysavarnafélagi islands hjálpar- beiöni frá þýzka togaranum Bremerhaven, þar sem hann var staddur út af Stokksnesi. Einn skipverja hafði meiðzt mikið á höfði og þurfti að komast tafar- laust undir læknishendur. Slysa- varnafélagið hafði samband við Varnarliðið, og fóru varnarliðs- menn af stað á tveimur risaþyrl- um og Herkúles-björgunarvél. Önnur þyrlan lenti á Stokksnesi og beið átekta þar, en hin þyrlan og Herkúlcsvélin fóru til móts við togarann. Maðurinn var dreginn upp i þyiiuna og kom hún með hann til Reykjavikur rétt eftir há- degi i gær. Maöurinn var lagður inn á Borgarsjúkrahúsið, og er tvisýnt um lif hans. Hannes Hafstein, fulltrúi Slysa- varnafélagsins, sagði, að það hefði verið um kl. 7.30 i gærmorg- un sem umboðsmaður þýzkra togara á íslandi, Ludvig Siemsen, hafði samband við Slysavarna- félagið og bað um aðstoð við að koma stórslösuðum þýzkum sjó- manni i sjúkrahús. Þegar þetta gerðist var Bremerhaven staddur um 75 sjómilur austur af suðri frá Stokksnesi með stefnu á Nes- kaupstað, og áætlaði togarinn 7-8 tima siglingu þaðan. Búið var að hafa samband við sjúkrahúsið á Neskaupstað, og þar var sagt að öll hjálp væri til reiðu, en skýrt tekið fram, að þar sem maðurinn væri svona mikið slasaður, væri betra að koma honum i sjúkrahús i Reykjavik. Varðskip var á þessum slóðum i gærmorgun, og lofaði það allri aðstoð ef önnur hjálpartæki kæmu ekki að gagni. En veðrið á þessum slóöum var norðan 3-4 vindstig og ágætt skyggni, þannig að sýnilegt þótti að ágætar að- stæður til flugs væru fyrir hendi. Þá var leitað til Varnarliðsins og þvi greint frá öllum kringum- stæðum. Strax kom svar frá Varnarliðinu, og sögðu Varnar- liðsmenn, að þeir myndu reyna að ná sjúklingnum frá borði og koma honum til Reykjavikur svo fljótt sem auðið væri. Skipstjóri togarans var nú beð- inn að breyta um stefnu og halda i átt að Stokksnesi. Um leið fór Herkúles-björgunarvélin af stað frá Keflavik, og fann hún togar- ann mjög fljótlega. Herkúlesvélin hélt sig yfir tog- aranum, og nú voru báðar Jolly Green biörgunarþyrlurnar komn- ar i loftio, og voru sjúkraliðar um borð i þeim. Onnur þyrlan hélt rakleiðis til móts við togarann, en Framhald á bls. 19 Er ég dauður eða er ég ekki dauður? - Misskilningur ímanntafli í Atlavík JK.—Egilsstöðum. Drap ég mann eða drap ég ekki mann? spyr Jón Hregg- viðsson i tslandsklukku Hall- dórs Laxness. Er ég dauður eða er ég ekki dauöur? hefði einn þeirra, sem tók þátt i manntaflinu i Atlavik á sum- arhátiðinni, átt að spyrja sjálfan sig. En hann gerði það ekki, heldur fullyrti ein- faldlega, að hann væri dauður. Og gekk með það út af skák- borðinu, svo að setja varð annan mann i hans stað, þvi að allir aðrir stóðu fast á þvi, að hann væri bráðlifandi. Þarna tefldu þeir Guðjón Jónsson, skólastjóri á Hall- ormsstað og Hákon Sófusson frá Eskifirði. Fólk á taflborðið var valið á staðnum úr hópi mótsgesta og skrýtt eins og vera bar, og fóru leikar svo, að Guðjón skólastjóri vann. Nokkurri truflun olli skyn^ villan, sem laust manninn, sem hélt, að hann væri dauður og varð ekki ofan af þvi hafð- ur, þrátt fyrir fortölur og eftir- gangsmuni. Honum hefur sem sagt verið talsvert öðru visi farið en þeim, sem deyja snögglega og átta sig ekki á öðru fyrst i stað, að sögn miðla, en þeir séu enn i sinum gamla, góða heimi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.