Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miftvikudagur 9. ágúst 1972 Sigurjón 11a 11b jörnsson Karl í krapinu - Var með í íslandsmótinu í golfi í 26. sinn og sigraði í sínum flokki Eins og kemur fram hér á öðrum stað i frásögn af úrslit- um i Islandsmótinu i golfi, sem lauk s.l. laugardag, varð sigurvegari i 2. fl. karla, Sigurjón Hallbjörnsson úr Golfkl. Reykjavikur. Sigurjón var vel að þessum sigri kominn, lék jafnt og vel allan timann og var 5 höggum betri en næsti maður, þegar keppninni lauk. Skaut hann þar aftur fyrir sig mörgum ungum og hraustum mönnum, en Sigurjón er sjálfur 56 ára gamall — varð það nánar til- tekið i gær. Þetta mót er 26. tslandsmót- ið i golfi, sem Sigurjón tekur þátt i, og er mér ekki kunnugt um, að nokkur Islendingur hafi tekið þátt i jafn mörgum tslandsmótum i nokkurri iþróttagrein fyrr. Hann var fyrst með i Islandsmóti árið 1942 og þetta mót var þriðja mótið, sem hann hlýtur verð- laun i. Hin tvö fyrri voru i 2. fl. árið 1958 og i 1. fl. árið 1960. Sigurjón var á sinum tima mikill iþróttamaður, ekki að- eins i golfi, heldur og i glimu, frjálsum iþróttum og fleiri iþróttagreinum. Hann á trú- lega eitt mesta bikarasafn, sem til er i eigu nokkurs Is- lendings, en bikarar þeir, sem hann hefur hlotið á sinum keppnisferli skipta orðið tug- um og verðlaunapeningar i eigu hans eru annað eins. Þrátt fyrir aldurinn, er hann ekki enn búinn að segja sitt siðasta i golfinu og kæmi eng- um á óvart þó hann yrði með i yfir 30 Islandsmótum — ,,þvi hann er til alls liklegur”, eins og einn meðleikenda hans i þessu móti komst að orði, eftir að hafa séð hann slá langar leiðir og arka svo á eftir bolt- anum á fullri ferð. —klp— Síðustu 18 holurnar i meistaraflokki karla á íslandsmótinu í golfi milli þeirra Lofts Ólafssonar, NK og. fBjörgvins Þorsteinssonar, GA. voru æsispennandi eins og segir á öðrum stað hér á siöunni. Loftur var ,fjórum höggum betri fyrir þennan siðasta dag keppninnar, cn Björgvin vann þau upp þegar I byrjun og^ komsl síðan f jórum höggum yfir. Nánar er hægt að sjá þetta hér á töflunni fyrir neðan en þar eru ursIit-4 Mn frá þessum siðustu 18 holuin keppninnar holu fyrir holu. . I Kyrir þá, sem ekki eru inni i þessari iþrótt er fyrst númerið á holunni, en f hverjum hring eru leiknar 118 holur. Siöan kemur PAR hverrar holu. Iiver hola er gefin upp fyrir ákveðinn höggafjölda, en þær eru^ á iillum golfvöllum annaðhvort 3-4 eöa 5 og nefnist það par. Er reiknað með að góður golfleikari fari þær< Ú þessum höggafjölda —en það gera nú ekki allir: Braut: 1. 2. 3. 4. 5. 6, 7. 8. 9. — 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. Par: .434 5 4 3 444 — 4 3 5 4 4 5 3 3 4 = 70 LOETUIi: 4 4 5 6 5 3 5 4 5 — 5 4 5 5 4 4 3 3 4 = 78 BJORVIN: 4 3 5 4 4 3 4 4 5 — 4 3 4 5 6 6 3 4 5 = 76 Var kylfusveinn pabba síns fyrir 10 árum síðan - Nú íslandsmeistari í golfi ,,Eg get ekki sagt að mér hafi liðið vcl þegar við vorum komnir á 14. braut og ég orðinn 4 höggum á eftir og búinn að tapa 8 höggum á 13 holum” — sagði hinn nýbak- aði islandsmeistari I golfi, Loftur Ólafsson, er við náöuin tali af honuin skömmu eftir að keppn- inni i M.fl. karla á islandsmótinu i goll'i lauk á laugardaginn. — En það er aldrei að vita hvað getur gerzt i golfi, og ég var ekki með öllu búinn að gefa þetta á bátinn þegar við byrjuðum á 14. brautinni. Þar fór lika gæfuhjólið að snúast mér i hag, en fram að þvi hafði ég ekki verið heppinn með púttin, missti hvað eftir ann- að smá pútt og það á verstu stöð- um. Ég var ekki öruggur með sigur- inn eftir að ég hafði komizt yfir fyrr en á siðustu holunni, þvi hvert högg var mikilvægt þá. Að sjálfsögðu er maður ánægður með að sigra i þessu mesta golf- móti, sem haldið er hér á landi, en mér kom aldrei til hugar að ég yrði framar en i 7. til 10. sæti áður en það hófst. Það voru það sterkir menn i þessu móti — bæði eldri og reyndari i svona stórmótum og margir þeirra komu til greina með að sigra i þvi”. Litið meir gátum við fengið þennan unga og kurteisa pilt til að segja um sjálft mótið og þátttöku sina i þvi. Hann eins og flestir kylfingar, eru óvanir að tala við fréttamenn um sig og sin afrek. Og hann vissi nánast ekki hvernig hann átti að vera, þegar menn voru að óska honum til hamingju með titilinn. Loftur er aðeins 18 ára gamall — varð það i júni s.l. — og hann er nemandi i Menntaskóla Reykja- vikur, þar sem hann verður i 4. bekk næsta ár. Hann er sonur Ólafs Loftssonar hjá Renault um- boðinu og Sveinbjargar Jónatansdóttur, sem rekur verzl- unina Dömutizkan að Laugavegi 35, en þar á fjölskyldan heima. Börn þeirra eru Loftur og Jónatan, sem einnig eru i golfi eins og faðirinn, en Jónatan varð i 3ja sæti i l.fl. á mótinu. Loftur var ekki nema 7 ára gamall, þegar hann fór fyrst að fást við golfkylfur — var þá kylfu- sveinn hjá pabba sinum i mótum. Hann fékk sitt fyrsta golfsett þegar hann var 9 ára gamall, en hann hefur leikið með kvenna- kylfur þar til nú i sumar, að hann fékk kylfur fyrir fullorðna. Þegar hann var 12 ára gamall tók hann fyrst þátt i móti og 13 ára gamall fékk hann sin fyrstu verðlaun i unglingakeppni hjá GR i Grafarholti — Tapaði þá i auka- keppni um 1. verðlaunin fyrir Jónatan bróður sinum. Siðan hef- ur hann tekið þátt i mörgum mót- um og jafnan staðið sig vel. Hann sigraði m.a. i Coca Cola-keppn- inni hjá GR árið 1970, þá aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig sigrað i af- rekskeppni FI, sem haldin er ár- lega milli beztu golfleikara lands- ins og hann hefur s.l. 4 ár verið meistari Golfkl. Ness, sem verið hefur hans klúbbur undanfarin ár. Nú siðast með þvi að setja vallarmet á Nesvellinum er hann lék á 69 höggum. Hann á einnig vallarmetið á Grafarholtsvellin- um — setti það á 3ja degi Islands mótsins er hann lék á 71 höggi. Loftur er góður fulltrúi golf- iþróttarinnar, kurteis og rólegur drengur, sem allir kylfingar, er þekkja hann kunna að meta. —Klp— 3. fl. karla: Jón Carlsson, GR Ungl.fi.: Hallur Þórm.s., GS Drengjafl.: Sig. Thorarensen, GK M.fl. kvenna: Jakobina Guðlaugsd., GV 1 fl ■ kv.: Svana Tryggvad., GR Stúlknafl.: Jóhanna Ingólfsd. GK Telpnafl.: Alda Sigurðard., GK Að lokum skal þess getið að næsta tslandsmót i golfi fer fram i Vestmannaeyjum næsta sumar, en þá á Golfklúbbur Vestmanna- eyja 35 ára afmæli. Eins og fyrr segir fór þetta mót fram á Grafarholtsvellinum og var það vel skipul. og góð stjórn á þvi. Lögðu þar margir hönd á plóginn, þó svo að mesta vinnan við stjórnina hafði komið niður á þeim Konráð Bjarnasyni og Frið- rik Kárasyni. Eiginkonur Grafar- holtsmanna sáu um veitingar og Ilinn 18 ára tslandsmeistari i golfi, Loftur ólafsson frá Golfklúbbi Ness. URSLITAKEPPNIN - H0LU FYRIR H0LU M.fl. karla: Loftur ólafss., NK 1. fl. karla: Ómar Kristjánss., GR 2. fl.karla: Sigurj. Hallbj.s., GR Klp-Reykjavik Úrslit i öðrum flokk- um karla á íslandsmót- inu i golfi, sem lauk á laugardaginn, urðu þessi: 1. KLOKKUR (40 keppendur) Högg Ómar Kristjánss., GR 330 Pétur Auðunss., GK 350 Jónatan Ólafss., NK 350 Kári Eliass., GR 351 Gisli Sigurðss., GK 351 Hörður Steinbergss., GA 355 Sævar Sörenss., GS 356 Viðar Þorsteinss., GR 356 Jón Hjálmarss., GR 358 Guðm. S. Guðmundss. GR 363 barátta í öllum flokkum Mikil Islandsmótinu 1 þessum flokki, sem i voru menn með forgjöf 10 til 15, sigraði Ómar með miklum yfirburðum — eða samtals 20 höggum. Var hann vel að þeim sigri kominn. 1 öðru og þriðja sæti urðu jafnir Pétur Auðunsson og Jónatan Ólafsson, — (bróðir Lofts, sem sigraði i M.fl) á 350 höggum, og einu höggi á eftir þeim komu tveir menn. Þeir Pétur og Jónatan urðu að leika þrjár aukaholur um verðlaunin og sigraði Pétur i þeirri keppni. 2. KLOKKUR (32 kcppendur) Högg Sigurjón Hallbjörnss., GR 372 Henning Á. Bjarnas., GK 377 BergurGuðnas.,GR 378 Karl Jóhannss., GR 381 Kristinn Bergþórss., GR 382 Marteinn Guðnas., GS 382 Kjartan L. Pálss., NK 384 Finnbogi Gunnlaugss., GL 387 Einar Guðlaugss., GK 394 BertHanson, NK 395 Sigurjón hélt forustunni svo til frá upphafi mótsins til loka, og var það vel gert hjá honum — manni kominn hátt á sextugs aldur i keppni við yngri og hraust ari. menn Mart. Guðnas., var lengi vel i 2. og 3. sæti, en tapaði siðasta daginn öllum möguleikum á verðlaunum og lenti i 5. til 6. sæti. Hinn kunni handknattleiks- maður úr Val, Bergur Guðnason nældi sér i 3ju verðlaunin var þrem höggum betri en annar og engu minna frægur handknatt- leiksmaður, Karl Jóhannsson úr KR, sem varð i fjórða sæti. 3. KLOKKUR (20 keppendur) Högg Jón Carlsson, GR 383 Samúel D. Jónss., GK 386 Sigurður Þ. Guðmundss. NK 389 Jón V. Karlss., GK 406 Ólafur Þorvaldss. G Self. 410 Stefán Jónsson, GK 412 Þorsteinn Björnss., GK 417 Jóhann Reyniss., NK 428 Jón Arnason, NK 432 Garðar Halldórss., GR 438 Þennan flokk skipuðu að mestu menn, sem eru að byrja að leika golf eða þá menn, sem taka litið þátt i mótum. Þar sigraði Jón Carlsson, fyrrum unglingalands- liðsmaður Vals i handknattleik, en hann var 10 höggum betri en Samúel fyrir siðasta daginn. Það missti hann niður i 3 högg á sið- asta degi, og varð þvi Samúel að láta sér nægja 2. verðlaunin en hann var i efsta sæti eftir tvo fyrstu dagana. Þriðji varð svo Sigurður Þ. Guðmundss., læknir á Landspitalanum. 1 þessum flokki keppti eini Selfyssingurinn, sem tók þátt i mótinu, ólafur Þor- valdsson og þar mátti einnig sjá margfaldan Islandsmeistara i badminton, Jón Arnason, sem varð i 9. sæti, en hann hóf að leika golf nú i sumar. Fyrir helgi sögðum við frá úr- slitum i öðrum flokkum á þessu stærsta og fjölmennasta Islands- móti i golfi, sem haldið hefur ver- ið. En við skulum samt að lokum telja upp sigurvegarana i öllum flokkum, sem keppt var i. a var það starf ekki siður vel unnið en annað i þessu stærsta íslands- móti i golfi, sem haldið hefur ver- ið hér á landi til þessa. —klp—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.