Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Miövikudagur 9. ágúst 1972 Miðvikudagur 9. ágúst 1972 TÍMINN 11 1 K - ÆS v ysSEili 5 M ^ t jf* Yokoi grét, þegar hann lenti á fósturjöröinni. Með sér haföi hann bein tveggja félaga sinna og ætlaöi aö biöja kcisarann afsökunar á að hafa tapaö styrjöldinni, sem fyrir honum varði i 31 ár. Undir Lómagnúpi —bifreiö aö fikra sig áfram austur á sandinn. GLÆSILEG BYGGÐ Þegar óþurrkurinn þjakaði Suðurland eftir 20. júli og bændur voru ráðlausir yfir úrsérsprottnu grasi og hröktum heyjum var sól og sumar fyrir austan Mýrdals- sand. Þetta var dagana, sem hlaupið mikla var i Skaftá og Eld- vatninu. Með jötunskrafti runnu þessi jökulfljót fram, jökulleðjan var þykk eins og þunn steypu- blanda. Skaftfellingar mokuðu saman silgrænni töðunni og fylltu hlöður sinar, þetta voru sælir dagar að sjá uppskeru mikils erfiðis komast óskemmda i hlöö- ur. t Seglbúðum var gist hja hjón unum Jóiii Helgasyni og Guðrúnu Þorkelsdóttur. Seglbúðir eru meðal glæsilegustu bændabýla á lslandi, mikil ræktun, vel húsað og frábær snyrtimennska á öllum sviöum, enda hafa þau hlotið við- urkenningu frá búnaðarsam- bandinu, fyrir hina góðu um- gengni. Á Kirkjubæjarklaustri er að myndast byggðakjarni. Þar er kaupfélag, sláturhús, skóla- og gistihús, auk þess sem þar er prestssetur. Þarer i smiðum kap- ella til minningar um eldprestinn, Jón Steingrimsson, glæsilegt hús og sérsta'tt, byggt á þeim stað þar sem hann stóð foröum og ákallaði drottinn, skapara himins og jarðar og bað hann að stöðva hraunið, sem frægt er og skapar- inn varð við þessari bón, sem kunnugt er. Á Klaustri búa af- komendur Lárusar Helgasonar, alþingismanns og héraðshöfð- ingja við mikla rausn og athafna- semi. Á Siðunni eru miklar brúa- og vegaframkvæmdir, vegna hins fyrirhugaða hringvegar. Gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sin, vegna 1100 ára afmælisins 1974. Núps- staður er einn fegursti og merki- legasti staður á Islandi, Lóma- gnúpur er þar rétt fyrir austan. Þarna bjó hinn landsþekkti póst- ur og vatnamaður, Hannes Jóns- son, sem ferjaði óteljandi ferða- menn yfir Núpsvötn og Skeiðará. Hann varð 88 ára gamall, börn átti hann 10 og er kona hans lif- andi á Núpsstað 86 ára aö aldri. Býr hún þar með tveim sonum sinum, einnig er til heimilis tvitug stúlka úr Vestmannaeyjum með tveggja ára barn. Þetta er allt heimilsfólkiö á stórbylinu Núps stað. Þarna er hið fræga bænhús, reist 1659 og hafa þar verið frægir menn prestar svo sem Brynjólfur Sveinsson, biskup, Jón Vidalin biskup og Jón Steingrimsson eld- prestur. Núpsstaður er mikil sauðajörð i skjóli hárra fjalla og jökla. I skóginum fyrir austan Lómagnúp gengur fé oft sjálfala og þar hefur verið villt fé, sem séð hefur um sig sjálft árum saman. Það eru margar byggðir á landi okkar friðar og erfitt að kveða upp dóm um hver fegurst er, en Siðan er hér i fremstu röð að margra dómi. Hjálmtýr Pétursson. Hermaður Enginn hafði átt von á að sjá Schoichi Yokoi liöþjálfa i hinum keisaralega japanska her, á Iifi aftur. En dag nokkurn i janúar sl. sneri hann heim. Undanfarin 28 ár hafði hann falið sig i frumskóg- unum á Kyrrahafseynni Guam. Ilann vissi ekki, að striöinu var lokið og nýir timar komnir. Heimkoma Yokois hefur nú oröið til þess, aö menn þykjast vissir um að enn séu tii menn, sem „berjast” úti i frumskógunum. Meðan athygli alls heimsins beindist að vetrarolympiuleikun- um i Sapporo og Japanir biðu spenntir eftir að sjá, hvort stökk- menn sinir myndu halda uppi heiöri þjóðarinnar, kom fram á sjónarsviðið litill, veiklulegur og niðurbrotinn maður, sem skyndi- lega varð þjóðhetja. Schoischi Yokoi liðþjálfi sneri heim úr siðari heimsstyrjöldinni eftir 31 ár. Enginn hafði búizt við að sjá hann iifandi framar. Nafn hans er skráð á lista þeirra, sem fallið höfðu. En Yokoi far^st i janúar sl. á eynni Guam, þar sem hann hafði verið i feium i frumskógunum i 28 ár, tryggur þeirri skipun keisar- ans að láta aldrei taka sig hörid- um lifandi. Hann beið allan tim- ann eftir að japanski herinn gengi á land á Guam, en þá ætlaði hann að bætast i hópinn og reka burtu Bandarikjamennina, sem höfðu gert sig þar heimakomna árið 1944. Yokoi hélt, að Japanir væru enn að berjast við erkifjandmenn sina frá Bandarikjunum. Yokoi vissi ekki, að striðinu var lokið, né heldur, hvað gerzt hafði i millitiðinni. Hann hafði aldrei heyrt um kjarnorkusprengjuna, sjónvarp eða tunglfara. Hann vissi heldur ekkert um Japan og kom heim til allt annars lands en hann hafði yfirgefið. Honum fannst landar sinir alls ekki skilja, hvers vegna hann hafði verið i felum. Hafði hann ekki heyrt köllin i gjallarhornunum um að striðinu væri lokið? Auðvitað heyrði hann þau, en hélt, að þau væru gildra óvin- anna. Köllin um að gefast upp brutu i bága viö skipun keisar- ans: — Berjist til dauða, eða fremjið sjálfsmorð (harakiri). óvinaflugvélar Þess vegna var ekki um annað að ræða en biða. Úr felustað sin- um reyndi Yokoi að fylgjast með þvi sem geröist, en sá ekki mikið. Hann þorði ekki út úr helli sinum að deginum, og missti bra'tt allt samband við umheiminn. Ekki vissi Yokoi hvað þota var, þó að hann hefði séð þær þjóta um himininn i mörg ár. Hann gat ekki lesið það.sem á vél- unum stóð og sló þvi föstu að það væru óvinaflugvélar, fyrst þær gerðu þennan ógnarhávaða. Um nætur fór Yokoi út i frum- skóginn, safnaði rótum og veiddi fisk með heimatilbúnum veiðar- færum. 1 gildrur veiddi hann einnig krabba og rækjur. Auk þess borðaði hann rottur og snigla. Steiktar rottur voru hrein- asta lostæti. Auk þess að veiða, gekk Yokoi langar ferðir til að halda likama sinum i þjálfun til þess tima, að félagar hans kæmu og hann þyrfti að fara og hjálpa þeim. A einni slikri gönguferð, 24. janúar 1972, stóð hann skyndilega augliti til auglitis við tvo inn- fædda Guambúa. Yokoi liöþjálfi hikaði ekki. Hann vissi, hvað nú myndi ger- ast. Að hitta óvininn gat aðeins þýtt eitt fyrir hann. Hann kastaði sér á mennina og reyndi að muna hvað honum hafði verið kennt um bardaga i návigi. Hann var ekki hræddur, heldur fann til bardaga- hita. Hann átti að deyja fyrir keisarann. Loks gæti hann farið að siðustu skipuninni. En litlir kraftar voru eftir i hin- um þreytta hermanni. Hann vóg aðeins 38 kiló og hinir innfæddu voru ekki i neinufn vandræðum með að yfirbuga/nann. Niðurbrotinn fangi Yokoi var i vandræðum með að skilja það, sem næst gerðist. Mennirnir fóru fyrst með hann til litils þorps. Hann skildi ekki hvað þeir sögðu, en greinilegt var að koma hans olli miklu fjaörafoki. Farið var meðhann inn i herbergi og honum boðinn matur, sem hann hafði aðeins getað dreymt um siðan 1944. Allt var hreint og hvitt og óvinurinn brosti. Yokoi fannst hann mega til með að neita kræsingunum. Til hans komu i heimsókn menn, sem sögðust vera landar hans. Hann hélt, að þeir væru með brögð/ er þeir Schoichi Yokoi viö heimkomuna til Japan. spurðú, hvort hann langaði ekki að koma heim til Japan. Hann kæmist þangað á nokkrum klukkustundum með stóru vélun- um, sem þeir kölluðu þotur. Ann- að hvort hlaut hann þegar að vera dauður, eöa óvinurinn var að reyna aö véla hann. Yokoi var fluttur á sjúkrahús á Guam og fréttirnar um fund hans bárust um allan heim. Sjálfur taldi hann sér verða refsað, ann- aðhvort af Japönum eða Banda- rikjamönnum og hann varð sið- astur til að gera sér grein fyrir þvi, að hann var þjóðhetja Japans árið 1972. Hann leið samvizku- kvalir fyrir að hafa látið taka sig. Japanir tóku nú að velta fyrir sér, hvort Yokoi væri sá siðasti, eða hvort þúsundir manna væru enn i felum. A efri myndinni sjást föt, sem Yokoi geröi sér úr jurtatrefjum, en á þeirri neöri er riffillinn, sem hann gætti eins og sjáaldurs auga sins allan timann. Tveir látnir vinir Bardagarnir á Guam hófust 10. júli 1944, þegar Bandarikjamenn settu her á land þar. 20 þúsund Japanir vörðust i örvæntingu, þar til vistir þeirra þraut. Um 1000 hermenn lifðu af og struku inn i skóginn. Flestir gáfust upp eftir nokkra mánuði og margir sveltu i hel. Yokoi var með félögum sinum, ! október sama ár, voru aðeins 10 menn eftir og tii að vekja sem minnsta athygli, dreifðu þeir sér og töpuðu brátt sambandinu. 1960 fundust tveir og þá voru aöeins þrir eftir. Yokoi var einn þeirra. Þeir bjuggu saman i helli og brátt versnaði samkomulagið og endirinn varð sá að Yokoi fór frá hinum og gróf sér nýjan helli. Eftir nokkur ár ákvað Yokoi að heimsækja hina fyrri vini sina. Þeir sátu hlið við hlið i gamla hellinum, en aðeins beinin voru eftir. Þetta var fyrir átta árum. Yokoi las bænir yfir beinunum og hét þvi að taka þau með, ef hann ætti eftir að komast heim. snýr Japönsku blaðamennirnir, sem ræddu við Yokoi nokkrum dögum eftirað hann fannst á Guam, urðu undrandi, þegar hann sagði þeim að hann hefði falið sig i 28 ár og væri 56 ára gamall. Hann hafði komið sér upp almanaki með að skera merki i tré. Blaðamenn, sem skoðuðu helli hans voru einn- ig undrandi yfir þvi, hve skammt hann var frá aðalbrautinni. Ótal innfæddir áttu leið þar framhjá daglega, en hellirinn var vel fal- inn. Vegna föðurlandsins Þrátt fyrir að Yokoi var illa farinn af hungri og sjúkdómum, var hann vel til hafður. Hár sitt hafði hann klippt reglulega meö skærum úr útbúnaði sinum. Auk þess hafði hann saumað sér föt úr jurtatægjum, en Yokoi hafði verið klæðskeri áður en hann var kvaddur i herinn. Hann hafði gert þrenna alklæðnaði, einn fyrir timann frá janúar til júni, einn fyrir regntimann og einn til vara. I hellinum mátti hann berjast við skordýr og alls kyns plágur. Oft á dag fór hann og baðaði sig i ánni skammt frá og þess vegna fékk hann enga húðsjúkdóma. Hann þvoði einnig föt áin reglu- lega. En sjúkdómar hrjáðu hann samt. Hann þjáðist af saltleysi. Vöðvarnir rýrnuðu og hann fékk krampa. Matareitrun var þrisvar næstum búin að gera út af við hann og blóðleysið var alvarlegt. Á Guam eru ekki hitabeltis- sjúkdómar, né heldur eiturslöng- ur og stór rándýr. Hins vegar er eyjan mjög frjósöm og það bjarg- aði Yokoi. En gegn einmanaleik- anum er ekki til neitt meðal. Stundum langaði hann til að öskra hátt, en söng gamla her- mannasöngva i hálfum hljóðum i staðinn. Einnig romsaði hann upp allar þær bænir,er hann kunni. Meðal þeirra hluta, sem Yokoi gætti vandlega, var riffill hans, sá sem keisarinn hafði afhent hon- um. Hann vonaðist til að geta skilað honum að striðinu loknu. A allan hátt var Yokoi gætinn I að verða ekki föðurlandi sinu til skammar, til dæmis fór hann aldrei til byggða til að stela mat, þó að hann væri að farast úr hungri. Er Roosevelt dáinn? Blaðamenn sem komu fljúg- andi frá Japan, létu spurningun- um rigna. Yokoi skildi.að hann var að tala við landa sina, en hon- um gramdist að þeir skyldu ekki skilja, hvers vegna hann hafði ekki gefið sig fram. Hann spurði eftir keisaranum. Gátu þeir ekki skilið.að hann hafði aðeins fylgt skipun keisarans? Þegar mennirnir báðu hann að tala inn i litinn kassa, vissi hann ekki, hvaða apparat það var. Hann reyndi að horfa ekki á finu fötin, sem allir voru i. Hann yrði að hugsa sem hermaður, en ekki klæðskeri. Þarna voru lika vinir hans tveir, sem horfið höfðu úr frumskóginum 1960. Voru þeir ekki dánir? Og langt að bíða Félagarnir tveir, sem fundizt höfðu 12 árum áður, urðu að sverja helgan eið, til að Yokoi tryði öllu þvtsem þeir sögðu hon- um. Þeir lofuðu honum, að hann skyldi hitta keisarann. Þeir komu með segulband með kveðju frá frænda hans og blaðamennirnir brostu, er Yokoi svaraði jafnan tækinu. Hvað ætlaði hann að gera, er hann kæmi heim til Japan? Jú, hann ætlaði að klifra upp á f jall og biðja fyrir sálum þeirra, sem féllu i styrjöldinni og heimsækja aðstandendur félaga sinna og hugga þá. En enginn haföi minnzt á fööur hans eða móður? Rödd frænda hans hafði komið til hans, svo að hann gekk út frá þvi sem visu, að foreldrar hans væru látnir en þorði ekki að spyrja. ^ Hann var spurður, hvort hann hefði átt vinkonu, sem biði eftir honum.Jú, einusinni hafði verið heim stúlka, en ómögulegt var að hún hefði beðið allan þennan tima. Nú leit i fyrsta sinn út fyrir að Yokoi fyndist hann vera farinn að eld- ast. Hetja kemur heim Yokoi fékk skeyti frá heilbrigð- isráðuneytinu og þar var honum sagt, að öll þjóðin fagnaði heim- komu hans. Hann var fullvissaður um,að hann hefði ekkert að óttast og engar áhyggjur að hafa. Rikisstjórnin tók á leigu flugvél til að sækja hann og með henni komu læknar og hjúkrunarkonur. 1 sjónvarpinu sýndi Yokoi þau 300 yen, sem hann hafði sparað sam- an á hermennskuárum sinum. Launaskrifstofa hersins fékk nú þann starfa að reikna út, hvað hann ætti inni i laun og reyndust það mörg hundruð þúsund yen. Auk þess fóru fram samskot um allt land og nú er Yokoi milljóna- mæringur, lika á vestrænan mælikvarða. (EndursagtSB) Yokoi var undrandi yfir heiminum. Þotur, segulband og sjónvarp sá hann nú I fyrsta sinni. En hvers vegna skildu landar hans ekki, hvi hann hafði falið sig? r auðvitað þarf málningin ð þaki húss yðar ekki að þola eins mikið ng gðð skipamálning en betra þó, að hún geri það Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum: Vetrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól. í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri. Skoðið nýja Rex-litakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval. HEX SKIPAMÁLNING á skipin - á þökin \ /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.