Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. ágúst 1972
TÍMINN
5
^jómælingabáturinn í höfninni í gær - Sjá baksíðu
Framhald
af bls. 3.
Aljekin, sem var heimsmeistari
um árabil (1927 — 1935 og 1937-
1946). Spasski þiggur boðið með
þökkum, augljóslega i vigahug.
Ég spyr Frank Brady, hvort
þetta sé ekki óvenjuleg byrjun af
Fischers hálfu. Brady er ekki á
þvi og upplýsir, að þetta sé i
sjötta skipti, sem áskorandinn
velji þessa vörn. Hann hafi i
fyrsta skipti beitt henni i Havana
árið 1966, þá á móti i Zagreb 1970
og loks i þrem skákum á Mallorka
sama ár. Hins vegar hafi hann
ekki teflt þetta afbrigði áður.
Ég þakka Brady og bregð mér
inn i blaðamannastúkuna. Úr
einu horni hennar hljómar tónlist
af segulbandi. Það er auðvitað:
Söngurinn um Bobby Fischer.
Áheyrendurnir eru ekki af lakara
taginu, m.a. stórmeistararnir
Byrne, Lombardy og Evans. Þeir
þremenningarnir virðast
skemmta sér hið bezta, þótt
textinn sé tóm þvæla og vitleysa.
SKIPTAR SKOÐANIR
UM STÖOUNA
Snúum okkur aftur að skákinni.
Bent Larsen segir um stöðuna
eftir 12. leik, að hvitur standi ver
að vigi. (Daninn er upptekinn við
skýringar i undirheimum Hallar
innar.)
í blaðamannastúkunni er
staðan rædd af miklum ákafa.
Fischerhefur náð peði af Spasski
(i 13. leik) og flestir telja stöðu
áskörandans verri. Júgóslavneski
blaðamaðurinn Bjelica segir
(eflaust i grini) að Spasski sé
með tapað tafl. Larry Evans,
bandariski stórmeistarinn er ekki
á þvi og bendir á vissa möguleika
fyrir hvitan i stöðunni.
Ég bregð mér aftur á vit
Larsens, sem er enn við sama
heygarðshornið: ,,Staða hvits er
enn verri, en samt hefur hann
sóknarfæri á kóngsvæng. Ég kysi
heldur svörtu mennina,” segir
stórmeistarinn að lokum.
UÖGIRÆÐINGUR
FOX KOMINN TIL
LANDSINS
Chester Fox hefur ráðið sér
nýjan lögfræðing og er sá nú
kominn hingað til lands. Ég hitti
Barry Fredricks (það heitir sá
lögfróði) og spurði , hvað hann
hefði i hyggju. Fredricks kvaðst
hingað kominn, til að kynna sér
staðreyndir málsins og laga-
grundvöll. Hann sagði þá Fox
reiðubúna til samninga um kvik-
myndun einvigisins. Þess yrði að
sjálfsögðu freistað að ná sam-
komulagi. Tækist það ekki, yrðu
kannaðar aðrar leiðir, m.a. lög-
sókn á hendur Fischer. ,,Það
gerum við ekki fyrr en i lengstu
lög, en jafnvel hinir rólyndustu
menn geta misst þolinmæðia að
lokum”.
Skákin
HEIMSMEISTARINN í
KLÍPU
Leikjunum fjölgar og hagur*
áskorandahs vænkast svo að
segja með hverjum þeirra. Fred
Cramererhinn ánægðasti á svip-
inn, er hann svarar spurningu
minni um stöðuna: „Auðvitað er
ég ánægður. Fischer er peði yfir:
geturðu búizt við öðru eins svo
snemma i skákinni?”
Ég hitti Guðmund Sigurjónsson
og hann er vonsvikinn: ,,Mér
fannst staða Spasskis bjóða upp á
fjölda möguleika, en hann hefur
misst þá alla út úr höndunum á
áér.”
Bent Larsen er tekinn til við
skýringar á nýjan leik. Hann
lætur á sér skilja, að taflið sé
unnið fyrir Fischer. Turover,
bandariski milljónamæringurinn
og skákáhugamaðurinn, stendur
við hlið Larsens og skýtur
athugasemdum öðru hvoru inn i
tal stórmeistarans. Ég vik mér
að Turover og spyr hann álits:
„Fischer hefur greinilega betri
stöðu. A.m.k. eru allir mögu-
leikarnir hans megin”.
RIDSTADA — SAGT
UM STÖDUNA
1 41. leik fer skákin i bið.
Fischer hefur enn betri stöðu, en
skoðanir er skiptar um vinnings-
möguleika hans.
Bent Larsen: „Fischer hafði
betri stöðu, en lék af sér undir
lokin.Spasski hefur nú góða
möguleika á að ná jafntefli. 1
raun á hann aðeins um 2 leiki að
ræða núna: BxH eða Kg3”.
Itobert Byrne: „Það er erfitt
að spá nokkru um framhaldið. Þó
trúi ég vart öðru en Fischer eigi
vinning i stöðunni”.
Svetozar Gligoric: „Ég get
ekkert um þetta sagt á þessu
stigi. E.t.v. er möguleiki á jafn-
tefli fyrir hvitan, en það verður
erfitt”.
Frank Brady: „Fischer á
unnið tafl”.
Jón Ilálfdánarson: „Ég get
ekkert um stöðuna sagt, fyrr en
ég hef skoðað hana betur. Þó tel
ég Fischer sigurstranglegan”.
G u n n a r Gunnarsson:
„Gjörtapað hjá Spasski”.
Larrv Evans: „Ég spái
Fischer sigri i þessari skák”.
Bragi Kristjánsson: „Ég fæ
ekki annað séð en Fischer vinni.
Hins vegar á Spasski e.t.v. veika
von um jafntefli, en ég tel það
óliklegt.”
Friðrik Ólafsson: „Ég tel
skákina svo til unna fyrir
Fischer. Að visu leynist veik
jafnteflisvon fyrir Spasski i stöð-
unni, en Fischer hefur að
likindum mótleik við henni.”
«Liandsins grdðnr
\ - yðar hrdðnr
bCnaðarbmki
1 ISLANDS
Bandariska hafrannsóknaskipið Knorr í Reykjavíkurhöfn.
Tlinamynd Gunnar.
Fullkomnasta hafrannsóknaskip
Bandaríkjanna í heimsókn
ÞÓ—Reykjavik.
Hafrannsóknaskipið Knorr, frá
hafrannsóknastofnuninni i Woods
Hole i Bandarikjunum, er statt i
Reykjavik og verður hér fram á
laugardag 12. ágúst. Skipið er hér
i rannsóknarleiðangri.
Knorr er nýlega lagt af stað i
átta mánaða rannsóknarferð. Til-
gangur ferðarinnar er að rann-
saka blöndun sjávar og hreyfingu
vatns á milli svæða i hafinu. Eru
þetta mjög mikilvægar rannsókn-
ir, hvað viðkemur úrgangsefnum
i sjo og annarri mengun hafsins.
Fyrst verður skipið i Norður-ls-
hafi og Norður-Atlantshafi, fer
héðan til Barbadoseyja, niður
með ströndum Suður-Ameríku
allt til Suðurskautslandsins.
Heldur siðan upp með ströndum
Afriku á leið sinni til baka.
Á skipinu er 27 manna áhöfn,
auk 23 visindamanna og 12 stú-
denta. Skipiðer 1806gross tonn að
stærð, búið sérstökum skrúfum
að aftan og framan, sem drifa það
áfram og út á hlið, þegar þörf er á
(Voith cycloidal propellers). t
skipinu eru mjög fullkomin fjar-
skiptatæki, þar á meðal móttöku-
tæki fyrir sendingar frá gervi-
tunglum. Mikið rúm er fyrir
rannsóknarstofur, og eru þær
meðal annars búnar eigin tölvum.
Skipið er með tanka til að
minnka velting og styrkt til sigl-
inga i is. Op er niður um miðju
skipsins, sem hægt er að nota til
að bora eftir botnsýnishornum.
Þá getur skipið haft með sér köf-
unarkúlu fyrir mikið dýpi.
Knorr og systurskip þess Mel-
ville, eru talin fullkomnustu haf-
rannsóknaskip, sem nú eru til.
Auk þeirra á hafrannsóknastofn-
unin i Woods Hole fjögur önnur
rannsóknaskip, upp i 2.300 tonn að
stærð.
Það vakti athygli blaðamanna
Timans, er þeir skoðuðu Knorr,
að ekkert stýrishjól er i brúnni. t
stað þess eru tvö handföng, sem
notuðeru tii þess að breyta skurð-
inum á blöðunum, sem sjáum að
koma skipinu áfram, aftur á bak
og til hliðanna. Skrúfur skipsins
eru ekkert likar þvi, sem ts-
lendingar eiga að venjast. I stað
skrúfanna eru tveir hringir undir
skipinu, og neðan úr þeim koma
svo spaðar. Þegar hringirnir snú-
ast, vinna spaðarnir eins og
skrúfa.
öll siglingátæki skipsins eru af
fullkomnustu gerð. Flestar teg-
undiraf staðsetningartækjum eru
um borð i þvi. Þar á meðal er
Omega- staðsetningartæki, og
sagði 2. stýrimaður okkur, að það
tæki væri mjög nákvæmt hér við
tsland, tækið væri nákvæmara en
Loran-tækið. Það eru einmitt
Omega-tæki, sem Landhelgis-
gæzlan hyggst koma fyrir um
borð i varðskipunum fyrir út-
færslu landhelginnar. Fullkomn-
asta staðsetningartækið er þó
móttakari frá gervitunglum.
Móttakarinn tekur á móti merkj-
um írá 5 gervitunglum, og sýnir
tækið ávallt hvar skipið er statt,
svo að ekki munar einum metra.
Björgunaræfingar
á Sandskeiði
hNugbjörgunarsveit varnar-
liðsins hefur verið gefið bráða-
birgðaleyfi til björgunaræfinga á
Sandskeiði. Mun m.a. æft fall-
hlifarstökk þegar veðurskilyrði
og aðrar ástæður leyfa.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar nú þegar að Vifilsstaða-
hælinu. Upplýsingar veitir forstöðukonan i
sima 42800.
Reykjavik, 10. ágúst 1072
Skrifstofa rikisspitalanna.