Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. ágúst 1972 TÍMINN 17 Breiðablik, þvi að ekki er fin- leikanum fyrir að fara hvort eð er. Samt verður að segja um leik Breiðabliks i fyrrakvöld, aö sam- leikur liðsins var með bezta móti. Knötturinn gekk oft á tiðum hratt á milli manna, og oft skapaöist mikil hætta við Akranes-markið. I fyrri hálfleik voru Breiðabliks- menn betri aðilinn og heföuátt að skora, en hvorugu liðinu tókst að skora þá. Hins vegar varð eina mark leiksins að veruleika á 5. minútu siðari hálfleiks, þegar Gunnar Þórarinsson gaf fyrir til Þórs Hreiðarssonar, sem haföi tima til að leggja knöttinn fyrir sig, og skaut siðan körkuskoti i mark, framhjá Heröi Helgasyni, markverði Akraness. Þór er mjög athyglisverður leikmaður, og satt að segja undarlegt, að Hafsteinn „landsliðseinvaldur” skuli ekki hafa gefið honum gaum. Eftir þetta mark einkenndist leikurinn af þófi á báða bóga, en stöku sinnum tókst liðunum að skapa sér hættuleg tækifæri, og litlu munaði, að Akranes jafnaði á siðustu minútum leiksins. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna Breiðabliks, en þó sker Þór Hreiðarsson sig nokkuð Frh. á bls. 6 Laglega gert! Hinn ungi sóknarleikmaður Akraness, Kári Þórðarson, leikur á varnarleikniann Breiða- bliks i leiknuni i fyrrakvöld. (Timamynd RóbertiVj „Nú plataði ég þig” Stjórn ÍSÍ gagn- rýnd fyrir að selja almenningi verðlaun „Nýlega boðaði stjórn tSl að þeir aðilar, sem syntu 200 metrana eitt hundrað sinnum, fengju „Trimm-karlinn” úr gulli að launum Er óhætt að segja, að þessi tilkynning ýtti undir marga til að ná þessu takmarki, þvi að það er ekki á hverjum degi, sem hinum al- menna borgara gefst tækifæri til að vinna til verðlauna á iþróttasviðinu. En þegar hinu langþráða takmarki er náð, tilkynnir tSt að þeir, sem fært hafa landi sinu 100 stig i norrænu sund- keppninni með þvi að synda 200 metrana eitt hundrað sinn- um, geti keypt sér verðlaun á 150 krónur og eigi að borga þau fyrirfram! Satt bezt að segja ætlaði ég ekki að trúa minum eigin aug- um, þegar ég sá þessa tilkynn- ingu. Ekki svo að skilja að ég telji 150 krónur skipta máli, heldur finnst mér tSt koma aftan að fólki með þessum hætti, alveg eins og karlinn forðum,sem eldaði sér graut fyrir vikuna, en fannst graut- urinn heldur ólystugur á sjö- undadegi. Dró hann þá fram koniaksflösku og sagði viö sjálfan sig: „Ef þú borðar grautinn, færðu „einn” að launum. Lauk hann siðan við grauninn, en sagði við sjálfan sig á eftir, um leið og hann setti flöskuna óhreyfða upp i skáp aftur: „Nú plataði ég þig” Það skiptir ekki meginmáli, hvoru megin hryggjar 150 krónur liggja, en það skiptir máli, að æðsta stjórn iþrótta- mála hérlendis komi ekki aft- an að almenningi með þessum hætti. Hef ég heyrt þvi fleygt, að stjórn Sundsambands ts- lands sé ekki ánægð með framkomu tSI i þessu máli og hefði sjálf látið útbúa merki til afhendingar, hefði hún vitað um fyrirætlanir tSI-manna. Trimm-karl” Hve langt nær Breiðablik? Breiðablik komið í hóp topp-liðanna 1. deild eftir sigur gegn Akranesi, 1:0 Liðið, sem flestir spáðu falli i byrjun 1. deildar keppninnar, Breiðablik úr Kópavogi, er farið aðvelgja toppliðum deildarinnar undir uggum. Ósennilegt er þó, að Breiðablik hljóti tslands- meistaratitilinn i ár, en hins vegar er ekki fráléitt, að liðið geti náð 2. sæti — með sama baráttu- krafti og eljusemi — og þar með rétti til að taka þátt i Evrópu- keppni á næsta ári. Sigur liðsins gegn Akranesi i fyrrakvöld kom flestum á óvart, ekki sizt fyrir þá sök, að Akranes- liðið hefur verið ósigrandi i siðustu leikjum, þrátt fyrir mikil forföll. En þegar það bætist svo við, að Eyleifur Hafsteinsson, driffjöður liðsins, er fjarverandi, er ekki von á góðu, ekki sizt þegar við jafn baráttuglatt lið og Breiðablik er að etja. Raunar voru forföll i liði Breiðabliks lika. Þannig vantaði m.a. Guðmund Þórðarson, en þó að tvo til þrjá fasta leikmenn vanti i lið Breiða- bliks, kemur það ekki að sök, þvi að varamennirnir búa yfir sama baráttukjarknum og leikgleðinni og fyrirrennarar þeirra. Og það er það, sem skiptir máli fyrir STAÐAN í 1. DEILD Eftir leik Breiðabliks og Akraness i 1. deildarkeppninni i gærkvöldi er staðan i deildinni þannig: Kra in Akranes Keflavik Breiðablik KK IBV Valur Vikingur Heide Rosendahl Þau leiðu mistök urðu i blaðinu i gær, að ineö grein um vestur-þýzku frjáls- i þr ó 11 a k o n u n a H e i d u Kosendahl, birtist röng fyrirsögn. Eru lesendur iþróttasiðunnar beðnir vel- virðingar á þessum mis- tökum. Meðfylgjandi mynd er frá gróöursetningu birkiplantnanna á Olympiusvæðinu í Miinchen og eru á myndinni f.v. Hjörtur Hannesson, sem er viö nám i Múnchen, Dr. Hermann Schwarz, ræðismaður ts- lands i Munchen og fulltr. isl. Olympiunefndarinnar á staðnum (Attaché), Hr. Perrey og Hr. Kunze frá þýzku Olympiunefndinni. íslenzkt birki í Olympíuskógi t tilefni 20. Olympiuleikanna i Miinchen i Þýzkalandi, ákvaö framkvæmdanefnd leikanna að gróðursetja tré á Olympiusvæð- inu i Munchen, með trjáplöntum frá hinum ýmsu þátttökuþjóðum. — Mynda sérstakan Olympiu- skóg. Að höfðu samráði við islenzka náttúrufræöinga valdi islenzka Olympiunefndin birkiplöntur i þessu skyni, þar sem þær eru i senn táknrænastar fyrir islenzk- an trjágróður og von til að þær nái har tfriTSiim hrnQlffl Eyleifur Hafsteinsson — verður með á laugardaginn. Akranes og Fram: Tjalda því bezta um næstu helgi Rikharður Jónsson, þjálfari Akraness, var aö vonum dauf- ur i dálkinn, þegar viö hittum hann sem snöggvast eftir leik Akraness og Breiðabliks i fyrrakvöld. „Landsleikjaförin til Noregs ætlar að verða okk- ur dýr”, sagði hann, og átti þá við meiðsli Eyleifs Hafsteins- sonar, er hann hlaut i lands- leiknum i Stafangri, en vegna þeirra treysti hann sér ekki til að leika með Akranesi. Enda þótt sigurlikur Akra- ness i 1. deild hafi minnkaö nokkuö vegna tapsins, eru Akurnesingar engan veginn úr leik. Og ljóst er, aö leikur Akranessog Fram, sem háður verður á Akranesi á laugar- daginn, verður nokkurs konar úrslitaleikur mótsins. Takist Akurnesingum að sigra Fram, mun aðeins 1 stig skilja liðin að. En sigri Fram hins vegar, hefur Fram möguleika á 5 stiga forskoti, og verður þá erfitt fyrir Akranes og önnur lið að brúa það bil. Nokkuð öruggt má telja, að Eyleifur leiki með á laugar- daginn. Meösli hans hans eru ekki það alvarlegs eðlis. Einnig er liklegt, að bæði Matthias Hallgrimsson og Benedikt Valtýsson, sem hafa verið á sjúkralista, leiki með liðinu á nýjan leik.er þaö mæt- ir Fram i hinum þýðingar- mikla leik. Framarar munu tefla sinu sterkasta liði fram. Elmar Geirsson, eini leikmaöur liðs- ins, sem verið hefur á sjúkra- lista, mun að öllum likindum leika með, enda er mikið i húfi fyrir Fram, og ekki veitir af að tjalda þvi bezta, sem til er. Elmar Geirsson — verður sennilega með á laugardaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.