Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Köstudagur 11. ágúst 1972
ón;Alfreft Þorsteinsso
3
ENGIR SKIPTI-
MENN í BEZTA
KVENNA-
KÖRFUKNATT-
LEIKSLIÐI
EVRÓPU
Kvennaliðiö TTT frá Riga
hefur i mörg ár verið óum-
deilanlega fremsta körfu
knattleikslið Sovétrikjanna og
Evrópu. Liðið.sem er aðili að
lettneska iþróttasambandinu,
hefur sýnt ótrúlegt öryggi.
Ellefu sigrar i tólf Evrópu-
mótum meistaraliða og ellefu
gullverðlaun i sovézku
meistarakeppninni. 1 þessi tólf
ár, sem með réttu mætti kalla
TTT-timabilið hafa Riga-
stúlkurnar aðeins einu sinni
misstaf fyrsta sætinu. Það var
fyrir 9 árum, þegar þær
töpuðu fyrir Slavia frá Sofiu i
undanúrslitum Evrópubikar-
keppninnar.
Hvers vegna er TTT svona
gott lið? Þetta er spurning,
sem margur hefur lagt fyrir
sjálfan sig. Ætla má, að það
byggist fyrst og l'remst á nýrri
leikaðferð, sem liðið hel'ur til-
einkað sér. 1 þvi eru engir
.skiptimenn” i þess orðs venju-
legu merkingu. Allar
stúlkurnar tólf taka yfirleitt
Íálikamikinn þátt i leiknum.
TTT varð fyrst til þess
sovézkra körfuknattleiksliða
að taka upp þessa leikaðferð
undir handleiðslu þjálfara sins
Olgerts Albergs.
Arangur liðsins náðist ekki i
einu vetfangi. A fyrstu árum
sinum var TTT greinilega
lakara en mörg önnur sovézk
kvennalið. En Albergs tókst
smámsaman að skapa óvenju-
lega sterkt og samhæft lið úr
stúlkunum sinum, þar sem
allar stúlkurnar tólf voru
ómissandi hlekkir i keðjunni.
Hin raunverulega sigurganga
hófst i byrjun sjöunda ára-
tugsins, er TTT sigraði alls-
óvænt bandariska landsliðið.
Það var i fyrsta sinn, sem
bandarisku stúlkurnar
töpuðu fyrir félagsliði.
Það eru engar ýkjur að
segja, að Rigastúlkurnar hafi i
rikum mæli auðgað körfu-
knattleikinn leiktæknilega
séð. TTT varð fyrst liða til
þess að taka upp svokallaða
hringvörn, varnarafbrigði,
sem dregur mjög úr tæki-
færum mótherjanna til þess að
skora mörk. TTT hefur lengi
ekki notað bakverði i gamalli
merkingu þess orðs. Reglan er
sú, að allt liðið tekur þátt bæði
i sókn og vörn.
Aðeins ein leikkvenna
liðsins, sem i þvi var er það
hóf sigurgöngu sina fyrir 12
árum, leikur enn með þvi. Hún
heitir Skaidrite Smildzine.
Liðið hefur einnig skipt um
þjálíara. Nú stýrir Raimond
Kartinas TTT, en hann var á
sinni tið kunnur sem einn
leiknasti leikmaður i sovézk-
uin körfubolta. Kartinas hefur
forðazt að breyta leikstil
liðsins. Hann heldur fast við
hina hefðbundnu aðferð
Albergs — ,,allar með i leikn-
um”.
Hvernig er TTT skipað i
dag?
Fyrst og fremst skal að
sjálfsögðu nefna Skaidrite
Smildzine, sem nú er orðin 29
ára. Hún kom fyrst fram með
TTT er hún var 16 ára skóla-
stúlka árið 1959. Þá þegar var
hún orðin 189 cm á sokka-
leistunum. Enn i dag er hún
talin bezti leikmaður liðsins.
Hún hefur einnig leikiö oft-
sinnis i sovézka landsliðinu
með frábærum árangri. Leik-
aðl'erð hennar er mjög at-
hyglisverð. Gagnstætt
mörgum öðrum stjörnum i
körfuknattleik kvenna reynir
hún ekki að likja eftir karlleik-
mönnunum. Hún leikur
snöggt, mjúkt og mjög kven-
lega. Sérfræðingar segja, að
hún kunni allt i körfuknattleik
og jafnvel margir úrvals karl-
leikmenn gætu margt af henni
lært.
Uljana Semjonova er annað
þekktasta nafnið í liðinu. Hún
er óvenju há, jafnvel af körfu-
knattleiksleikmanni að vera
(210 cm) og hefur verið i
lremstu röð alllengi, þótt hún
sé aðeins tvitug.
Af öðrum liðsmönnum má
nefna tviburasysturnar Maju
Saleniece og Maigu Skapane.
Inta Pane,, sem er 168 á hæð
og minnsta stúlkan i liðinu,
Tamara Hendele og Dzintra
Grudmane eru einnig mjög
góðar en allar eru stúlkurnar
á heimsmælikvarða.
Sigrar Rigastúlknanna hafa
aldrei verið léttunnir.
Sovétrikin eiga mörg kvenna-
lið, sem geta veitt TTT harða
keppni. Það eru fyrst og
fremst háskólaliðið frá Tartu i
Eistlandi, SKA frá Leningrad,
Spartak frá Moskvu og
Kigrikstis frá Vilnius i
Litháen. En i tólf ár hefur
ekkert þessara liða getað
stöðvað sigurgöngu TTT
Framtiðin mun skera úr um
það, hve lengi TTT-timabilið i
sögu sovézks körfuknattleiks
stendur.
RÖÐUÐU SÉR r\
í EFSTU SÆTIN V
Kvenfólkið lætur sifellt meira til sin taka, á golfvellinum. A myndinni
hér til hliöar eru þær fjórar konur, sein skipuðu efstu sætin á nýaf-
stöðnu islandsmóti i golfi. Talið frá vinstri: Jakobina Guðlaugsdóttir,
GV, sem sigraði. Elisabet Möller, GR, sem varð i öðru sæti. Hanna
Aðalsteinsdóttir, sem hreppti þriðja sæti og Sigurbjörg Guðnadóttir,
sem varð i fjórða sæti. (Timamynd Gunnar).
Eftir örfáar vikur hefst mesta iþróttahátið veraldar, Olympiuleikarn-
ir, sem vcrða hinir 20. i röðinni. Oly mpiueldurinn hefur verið tendraður
— og allt er til reiðu i Miinchen i Vestur-Þýzkalandi, sem verður vett-
vangur leikanna að þessu sinni.
Segja má, að Olympiuæði hafi gripið um sig i mörgum löndum. Á
boðstólum eru margs konar vörur og tæki, tengd leikunum i Miinchen,
m.a. Olvmpiuboltinn, sem er geysivinsæll. A myndinni sjást tveir ungir
piltar leika sér með slika bolta fyrir framan Olympiubúðina i Austur-
stræti.
OLYAAPÍU-
LEIKAR
NÁLGAST
Einar Guðnason skauzt
upp í efsta sætið
- miklar breytingar á lista 10 beztu kylfinganna eftir íslandsmótið
Miklar tilfæringar urðu á
listanum yfir 10 stigahæstu menn
i Stigakeppni Golfsambands
Islands eftir fslandsmótiöT golfi,
sem fram fór i siðustu viku.
Það mót gaf stig til landsliðsins
og fengu 15 efstu menn stig i þvi.
Sigurvegarinn. Loftur Ólafsson,
15 stig, annar maður 14. o.s.frv.
Féllu nú af listanum tvö nöfn frá
þvi siðast- Sigurður Héðinsson,
GK og Jón H. Guðlaugsson, GV,
en þeir voru ekki með i þessu
móti. 1 stað þeirra komu Björgv.
Þorsteinsson, GA og Jóhann
Benediktsson, GS, sem báðir voru
búnir að fá stig i mótum fyrr i
sumar.
Einar Guðnason, GR, er nú i
efsta sæti á listanum með 35,5
stig. Tók hann nú efsta sætið af
Björgvin Hólm, GK, sem hætti
keppni i Islandsmótinu eins og
þegar er kunnugt.
Annars er röð 10 efstu manna i
Stigakeppninni þessi:
Stig Mót
Einar Guðnas. GR 35,5 4
Jóhann Ó. Guðmdss. GR 31,5 5
Björgvin Hólm, GK 30,5 4
Gunnl. Ragnarss. GR 29 6
Loftur Ólafss. NK 28 4
Júiius R. Júliuss. GK 27,5 6
Óttar Yngvas. GR 25,5 4
Þorbjörn Kjærbo, GS 23,5 3
Jóhann Benediktss, GS 19,5 4
Björgvin Þorstss. GA 18,5 2
Nú eru aðeins 3 mót eftir, sem
gefa stig til landsliðsins og eru
þau öll utan Reykjavíkur- eða á
Akranesi, Akureyri og svo mót
sem haldið verður á völlunum á
Ólafsfirði og Siglufirði. Að þeim
loknum verður hægt að sjá hvaða
10 menn skipa landsliðshópinn
næsta sumar.