Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 1
IGIMIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIÐJAN ^ RAFTORG SlMI: 19294 SlMI: 26660 c 179. tolublað — Föstudagur 11. ágúst—56. árgangur. kæíi- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Sítnar 18395 & 86500 Landhelgismál fslendinga á dagskrá - Einar Agústsson utanríkisráðherra segir: Yfirlýsing Svía okkur ekki óhagstæðari - KURR Á DANSKA ÞINGINU en von var til Þó—Reykjavik. Undanfarna daga hefur útfærsla fiskveiðitakmark- anna við tsland veri6 mjög til umræðu á Noröurlöndum, og i gær afhenti sendiherra Svía á islandi Einari Agústssyni utanrikisráoherra svolátandi orösendingu: „Sænska sendiráðið full- vissar utanrikisráðuneytið islenzka um virðingu sina og nýtur hér með þess heiðurs að viðurkenna móttöku orð- sendingar utanrikisráðu- neytisins hinn 14. júli 1972, ásamt reglugerð viðvikjandi fiskveiðitakmörkunum við Island. Ennfremur leyfir sendiráöiö sér að tilkynna: Almennt er viðurkennt, hve mjög tslendingar eru háðir fiskveiöum. A fyrirhugaðri hafréttarráðstefnu mun veröa að þvi stuðlað af hálfu Svia, að tillit verði tekið tií lögmætra þarfa allra hlutað- eigandi landa. Þetta tekur ekki sízt til landa eins og íslands, þar sem fiskveiðar skipta meginmáli fyrir efna- hagsafkomuna. Sænska rikisstjórnin harmar, að Islenzka ríkis- stjórnin hefur ekki talið sér fært að biða niðurstöðu haf- re'ttarráðstefnunnar. Eins og nú standa sakir er það von sænsku rikisstjórnarinnar, að ísíendingar geti, með sam- ráðum við önnur hlutað- eigandi riki, tryggt sér nægjanlega stór veiðisvæði handa fiskiflota sinum". Ummæli utanrikis- ráðherra Timinn átti i gær tal við Einar Ágústsson og spurði um álit hans á þessari yfirlýsingu. Sagði Einar, að þessi yfir- lýsing vairi okkur slzt and- sniinari heldur en hann hefði búizt við, að minnsta kosti miðað við þær fregnir, sem áður hafa borizt um afstöðu sænsku rikisstjórnarinnar. — 1 rauninni felur þessi yfírlýsing meðfram i sér vissan stuðning við málstað tslendinga, sagöi utanrfkis- ráðherra. Utanrikisráðherrasagði, að ekkert nýtt hefði borizt frá rikisstjórnum Danmerkur og Noregs um landhelgismálið, enda hefði þess hvorki verið farið á leit við þær né aðra, að þeir birtu yfirlýsingar um af- stöðu sina til útfærslu fisk veiðitakmarkananna. Stjórnarandstaðan danska farin að ókyrrast Fréttastofufregnir frá Kaupmannahöfn I gærkvöldi hermdu, að rikisstjórnin danska sætti nú harðri gagn- rýni af hálfu stjórnarand- stöðuflokkanna vegna þess, að hún hefur ekki tekið afstöðu til landhelgismálanna. Málsvari radikalaflokksins sagði, aö ekki kæmi til greina, aö Danir styddu Islendinga, og talsmaður ihaldsflokksins var Kinar Agtistsson utanríkisráðherra. enn harðorðari. Formaður Vinstriflokksins mælti með þvi, aö Noröurlandaþjóðir, einkum Danir og Norðmenn, leituðu samninga við tslendinga. Málsvari sósial- iska þjóðarflokksins kvaö þetta mál ekki hafa verið rætt i flokki sinum, en yrði gert næsta laugardag. Utanrikisráðherra Dana vildi engu svara að svo stöddu, en málið verður rætt á rikisstjórnarfundi á þriðju- daginn kemur. J VERÐUR AÐ FÆRA ODDS SKARÐSGÖNGIN TIL? SB—Reykjavik Mjög illa hefur gengið að sprengja göngin gegn um Odds- skarð, á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, og er nú svo komiö, aö verið getur, að færa verði göngin til, vegna þess hve bergið er laust i sér. Framkvæmdin er þegar oröin það langt á eftir áætl- un, að nær útilokað er að komizt verði i gegn fyrir veturinn eins og áætlað var. Sigmar Hjelm, fréttaritari Timans á Eskifirði, sagði i gær, að nú þegar voru göngin orðin 25 metra löng að sunnanveröu, Sunnudagsblaðið úr sumarfríi Sunnudagsblað Timans hefur aftur göngu sina eftir hásumarhvildina á morgun, Iaugardag, og fylgir þá blað- inu. I þvi er m.a. rætt við Oskar Aöalstein um skáld- skap og vitavarðarstarf, og ýmislegt fleira er þar læsi- legt að finna. Voru norður- Ijós í nótt? Visindamenn biðu með mælitæki i gærkvöld vegna þess, að búizt var við, að raf- hlaðnar agnir frá sólgosi myndu dynja á lofthjúpi jarð- ar. Þess var vænzt sökum þess, að þá var liðinn rúmur sólarhringur frá þvi að fram kom sveifla á segulsviðsmæli- tækjum, sem hugsanlega var vegna rafsegulbylgna frá sól- gosi. Kannski gefur bið þeirra góða raun og hafi einhver séð fjörleg norðurljós um mið- nættið, má telja það vist. Við sólgos berast tvenns konar öfl til jarðar — annars vegar eru rafsegulbylgjur, sem aðeins eru um 8 minútur til jarðar, og hins vegar raf- hlaðnar agnir,sem eru á annan sólarhring til jarðar. Sveiflan, sem getið er um fyrr í þessari frétt, gæti verið vegna raf- segulbylgna, og þess vegna var þess vænzt, að eitthvað gerðist sólarhring siðar, þ.e.a.s. i nótt. Eskifjarðarmegin. Astæðan til þess hve illa gengur, er sú, að bergið er svo lint, að það hrynur mun meira en ráö var fyrir gert. Sagði Sigmar, að ef bergið reynd- ist jafnlint að norðan, yrði senni- lega að færa þau til þar, en gatið, sem búið er að gera að sunnan, yrði þó látið halda sér. Charles Magnússon, vegaverk- stjóri viö gangagerðina sagði i gærkvöldi, að nú væri unnið að þvi að hreinsa frá berginu að norðan á þeim stað, sem gatið ætti að vera, og yrði því verki lok- ið næstu nótt. Það sem fram til þessa heföi komið i ljós, væri þvl miður svo lint berg, að það moln- aði undan ýtutönnunum. Hann sagði, að hreinsað yrði frá berg- inu á mun stærra svæöi en þvi, sem opið ætti að vera á, til að kanna bergið. Einar Sigurðsson verkstjóri sagði, að eins og væri, ynnu menn báðum megin ganganna og útlit væri til að flytja þyrfti gangaopið að norðan til um eina 15 metra. Myndin, hvernig vegurinn yfir Oddsskarð liggur nú, og hvernlg jarð- göngin skyldu liggja (beina strikið hvita). Núverandi vegur hverfur á kafla inn I skugga á myndinni til vinstri. Gullskipið að koma í Ijós? Kristinn og Bergur hefja boranir á Skeiðarársandi um helgina ÞÓ—Reykjavik. Þeir Kristinn Guðbrandsson og Bergur Lárusson eru nú búnir aö vera i röskan hálfan mánuð antrt- ur á Skeiðarársandi ásamt gull- leitárflokki sinum. Nú hafa þeir fundið einhvern málm i sandin- um, og á sunnudaginn fá þeir bor austur. Með lionuni ætla þeir að bora þarna og kemur þá væntan- lega iljós i næstu viku, hvort gull- skipið svonefnda er fundið. Siggeir Lárusson á Kirkju- ;bæjarklaustri kvaðst ekki geta sagt neitt umþað, hvort þeir væru vissir um, að gullskipið væri fundið, þar sem hann hefði litið samband haft við leitarmennina siðustu daga. Siggeir sagði, að leitarflokkurinn væri á Skafta- fellsfjöru, á svipuðum stað og þeir Kristinn og Bergur teldu sig hafa orðið varir viö skip i sandih- um i vor. 13 menn hafa dvalizt á Skeiðar- ársandi undanfarið við leitina, Það eru fimm íslendingar og átta Bandarikjamenn, sem hafa verið Bergi og Kristni til aðstöðar, en Bandarikjamennirnir hafa mjög fullkomin málmleitartæki til umráða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.