Tíminn - 11.08.1972, Blaðsíða 11
10
Árelíus Níelsson:
BÆNAÞREPIN
HELGU í
RÓMABORG
Fáir munu þeir, sem gerast
pilagrimar til borgarinnar eilifu,
Rómaborgar, að ekki komi þeir
að Altari páfanna við þrepin
helgu eða Bænastigann, sem
sumir nefna svo.
Þetta er raunverulega einn
æðsti eða æðsti helgidómur
katólsku kirkjunnar, og þó eink
um tengdur kvöl og dauða Krists.
Flestir aðrir helgistaðir og þá
um leið höfuðkirkjan sjálf,
Péturskirkjan, eru tengdir að
nafni og sögnum vissum dýrling-
um og postulum. En bænaþrepin
eru eingöngu helguð Kristi sjálf-
um, og minna þó aðeins á annan
mann, sem aldrei verður með
helgu fólki talinn, þótt nefndur sé
einn manna utan Krists og Mariu
i sjálfri trúarjátningunni. En það
er Pontius Pilatus, hinn frægi
dómari og landstjóri á dögum
Jesú i tsrael.
En þrepin helgu eiga sam-
kvæmt arfsögnum að vera hallar-
þrepin úr höll Pilatusar, stiginn,
sem Jesús varð að ganga upp til
dómarans i hásæti landstjórans
og svo niður til krossfestingar.
Þessi fornhelgi dómur er rétt við
kirkju heilags Jóhannesar Læter-
an og hýsir hina fornhelgu hallar-
kirkju páfanna, forna og ginnheil-
aga, sem geta má nærri, og er
hún oft nefnd Sancta Sanstoreem
— hið allra helgasta.
t þessari kapellu er varðveitt
hin forna eða l'yrsta (!) mynd af
Kristi. „Endurspegiunin”, þvi að
hún á ekki að vera með höndum
gjörð.
Hin helgu þrep, Bænaþrepin,
eru 28 aö tölu. En það er hin forn
helga sjötala fjórum sinnum. En
fjórir er tala máttarins, horn-
steinar, áttir, undirstöður þess,
sem vel skal vanda og lengi á að
standa.
Þrepin helgu liggja upp i
kapelluna. Þau má ekki
fótum, heldur skulu heimsækj-
endur þokast upp krjúpandi á
knjám og lesa bæn i hverju þrepi.
Allar eru bænirnar helgaöar
einhverjum áfanga eða atviki i
Pislarsögu Krists og enda á orö-
unum: Miskunna þú oss.
Þessar bænir og þrep mætti
telja passiusálma hinnar
kaþólsku kirkju. Og allt er þetta
fagurt og fornt og helgað hugsun,
troöalotningu og tilbeiðslu kyn-
slóðanna. En islendingi getur
fundizt það flatneskja miðað við
andlega hæð hugsunar og snilli
Passiusálma Hallgrims Péturs-
sonar á islenzkri tungu.
En þarna er þó fátt eða ekkert,
sem bundið er vissum dogmum
eða guðfræðifjötrum og má telja
það hærra stig, hafið yfir timans
takmarkanir og tizkunnar viðjar
og vafstur. Stiginn, eða bæna-
þrepin, eru samkvæmt „óstaö-
festri” helgisögn flutt til Róm á
fjórðu öld af Helenu helgu, keis-
aradrottningu.
Vel gæti þetta auðvitað átt sér
stað. En annars eru flestir helgi-
dómar og helgigripir fyrst og
fremst helgaðir trú þeirra, sem
umgangast þá, miklu fremur en
veruleikanum, sem þeir eru
tengdir vafasömum sögnum.
Þessar sagnir færa þá inn i
heim hins huglæga, eilifa og ó
sýnilega og verða, að vissu leyti,
sannar likt og list eða skáldskap-
ur, þótt enginn raunverulegur at-
burður liggi aö baki þeirra.
Eitt er vist með þennan stiga,
hann hefur fylgt páfahöllinni eða
kapellu hennar frá þvi sögur hóf-
ust og einhver hluti hans gæti ver-
iðaustan frá Jerúsalem. Eitthvað
hefur helgað hann i upphafi, tengt
hann nafni Krists, annars væri
hann löngu úr sögunni.
Páfarnir gengu hann sjálfir á
knjánum, einhverjir til að sýnast,
aðriraf lotningu i trú og auðmýkt,
einlægir og sannir. En lotning og
Framhald á bls. 19
TÍMINN
Föstudagur 11. ágúst 1972
Föstudagur 11. ágúst 1972
TÍMINN
11
Baná í - Bahá'í -
»
Bahá í -
Baháí
-
það, hvernig þau ætli að kjósa I
svæðisráð. Engar umræður um
það, hvern menn telja hæfastan,
mega eiga sér stað, og stingur
það mjög i stúf við kosningar i
flestum samtökum öðrum.
Takmark Bahá'ia er eining
mannkyns, svo að þvi geti hlotn-
azt Hinn mesti friður. Fyrsta
sporið er, að sérhver Bahá’ii
kynni sér kenningarnar og ein-
beiti sér að þvi að samlaga lif sitt
þeim lifsreglum, sem þar eru
settar. Lög þau, sem Bahá’u'lláh
setti um hegðun einstaklingsins
og sérhver Bahá’ii verður að
viðurkenna, eru þessi:
Daglegar bænir, þar með þessi
stutta skyldubæn: „Ég ber þvi
vitni, ó, Guð minn, að þú hefur
skapað mig til þess að þekkja þig
og tilbiðja þig. Ég staðfesti á
þessu augnabliki vanmátt minn
og mátt þinn, fátækt mina og auð-
legð þina. Enginn er Guð nema
þú, hjálpin i nauðum — sá, sem
viðhelzt af sjálfum sér”.
Fasta er fyrirskipuð einu sinni
á ári og stendur i nitján daga —
nær yfir eitt Bahá’i-timabil, há-
fleygistið, frá 2. marz til 21. marz.
Þá fasta Bahá’iar frá klukkan sex
að morgni til klukkan sex að
kvöldi, þvi að dagurinn miðast við
sólarlag. Hvorki er neytt matar
né drykkjar þessar tólf stundir.
Föstubæn er sögð til þess að auð-
velda föstuna, ýmist hvern dag
áður en fasta hefst eða á meðan á
henni stendur. Föstunni lýkur
með þvi, að Bahá’iar koma sam-
an til nýársfagnaðar að kvöldi 20.
marz.
Neyzla áfengra drykkja og
eiturlyfja er bönnuð. Bahá’u’lláh
segir, að ýmsir jarðneskir hlutir
séu mönnum óhollir, eitur og
vimugjafar geti verið lyf, en al-
menn neyzla sliks spilli mannin-
um og skemmi heila og tauga-
kerfi. 1 augum Baháia er til-
beiðsluástand ákjósanlegt, en
þess má ekki leita með fikn i ann-
arlegt ástand. Kveðja Bahá’ia er:
„Guð er mestur”.
Baktal og róg banna Bahá’iar.
Bahá’u’lláh segir: Sá, sem verður
mannsbani, hefur einungis drepið
likamann, en sálin mun iifa og
þroskast til fullkomnunar. Sá,
sem rægir og baktalar, lamar aft-
ur á móti sál þess, sem rægður er,
svo að hún verður ekki fær um að
ná þroska sinum. Astúð, vinátta,
skilningur, umburðarlyndi og
hjálpfýsi eru þeir þættir mann-
legra samskipta, sem Bahá’iar
biðja stöðugt um liðveizlu við að
þroska, svo að þeir lami ekki sálir
annarra, heldur styðji hver annan
til þess að þroskast i fögnuði um-
hverfis sins.
Bahá’i-gifting verður ekki
framkvæmd og Bahá’i-hjónaband
ekki viðurkennt, nema svæðisráð
hafi gengið óvéfengjanlega úr
skugga um, að hjónaefnin séu
bæði fús til giftingarinnar og hafi
til þess skriflegt samþykki for-
eldra sinna. Með þessu vildi
Bahá’u’lláh girða fyrir að nokkur
giftist nauðugur, en samþykki
foreldranna á að gera þá ábyrga
og stuðla að einingu fjölskyldunn-
ar. Skilnaður er leyfilegur meðal
Bahá’ia, en þó einungis eftir
itrekaðar sáttatilraunir. Skilnað-
ur segir Bahá’u’lláh þó, að sé „ein
hin mesta viðurstyggð i augum
Guðs, og vei þeim, sem á sök á
honum”. Tilgangur hjónabands
er i fyrsta lagi að viðhalda mann-
kyninu og i öðru lagi að hjón leiði
hvort annað til þess mests
þroska: „Gangið I hjónaband, ó
fólk, svo að frá ykkur megi koma
sá, er nefnir nafn mitt”, segir
Bahá’u’Uáh. Abdúl Bahá hefur
sagt: „Ég þrái, að þið berið af
andlega — það er: Þið verðið að
bera af i siðferði ykkar. Þið verð-
ið að bera af i ást ykkar til Guðs
umfram allt. Þið verðið að bera
af i elsku ykkar til mannkynsins, i
einingu ykkar og samhug, i ástúð
og réttvisi. 1 stuttu máli: Þið
verðið að bera af i öllum dyggð-
um hinnar mannlegu veraldar — i
Trúarbrögð, sem eru þorra íslendinga nálega
ókunn, hafa skyndilega aflað sér margra áhang-
enda á fáum misserum: Bahá-i-trú. Fæstir vita
öllu meira um þessi trúarbrögð en það, að þau eru
upp komin i löndum Múhameðstrúarmanna. Nú er
likiegt, að musteri þessa trúarflokks risi senn i
Kópavogi, og þá er lika kominn timi til þess, að al-
menningur kunni á honum einhver skil. Þess vegna
hefur Timinn fengið Bahá-ia sjálfa til þess að gera
grein fyrir trúarbrögðum sinum og útbreiðslu
þeirra. Greinar þær, sem hér birtast, hafa starfs-
menn Timans unnið upp úr heimildum frá þeim og
að mestu fylgt orðalagi þeirra.
.w.v.v.v.v.v.v.vA'.v.'.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.tv.w.v.v.v.v.v.v.v/.v.'.V,
| Kynning Þórhalls biskups 1908 l
Þórhallur biskup Bjarnar-
son var einhver frjálslyndasti
og kreddulausasti kirkju-
höfðingi sem þjóðin hefur
eignazt og fór ekki dult með að
kjarninn var honum meira
virði en hýðið og hismið. Þess
vegna kemur það ekki svo
mjög á óvarl, að einmitt hann
kynnti Baháia undir fyrir-
s ö g ninni „P erneskur
Messias" með þessum lof-
samlega hætti árið 1908, að
visu stuttorður að vanda:
„Fyrir fjörutiu árum reis
upp dýrlegur kennimaður og
guðsvottur á Persalandi, og
hét hann Baha Ullah. Eins og
við mátti búast, dó hann
pislarvættisdauða — andaðist
i tyrkneskri prisund 1892.
Margir fylgjendur hans hafa
látið lifið fyrir trúarskoðanir
sinar, én þær breiðast þvi
betur út.
Kenningar hans eru að
mörgu leyti svipaðar
kenningum kristindómsins,
eins og mannúðariegast og
göfugast er með þær farið.
Þessi er sögð að vera megin-
atriði i kenningar hans:
1. Einn er guð
2. Eitt er bræðrafélag allra
manna.
3. Konan er jafnrétta við karl-
mann.
4. 011 trúarbrögð hafa meira
og minna satt að geyma.
5. Vinnan er guðsþjónusta,
sanntrúaðir menn verða að
vinna.
6. Rangt er að taka kaup fyrir
að boða sannleikann.
7. Alheimssáttanefnd skal
skipuð til að skera úr málum
rikja á miiium.
8. Eitt allsherjartungumál er
nauðsynlegt, verður að búa
þaö til, ef eigi fæst á annan
hátt.
Það þykir stórmerkilegt að
maður austur i löndum skuli
hafa náð göfugustu og
djörfustu hugsjónum sið-
menningar þjóðanna vest-
rænu, og benda menn þá
einkum á 3., 7. og 8. liöinn.”
hafði þá verið aðlaður af Bretum.
Abdúl-Bahá útnefndi i erfða-
skrá sinni Shoghi Effendi, dóttur-
son sinn, fyrsta vörð trúarinnar,
og eftir hann skyldu koma niðjar
hans i beinan karllegg. En Shoghi
andaðist barnlaus, og þvi er nú
enginn vörður trúarinnar i
heiminum, heldur alheimsráð,
sem Bahá’u’fláh lögfesti að stofna
mætti.
Köllun Bahá’u’lláh var að koma
á einingu mannkyns —■ þurrka
burt misræmi trúarbragða og
kynþátta og leiða mannkynið til
heimsfriðar. I bréfum sinum til
þjóðhöfðingja veraldarinnar
hvatti hann þá til þess að koma
saman á þing, semja um afvopn-
un og nýta auðæfi landa sinna
þegnunum til farsældar. Heims-
trúfesti og einlægni, i staðfestu og
stöðuglyndi, fyrir mannúðarverk
og þjónustu við hina mannlegu
veröld, i ást til allra mannvera,
við að eyða fordómum og vinna
að alþjóðafriði".
Hópstarf Bahá'ia heyrir undir
stjórnunarskipun trúarinnar.
Bahá’u'lláh mælti svo fyrir, að á
hverjum stað, þar sem tala
Bahá'ia nær niu, skuli stofnað
Hús réttvisi (andlegt svæðisráö).
Með hverri þjóð, þar sem fjöldi
svæðisráða fiefur náö tilsettri
tölu, er stofnað andlegt þjóðráð,
en yfirstjórn trúarbragðanna er i
höndum Allsherjarhúss réttvis-
innar, sem stofnað var árið 1963.
Útbreiðsla Bahá'í-trúar
Allsherjarhús réttvisinnar, sem
stjórnar útbreiðslu Bahá’i-trúar,
hefur starfað i tiu ár. Þjóðráð eru
nú i hundrað og þrettán löndum
og svæðisráð skipta að sjálfsögðu
mörgum þúsundum.
Bahá’iar eru i öllum álfum
heims — i borgum, bæjum og
þorpum, meðal hirðingja og á
skipum — jafnvel eru til fangelsi,
þar sem svæðisráð hafa verið
stofnuð. Og Bahá’iarhafa fulltrúa
hjá Sameinuðu þjóðunum i aðal-
stöðvum þeirra i New York og
fengu þar tillögurétt árið 1969.
Mest er útbreiðsla trúarinnar i
Persiu, Indlandi, Viet-Nam og
Bandarikjunum, en siðustu árin
hefur hún breiðzt óðfluga út i
sumum löndum Afriku.og Suður-
Ameriku og þó ekki sizt Evrópu —
hvergi samt hlutfallslega jafnört
um þessar mundir sem hér á Is-
landi.
Margar útbreiðsluráðstefnur
hafa verið haldnar i Evrópu i
sumar, og hafa þó nokkur islenzk
ungmenni sótt þær.
Framgangur Bahá'í-trúar
á íslandi
Það er erfitt að segja með fullri
vissu, hvenær Bahá’i-trúar var
fyrst getið hérlendis, þar sem
viða þyrfti aö leita i blöðum til
þess aö ganga úr skugga um þaö.
En i Nýju kirkjublaöi Þórhalls
biskups Bjarnasonar var vinsam-
lega frá henni sagt árið 1908. Aft-
ur á móti mun það fyrst hafa ver-
ið árið 1926, aö eyru voru lögð að
ráði við kenningum þessa trú-
flokks hérlendis.
Þá kom i Hnitbjörg listasafn
Einars Jónssonar, útlend kona, er
var farþegi á skemmtiferðaskipi.
Hún hét Amalia Collins. Hún var
Bahá’ii. Til leiðsögu i safninu var
Hólmfriður Arnadóttir, kennari
og rithöfundur, skagfirzkrar ætt-
ar. Hún var guðspekinemi og fús
til þess að hlýða á nýstárlegar
kenningar. Kunningsskapur tókst
með þeim Amaliu og Hólmfriði,
og sá kunningsskapur leiddi til
Leghýsi Bábins á Karmelfjalli
þess, að Hólmfriður þýddi eina af
bókum Bahá’ia, Bahá’u’lláh og
nýi timinn, er siðan var gefin út
og dreift viða um land.
Það var þó ekki fyrr en 1950, að
tslendingur snerist opinberlega
til Bahá’i-trúar. Það gerðist úti i
Danmörku. Siðar kom hann heim,
og um skeið var hann einn um
átrúnað sinn á tslandi. Stóð svo,
þar til fólk frá Danmörku og Kan-
ada kom hingað árið 1958 til þess
að kynna þessi trúarbrögð, sam-
kvæmt tiu ára áætlun, er gerð
hafði verið.
Við þessa heimsókn snerust
þrir tslendingar til Bahá’i-trúar.
Tveir þeirra eru nú látnir, annar
þeirra rithöfundurinn Jochum
Eggertsson, öðru nafni Skuggi.
Um sama leyti gerðust Bahá’iar
tvær þýzkar konur, sem búsettar
voru hérlendis, önnur islenzkur
rikisborgari.
Aður en þetta gerðist hafði
Bahá’i-trú veriö kynnt hér opin-
berlega með fyrirlestrum i út-
varpi og á fundum. Það gerði
Marta Root, heimskunn kona, ár-
ið 1936.
Arið 1963 hófst niu ára áætlun
um útbreiðslu trúarinnar, og það
er á þessu timabili, er straum-
hvarfa verður vart, þótt Bahá’i-
trú hafi ekki stórunnið á fyrr en
siðustu misseri. Fólk byrjaði að
snúast til Bahá’i-trúar 1964, þó
mjög dræmt, og i ársbyrjun 1971
voru tuttugu og sex Bahá’iar á Is-
landi. Þá var i fyrsta skipti skipu-
lögð gagnger kynning á trúnni, og
um eina helgi i janúarmánuði
1971 tvöfaldaðist tala islenzkra
Bahá’ia.
Eftir þetta fór Bahá’ium ört
fjölgandi, og i septembermánuði
1971, er Norður-Atlantshafsráð-
stefna Bahá’ia var haldin i
Reykjavik, voru islenzkir Bahá’i-
ar orðnir fjögur hundruð.
Fyrsta svæðisráð Bahá’ia var
stofnað i Reykjavik 1965, en á eft-
ir fylgdu svæðisráð i Hafnarfirði,
Kópavogi og Keflavik 1971 og á
Akureyri 1972. Þjóðráð var i
fyrsta skipti kosið 28. april 1972.
Nú siðustu mánuði og misseri
hefur fjöldi fólks snúizt til þessar-
ar trúar, langflest þess ungmenni
á aldrinum fimmtán til tuttugu
ára. t fyrravetur létu Bahá’iar
talsvert til sin taka i ýmsum skól-
um, svo sem Núpsskóla, Skóga-
skóia, Hamrahliðarskóla og
heimavistarskólanum i Neskaup-
stað.
1 sumar hafa fjórar sveitir
Bahá-ia verið á ferðalagi um
landið til þess að kynna þessa
nýju trú, og sums staðar hefur
þeim orðið verulega ágengt.
Þannig gerðust þrjátiu og þrir
Bahá’iar á Akranesi, þrjátiu i
Borgarnesi, tólf i Stykkishólmi og
tiu á Hvammstanga. Aftur á móti
aðeins einn á Selfossi og tveir á
Eskifirði, svo að dæmi séu nefnd.
Það mun varla fjarri lagi, að
Bahá’iar hérlendis fari að nálgast
tvöfalda þá tölu, er var um þetta
leyti i fyrra. Þetta er þó ályktun
blaðsins sjálfs, og ef til vill hefur
tala manna i þessum trúarflokki
ekki farið yfir sjö hundruð — enn
sem komið er.
Nú er á döfinni, að Bahá’ar
reisi musteri i Kópavogi, og að
minnsta kosti sums staðar úti á
landi hafa þeir merkt sér hús.
Þannig má til dæmis sjá i
Fjarðarstræti á tsafirði áletrun-
ina „Bahá’i-hús”.
Meðal Múhameöstrúarmanna
cru þcir menn nefndir múllar, er
iðka rannsóknir á kóraninum og
leiðbeina þeim, sem aöhyllast
Múhameðstrú. Það gerðist austur
i Pcrsiu, að tveir múllar spáðu
komu hins fyrirheitna fræðara
fyrir tæpum tvö hundruð árum.
Þeir sendu lærisveina i leit að
honum, og nokkru eftir dauöa
annars múllans fann einn læri-
sveina hans slikan mann og tók
við yfirlýsingu hans um köllun
sina. Þetta var 23. mai 1844. Hann
hét Ali Múhammeö, en tók sér
upp frá þessu nýtt nafn, Bábinn,
scm þýðir hliöiö.
Bábinn sagðist þó aðeins vera
fyrirrennari heimsfræðara, sem
skjótt myndi koma fram á sjónar-
sviðið og búa menn undir viðtöku
guösrikis.
Bábinn ritaði Báyaninn, helga
bók, en nitján árum eftir að hann
kom fram, lýsti Bahá’u’lláh yfir
köllun sinni. Bábinn var tekinn af
lifi af stjórnarvöldum i Persiu,
sem óttuðust hinn nýja boðskap,
og i kjölfarið fylgdu atburðir, sem
leiddu til mikilla ofsókna og lif-
lát þrjátiu þúsund Baháía.
Frá aftöku Bábins var sagt i
blöðum i Evrópu, þvi að erlend-
um sendiherrum hafði verið boðið
að vera við aftökuna. En i fyrstu
atrennu gerðist þaö, að aftöku-
sveitin skaut i sundur böndin,
sem fanginn var bundinn með en
grandaði ekki honum sjálfum.
Um þetta var samið leikrit, og
var sá sjónleikur sýndur bæði i
Parisog Moskvu. Sara Bernhardt
var einn leikendanna.
Bábinn stofnaði nýtt timatal, og
þvi fylgdu Bábiar og siðar
Bahá’iar. Þar er árinu skipt i
nitján timabil og eru nitján dagar
i hverju, en þar við bætast fjórir
til fimm aukadagar á ári i lok
næstsiðasta timabilsins og byrjun
hins siðasta, sem lýkur á jafn-
dægri á vori, 21. marz ár hvert.
Við sólsetur i árslok halda
Bahá’iar nýárshátið, sem hefst
við sólsetur, þvi að þá telja
Bahái’ar nýjan dag byrja. Sam-
kvæmt þessu dagatali er haldin
nitján daga hátið, er deilist á
fyrsta dag hvers timabils.
t ofsóknum persneskra stjórn-
arvalda árið 1853 var Bahá’u’all-
áh hnepptur i fangelsi, þar sem
hann sat i hlekkjum með járnfjöt-
ur um háls. Loks var hann leystur
úr dýflissunni fyrir atbeina rúss-
neska sendiherrans, en alla ævi
bar hann mikil ör á herðurn og
hálsi eftir járnfjöturinn. Rúss-
neski sendiherrann var tengdur
fjölskyldu Bahá’u’lláh.
Nú var Bahá’u’lláh rekinn i út-
legð til Bagdad, en þaðan komst
hann seinna sendur til Kon-
stantinópels. Þaðan hraktist hann
á enn aðra staði, unz honum var
komið til Akka i Palestinu þar
sem Tyrkir vistuðu þá stórglæpa-
menn, er þeir kölluðu. Þaðan átti
enginn afturkvæmt. Frá Kon-
stantinópel skrifaði Bahá’u’lláh
öllum þjóðhöfðingjum jarðar
bréf, þar sem hann lýsti köllun
sinni, og varaði við þvi, að hásæti
þeirra myndu hrynja, ef þeir
sinntu ekki oröum hans. Allir
litilsvirtu bréf hans, nema
Viktoria Bretadrottning, er svar-
aði: „Ef þetta er af guði, þá mun
það vara — ef ekki, þá að engu
verða.”
Bahá’u’lláh andaðist 29. mai
1892 og skipaði i erfðaskrá sinni
elzta son sinn, Abdúl-Bahá túlk-
anda og skýranda kenninga
sinna. Abdúl-Bahá, túlkandinn,
var fangi með föður sinum frá tiu
ára aldri og allt þar til Ung-
Tyrkjar steyptu stjórnarvöldum
lands sins af stóli 1908. Eftir það
ferðaðist hann viða, meðal ann-
ars til Vesturheims, þar sem
Bahá’i-trú hafði náð fótfestu. Við
hann eru trúarbrögðin nú kennd.
Hann lézt i Haifa i ísrael 1921 og
Virkiö I Akka. Bak viö gluggana til hægri er fangaklefinn, þar sem Bahá’u’lláh var hafður I haldi áriö
1868. Ætlun óvina hans var aö brjóta Bahá’I-trúna á bak aftur, en fangavist höfundar hennar varö henni
þvert á móti hin mesta tyftistöng.
Spámaðurinn Bahá’ u ’ lláh, upphafsmaöur Bahá’f-trúar.
friður og farsæld mannkyns er
enn i dag markmið Bahá’ia.
Hættir Bahá'ia, markmið
og kjarni trúarskoðana
Hvcrnig eru hættir Bahá’ia,
hvaða reglum fylgja þeir og hvað
telja þeir mikiivægast i sambúð
sinni? Þvi má kannski svara i
stuttu máli á þessa leið:
Messur telja þeir sig ekki
þurfa. Aftur á móti lögfesti
Bahá’u’lláh daglegar skyldubæn-
ir, svo að allir Bahá’iar skyldu
vera i daglegu samneyti við guð,
auk ýmissa annarra bæna, sem
sagðar eru fram kvölds og
morgna og um miðjan dag, jafn-
vel einnig um nætur.
Bahá’iar ráðgast sin á milli um
öll málefni sin. Ekkert er fram-
kvæmt fyrr en það hefur verið
samþykkt eftir rækilegar umræð-
ur. Þannig bera allir Bahá’iar, á
hvaða aldri sem þeir eru, sam-
eiginlega ábyrgð á málefnum
samfélagsins. Þessi samráðgun
fer fram á nitján hátiðisdögum,
þar sem mál eru borin fram til
umræðna.
Þegar Bahá’iar koma saman,
byrja þeir samfundi sina á bæna-
gerð, sem á að hreinsa hug og
hjarta af skoðunum og viðhorf-
um, sem þeir kunna að hafa til-
einkað sér fyrirfram, svo að þeir
geti veitt öllum tillögum og rök-
um viðtöku opnum huga og verið
við þvi búnir að hverfa frá þvi,
sem þeir sjálfir hafa gert sér i
hugarlund. Jafnskjótt og tillaga
hefur verið lögð fram eða skoðun
orðuð, er hún orðin ópersónuleg.
Hún er ekki lengur hugmynd
þess, sem flutti hana, heldur allra
eign, og hana ber að rannsaka
rækilega og betrumbæta eins og
föng eru á og þjónar þvi mark-
miði, sem aö er stefnt. Leiðtoga-
staða er ekki til, og markmiðið er
það eitt að þjóna samfélaginu og
einstaklingum innan þess.
Kosningar meðal Bahá’ia fara
fram einu sinni á ári á svokallaðri
ridvanhátið, 1. april, og þá er all-
ur kosningaáróður bannaður. Svo
fast er eftir þvi gengið, að hann
eigi sér ekki stað, að hjón mega
ekki bera saman bækur sinar um