Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 TÍMINN Útgefandi: FraTnsóknarflokkurínn ÍFramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-i; iarinn Þórarinsson (ábm..), Jón Helgason, Tómas Karlsson.g ÍAndrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans).:; i Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif-i;i stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300-18306j;i i Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs^i; i ingasími 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldí i 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein-';; takið. Blaðaprent h.f. Enn reiknar Björn Ingi Tryggvason, blaðafulltrúi búnaðarsam- takanna, svaraði Birni Matthiassyni hagfræð- ingi nokkrum orðum i Mbl. sl. laugardag. M.a. gerði hann athugasemdir við þá útreikninga á „vinnuaflsafkbstum" i landbúnaði, sem Björn hafði gert að umtalsefni. Ingi upplýsir, að i verðlagsgrundvelli land- búnaðarins sé svo ákveðið, að bóndi með 400 ærgilda bú fái greiðslu fyrir 2.900 vinnustundir bóndans, 600 vinnustundir húsfreyju og 1000 vihnustundir unglinga. Samtals eru þetta 4.500 vinnustundir eða um 90 vinnuvikur. Er þá gert ráð fyrir 52 vinnuvikum hjá bóndanum, en vinnutimi húsfreyju og unglinga metinn til 40 stunda vinnuviku. Meðalbú i landinu,var á sl. hausti um 360 ærgildi, og ætti þvi vinnuvikna- fjöldi á sliku búi að vera nálægt 80 á ári. Ef gert er ráð fyrir 4.900 bændum i landinu, greiðir verðlagningin samtals 392 þúsund vinnuvikur, en skv. skýrslum Hagstofunnar voru tryggingaskyldar vinnuvikur i land- búnaði árið 1970 nær 654 þúsund, en það er skv. þeirri tölu, sem „vinnuaflsafköstin" i land- búnaði eru reiknuð, svo fráleitt sem það er. Þessi mikli munur á greiddum vinnuvikum og „tryggðum vinnuvikum" stafar af þvi, að Hagstofunni er skylt að telja vinnuvikurnar skv. ákvæðum tryggingalaganna, en af ýmsum ástæðum verða vinnuvikur i landbún- aði stórlega oftaldar með þvi móti. Bændur og skyldulið þeirra,er tryggt allt árið við landbúnað, og fellur sú trygging ekki niður, þótt önnur störf séu unnin lengri eða skemmri tima ársins. Ennfremur er mjög margt gamalt fólk tryggt við landbúnaðar- störf, þótt það hafi að verulegu leyti hætt dag- legum störfum vegna aldurs, og ýmsir, sem taldir eru til landbúnaðar, gegna margs konar öðrum störfum en landbúnaðarframleiðslu. Þannig gefa þær tölur, sem Björn Matthias- son notar, til að sýna fram á litil vinnuaflsaf- köst og lágt framleiðnihlutfall landbúnaðarins, ekki neitt tilefni til samanburðar við afköst og framleiðni annarra stétta. Réttara væri að leggja til grundvallar þann vinnustundafjölda, sem bændur fá greiddan, og meta vinnuaflsafköst þeirra eftir þvi. Um þetta segir Ingi Tryggvason: „Raunar er það svo, að þessar bollalegg- ingar um „vinnuaflsafköstin" eru út i bláinn. Það er engu auðveldara að bera saman afköst bónda og múrara,heldur en t.d. hagfræðings og prests. Það er hægt að vita, hvað þjóðfélagið metur þjónustu þessara manna til mikilla pen- inga, en við getum endalaust um það deilt, hvort slikt mat sé rétt eða rangt frá þjóðhags- legu sjónarmiðiV Björn Matthiasson hefur tekið að sér að reka einhliða áróður gegn bændum og landbúnaði. 1 fyrstu atrennu misreiknaði hann sig um 570 milljónir króna, er hann var að leggja saman „ölmusufé" til bænda. Ekki taldi hann sig þurfa að leiðrétta þessar firrur i þeim fjöl- miðli, er hann flutti þær i, heldur telur sig þess umkominn að halda áróðri, byggðum á álika traustum forsendum, áfram. —TK. GABRIEL R0NAY: Ungverska stjórnin hefur endurreist Imre Nagy Rit eftir hann er allt í einu meðal notaðra bóka, sem menningarmálaráðuneytið heimilar sölu á RIKISSTJÓRN Janos Kadars i Ungverjalandi virðist hafa stigið fyrstu skrefin i þá átt að endurreisa mannorð og minningu Imre Nagy, hins þjóðlega forsætis- ráðherra Ungverjalands, sem tekinn var af lifi eftir uppreisnina árið 1956. Fræðilegar hugleiðingar Nagys um landbúnaðarstefnu flokksins eru á skrá rikisreknu bóksölunnar Kultura yfir gamlar bækur, sem boðnar eru til sölu. Þar með er á enda 15 ára útskúfun eða bann- færing þessa fyrrverandi forsætisráðherra. Flokkurinn hefir einkarétt til bókaútgáfu og Menningar- málaráðuneytið litur vel eftir sölu notaðra bóka. Það er þvi stjórnmálaviðburður, þegar ritverk Nagys koma á markað, og ákvörðun um það hefir efa- laust verið tekin á æðstu stöðum. Þar með er Nagy kippt upp úr útskúfuninni likt og með töfrasprota og tekinn að nýju i tölu stjórnmála- manna, sem hafa mótað stefnu flokksins á hinum ýmsu timum og veitt þjóðinni forustu. NAGY hlaut stjórnmála- uppeldi sitt og tamningu sem kommúnisti i Moskvu, var i útlegð i Sovétrikjunum á styrjaldarárunum og lifði af hreinsanir Stalfns vegna hollustu sinnar við flokks- linuna. Honum var trúað til að framkvæma umbætur i land- búnaðinum i Ungverjalandi eftir striðið og varð bráðlega átrúnaðargoð langsoltinná bænda i landinu. Hann var knúinn til að draga sig i hlé, þegar sam- yrkjubúunum var komið á með valdboði. Krustjeff dró hann svo upp úr ruslakistunni þegar afstalfnun hans stóð sem hæst, enda var hann álit- inn eini maðurinn, sem gæti sameinað kommúnistaflokk- inn i Ungverjalandi, og þjóðina um leið, ef allt færi vel. Flokksleiðtoginn Matyas Rakosi átti mestan þátt i þvi, að afstalinunin i landinu mistókst. Reiði almennings yf ir glæpum Stalins brauzt út i uppreisninni árið 1956. Nagy lenti þá i þeirri siður en svo öfundsverðu aðstöðu að verða að velja milli þjóðar- hagsmuna og hollustu sinnar við Moskvu. Hann hlaut að velja þá leiðina, sem honum var fær sem heiðarlegum stjórnmálamanni. Hann fordæmdi innrás Rússa, bað um aðstoð Sameinuðu þjóð- anna og sagöi Ungverjaland úr Varsjárbandalaginu. NAGY og samráðherrar hans leituðu skjóls i Júgó- slavneska sendiráðinu i Budapest undan skriðdrekum Rússa i nóvember 1956. Janos Kadar myndaði rikisstjórn, sem vará bandi valdhafanna i Moskvu og naut verndar rússneska hersins. Hann bauð Nagy grið. 22. nóvember 1956 rændu rússneskir hermenn Imre Nagy úr bil, sem Kadar haföi sent eftir honum til lúgó- slavneska sendiráðsins i höfuðborginni. Næst fréttist um Nagy 17. júni 1958. Þá tilkynnti rikis- stjórn Kadars, að Nagy hefði' verið sakfelldur fyrir and- byltingarglæpi, verið dæmdur til dauða og tekinn af lifi. .Janos Kadar SKRÁIN yfir notaðar bækur, sem felur i sér fyrsta vottinn um endurreisn Imre Nagys, ber raunar vott um fleiri breytingar. Á skránni eru ritverk eftir fræga sagn- fræðinga, þjóðfélagsfræðinga og rithöfunda frá þvi á timum keisaradæmisins Austurriki- Ungverjaland, og eins frá timum Horthys, en bækur þeirra hafa til þessa verið bannaðar. Stúdentar, sem voru að löglegum hætti að kanna þessa tima,gátu ekki einu sinni fengið sumar þeirra til afnota. Bókaskráin, virðist með óðrum orðum binda endi á þann opinbera boðskap flokksins, að allt það, sem nokkurs virði sé i landinu, hafi orðið til eftir frelsun Sovét- rikjanna, að siðari heims- styrjöldinni lokinni. Þar með er söguleg framvinda viður- kennd og ritverk nútima höf- unda i viðari skilningi f alla inn i heildarsögu Ungverja i þúsund ár. Þetta er fyrsta áþreifanlega dæmið um tilraun flokksforustunnar til að framfylgja á menningar- sviðinu stefnu Kadars um þjóðarsættir — pólitiskan undanfara hinna efnahagslegu framfara. BÓK nr. 5417 á skránni heitir St. Stephen og er eftir Balint Homan, sem var menntamálaráðherra i hægri- stjórn Horthys aðmiráls. Þar getur lesandinn séð með eigin augum, hverjum tökum borgaralegur sagnfræðingur tekur feril stofnanda krist- innar kirkju i Ungverjalandi fyrir tiu öldum. Skammt frá á skránni er svo ritgerð eftir Bela KÖpeczi, framkvæmda- stjóra visindaakademfunnar, um Tamas Esze, leiðtoga bændabyltingarinnará 15. öld. Þeir, sem áhuga hafa á hinum illræmda aðli Ungverjalands þykjast efa- laust hafa himin höndum tekið, þegar þeir komast yfir „aðalsbækurnar", sem eru á skránni. Nr. 5425 er heildar- skrá um aðalstitla, upphaf þeirra og nöfn þeirra, sem veittu þá. Lesendur, sem hafa áhuga á sögu Ungverjalands ritaðri á hefðbundinn hátt. hafa efalaust mikla ánægju af bókinni, þúsund ára saga Ungverjalands, sem gefin var út árið 1939. TVÆR bækur á skránni vekja athygli fyrir það, hve skammt er þar á milli þeirra, jafn fjarskyldar og þær eru. önnur hefir að geyma rit Laszlo Rudas, sem er viður- kenndur heimspekingur á anda Marx og hefir afsakað ofsóknirStalins.en hin geymir riteftir Gyula Szekfu, sem var viðurkenndur sagnfræðingur og lögerfðasinni á valdaárum Horthys, þar sem hann skýrir orsakirnar að falli kommúnu Bela Kuns. Málkönnun Antals Horger hefir meira að segja verið dregin fram i dagsljósið, en hann var með afbrigðum ihaldssamur kennari við Szeged háskóla. Hann tók að sér að meina Attila Jozef aðgang að háskólanum, en hann var fremsta ljóðskáld vinstrimanna á árunum milli 1930 og 1940. EKKI má gera of mikið úr áhrifum breyttrar stefnu i menningarmálum. Tilraunir rikisstjórnar Kadars til þess að bjarga þvi verðmætasta úr fortiðinni, eru eigi aö siður táknrænar mjög. Skráin um notaðar bækur til sölu^iefir efalaust verið samin með gjaldfæra kaupendur i huga, en þó naumast ein- vörðungu út frá þvi sjónar- miði. Hins má eigi að siður minnast, að þessar pólitiskt lituðu bækur hefðu margar hverjar verið malaöar i kvoðu hér áður fyrr, en nú eru þær boðnar til sölu — á háu verði að visu. Þetta eflir það álit erlendis, að eining riki meðal þjóðar- innar, og um leið vitundina um menningarlegt samhengi og framvindu heima fyrirMarxist gagnrýni i samfélagsfræðum og sögu er þar með að nokkru losuð undan valdboðinu, og auk þess stuðlar aðferðin að þvi, að rit þeirra manna, sem lýsa hinu nýja Ungverjalandi sósialismans i'alli eðlilega inn i vef þúsund ára sögu þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.