Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 29. ágúst 1972 Steinunn Svcinsdóttir, matráðskona i Asbyrgi, önnur frá vinstri, ásamt þrem starfsstúlkum: Grðrúnu Viggósdóttur, ögn Sigfúsdóttur og Þóru Guðmundsdóttur. Þrekvirki - og þi brot af miklu st< legri hugmynt Það er gott að selja i'ólki ost og humar og alls konar gómsætar afurðir úr sjónum eða mold- inni — en þó jafnvel ennþá betra að geta látið fólki i té heilsubót, enda þótt gegn gjaldi sé, þvi að sá sem hana kaupir, ber vinarhug til lands og þjóðar upp frá þvi. Hérrabbar gamla fólkið saman undir piasthimni meðalblómanna. „Það má viða leita á jarð- kringlunni til þess að finna byggöarlag, sem jafnast á við Hveragerði. Hér hefur náttúran verið fágætlega örlát á dýrmætar gjafir, sem óviða verða höndlað- ar. Ég vil, að sett verði sérstök lög um Hveragerði. Hér á að vera garðyrkju- og heilsulindabær og heimkynni eftirlaunafólks, af hvaða stétt sem er, að lokinni starfsævi þess, og ég er viss um, að hcr má koma upp stofnunum, scm rómaðar yrðu um viða ver- öld — hvar sem til þeirra spyrð- ist". Þannig fórust Gisla Sigur- björnssyni forstjóra orð, er blaðamaður frá Timanum brá sér austur yfir fjall á dögunum til þess að kynna sér starfsemi hans i Hveragerði. — Hveragerði er ungur bær, sagði Gisli, og hér hefur allt risið af grunni á skömmum tima. Þetta fámenna bæjarfélag, sem aðeins hefur á að skipa eitthvað þúsund manns samtals, að með- töld. börnum og gamalmennum, hefur ekki bolmagn til þess aö gera allt, sem gera þarf til undir- búnings þvi, að Hveragerði verði sá staður, sem þvi ber að vera — gera það af nógu mikilli reisn, nógu fljótt og nógu vel og ræki- lega. Hér kemur Iika til, að Hvera- gerði verður að halda þeim sveitarsvip, sem það ber, og þess vegna má ekki byggja hér eins og i borg — það verður að vera rúmt um húsin, og hér má ekki byggja nein háhýsi. Þetta er atriði, sem skiptir framtið Hveragerðis miklu máli. SÁ, SEM KAUPIR HEILSUBÓT, LÆTUR VINATTU FYLGJA GJALDI — Löggjöf um ætlunarverk og stöðu Hverageröis I samfélaginu verður þess vegna að fylgja rikis- framlag, eigi hún að verða meira en pappirsgagn, hélt Gisli áfram. En þvi yrði siður en svo á glæ kastað, ef framkvæmdin verður i samræmi við markmiðið. 1 Hveragerði eiga menn að geta styrkt og endurheimt heilsu sina, og þessi litli bær hefur þegar fengið það orð á sig langt út fyrir landsteinana, að hingað munu er- lendir menn leita i sivaxandi mæli, sér til heilsubótar, jafn- skjótt og unnt er að taka á móti þeim. Það er ágætt að selja þorsk og humar og hvers konar lagm. og allt þess konar,grundvöllur þjóð- félags okkar, og fyrir sjávar- afurðirnar fáum við fémuni til þess að kaupa margvislegar nauðþurftir og hrinda þvi i fram- kvæmd, sem við höfum hug á. En það eru til aðrar leiðir, sem við getum einnig farið i lifsbarátt- unni, jafnframt, og ef við getum hjálpað fólki i nauðum til þess að endurheimta heilsu sina, eins og sannarlega hefur gerzt i Hvera- gerði, gerum ekki aðeins viðskipti — seljum það, sem fúslega er greitt — heldur ávinnum við okk- ur lika vini, sem ekki munu gleyma landi og þjóð. Nýting heilsulindanna i land- inu, bæði i þágu innlendra manna og erlendra, er einn af okkar stærstu vinningum i happdrætti tilverunnar, að öllum öðrum heiðarlegum atvinnuvegum ólöstuðum. SNEFILEFNIN í ANDRUMS- LOFTINU I HVERAGERÐI — Menn verða almennt að fara að átta sig á þvi, að heilsuhæli á slikum stað, sem Hveragerði er, eru hvorki órar né skrum. Hingað hefur fjöldi fólks sótt heilsubót, bata og lækningu meina. En það gætu bara miklu fleiri gert, ef réttilega er i haginn búið. Og við eigum ekki að láta okkur lynda að tala einungis um það, heldur verðum við aö framkvæma það. Það væri langt mál að lýsa þvi, hvað Hveragerði hefur til brunns að bera. En á það má drepa, að hér eru þrjátiu og sex afbrigði hvera eða jarðhitasvæða, greind eftir þeim efnum, sem eru i vatn- inu og gufunni. Kannski er það þó aðall staðarins og kóróna, að gifurlegt magn gufu, sem þeytist hér upp úr jörðinni ár og daga og allar stundir, er þrungið söltum og snefilefnum, sem mettar and- rúmsloftið. t þessum efnum, sem liggja hér bókstaflega i loftinu og fylla vit okkar og lungu, i hvert skipti sem við drögum andann, býr lækningamáttur, sem ég held, að eigi meginþátt i þeim bata, sem margir hafa fengið hér. Þetta er auðvitað ekki neitt töfra- meðal, sem bætir öll mein, og menn verða ekki albata á svip- stundu. En ég fer ekki ofan af þvi, og hef þar við gild rök að styðj- as, að i gufunni eru efni, sem eru slik bætilyf, að þau vinna á bug sumum sjúkdómum manna og kvillum. MAÐUR, SEM LÆTUR VERK- IN TALA MALI SINU Svo mælti Gisli Sigurbjörnsson. Og hann getur nokkuð gilt úr flokki talað, þegar Hveragerði er á dagskrá, þvi að verkin tala með honum, og þau ósmá. Þar hefur hann unnið stórv. sem hafa ékki aðeins talað heldur hrópa þau til hvers þess manns, sem hefur opnar hlustir og opin augu. Þó eru athafnir hans i Hveragerði aðeins hluti þess, sem hann hefur með höndum, þvi að eins og allir vita stjórnar hann einnig svo umsvifa mikilli stofnun i Reykjavik, þar sem er dvalarheimilið Grund, að flestir þættust þar hafa fullar hendur, og lætur þar að auki margt annað til sin taka, er of langt yrði upp að telja að sinni. Það eru nokkurn veginn rétt tuttugu ár siðan Gisli tók að nema land i Hveragerði, og nú er svo komið, að hann helgar sér þar tvö stór hverfi — nýbyggð mikla i kinninni norð-vestan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.