Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 TÍMINN Rok og rigning á Suðurlandi. Sumar og sól á Norðurlandi ÞÓ-Reykjavik. Þótt að Reykvikingar verði að hima i roki og rigningu dag eftir dag, er ekki hægt að segja það sama um Norðlendinga og Aust- firðinga. 1 gær var t.d. 18 stiga hiti og sól á Akureyri, en þó að hitinn væri mikill þar, þá komst hann hærra á öðrum stað á Norðurlandi þ.e. Máná á Tjör- nesi. Þar var heitast 25 stig um nónbilið i gær. — Austfirðingar fóru ekki var- hluta af sólinni. Hitinn komst t.d. i 19 stig i Neskaupstað eftir há- degið i gær, og um kvöldmatar- leytið var þar 13 stiga hiti. ÞÓ-Reykjavik. i síðustu viku seldu 26 islenzk sildveiðiskip afla sinn i Dan- mörku og Þýzkalandi, alls 1.632 lcstir. Þessi sildarafli seldist fyrir 20 m. 971 þús., meðalverðið i vik- unni var kr. 12.85. Þó svo að með- alverðið hafi ekki verið hátt i þessari viku, þá varð það miklu jafnara en oftast áður. Lægsta meðalverðið að þessu sinni var kr. 10.95. Þessi mynd er tekin nýlega við Siglufjarðarveg ytri, réít hjá Hraunum. Apparatið sem þarna sést, er grjótkvörn vegagerðarinnar, og er hún að mala ofaniburð i veginn. Þó að vegurinn sé ágætur, hefur ekki verið borið ofan i hann, siðan Strákagöngin komu til sögunnar, og þótti það timabært nú.Cljósm. A.B.) Færeyingar vísa öllum ómerktum togurum frá KJ-Reykjavik. — Allir hafnarstjórnar og 'hafnarverðir i Færeyjum/ hafa fengið ströng fyrirmæli um að banna ómerktum brezkum togur- um að koma til færeyskra hafna, sagði Páll Kjær hafnarvörður i Trangisvogi i Færeyjum i viðtali við Timann i gær. — í gær kom hingað litill, brezkur togari, sagði Páll, Ross Tern GY-700, og hann var með nafn og númer eins og venjulega. Við höfum ákveðið að hleypa eng- um brezkum togurum inn i höfn- ina hér, nema þeir séu með nafn og númer bæði á skipinu sjálfu og eins og björgunarbátum og björgunarhririgum. Klíndu nafninu á Ölafur Guðmundsson i Þórs- höfn i Færeyjum sagði i viðtali við Timann i gær, að hafnar- vörðurinn i Miðvogi hefði sagt sér, að hringt hefði verið i hann frá Grimsby-togaranum Everton aðfaranótt sunnudagsins, og hefði skipstjórinn spurt sig, hvort Tveirteknir í landhelgi Annar reyndi að flýja með því að höggva á vírana ÞÓ-Reykjavík. Varðskip tóku tvo báta að ólög- legum veiðum i fyrrinótt. Fyrst tók varðskip Freystein NK-16 viö togveiðar innan fiskveiðitak- markanna út af Loðmundarfiröi. i fyrstu reyndi skipstjórinn á Freysteini að komast undan með þvi að höggva á virana og sigla á haf út, en skipstjórinn varð fljót- lcga að gefast upp. Farið var með Freystein til Seyðisf jaröar og ját- aði skipstjórinn brot sitt þar. Freysteinn er frekar litill bát- ur, 28 tonn. Annað varpskip, Oðinn tók sið- an vélbátinn Þorra ÞH 10 við ólöglegar togveiðar aðeins 0,8 sjómilur frá landi við Ingólfshöfða. Báturinn er nú kominn "til Reykjavikur og verð- ur mál skipstjórans tekið fyrir i dag. — Þegar Oðinn tók Þorra að ólöglegum veiðum.var hann á leið til að bjarga skipverjunum á Fjólu BA 150, en Fjóla var þá strönduð á Meðallandssandi. hann mætti koma inn og taka 15 lestir af vatni, þvi hann þyrfti að vera vel birgur, áður en hann h&ldi á tslandsmið. ,,Ég spurði skipstjórann, hvort nafn og númer væri á togaranum, og sagði skipstjórinn, að svo væri", sagði hafnarvörðurinn. ,,Þá var allt i lagi að hleypa hon- um inn, en um morguninn, þegar ég fór að gá að honum, sá ég, að skipsmenn voru að klina nafni og númeri á annan skipsbóginn, og þegar tpgarinn kom hingað inn á höfnina i Miðvogi, var málningin enn blaut, og höfðu málningar- taumar runnið niður skipshliðina. Þeir fengu vatnið, sem beðið var um,og i samtali leyndu skips- menn þvi ekki, hvert ferðinni væri heitið". Margir vildu kyrrsetja Ólafur Guðmundsson i Þórs- höfn sagði Timanum i gær, að margir hefðu viljað kyrrsetja togarann, sem kom til Þórshafn- ar á laugardaginn, en það skip var nafnlaust og númerslaust. A meðan á viðræðum skipstjórnar- manna, umboðsmanns brezkra togaraeigenda og fulltrúa danska sjóhersins stóð/ um borð i togaranum i Þórshöfn á laugar- daginn, fékk skipið vatn, og fór siðan strax út. Færeyska stjórnin kom saman strax siðdegis á laugardaginn og ræddi togarakomur til Þórshafn- ar. Að fundi sinum loknum gaf hún út ströng fyrirmæli til allra hafnarstjóra og hafnarvarða i öll- um höfnum i Færeyjum um að brezkum togurum, sem málað höfðu yfir nafn og númer, væri al- gjörlega óheimilt að koma til fær- eyskra hafna. Af viðtölum við aðila i Færeyj- um i dag, viröast Færeyingar staðráðnir i að framfylgja þess- um reglum, enda kveða alþjóða- reglur svo á, að nafn skips og skrásetningarnúmer skuli vera greinilega máluð á öll skip. Hins vegar virðist sem brezkir togaramenn fái að koma til hafn- ar i Færeyjum, enda þótt nafn og númer skipsins sé málað á aðeins einn stað á skipinu. Miranda á miðin Brezka eftirlitsskipið Miranda lagði af stað frá Hull á laugardag- inn, og er það þrem mánuðum fyrr en venjulega. ,,Við búumst ekki við neinum árekstrum við islenzku varðskip- in," sagði skipstjórinn á Miranda, Charles Adams, áður en hann lagði út höfn. „Við þekkjum is- lenzku varðskipsmennina, og höf- um haft vinsamleg viðskipti við þá a undanförnum árum," sagði Adams ennfremur. Brezka stjórnin hefur ekki gefið skipstjórnarmönnum á Miranda nein sérstök fyrirmæli varðandi Islandssiglinguna að þessu sinni, en brezkir togarar munu fá sömu aðstoð og áður frá skipinu. Aðstoð skipsins felst aðallega i að gefa ráð um meðferð á slösuðum mönnum, gera við radartæki og fiskileitartæki togaranna og að- stoða þá á annan hátt eftir þvi, sem tilefni gefst. „Þetta er meira i likingu við vegaþjónustu en verkstæði" sagði Adams skipstjóri i viðtali á föstu- daginn. Skipaö að má. út nöfn og númer Brezka togaraeigendasam- bandið hefur gefið öllum félögum sinum fyrirmæli um aö má út nöfn og númer brezku togaranna, þegar þeir eru i námunda við ts- land. Þegar þeir eru ekki við ts- land, hafa skipstjórar togaranna fengið fyrirmæli um að láta nöfn ognúmer vera á togurunum, ann- að sé ólöglegt. Togaramenn segjast gefa þess- 57 íbúðir í fyrsta áfanga hjónagarða KJ-Reykjavik. i gær hóftist framkvæmdir við fyrsta áfanga hjónagarðs á Grímsstaðaholti, sem Félags- málastofnun stúdenta reisirþar. i þessum fyrsta áfanga verða 57 ibúðir, en alls er ráðgert að reisa þrjú sams konar hús á Grims- staðaholti. Þorvarður örnólfsson, fram- kvæmdastjóri Félagsmálastofn- unar stúdenta, sagði Timanum i gær, að stefnt væri að þvi að ljúka við botnplötu þessa fyrstahúss fyr- 'ir áramót, og mun Guðbjörn Guðmundsson byggingameistari annast framkvæmdir. Smiði sjálfs hússins verður síðan boðin út. Dalamaður gaf eina milljón Framkvæmdaféð, sem nú er til umráða er gjafafé.en alls hefur andvirði 18 ibúða verið gefið. 26 SKIP SELDU FYRIR 20 MILLJÓNIR Hæsta meðalverð vikunnar fékk Hrafn Sveinbjarnarson GK, kr. 23.92, en Hrafn seldi 44.2 lestir 21. þ.m fyrir röska milljón. Hæstu heildarsöluna i vikunni fékk Gisli Arni RE 1.694 m. kr. Þetta er önn- ur vikan i röð, sem Gisli Arni er með hæstu heildarsöluna. Sjö bátar seldu fyrir meira en 1 milljón kr. i vikunni og eru þeir þessir: Jón Kjartansson SU 74.8 lestir fyrir 1.194, Hrafn Svein- bjarnarson GK 44.2 lestir fyrir 1.057, Gisli Arni RE 87.9 lestir fyr- ir 1.694, Börkur NK 72.5 lestir fyr- ir 1.049, Helga Guðmundsdóttir BA 80.1 lest fyrir 1.113, Magnús NK 86.4 lestir fyrir 1.025 og As- berg RE 80.5 lestir fyrir 1.084. Bartels jarð- settur á morgun Martin Bartels, bankafull- trúi i Kaupmannahöfn verður jarðsettur á morgun, miðviku- dag. Bartels var tslendingum vel kunnugur, enda var hann formaður tslendingafélagsins i Kaupmannahöfn um árabil. Bartels verður nánar minnst i tslendingaþáttum Timans. Nei á förum KJ-Reykjavik. Sovézki skákmaðurinn Nei, scm verið hefur einn af aðstoðar- mönnum Spasskis hér á landi, fer áleiðis til Tallin i dag, en þar stjórnar Nei skákskóla. Aðalhlutverk Neis hér á landi mun hafa verið að aðstoða Spasski við likamsrækt,en það er mikilvægt, að skákmenn séu vel a sig komnir likamlega, þegar þeir verða að sitja i fimm tima sam- fleytt yfir skákboröinu — þótt set- ið sé i góðum stólurp- Þegar viðraöi mátti sjá þá Spasski og Nei leika tennis á iþróttasvæðinu við Melaskólann, en undanfarið hefur ekki viðrað beint vel til tennisiðkana Fuglalífi hrakar við Mývatn Þó-Rcykjavík. Mývatn er meðal annars frægt fyrir sitt mikla fuglalif yfir sum- artimann, en fuglalifið hefur, fram til þessa, verið þar með þvi allra mesta á einum stað á islandi. Nú virðist breyting vera að komast á þetta og hefur fugla- lifið minnkað mjög við Mývatn hin siöari ár. Pétur Jónsson, bóndi i Reyni- hlið sagði blaðamanni Timans fyrir skömmu, að nú nokkur sið- ustu ár hafi fuglalifið minnkað mjög og að auki hefur fuglateg- undunum fækkað, sem verpa við Mývatn. Ástæðan fyrir þessari fækkun, er sú sagði Pétur, aö hettumáfur- inn er seztur hér að i miklum fjölda og hann rekur allan annan fugl frá sér, einnig er minnkurinn mikil plága. Pétur sagði, að það yrði að reyna einhver ráö til að koma i veg fyrir offjölgun hettu- máfs við Mývatn og einnig yrði að fækka villiminnknum þar. ar skipanir, til að villa um fyrir landhelgisgæzlunni, og koma i veg fyrir, að brezku togararnir þekkist á myndum sem gæzlan mun e.t.v. taka af þeim fyrir inn- an 50 milurnar. Brezka togarasambandið hefur sjálft sagt, að það sé ólöglegt að hafa ekki nöfn og númer á skipun- um, en samt gefur það fyrirmæli um að má hvorttveggja af, séu skipin i nálægð við tsland. Klippið sundur togvírana Reyndir islenzkir togaramenn hafa bent á, að næstum eina vopn lslendinga gegn brezkum togur- um, sem séu að veiðum innan fimmtiu milnanna, sé að höggva vörpurnar aftan úr þeim. Segja togaramennirnir, að þetta sé hægt með þvi, að varðskipin dragi dreka á eftir sér, og sigli fyrir aft- an togarana á togi. Með drekan- um nái þeir togvirunum um borð i varðskipin, þar sem þeir verði höggnir i sundur, og siðan sett bauja i vörpuna svo hún finnist og hægt sé að ná henni úr sjónum. Togaramenn segja, að þegar nokkrar vörpur hafi þannig verið höggnar aftan úr veiðiþjófunum, muni þeir hugsa sig um tvisvar áður en þeir kasta þeim innan við 50 milurnar. Fyrir nokkru gaf „gamall Dalamaður" Félagsstofnun stúdenta eina milljón króna, og skal upphæðinni varið til bygg- ingar hjónagarðs. Það fylgdi með þessari einu milljón, að Dala- maður skyldi hafa forgangsrétt að einni ibúð i hjónagörðunum. Þorvarður sagðist vonast til, að fleiri aðilar fylgdu fordæmi „Dalamannsins", en gefandinn vildi ekki láta nafns sins getið. Hann er nú fluttur úr Dölum og býr hér syðra. Dr. Ragnar Ingimarsson er for- maður bygginganefndar garö- anna, en formaður stjórnar Félagsstofnunarinnar er Björn Bjarnason lögfræðingur. Hjónagarðarnir verða byggðir eftir teikningu Hrafnkels Thorlaciusar arkitekts, en hann bar sigur úr býtum i samkeppni, sem efnt var til um gerð þessara fyrstu hjónagarða hérlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.