Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 29. ágúst 1972 TÍMINN 17 ENSKA KNATTSPYRNAN: Hughes færði Liverpool sigur með stórglæsilegu marki - Dougan skoraði sitt 200. mark í deildinni. Manchester-liðið hreiðrar um sig á botninum Liverpool ætlar ekki að láta sömu söguna og i fyrra endurtaka sig, en þá byrjaði liðið hina frægu sigurgöngu sina of seint. Hinir ungu og nýju leikmenn liðsins hafa nú hlotið mikla reynslu og eru ósigraðir á toppinum i 1. deildinni. Nú er bara að sjá, hvort orð fyrirliða liðsins, Tommy Smith, rætast, en hann sagði i april s.l.: ,,Ef við vinnum ekki deildina i ár, þá vinnum við næsta ár". i s.l. viku voru leiknar tvær umf. i deildinni, og mætti Liverpool-liðið Lundúnaliðum í báðum umferðunum — það má segja að Liverpool-liðið hafi haft heppnina með sér i leikjunum. Við skulum ekki vera að draga þetta lengur — heldur að lita á leikina i 4. og 5. umferð: briðjudagur 22. ágúst. Coventry—Arsenal 1:1 Everton—CrystalP. 1:1 Wolves— West Ham 3:0 Leikmenn Arsenal reyndu nýj- an sóknarleik gegn Coventry, en hann stöðvaðist á bakverðinum Mike Coop, sem sýndi hreint frá- bæran leik i vörninni, og einnig sótti hann „overlap" stift. Graham skoraði fyrir heima- menn, en bakvörður Arsenal, Rice jafnaði 1:1 eftir „overlap". Leikmenn Crystal Palace, sem eru búnir að lofa að bæta fyrir tvö léleg ár, náðu jafntefli gegn Everton,l:l. Mark Everton skor- aði Royle i hálfleik, en Jenkins jafnaði fyrir Palace i siðari hálf- leik. West Ham tapaði sinum fyrsta leik á keppnistimabilinu, þegar liðið heimsótti úlfana á Molineux. Mörk Úlfanna skor- uðu: Derek Dougan, með skalla, og var hann þar með orðinn fyrsti Irinn, sem skorað hefur 200 mörk i deildinni, Jim McCalliok og Richards bættu svo tveimur mörkum við fyrir Úlfana, en þeir hafa nú stöðvað tvö Lundúnalið i deildinni, sigruðu Tottenham 19. ágúst 3:2, einnig á Molineux. Miðvikudagur 23. ágúst: Chelsea—Liverpool 1:2 Derby—Man.City 1:0 A efri myndinni sést hvernig Dougan litur út nú, eftir að hafa skorað 200. deildarmark sitt. A neðrimyndinnisést hvernig hann leit út, þegar hann skoraði fyrsta deildarmark sitt, fyrir Ports- moúth. Leeds-Ipswich 3:3 Man.Utd—Leicester 1:1 Newcastle—WBA 1:1 Norwich—Southamp. 0:0 Stoke—Sheff.Utd 2:2 Tottenham—Birmingh. 2:0 Leikmenn Chelsea, sem hafa sýnt frábæra leiki á keppnistima- bilinu, voru eitthvað miður sin fyrstu 15 min. gegn Liverpool, og það kostaði liðið tap i leiknum. A fyrstu 15 min. tókst leikmönnum Liverpool að skora tvö mörk. Fyrst Toshack og síðan Callagan, en Garland skoraði fyrir Chelsea, sem sótti svo nær stöðugt í siðari ¦ hálfleik, en tókst ekki að jafna. Ensku dómararnir hafa verið mjög strangir i byrjun keppnis- timabilsins — það sézt bezt á þvi, að Mike Doyle, Man. City, fékk t.d. bókun fyrir að tefja auka- spyrnu, en hann var að biða eftir sinum af hrifningu. Coates lék upp kantinn, lék á þrjá varnar- menn og skaut þrumuskoti frá vitateigshorni, með jörðu i hornið fjær. A laugardaginn fór svo fram 5. umferðin, og fóru leikar þannig: Birmingham— CrystalP. 1:1 Chelsea—Man. City 2:1 Leichester—Coventry 0:0 Liverpool—West Ham 3:2 Man.Utd—Arsenal 0:0 Newcastle—Ipswich 1:2 Norwich—Derby 1:0 Southampton—-Wolves 1:1 Stoke—Everton 1:1 Tottenham—Leeds 0:0 WBA—Sheff. Utd. 0:2 Leikur umferðarinnar var leik- ur Liverpool og Wcst Ilam, og var Emlyn Hughes, fékk knöttinn i markteig Liverpool, tók stórkostlegt „overlap" —lék fram yöllinn, þræddi á milli leikmanna West Ham og þrumaði knettinum af 35 m færi,svo að hann söng efst i markhorninu. „Stórkostlegt, stórkostlegt", hrópaði þulur BBC, sem lýsti leik Liver- pool og West Ham. Lee, sem var að reima skóna sina. Það vakti gifurlega athygli, að hlægilega ungir menn léku i bakvarðastöðum Derby — það voru þeir Steve Powell, 16 ára og Alan Lewis, 17 ára, en bakverðir liðsins, Webster og Robson, voru meiddir, ásamt welska landsliðs- manninum Durban. Þrátt fyrir meiðslin tókst Derby að sigra sinn fyrsta leik á keppnistimabil- inu. Mark liðsins gerði Walker. Með geysilegum hraða, tækni og hugrekki tókst leikm. Ipswich að ná jafntefli gegn Leeds, sem náði alltaf forustunni, en leikmenn Ipswich jöfnuðu alltaf, siðast fyrrverandi Leeds-leik- maður, Rod Belfitt. Hin mörk liðsins skoruðu Hamilton og Beattie. Mörk Leeds skoruðu: Jordan (2) og Giles (viti). 29,010 þúsund. áhorfendur sáu WBA gera jafntefli 1:1 á heimavelli Newcastle. MacDonald skoraði fyrir heimamenn, en A. Brown, skoraði fyrir WBA. Frank Worthington, sem Lei- cester keypti frá Huddersfield i siðustu viku, jafnaði gegn Man.Utd 1:1, en mark Man.Utd. skoraði Best úr víti. Gil Reece skoraði tvö stórglæsileg mörk gegn Stoke. Mörk Stoke gerðu Smith og Hurst (áður West Ham) — fyrsta mark hans fyrir Stoke. Tottenham átti aldrei i erfiðleik- um gegn Birmingham, og tvö góð mörk færðu Lundúnaliðinu sigur. Atta ár voru siðan liðin mættust siðast. Mörk liðsins skoruðu: Chivers — fyrsta mark hans á keppnistimabilinu, en þetta mark hans féll alveg i skuggann, þvi að Coates skoraði siðara mark Spurs, og stóðu þá áhorfendur á White Hart Lane upp úr sætum hann allsögulegur. West Ham varð fyrsta liðið til að skora tvö mörk hjá Liverpool-liðinu, frá þvi i febrúar s.L, en þá tókst leik- mönnum Leeds að skora tvö mörk hjá Liverpool. Siðan hefur Liverpool leikið 23 leiki, og í 18 þeirra hefur ekki verið skorað mark hjá liðinu — frábær árangur það. Bryan „Pop" Robson tók forustuna fyrir West Ham i leikn- um, en Toshaek jafnaði 1:1 fyrir „The reds". Fyrir leikhlé skoraði svo „Pop" Kobson aftur fyrir West Ham, og var þvi staðan i hálfleik 1:2.1 siðari hálfleik skora Liverpool-leikmennirnir mjög umdeilt mark — Callaghan, gef ur háa sendingu fyrir markið, Fcrguson, markvörður West Ham, og Kevin Keegan stökkva upp og Keegan tekst að skalla i netið. Leikmenn West Ham mótmæltu markinu kröftuglega, þeir töldu, að Keekan hefði ýtt við Ferguson í loftinu. Dómarinn var ekki á sama máli og þeir, og bók- aði hann fyrirliða West Ham, Bobby Moore, sem taldi markið ólöglegt. Úrslitamarkið skoraði svo Emlyn Hughes, fyrir Liverpool — markið og aðdragandi þess var stórglæsilegt, enda urðu fangað arlætin á Anfield Road geysileg, héldu sumir áhorfendurnir ekki vatni I fagnaöarlátunum. „Stór- kostlegt, stórkostlegt" — hrópaði þulur BBC, sem lýsti leiknum. IIughes,fékk knöttinn í markteig Liverpool, tók stórkostlegt „over- lap" og lék fram völlinn, þræddi á milli leikmanna West Ham og þrumaði knettinum af 35 m færi, og hann skall efst i markhorninu. Francis skoraði mark Birming- ham, en Gerry Queen fyrir Kay Clemeiice - haldið markinu lcikjiiin af 23. hann hefur hrcinu i 1K Palace. Leikmenn Ipswich komu enn á óvart, þegar þeir sigruðu Newcastle 2:1. Mörk liðsins skor- uðu Lambert og Colin Viljoen, en mark heimaliðsins skoraði markakóngurinn MacDonald. Man.Utd og Arsenal gerðu jafn- tefli i marklausum leik, sem Arsenal hefði með réttu átt að sigra. Charlie George lék nú að nýju með Arsenal, hann tók við stöðu Radford, sem er meiddur. Peter Osgood og Houseman skoruðu fyrir Chelsea gegn Man.City, sem er nú eitt af botn liðunum. Mark City skoraði Mellor. Ulfarnir voru ekki heppn- ir gegn Dýrlingunum — Munro, fyrirliði Úlfanna, skoraði sjálfs- mark, en McGalliog jafnaði svo fyrir Úlfana. Woodward og Currie skoruðu mörk Sheff. Utd. John Ritchie skoraði fyrir Stoke — Royle jafnaði fyrir Everton. Staða efstu og neðstu liðanna i 1. deild er þessi eftir 5 umferðir: Liverpool 5 4 10 10:4 9 Arsenal 5 3 2 0 9:3 8 Chelsea 5 3 11 10:5 7 Ipswich 5 3 11 10:6 7 Everton 5 14 0 6:3 7 Tottenham 5 3 11 7:4 7 Man.City 5 10 4 4:6 2 WBA 5 0 2 3 1:6 2 Man.Utd 5 0 2 3 2:7 2 Kaup og sölur voru gerðar i s.l. viku. Derby keypti David Nish frá Leichester fyrir 235 þús. sterlings pund, en það er met upphæð fyrir leikmann i Englandi. Stöðu Nish i Leichester-liðinu tók Denis Rofe, en hann var keyptur frá Orient fyrir 112 þús. sterlingspund. Ein umferð var leikin i 2. deild á laugardaginn, og urðu úrslit þessi: Brighton—Sunderland 2:2 Burnléy—Aston Villa 4:1 Cardiff—Blackpool 1:2 Huddersif—Carlisle 1:1 Middlesb—Fulham 1:2 Millwall—Portsmouth 0:2 Notts.F—Oxford 2:1 Orient—Luton 0:1 PrestonN.E.—QPR 1:1 Sheff.W.—Hull 4:2 Swindon—Bristol 2:1 Nú í vikunni verður leikin ein umf. i 1. deild,mætast þá meðal annars Arsenal—Westham, Man. Utd—Chelsea. A laugardaginn n.k. verða tveir stórleikir, þá mætast Arsenal—Chelsea og Derby—Liverpool. SOS Bjarni setti ísLmet í 400 metra hlaupi Bjarni Stefánsson setti nýtt tslandsmet i 400 m hlaupi i MUnchen á föstudaginn. Hann hljóp á 47,1 sek. Gamla metið átti hann sjálfur 47,5 sek. Bjarni keppir i 100 m og 400 m á OL-leikunum i Miinchen. Japan vann ísland 21:19 Islenzka OL-landsliðið i handknattleik lék æfingaleik gegn Japönum á föstudaginn i Munchen. Leikar fóru þannig, að Japanir sigruðu með 21:19. Litið er að marka svona æf- ingaleiki, og má þvi ekki taka úrslitin alvarlega. Kvenfólkið á skotskónum Fjórir leikir i Islandsmótinu i kvennaknattspyrnu voru leiknir á laugardaginn, og mættu margir áhorfendur til að sjá kvennaliðin leika. Átta lið taka þátt i þessu fyrsta Is- landsmóti, og leika liðin i tveimur riðlum. Úrslit leikj- anna urðu þessi: A-riðill: Breiðablik—Fram FH—Þróttur B-riðill: Armann—Haukar IBK—Grindavik 2:3 8:0 4:0 0:2 FH-liðið komið í 8-liða úrslit 2. deildarlið FH i knatt- spyrnu, er búið að tryggja sér rétt til að leika i 8-liða úrslit- unum i Bikarkeppni KSI. FH- liðið mætti Isfirðingum i 16- liða úrslitunum. Leikur lið- anna fór fram á Isafirði s.l. laugardag, og lauk honum með sigri FH, 3:2. FH-ingar, sem eiga litla möguleika á að sigra 2. deildina, eru búnir að lofa þvi að sigra bikarkeppn- ina i staðinn. Leika fyrri leikinn úti Unglingalandslið Islands i knattspyrnu, Faxaflóaúrvalið svo kallaða, leikur fyrri leik- inn i Evrópukeppni unglinga- landsliða gegn Luxemborg i Luxemborg 22. október n.k. Siðari leikurinn fer svo fram hér heima 25. april 1973. Bjarni í banni Bjarni Gunnarsson, mið- vörður Vikings, hefur fengið mjög strangan dóm fyrir leik- brot á knattspyrnuvelli — hann hefur hlotið þriggjaleikja bann fyrir brot sitt i leik Vals og Vikings, en þá lenti hann i átökum við Alexander Jó- hannsson, Val, meö þeim af- leiðingum, að honum var vis- að af leikvelli. Þetta er mjög strangur dómur, þvi að Bjarni hafði ekki fengið að sjá gula spjald- ið, i yfirstandandi Islands- móti. Aftur á móti hafa þeir leikmenn, sem hafa brotið af sér þrisvar sinnum, fengið að- eins eins leiks bann, og Jón Alfreðsson, sem var rekinn út af i leik i sumar, fékk ekki nema eins leiks bann. Á þessu sézt, að það er ekki mikið samræmi i dómum, þegar dæmt er i málum leikmanna. SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.