Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. ágúst 1972 TÍMINN 15 .jf Bandarikjamenn eru jafnan mjög áberandi i sundkeppni Olympiuleik anna, enda eiga þeir margt snjallasta sundfólk í heimi. A þessari mynd sést Rick Demont, 16 ára gamall, en hann setti heimsmet i 1500 metra skriosundi fyrir nokkrum dögum. Olympíumet og heims- met fjúka í Miinchen Bandaríkjamenn unnu þrefaldan sigur í 200 metra flugsundi. - Mike Ástralska stúlkan Shane Gould setti heimsmet í 200 metra Það er mjög óliklegt, að mörg Olympiumet fái að standa óhreyfð á Olympiuleikunum, sem hafnir eru i Miinchen. Hvert Olympiumetið á fætur öðru hefur fokið i undankeppni þeirra greina, sem þegar hefur verið keppt i, og hinn frábæri bandariski sundmaður, Mike Spitz, setti nýtt heimsmet i 200 metra flugsundi með þvi að synda á 2:00,7 minút- Islendingar hefjakeppni ídag t dag hef ja Islendingar keppni á Olympiuleikunum i Miinchen með þvi að Guðjón Guðmundsson og Finnur Garðarsson taka þátt I sundkeppni leikanna. Auk sunds er á dagskrá leik- anna i dag m.a. hjólreiðar, fim- leikar, sundknattleikur, körfu- knattleikur og knattspyrna, en leiknir verða þrir leikir. Guðjón Guðmundsson Finnur Garöarsson Ráðalausir fararstjórar - engan nuddara að fá! í viðtali, sem Jón Ásgeirs- son, fréttamaður utvarpsins, átti við Einar Matthiesen, einn af fararstjórum fsl. ölympiu- sveitarinnar,! gærkvöldi, kom fr'am, að islenzku handknatt- leiksm. hafa ekki fengið nudd í Milnchen, þótt leitað hafi verið ef tir þvi að f á nudd- ara. Af þessu sést, að gagnrýni sú, sem fram kom i flestum blöðunum fyrir Ólympíuleik- ana, var á rökum reist. Kvart- að var yfir þvi, að enginn læknir eða nuddari væri með i hópnum. Forustumenn ólympiunefndar tóku þessa gagnrýni óstinnt upp og töldu ekki mikinn vanda að fá léða Iækna eða nuddara hjá frænd- um okkar á Norðurlöndum, ef á þyrfti að halda. Hvar eru efndirnar nú? Það er ábyrgðarhluti að senda ut stóran hóp Iþrótta fólks, án þess að tryggja læknisaðstoð. Slfkt hefuralltof oft gerzt, en er e.t.v. afsakan- legt, þegar um styttri ferðir er að ræða. En þegar svona stór hópur er sendur á Olympiu- leika til hálfs mánaðar dvalar, er slikt óafsakanlegt, sérstak- lega, þegar á það er litið, að ekkert var sparað til að hafa fararstjórana sem flesta. Spitz setti heimsmet. fjórsundi um, sem er ótrúlegur timi. En framfarirnar i sundi eru gifurlegar og e.t.v. fær met Spitz ekki að standa lengi. Bandarlkjamenn röðuðu sér i öll þrjú fyrstu sætin I 200 metra flugsundinu. Gary Hall varö I öðru sæti á 2:02,8 minútum og Robin Backhaus varð I þriðja sæti á 2:03,2 minútum. En það voru fleiri en Mike Spitz, sem settu heimsmet i gær. Astralska sundkonan Shane Gould setti nýtt heimsmet I 200 metra fjórsundi á 2:23,07 minút- um Silfurverðlaun I þessari grein hlaut Kornelia Ender frá Austur- Þýzkalandi og Bandarikjastúlkan Lynn Vidali hlaut bronsverðlaun- in. t 4x100 metra skriðsundi setti bandariska karlasveitin nýtt heimsmet (Dave Edgar, John Murphy, Jerry Heidenrich og Mike Spitz) 3:26,42. Sovétmenn hlutu silfurverölaun, 3:29,72 og Austur-Þjóðverjar urðu i þriöja sæti á 3:32,42 minútum. Tvenn gull- verðlaun A-Þjóðverja Austur-Þjóðverjar unnu tvenn gullverðlaun i róðrarkeppni Olympiuleikanna i gær. t annari greininni hlutu þeir bæði gull- og bronsverðlaun. Sló heims- meistarann út! Dennis Talbot, algerlega óþekkturAstralíumaður, kom mjög á óvart I hnefaleika- keppninni i MUnchen á mánu- dag, með þvl að slá heims- meistarann I létt fluguvigt, Francisco Brito Rodriguez frá Venezuela, út I 2. umferð. Heimsmeistarinn komst ekki á fætur aftur og var talinn út af dómara keppninnar. Heimsmeistarinn, Rodriguez, hefur aöeins tvis- var sinnum tapað leik I siðustu 118 kappleikjum slnum. Það var hægri handar högg Astraliumannsins, sem sendi heimsmeistarann I gólfið, en Dennis Talbot er aðeins 18 ára gamall og lenti fyrir nokkrum árum í bifreiðaslysi og slasaö- istþá alvarlega á hægri hendi. Norður- landsmót Norðurlandsmót I frjálsum Iþróttum veröur haldið um næstu helgi og hefst kl. 13 á íþróttavell- inum á Akureyri á laugardaginn, en mótinu verður fram haldið á sunnudag og lýkur þá. UMSE sér um framkvæmd mótsins, en keppt veröur bæði i karla- og kvennagreinum. Þátt- töku ber að tilkynna til Þórodds Jóhannssonar I siðasta lagi fimmtudaginn 31. ágúst. Svíar hlutu fyrsta gullið Það voru Sviar, sem hlutu fyrstu gullverðlaunin á Ólympiu- leikunum í Miínchen. Ragnar Skanaker sigraði i skotkeppni með skammbyssu, Iþróttagrein, sem ekki er þekkt hérlendis, en er ein af Ólympiugreinunum. HSDÍCOGK ÆFINGA- GALLAR Bláir og rauðir Stærðir 32-48 Verð kr. 1170—1650 Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klappantlg 44 — Slml H7S3 — Reyk]avlk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.