Tíminn - 30.08.1972, Qupperneq 3
Miðvikudagur 30. ágúst 1972
TÍMINN
3
Fjölmenni flykktist á stofnfund
félag eksemsjúklinga í fyrrakvöid
ÞM-Reykjavik.
Haldinn var,i fyrrakvöld,fundur
á Hótel Esju um stofnun félags-
skapar meðal eksemssjúklinga
hér á landi, en sams konar félög
eru til viða erlendis. Hörður
Asgeirsson, deildarstjóri, hefur i
mörg ár kannað möguleika á að
koma upp sliku félagi hér og hafði
hann forgöngu um að boða til
þessa fundar.
Mjög mikil þátttaka var á fund-
inum, um þrjú hundruð manns,
en forráðamenn hans höfðu búizt
við 30-60 manns. Sem stofnfélaga
skráðu sig 266. Mynduð var undir-
búningsstjórn og gerð drög að til-
lögu að lögum, sem undirbún-
ingsstjórnin mun fjalla um og
tekin verður fyrir á framhalds-
stofnfundi, sem haldinn verður
innan tveggja mánaða. A þeim
fundi verða kosnir menn i hina
endanlegu stjórn félagsins.
Meiningin, er að félagið haldi
uppi fræðslu fyrir þá, sem eru
eksemssjúklingar og kynni allar
nýjungar sem fram koma á sviði
lækninga eksemsjúkdóma.
Einnig munu samtökin reyna að
fá hið opinbera til að létta þann
kostnað, sem þetta fólk þarf að
leggja i, til þess að reyna aö fá
lækningu. Hægt mun vera að
halda eksemsjúkdómum niðri
með þvi aðfaratil sólarlanda einu
sinni til tvisvar á ári og dveljast i
sólrikum löndum i nokkrar vikur
stunda sjóböð og laugar.
Ekki mun félagið i upphafi
hjálpa fólki til að komast til sólar-
landa, en það verður kannski i
framtiðinni eitt af takmörkum
félagsins. Fyrst og fremst mun
verða reynt að finna leiðir til að
létta á fjárhagsbyrðum þess
fólks, sem þjáist af eksemsjúk-
dómum, og veita þvi betri
lækningaaðstöðu, en það mun
vanta lækningaaðstöðu fyrir
eksemsjúklinga hér á landi.
Sjötta deild Landspitalans, sem
hefur haft lækningar eksemsjúk-
dóma með höndum, virðist vera
orðin of litil, og menn verða að
biða lengi eftir að fá lækningu
þar.
Einn algengasti eksemsjúk-
dómurinn mun vera Soreasis.
Soreasis lýsir sér þannig að rauð-
ir flekkir koma viða á likamanum
og myndast hreistur i kringum
þá. Eksemssjiiklingar Jiða oft
miklar kvalir, bæði andlega og
likamlega og er mjög erfitt að
vinna bug á slikum sjúkdómum
og margir eru ólæknandi.
Hvatt var til þess á fundinum,
að ekki eingöngu þeir, sem væru
sjúkir gengju i félagið, heldur
einnig ættingjar eksemssjúklinga
sem vildu styrkja þá, og einnig
allir aðrir sem hefðu áhuga á að
styðja og styrkja þá, sem væru
sjúkir.
í undirbúningsstjórn félagsins
voru kosnir Höröur Asgeirsson
deildarstjóri, Jónas Guðmunds-
son, framkvæmdarstjóri AA'
samtakanna og Asgeir Gunnars-
son. Stjórninni mun verða til
aðstoðar Þór Magnússon.
A mvndinni er Valentina Pits kvikfjárræktarráðunautur með hrútinn
á sýningu efnahagslegra framfara i Moskvu. Ljósmynd: N.Legostaev,
APN.
ULLARREYFI
SETUR MET
Eitt reyfi vegur næstum 32 kiló!
Jafnvel hálærðir sérfræðingar
kvikfjárræktarbúsins „Sovetskoe
Runo” höfðu aldrei orðið vitni að
sliku. Þetta gullna reyfi var af
hrút númer 72 af Stavropol-
merinokyni. Þetta reyfi hefur
slegið öll met. Nú er þessu met-
hrútur til sýnis á sýningu efna-
hagslegra framfara i Moskvu.
Hannvegur 130 kiló og aftur er
hann kominn i loðkápu úr ljósri
ull, sem er 11 sm á lengd.
Kvikfjárræktarbúið, sem hrút-
urinn kemur frá, er einnig rann-
sóknarstöð, sem hefur með höud-
um eldi fjár með fingerða ull.
Stavropol merinokynið er helzt að
finna á steppum Stavropol,
Kákasus og Volgu og i Orenburg-
héruðunum. Hrútar af þesu kyni
eru rúnir einu sinni á ári og ull
þeirra er mjög fingerð og notuð i
úrvarlsefni. Ullin er svo sterk, að
hægt er að bera hana saman við
stálvir með sama þvermál.
Ekki alls fyrir löngu voru nokk-
ur hundruð hrútar, sem hafa ver-
ið aldir upp á steppum Stavropol,
fluttir til Búlgariu, Austur-
Þýzkalands, Rúmeniu, Tékkó-
slóvakiu og Indlands.
Norskir línuveiðarar
halda sig utan markanna
Norskir linubátar, sem verða
að veiðum á Islandsmiðum 1.
september, munu ekki fara inn
fyrir 50 milna fiskveiðilögsöguna.
Hafa skipstjórar og aðrir sjó-
menn á þessum bátum ákveðið
þetta sjálfir, og vilja þannig virða
i verki 50 milna fiskveiðilögsögu
Islendinga.
Þá bárust þær fréttir i gær, að
hollenzkur þingmaður hefði skrif-
að utanrikisráðuneytinu þar i
landi bréf, og spurt þar, hvort
hollenzka stjórnin vildi gerast
sáttasemjari i deilu Islendinga og
Breta um landhelgismálið. Benti
hann m.a. á það i bréfi sinu, að ef
Efnahagsbandalagið hyggðist
beita Islendinga efnahagslegum
þvingunum, þá myndi það hafa
mjög óhagstæð áhrif á þjóðarat-
kvæðagreiðslur um aðild að EBE
bæði i Noregi og Danmörku.
Einnig benti hann á, að ýmsar til-
teknar þjóðir hefðu tekið sér allt
að 200 milna fiskveiðilögsögu, án
þess það kostaði þorskastrið við
Breta eða aðrar þjóðir.
Ekki stórfelld
fjölgun í skólum
Nú er útlit fyrir að fimm daga
skólavika komi viða til fram-
kvæmda i haust. Einsetning I
skóla er og talin æskileg, en erfitt
er að koma henni við, vegna þess
hve hún krefst mikils húsrýmis.
Sex ára börn munu verða tekin
inn i skólana þar, sem þvi verður
komið við.
Allt krefst þetta húsnæðis og
einhverra breytinga á starfshátt-
um og — liði skólanna.
Af þessum orsökum, og mörg-
um öðrum, hafa fræðsluyfirvöld
og starfslið skólanna þingað
margsinnis og sent frá sér
ályktanir. Er þess skemmst að
minnast, að fræðslustjórinn i
Reykjavik boðaði til ráöstefnu
með skólastjórum barna- og
gagnfræðaskólanna i Reykjavik
dagana 19. og 20. júni s.l. til þess
að ræða um:
1. Fimm daga skólaviku
2. Samfelldan skóladag.
3. Námskeið fyrir kennara i
septembermánuði.
I niðurstöðum ráðstefnunnar
kom fram, að margs ber að gæta
áður en fimm daga skólaviku
verður komið á, auk þess, sem
nauðsynlegt er að endurskipu-
leggja námsefnið og stytta próf-
timann til þess að nýta betur og
lengja raunverulegan námstima.
Þá er og þörf á könnun á þvi,
hvernig nýta megi húsnæði skól-
anna utan starfstima þeirra, til
ýmiss konar tómstundastarfa.
Einu má ekki gleyma, en það er
hlutur heimilanna,þvi það gefur
auga leið, að aukinn fritimi nem
enda gerir meiri kröfur til for-
eldra.
Þegar gerðar eru áætlanir fram
i timann um þarfir skólanna, er
vitaskuld nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir hugsanlegri stærð
væntanlegra nemenda árganga,
og mætti ætla, að þar væri hægt
um vik. Raunin hefur orðið önnur,
þvi á árunum um 1960 var útlit
fyrir stigafjölgun landsmanna ár
frá ári, og gerðu ýmsir þvi skóna,
að tslendingar yrðu orðnir tölu-
vert á fjórða hundrað þúsund
1985. En eftir 1963 fór heldur en
ekki að fara um þá mætu spá-
menn, fæðingum fækkaði ár frá
ári allt fram til 1971. Siðan hefur,
að þvi er virðist, færzt ofurlitiö
fjör i fólk við að auka kyn sitt,
þótt ekki séu tilþrifin ýkja mikil
og reynzlan ein getur skorið úr
um, hvort hér er um varanlega
viðleitni að ræða, eða hvort aftur
sækir i sama farið.
Fjöldi fæðinga á ári var sem
hér segir: 1963: 4820, 1964: 4787,
1965: 4721, 1966: 4692, 1967: 4404,
1968: 4227, 1969: 4218, 1970: 4023,
og 1971: 4243.
Siminnkandi árgangar hafa að
sjálfsögðu áhrif á skólahald i
barnaskólunum og munu setja
mark sitt á framhaldsskólana á
næstu árum.
Sl. ár var fjöldi nemenda i is-
lenzkum skólum þessi: 1 barna-
skólum 27727, i gagnfræðaskólum
15720 i framhaldsskólum 19000.
Aætlaður hámarksfjöldi næsta
ár er: I barnaskólum 29000, gagn-
fræðask. 16500 og i hinum ýmsu
framhaldsskólum 20000. Athygli
skal vakin á þvi, að engin fjölgun
yrði i barnaskólunum i haust, ef
ekki kæmi til inntaka 6 ára barna
i skólana.
Bók um einvígið 4 dög-
um eftir síðustu skák
KJ-Reykjavik.
Fjórum dögum eftir að heims-
meistaraeinviginu i skák lýkur
hér i Reykjavik, kemur út bók um
einvigið i Bandarikjunum i 200
þúsund eintökum.
Bók þessa skrifar Harold
Schonberg, blaðamaður hjá New
York Times, sem fylgzt hefur
með þessum málum hér i Reykja-
vík frá þvi áður en þeir Spasski og
Fischer komu til landsins. Bók
þessi verður að mestu byggð á
greinum, sem Schonbert hefur
skrifað um einvfgið i Reykjavik,
en auk þess var ætlunin, að i bók-
inni væri viðtal við Róbert Fisch-
er. Fischer hefur aftur á móti
gert litið af þvi að tala við blaða-
menn frá þvi hann kom hingað
sem kunnugt er. Útgefandi bók-
arinnar mun hafa stungið upp á
þvi, að hann fengi eitt þúsund
dollara (88 þús. isl. króna) fyrir
viðtal, en Schonberg svaraði að
bragði: „Þá getur einhver annar
tekið viðtalið, ef á að fara að
borga fyrir það, þvi á blaða-
mennskuferli minum hef ég
aldrei borgað manni fyrir að fá
viðtal við hann”.
Schonberg skrifar aðallega um
tónlist i hið útbreidda blað New
York Times, en hann er skák-
áhugamaður og hefur fylgzt meö
skákferli Fischers frá þvi Fischer
var 14 ára, og öft talað við hann
að sjálfsögðu. En nú, þegar
Fischer er að komast á tind
frægðar sinnar, er hann litið gef-
inn fyrir blaðaviðtöl — jafnvel
þótt i hlut eigi New York Times.
Ein þjóð - ein framtíð
Kristján Ingólfsson skrifar
ritst jórnargrein siðasta
tölubl. Austra, blaðs Fram-
sóknarmanna á Austurlandi,
og fjallar um landhelgismálið,
Kristján segir: '
Framundan eru örlaga-
dagar i lifi islenzku þjóðar-
innar. Hinn væntanlega út-
færsia fiskveiðilögsögunnar 1.
september mun miklu valda
um framtið okkar.
Vart þarf að rifja það upp
fyrir tslendingum, að á fisk-
veiðum byggist efnahagslegt
sjálfstæði islcnzku þjóðar-
innar.
An fiskveiða væriekkert nú-
timaþjóðfélag á tslandi.
Nú er hins vegar svo komið,
að ofsókn á tslandsmið veldur
geigvænlegri ofveiði sem óvé-
fcngjanlega leiðir smátt og
smátt til ördeyðu verði ekki
þessi öfugþróun stöðvuð, og
snúið við.
Okkar einasta ráð var að
gripa til útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar, með vfsindalega
friðun að takmarki, samfara
eðlilcgri nýtingu fiskjarins
fyrir okkur sjálfa, eyþjóöina,
sem allt okkar á undir
svikulum sjávarafla. Þessa
leið höfum við sjálfir farið
áður og þessa lcið hafa aðrir
farið, og mcira að segja flutt
sina linu miklu lengra út en
við. Þogar aðrar og stærri
þjóðir hafa átt i hlut, hefur
ailt farið tiltölulega þegjandi
og hljóðaiaust fram. En litla
island cr ckki vopnað veldi, og
þá gegnir öðru máli.
Bretar og Þjóðverjar hafa
löngum borizt á banaspjótum.
Nú standa þeir hliö viö hlið og
hafa fundið óskaand-
stæðinginn, islcndinga •
Þcssar gömlu striðskempur
þykjast nii eflaust einhvern-
tima hafa séð það svæsnara.
Framtíð fiskveiða
Nú cr þaðsvo, að alþjóðalög
eru ekki annað en samningar
milli rikja, svo og samþykktir
alþjóðlcgra ráðstefna, sem
fleiri eða færri þjóðir hafa
siöan staöfest.
Um rétt til útfærslu land-
helgi gilda engar viður-
kenndar reglur, önnur en sú
hcföbundna og óskráða, það er
réttur strandrikis tilútfærslu.
Fiskveiðar Breta og
Þjóðvcrja á islandsmiðum
varða sáralitlu heildaraf-
komu þessara þjóða. Fisk-
veiðar varða okkur hins vegar
næstum öllu.
A þessa staðrcynd virðast
striðskempurnar horfa með
blinda auganu, ellegar þá
réttur okkar til að lifa er þeim
einskis virði, né heldur
framtiö fiskveiða i Norður-
Atlantshafi.
Svört samvizka reynir
ósjaldan að hjúpa sig kápu
réttlætisins. Það hafa gömlu
striðskempurnar oft gcrt, og
það gerðu þær i þetta sinn.
Brctar og Þjóðverjar tóku
sem sé að vitna i alþjóöalög,
máli sinu til stuðnings. Alvcg
eins hefðu þeir getað vitnað
i einhverja aðra ósantda bók,
þvi þcssi hafréttarlög eru ekki
til, eins og fyrr segir.
Og aumingja Alþjóðadóm-
stóllinn. Vcgna góöra vona,
sem við þá stofnun voru i upp-
hafi tengdar, og vegna fram-
tiöar hans er bezt að rifja sem
minnst upp af þeirri enda-
leysu, sem meirihluti dóm-
enda lét frá sér fara, enda-
leysu, sem enginn veit raunar
hvort vera á dómsorð eða
ályktun. Liklega er þó undrun
margra vitt um veröld mest
yfir þvi,aö hann tekur afstöðu
til máls án þess að hafa tekið
afstöðu til þess fyrst, hvort
Framhald á bls. 10