Tíminn - 30.08.1972, Page 5
Miftvikudagur 30. ágúst 1972
TÍMINN
5
i3BH
Fjársjóöur Azikhhellis
Leiðangur inn i 250 m djúpan
helli i Azerbæzdjan leiddi til
þessaðminjar fundust um fólk
sem uppi var fyrir 250 þús ár-
um. Azikhhellir skiptist i nokkra
neðanjarðarsali, og er hinn
stærsti þeirra um 3000 fermetr-
ar. Þar tóku fornleifafræðingar
sinn fyrsta borkjarna, og voru i
honum frumstæð steinaldar-
vopn og dýrabein. Að svo búnu
voru hafnar umfangsmiklar
rannsóknir undir stjórn Mame-
dali Gúseinofs. 1 hellinum fund-
ust um 20 þúsund dyrabein og
6000 steináhöld. Gúseinof telur
að hér sé um mikinn fjársjóð að
ræða. Ekki sizt vegna þess, að
eitt beinið er kjálkabein úr Ne-
ander talsmanni. Neandertals-
maðurinn var frægur áfangi i
þróun mannsins. Hingað til hef-
ur tekizt að finna á ýmsum stöð-
um heims leifar af 100 Neander-
talsmönnum — þar af aðeins
fjórum sem uppi voru á elzta
skeiði þeirra, sem kallað er
Acheul-menningin. En beinið
sem fannst i Azerbædsjan er
einmitt af Acheul-manni. og
hefur annað slikt ekki fundizt i
öllum Sovétrikjunum. Aldur
þessa beins er um 250 þúsund
ár. Fræðimenn telja að i Azikh-
helli hafi búið 100—150 manna
fjölskylda Neandertalsmanna.
Þegar Acheul-timanum lauk
var hellirinn óbyggður i nokkur
þúsund ár og byggðist ekki aftur
fyrr en á Mustiere-timanum
óhamingja Sorayu
Þegar fréttist, að Soraya prins-
essa hefði misst manninn, sem
hafði gert hana svo hamingju-
sama undanfarin ár, Franco
Indovina, sem fórst nýlega i
flugslysi, fannst mörgum, sem
nóg hefði gerzt i lifi þessarar
konu, og gert hana óhamingju-
sama. Nú hefur meira að segja
frétzt. að Soraya hafi reynt að
fremja sjálfsmorð. Astæðan var
ekki einungis sú. að hún missti
manninn heldur lika það, að hún
hefur eiginlega misst barn lika.
Komizt hefur upp, að þau
Franco og Soraya höfðu ætlað
sér að ættleiða þriggja ára
gamlan dreng, sem alizt hefur
upp á barnaheimili i Rómaborg.
Þau höfðu heimsótt þennan litla
dreng i eitt ár á heimilið, og sótt
um að fá að ættleiða hann. Þau
höfðu meira að segja fengiö að
taka hann heim með sér um
helgar og innréttað barna-
herbergi fyrir hann á heimili
sinu.Núsegir i itöiskum lögum
að einstæð kona megi ekki taka
að sér barn, og þvi getur Soraya
ekki ættleitt litla drenginn.
Þegar svona var komið gerði
Soraya tilraun til þess að
svifta sig lifinu, en þó tókst að
bjarga henni. Móðir hennar,
Eva Estandfiari, er nú flutt til
dóttur sinnar og gætir hennar
dag og nótt, og ætlar sér að
reyna að koma i veg fyrir aðra
slika tilraun.
*
Orðinn magamikill
Frank Sinatra er orðinn heldur
magamikill, og vill gjarnan
megra sig. Ástæðan er sú, að
vinkona hans hin unga Feggy
Lipton, sem er 26ára gömul, vill
ekki. að vinur hennar sé svona
feitur og gamallegur. En þrátt
fyrir það. að Frank reyni annað
slagið að halda i við sig(læðast
ofan i hann samlokur og annað
sælgæti, þar sem hann liggur og
sólar sig á sólarströndum
Rivierunnar, og enginn hefur
séð hann megrast nokkurn hlut.
Nú hefur Nixon Bandaríkja-
forseti látið i það skina, að hann
vilji gjarnan gera Frankie að
ambassador, svo kannski
verður Peggy ambassadorsfrú
á næstunni. W
Hvaö varö um jógann?
Eitt sinn eignuðust Bitlarnir.
frægu, vin, sem nefndist
Maharishi Mahesh og var jogi.
Þessi sami maður hafði meira
að segja komið til islands i eina
tið. Margir hafa velt þvi fyrir
sér. hvað orðið hefur um mann
þennan, þvi litið hefur heyrzt
frá honum, siðan rætt var um
hann i sambandi við Bitlana.
Nýjustu fréttir herma, að hann
sé önnum kafinn við að safna
peningum, og hugsi eflaust ekki
minna um það en þau andleg
efni, sem hann eitt sinn hugsaði
mest um, eða lét sem hann
gerði. Nú ekur hann um á
Mercedes limousine bil, hefur
einkabilstjóra og auk þess er
sagt. að hann hafi æ oftar sam-
band við bankann i Sviss, sem
geymir fjármuni hans, en fjár
aflar hann með þvi að slarf-
rækja skóla um allan heim, þar
sem fólki er kennd einbeiting
hugans og andlegheit.
0 #
Hnífapörunum stolið fyrir
brúökaupið
Einn rikasti greifi Sviþjóðar
varð fyrir töluverðu áfalli nú
fyrir nokkru, þegar stolið var
frá honum borðbúnaði fyrir eina
milljón sænskra króna, eða hátt
i 18 milljónir islenzkar. Greifinn
heitir Carl Fiper og á hvorki
meira né minna en fjórar
hallir. Það versta við þennan
þjófnað er, að Carl ætlaði aö
fara að kvænast Evu Aleman,
Burton lifir lifshættulega
Fólk. sem þekkir þau Liz Taylor
og Richard Burton veltir þvi
stiiðugt l'yrir sér. hversu lengi
þau ætla að endast til þess aö
lil'a þvi lifi, sem þau lifa nú og
hafa gerl lengi. Richard Burton
er sagður drekka svo illa, að
væri hann mannlegur. ætti
hann að vera liingu dauður úr
drykkjuskap, en kannski er
hann eilthvert ofurmenni. Þau
hjónin rifast dag og nótt. að
minnsta kosti, þegar einhver
heyrir til, og sagt er, að það sé
mest gerl til þess að vekja á sér
athygli. Hér á myndinni er verið
að leiða þau Liz og Richard út af
skemmtistað einum, og bak við
þau má greina Claudiu
Cardinale, sem hefur lengi
beðið eftir þvi að fá að sjá
stjörnu falla.
V
og þá átti að nota þennan
dýrmæta borðbdinað.
Þjófnaðurinn var framinn nótl
eina, þegar Eva og Carl sváfu
svefni hinna rétllátu,á efri hæð
hallarinnar Högestad og urðu
þau ekki þjófanna vör. í þeirri
hiill eru 20 herbergi, en nú eftir
brúðkaupið adla hjónin að
flytjast til einhverrar af hinum
hiillum Carls, sem allar eru
heldur minni, en þær heita
Christinehof, Baldringe og
Torup. Carl gleður sig við
tilhugsunina um það, að erfið-
lega mun ganga fyrir þjófana
að losna við silfrið, þvi það er
allt með skjaldarmerki Fiper-
ættarinnar.
— A ég
fiskinn?
Það var i ölpunum, þar sem
hópur verkfræðinga var að leggja
veg. Gamall bóndi kom þar að og
sagði við einn verkfræðinginn:
— Vitið þið, hvernig við förum
aö, þegar við leggjum vegi? Við
látum asna fara af stað, og þar
sem hann fer, er bezta vegar-
stæðið.
— En ef þið hafið engan asna?
spurði hinn.
— Þá sendum við eftir verk-
fræðingum.
Klara gamla frænka var i
d/>: heimsókn, og Óli litli tók að sér að
fara með henni i gönguferð og
sýna henni nágrennið. Eftir
nokkra stund varð Klara þreytt
og settist á bekk. Óli litli prilaði
upp i kjöltu henni og lét fara vel
um sig.
— Já, en Óli minn, sagði
frænkan glöð. — Þetta ertu ekki
að hjálpa þér með vanur að gera.
— Nei, svaraöi stráksi, En
bekkurinn er nýmálaður.
— Almáttugur, hvað þú gerðir
mér illt við. Ég var nærri dauður
úr hræðslu.
Sveinn heimsótti vin sinn á spital-
ann og fannst hann lita illa út.
Frammi á gangi hitti Sveinn
hjúkrunarkonu og spurði hana,
hvort þessi á stofu 6 hefði enga
möguleika.
Nei, svaraði hjúkrunarkonan.
Hann er ekki min „týpa”.
DENNI
DÆMALAUSI
Ég ræð við hann, en Billi ræður
lika við mig ennþá. — Þér er vist
bezt að lenda þá ekki i klónum á
Billa, elskan.