Tíminn - 30.08.1972, Síða 12
12
TÍMINN
Miftvikudagur :iO. ágúst 1972
Hann brosti hæönislega.
„Væri það svo fráleitt? Þér eruð úr konungsfjölskyldunni hér i
Blairsborg”.
,,Og þér eruð orðinn læknir „konungsfjölskyldunnar”. ,,Ég
bálreiddist. Ég fann, að blóðið hljóp fram i kinnarnar á mér og eyrun
urðu brennheit. En þegar hann stakk nálinni i hörundið, náði ég aftur
fullu valdi yfir skapsmunum minum. Hann brosti ekki lengur. Augu
hans voru hvöss og rannsakandi, eins og þegar ég veitti honum fyrst at-
hygli i brautarstöðinni.
Hann endurtók orð min. ,,Og þaðer illa til falliö”, bætti hann við.
ATJANDI KAFITUU
Nú er langt um liðið siðan verkfallið i Friðarpipuverksmiðjunum átti
sér stað. Ég hygg að það muni aldrei talið til merkra atburða i þjóðar-
sögunni, þvi að það var hvorki umfangsmikið né áhrifarikt, samanbor-
ið viö ýms önnur verkföll, og til þess stofnað á hinum óhentugasta tima.
En það markaði timamót fyrir okkur og Blairsborg. Ég var að róta i
skriíborösskúffunum minum áðan og rakst þá á margar rækilega
merktar blaðaúrklippur frá þessum tima. Þær eru farnar að gulna og
letrið að blikna, þvi að margt lætur á sjá á skömmum tima. Ég leit á
dagsetningarnar og ártölin: Desember 1931, janúar, febrúar og marz
1932. Það var sjaidan getið um verkfallið i Blairsborg i fyrirsögnunum
á íorsiðum stórblaðanna i Boston og New York. Þaö voru blööin i ná-
grenninu, sem lutu svo lágt aö segja daglega frá gangi þess. Ég hef
veriðað lesa þessar frásagnir blaðanna, en það, sem ég hef lesið, hefur
jafnóðum þokað um set fyrir þeim minningum, sem ég á sjálf frá þess-
um dögum.
,,Þú verður aldrei til þess aðsemja sættir, Emilia”, sagöi Harry
óþolinmóölega, þegar ég spurði hann um úrslit einhverra samningatil-
rauna. „Getur þú ómögulega fylgt þeim, sem þér ber að fylgja að mál-
um?”
Ég skildi aldrei til hlitar alla þessa málaflækju, allar þessar skefja-
lausu deilur, öll þau gagntilboð, sem gerð voru og hinn aðilinn hafnaði
ævinlega, unz henni lyktaði — þesari löngu baráttu, sem engum færði
siguren vigði blómlega iðnaðarmiðstöð afturför og hruni. Sumir segja,
að Blairsborg hal'i þegar verið dæmd til að hljóta þau örlög, og verk-
fallið hafi aöeins flýtt þeim. Aðrir trúa þvi, að öllu hafi af ásettu ráði
verið steypt i glötun. Enginn getur úr þvi skorið með vissu, og sizt er
ég, sem á þessum lima velkist á vegamótum gamalla fjölskyldu-
sjónarmiða og nýrra, gerólikra hugmynda, bær að dæma það. 1 sál
minni átti sér slað barátta, sem ég gat ekki gerl mér ljósa grein fyrir
og einstæðingsskapur minn og umkomuleysi átti drjúgan þátt i. Þessi
sálarbarátta var eins og ofurlitil spegilmynd af vinnudeilunum, og á
sama hátl var ég sjálf eins konar lifandi persónugervingur brúarinnar,
er tengdi saman borgarhlutana tvo, en megnaði þó ekki að sameina þá.
„Ég skil ekki, hvernig þetta gat komið fyrir i Blairsborg”, sagði ég
við Harry l'yrsla verkfallsdaginn, er mér varð litið yfir ána á reykháf-
ana.sem engan reyk lagði upp úr. „Ég hélt, að þetta yrðu aldrei annað
en hótanir einar. Ég héll, að þeir létu sitja við ræðurnar, ritlingana og
dreifibréfin. Mér datl aldrei i hug, að það væri hægt að hverfa hjólum
verksmiðjuvélanna með orðum einum".
„Nei. En þeir gálu stöðvað þau með þeim”, svaraði hann stuttara-
lega.
Harrý Collins hal'ði oft gagnrýnt stjórn og framleiðsluhætti i verk-
smiðjunum, iöngu áður en þessa bliku tók að draga á loft. Hann hafði i
upphafi deilnanna lagt til, að samtök verkamannanna yrðu viðurkennd
til þess að vinnulriðnum yrði ekki stefnt i hættu, en þegar til lokaátak-
anna kom, hafði hann hallazt að skoðunum framkvæmdastjórnarinnar.
„Það í'ór þó svo að Harrý brást okkur ekki, þegar á reyndi”, sagði
Wallaee við Emmu frænku. „Ég var satt að segja orðinn hugsandi
vegna linkunnar i honum um tima. Hann talaði eins og hann væri alveg
snúinn á sveif með upplausnarmönnunum. En hann er gæddur allt of
heilbrigðri dómgreind til þess að láta ánetjast af þess háttar fólki”.
„Ég sagði alltaf, að við gætum treyst Harrý”, svaraði Emma. „Það
sannaðist lika. Þegar þau Emma eru gift, er óhætt að fara að fela hon-
um stjórn einhverrar deildarinnar. Framtiðarstarf hans verður hér i
Friðarpipuverksmiðjunum, og það gerir hann sér lika ljóst”
„Ef til vill væri rétt af okkur að fara að einhverju leyti að ráðum hans
og reyna að framleiða ódýrari vefnaðarvöru”, hélt Wallace áfram.
„Við Parker höfum alltaf staðið gegn þvi, en það kann nú samt að vera,
að hann hafi talsvert til sins máls. Mér hefur dottið i hug að fela honum
slika tilraun, þegar við erum búin að leiða þessa togstreitu við verka-
fólkið til lykta. — Hvernig lýst þér á það, ^milia?”
Ég kinkaði kolli og lét i ljós ánægju mina. En ég forðaðist að láta þau
renna grun i, að hann hefði litið gert af þvi að skýra mér frá hugmynd-
um sinum, hvort heldur var þær, er lutu að kaupsýslu eða öðru. Ég lét
þvert á móti i veðri vaka, að engan skugga bæri á samlif okkar, þvi að
sjálf varð ég að trúa þvi, að svo væri. Samt sem áður gátum við aldrei
talað saman i trúnaði, og þótt mig tæki það sárt, hafði ég jafnan á hrað-
bergi hvers konar afsakanir fyrir hans hönd, jafnskjótt og hann var
kominn úr augsýn minni. Ég varð að telja sjálfri mér trú um, aö hann
ynni mér og þráði mig og þarfnaðist min, eins og ég unni honum og
þarfnaðist hans.
Karlmenn eru öðruvisi skapi farnir en kvenfólk, hugsaði ég. Þeir
geta ekki látið allt sitt lif snúast um eina manneskju.
Verið gat, að ég hefði ekki fyrr en um seinan komizt að raun um hve
vill vegar ég fór, ef verkfallið hefði ekki dunið yfir um þetta leyti. Gegn
vilja minum varð ég leiksoppur þess. Það grúfði yfir borginni eins og
ferlegt ský, þungbúnara og myrkara en reykjarmökkurinn , sem ávallt
hafði lagt úr reykháfum verksmiðjanna.Ég varö fyrir áhrifum þess,
þótt ég heyrði ekki það, sem fram fór, og gæti ekki á eðlilegan hátt
íundið ugginn, sem leyndist i tali fólks. Ég sá varir manna og kvenna
herpast saman af gremju og kviöa og hatri, og ég sá óttann skina úr
augum fólks og skortinn læsa það greipum sinum. Jafnvel börnin voru
ófrjálsleg við leiki sina, eins og þau væru einnig sömu beiskjunni háð og
hinir fullorðnu og þyrðu ekki annað en vera sifellt á verði.
Ég blaða i úrklippunum á skrifborði minu, og renni augunum yfir
hinar minnisstæðu fyrirsagnir: „Sáttaumleitanir i Friðarpipuverk-
smiðjunum fara út um þúfur” — „Verkfall vofir yfir”. — „Engin von
um sættir i Blairsborg”. — „Verksmiðjustjórnin og fulltrúar verk-
smiðjufólksins og Landssambands vefara slita öllum samningatilraun-
um”. — „Engin ný sáttaboð hafa komið fram”. — „Verkamenn setja
úrslitakosti”. — „Verkfall eftir 24 klukkustundir, ef ekki verður látið að
kröfum verksmiöjufólksins”. — „Boðað til verkfalls i fyrramálið”. —
„Elztu vefnaðarvöruverksmiöjunum i Nýja-Englandi lokað. Verk-
1193
Lárétt Lóörétt
1) Missýning.- 5) Hvílast.- 7) 11 Taumar.- 2) Náð.- 3) DL,- 4)
Hátið - 9) Drif,- 11) Korn - 12) ^ll 6) Skarta,- 8) Rás,- 10)
Tónn - 13) Bein - 15) Óskert - 16) Æfa,- 14) Kul - ’5) Man,- 17) Na,-
llulduveru - 1») Róa,-
Lóðrétt
1) fíá sem er öðrum meiri,- 2)
Glöð,- 3) Joð,- 4) Blöskrar,- 6)
Ilárleysi - 8) Gruni - 10) Stafur -
14) Fum,- 15) Máttarvöld.- 17) 51.-
Ráðning á gátu No. 1192
Lárétt
1) Týndur,- 5) All - 7) Urð,- 9)
Læk - 11) Má,- 12) Fa,- 13) Ask,-
15) Mar - 16) Una.- 18) Slanga -
1
i
H
liliii y
MIÐVIKUDAGUR
30. ágúst.
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar,
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P. G. Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (13).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 islenzk tónlist.
16.15 Veðurfregnir. Ræktun-
artilraunir Magnúsar Ket-
ilssonar sýslumanns. Ingi-
mar Óskarsson flytur er-
indi.
16.40 I.ög leikin á gitar.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár
mín" eftir Christy Brown.
18. Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Frá Olympiuleikunum i
MUnchen. Jón Asgeirsson
talar.
19.40 Ilaglegt mál. Páll
Bjarnason menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.45 Alitamál. Stefán Jóns-
son stjórnar umræðuþætti.
20.10 Úr „Norðurlandstró-
met” lagaflokki op. 13 eftir
David Monrad Johansen við
texta eftir Peter Dass i þýð-
ingu dr,-Kristjáns Eldjárns.
Guðrún Tómasdóttir syng-
ur. Ólafur Vignir Albertsson
leikur á pianó.
20.30 Sumarvaka.
21.30 Ilandknattleikslýsing
frá Olvmpiuleikunum.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Maðurinn sem breytti
um andlit” eftir Marcel Ay-
nié.Kristinn Reyr les (16).
22.35 Nútimatónlist: Tónlist
eftir Vagn Holmboe.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
30. ágúst 1972.
18.00 Frá Olympíuleikunum.
Hlé
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 The Living Sea.Ný kvik-
mynd, gerð að tilhlutan rik-
isstjórnarinnar i tilefni af
útfærslu landhelginnar, og
sýnd i ýmsum sjónvarps-
stöðvum viða um heim um
þessar mundir. Kvikmynd-
un Sigurður Sverrir Páls-
son. Hljóðsetning Marinó Ó-
lafsson. Þulur Magnús
Magnússon. Umsjónarmað-
ur Eiður Guðnason.
20.40 Carl Wolfram. Þýzki
söngvarinn Carl Wolfram
kynnir gamla söngva og
gömul hljóðfæri i sjónvarps-
sal. Hljóðfærin sem hann
leikur á eru bassalúta og
meir en 500 ára gömul lira.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
21.05 Valdatafl. Brezkur
framhaldsmyndaflokkur.
10. þáttur. Eftirköst. Þýð-
andi Heba Júliusdóttir. I
siðasta þætti greindi frá þvi,
að Kenneth Bligh hafði
milligöngu um viðamikla
framkvæmdasamninga.
Wilder og Straker, sem
einnig er við þessar fram-
kvæmdir riðinn, eru á nál-
um um að samningarnir
hafi stórfellt fjárhagstjón i
för með sér. En að lokum
kemur i ljós að Kenneth hef-
ur snúiö á þá báða.
21.50 Afreksmenn á öld hraða.
Bandarisk mynd um hrað-
akstur og tilraunir manna,
til að setja hraðamet i akstri
bifreiða. Greint er frá þróun
hraðaksturs og tilraunum,
sem gerðar hafa verið um
árabil á saitsléttum Utah-
rikis. Þýðandi og þulur Ell-
ert Sigurbjörnsson.
22.40 Dagskrárlok.