Tíminn - 30.08.1972, Page 15
Miðvikudagur 30. ágúst 1972
TÍMINN
15
1«
YFIRLÝSING
Þar sem fram hefir komið, að menn eru ekki á eitt sáttir um það,
hvort Jónasi Jónssyni verði bezt minnst með þvi að reisa honum
myndastyttu eöa á einhvern annan hátt, hefir ákvörðun i þvi
máli verið frestað i bili. Hugmyndum um þetta yrði hins vegar
vel tekið og óskast þær sendar til undirritaðra.
Hjálmtýr Pétursson
Jón tvarsson
Þórir Baldvinsson
HalldórSigurðsson.
I
Orlof og skatta-
frádráttur sjómanna
A fundi i Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu KARA i Hafnar-
firði hinn 26. júli s.l. var tekinn
fyrir og ræddur úrskurður félags-
dóms þar, sem fjallað var um,
hvort útgerðarmönnum væri
skylt að greiða orlof á öll laun sjó-
manna, eða hvort þær upphæðir,
sem sjómenn fá i skattfrádrátt,
skyldu fyrst dregnar frá launum
og orlof greitt á afganginn.
Eins og kunnugt er, gerðu flest
allir útgerðarmenn þannig upp
eftir vetrarvertið, að þeir greiddu
Yfir 20 stig
heitasta daginn
SB-Reykjavik
t Svarfaðardal eru margir
bændur búnir að hirða allt sitt
hcy, og hinir eru með það siðasta.
Háarspretta er góð, en háin verð-
ur sennilcga ekki nýtt, nema til
beitar, þar sem hey eru þegar
orðin meiri cn nokkru sinni áður i
dalnurn. Ekki er gert ráð fyrir, að
svarfdælskir bændur fjölgi skepn-
um sinum i haust ,enda eru öll hús
full fyrir.
Þrjú stór f jós eru i byggingu að
Dæli, Þverá og á Steindyrum, og
er gert ráð fyrir, að þeim verði
lokið i haust. Það eru menn frá
Dalvik, sem sjá um fjós-
byggingarnar, en mikill skortur
er nú á vinnuafli á þessum slóð-
um.
Hlýjasti dagur sumarsins i
Svarfaðardal var á mánudaginn,
og fór hiti yfir 20 stig að sögn
fréttaritara Timans, Friðbjarnar
Zóphóniassonar á Hóli, hafa al-
gjörlega úrkomulausir sólar-
hringar i sumar ekki verið nema
tveir eða þrir alls.
Eftir helgina verður farið að
aka nautgripum úr Svarfaðardal
til slátrunar inn á Akureyri og
munu það vera hátt á annað
hundrað gripir, þvi mikiö er um
kálfauppeldi i dalnum.
Komast ekki
í Háskólann
Allmargir kennarar hafa leitað
eftir inngöngu i háskólann, og
hefur að undanförnu nokkuð verið
á huldu, hvernig beiðni þeirra
yrði afgreidd. I gær kvað há-
skólaráð upp úr með, að það
myndi visa á bug ósk þrjátiu og
eins kennara, sem farið höfðu
þessa á leit.
I
I
|
1
Vilja láta
Fox á
Kvikmyndafélagið Viðsjá
hefur farið þess á leit, að
Chester Fox, bandariski kvik-
myndatökumaðurinn, verði
kyrrsettur á Islandi þar til
hann hefur greitt skuldir sinar
við Viðsjá, en þær skuldir
orlof aðeins á laun að frádregnum
skattafrádrætti sjómanna.
Þessu vildi F.F.S.I. ekki una,
og var málið lagt fyrir félagsdóm
þar, sem þessi framkvæmd or-
lofslaga var staðfest. Eins og fyrr
segir, var mál þetta tekið fyrir á
fundi i Skipstjóra- og stýrimanna-
félaginu KÁRA i Hafnarfirði hinn
26. júli s.l. Urðu nokkrar umræð-
ur um málið, og voru menn sam-
mála um að mótmæla þeirri að-
för, sem með þessu er gerð að sjó-
mönnum og samningafrelsi
þeirra. Telur fundurinn, að með
þessu séu stórlega skertir þeir
samningar, sem undirskrifaðir
voru af F.F.S.I. og L.l.tJ. hinn 31.
des. s.l. Einnig telur fundurinn,
að úrskurður félagsdóms i máli
þessu sé i fyllsta máta vafasam-
ur, þar sem hann byggist aðal-
lega á þvi, að i gildandi orlofslög-
um sé talað um að orlof skuli
greitt af tekjuskattsskyldum
tekjum. Vill fundurinn benda á i
þessu sambandi, að þar, sem
hingað til hefur verið talaö um
skattskyldar tekjur, sé undan-
tekningarlaust átt við framtals-
skyldar tekjur, en hingað til hefur
hver króna, sem sjómenn fá i laun
verið framtalsskyld. Einnig segir
i 2. gr. orlofslaga: Lög þessi rýra
ekki viðtækari eða hagkvæmari
orlofsrétt samkvæmt öðrum lög-
um, samningum eða venjum. En
þvi hefur ekki verið mótmælt, að
venja hefur verið að greiða orlof á
allt kaup og/eða aflahlut sjó-
manna.
Einnig má geta þess i þessu
sambandi, að til þess aö geta
mannað fiskiflota okkar Is-
lendinga og fært okkur þannig i
nyt hina nýju 50 milna landhelgi,
er nauðsynlegt að bæta mikið kjör
sjómanna frá þvi, sem nú er, og
það er ekki siður nauðsynlegt að
staðið sé við gerða samninga, en
ekki ráðizt aftan að mönnum með
likum hætti og hér hefur verið
gert i skjóli ,,laga og réttar”. Er
illt til þess að vita, að sjómenn,
bæði yfirmenn og undirmenn,
skuli ganga i land i stórum hópum
vegna þess, að þeir geta fengið
mun betur borgaða vinnu og
miklu betri lifsafkomu i landi en
þeir hafa til sjós, en það er stað-
reynd, að þannig hefur þetta ver-
ið undanfarin ár.
Það er skilyröislaus krafa allra
islenzkra sjómanna og allra
þeirra er sjómennsku unna, að
þessu verði breytt á þann veg, að
sjómennska veröi eftirsótt at-
vinnugrein.
Nauðsynlegar breytingar á or-
lofslögum er aöeins einn liöur af
mörgum, sem breyta þarf, en þær
breytingar þola enga bið, og hefur
bráðabirgðalögum oft verið beitt
af minna tilefni.
kyrrsetia
fslandi!
munu vera vinnulaun.
Viðsjá mun upphaflega hafa
ætlað að láta kyrrsetja eigur
Fox hér á landi, en þær reynd-
ust engar, og þvi fór félagið
fram á að hann yrði sjálfur
kyrrsettur!
I
Á Hólahátíð:
Umræður um stöðu Hóla, sem
biskups-og skólaseturs í framtíðinni
Hólahátiðin fór fram á Hólum i
Hjaltadal, sunnudaginn 13. ágúst
s.l. Dagskráin hófst kl. 14 með
samhringingu, er prestar gengu
hempuklæddir til dómkirkjunnar.
Margt manna var saman komið
heim á staðnum, enda sólskin og
bliða þennan dag. Kirkjan var
þéttsetin hátiðargestum.
Guðþjónustan hófst með þvi, að
blásarar nú nýstofnaðri kirkju-
tónlistarsveit á Akureyri fluttu
„Preludium” undir stjórn Róar
Kvam, hljómsveitarstjóra.
Predikun flutti séra Sigurður
Pálsson, vigslubiskup, en séra
Pétur Sigurgeirsson, vigslu-
biskup og séra Gunnar Gislason,
alþingismaður i Glaumbæ þjón-
uðu fyrir altari. Kirkjukór Sauð-
árkróks annaðist söng undir
stjórn Frank Herlufsen, söng-
stjóra. 1 lok guðþjónustunnar var
altarisganga.
Að lokinni messu var hlé til kl.
16.30 en þá hófst samkoma i kirkj-
unni. Séra Arni Sigurðsson, for-
maður Hólafélagsins flutti ávarp
og stjórnaði samkomunni. Flutt
var kirkjulegt tónverk af fjórum
blásurum frá Akureyri með að-
stoð frú Gigju Kjartansdóttur.
Gisli Jónsson, menntaskóla-
kennari á Akureyri flutti erindi
um „Jón helga Ogmundsson og
skóla hans.” Kirkjukór Sauðár-
króks söng undir stjórn Frank
Herlufsen. 1 lof samkomunnar
flutti séra Pétur Sigurgeirsson,
vigslubiskup ritningarorö og bæn.
Einnig var almennur söngur.
1 sambandi við hátiöina var
aðalfundur Hólafélagsins, hald-
inn fyrir hádegi sama dag i setu-
stofu bændaskólans á Hólum og
hófst fundurinn kl. 10.30,— En
Einstakt
sumar á
Raufarhöfn
Aflabrögð ágæt
ÞÓ-Reykjavik.
Veöráttan hefur leikið við okk-
ur að undanförnu, sagði Hreinn
Helgason, fréttaritari Timans á
Raufarhöfn i viðtali við blaðið.
Tiðin hefur verið mjög góð i allt
sumar, aðeins tveir stuttir kulda-
kaflar hafa komið, um sjómanna-
daginn og verzlunarmannahelg-
ina. Siðustu daga hefur mátt likja
veðrinu við það, sem er i hitabelt-
inu, hitinn veriö þetta .18-20 stig
siðla dags.
Atvinnulif hefur verið með
bezta móti á Raufarhöfn i sumar,
er það að þakka ágætis aflabrögð-
um bátanna, aðallega færabát-
anna. I haust má búast við, að
mjög dofni yfir atvinnulifinu, og
er það mikið vegna þess, aö búið
er að selja stærsta bátinn i eigu
Raufarhafnarbúa, togskipið Jök-
ul, en i vetur er aftur á móti vænt-
anlegur nýr skuttogari til Raufar-
hafnar frá Japan. — Milli 20 og 25
bátar hafa róið að staðaldri frá
Raufarhöfn i sumar, og frá þvi i
byrjun júni hefur verið stanzlaus
vinna við fiskinn i frystihúsinu.
Gæftir hafa verið góöar að öllu
jöfnu, nema hvað sunnan áttin
hefur aðeins truflaö sjósókn litlu
bátanna.
Engar byggingarframkvæmdir
hafa átt sér stað á Raufarhöfn i
sumar, en fyrir liggur að endur-
bæta frystihúsið, eins og viðar.
Ekki er vitaö, hvort núverandi
hús verður betrumbætt eða ráöizt
i byggingu nýs húss.
Leiðrétting
1 þriðjudagsblaði Timans var
rangt nafn mannsins, sem er að
tefla viö Niels Hallgrimsson.
Hann heitir Dagbjartur Björgvin
Gislason, en ekki Gestur Jónsson.
Hólafélagið er félag áhugafólks
viðsvegar um land, um uppbygg-
ingu Hólastaðar. — Formaður
félagsins flutti skýrslu félags-
stjórnar og kom þar m.a. fram að
unnið er nú að heildarskipulagi á
staðnum i samvinnu við bænda-
skólann, með tilliti til væntan-
legrar skólastofnunar á vegum
þjóðkirkjunnar að frumkvæði
Hólafélagsins. Nokkrar umræður
urðu um stöðu Hóla, sem biskups-
og skólaseturs i framtiðinni. Þá
fór fram stjórnarkjör. Úr stórn-
inni gengu Pálmi Jónsson,
alþingismaður á Akri og Björn
Egilsson, Sveinsstööum og var
þeim þökkuð ágæt störf i þágu
félagsins. 1 stað þeirra voru
kostnir séra Gunnar Gislason i
Glaumbæ og Gunnar Oddsson i
Flatatungu. Aðrir i stjórn eru
séra Arni Sigurðsson, Blönduósi,
Gestur Þorsteinsson, bankagjald-
keri Sauðárkróki, Margrét
Arnason, skólastjórafrú Hólum,
séra Bjartmar Kristjánsson,
Laugalandi og séra Sigfús
Arnason, Miklabæ.
Meðal gesta fundarins var
Asgeir Asgeirsson, fyrrv. forseti
Islands. Hóladeginum barst
kveðja frá biskup Islands. herra
Sigurbirni Einarssyni.
Unnið við smíði nýrrar
bryggju á Djúpavogi
ÞÓ-Reykjavik.
Eins og kunnugt er af fréttum,
sigldi danskt flutningaskip hafn-
arbryggjuna á Djúpavogi niður
snemma i vor. Nú er hafin bygg-
ing á nýrri bryggju, og verður
komið upp 40x50 viðlegukanti á
Djúpavogi.
Þórarinn Pálmason fréttaritari
Timans á Djúpavogi sagði, aö
viðlegukanturinn yrði fyrir aust-
an gömlu bryggjuna meðfram
svokölluðum Hjallskletti. Þessa
dagana er unnið að þvi að aka i
uppfyllingu, sem kemur innan við
stálþil, sem verður rekið niöur.
Stálþilið sjálft er ekki komið til
landsins, en það tafðist i hafnar-
verkfallinu i Bretlandi.
Atvinnulif hefur verið ágætt á
Djúpavogi i sumar, en þó ekki
eins gott og i fyrrasumar.
Þegar bryggjan eyðilagðist á
Djúpavogi i vor, þurfti að skipa
og afskipa öllu, sem viðkom
Djúpavogi á öðrum höfnum.
Fljótlega var gert við það, sem
eftir var af bryggjunni, og hafa
t.d. Hekla og Esja lagzt þar að
bryggju i sumar. Þrátt fyrir
komu Heklu og Esju, hefur þurft
að skipa miklu út á öðrum stöð-
um, og hefur þurft að aka miklu
af sjávarútvegsvörum til Breið-
dalsvikur og jafnvel Hafnar i
Hornafirði.
Litlar byggingaframkvæmdir
hafa verið á Djúpavogi i sumar,
en nú er i undirbúningi bygging
félagsheimilis og skóla. Þessar
byggingar eiga aö vera sameigin-
legar að einhverju leyti.
Kennara vantar
við Þinghólsskóla í Kópavogi. Kennslu-
greinar: íslenzka, enska og fleira.
Væntanlegir umsækjendur hafi samband við
skólastjórann hið bráðasta.
Fræðslustjórinn
Frá Barnaskóla
Garðahrepps
Skólinn tekur til starfa 1. september.
Nemendur mæti, sem hér segir:
12 og II ára kl. 10
10 og 9 ára kl. 11
8 ára kl. 13.
7 ára kl. 14.
6 ára kl. 15.
Nýir nemendurhafimeðsérskilrikifráþeim skólum, sem
þeir koma frá. Fólk, sem flytur i Garðahrepp siðar á
skólaárinu, þarf einnig að tilkynna skólaskyld börn.
Kennsla hefst miðvikudaginn 6. september.
Skólastjóri.