Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Fimmtudagur 7. september 1972 Guðrún Stephensen og Jón Laxdal i hlutverkum sinum I Dómlnó eftir Jökul Jakobsson hjá Leikfélagi Reykjavikur. Nýtt leikár að hefjast í Iðnó Um helgina hefst 76. leikár Leikfélags Reykjavikur með sýningum á DOMINO eftir Jökul Jakobsson. Leikurinn var frum- sýndur i tengslum við Listahátið- ina á sl. vori og þá sýndur alls 8 sinnum fyrir fullu húsi við mikla ánægju áhorfenda. Siðar i mánuðinum verða svo teknar upp sýningar á ATÓMSTöÐINNI eftir Halldór Laxness, og undir mánaðamótin verður frumsýning á LEIKHÓS- ALFUNUM eftir Tove Jansson — sjónleik fyrir alla fjölskylduna — sem sýndur var tvisvar i vor á vegum Listahátiðarinnar. A sl. ári, afmælisári Leikfélags Reykjavikur, varð metaðsókn aö sýningum félagsins. Rúmlega 48 þús. manns komu á 238 sýningar i leikhúsinu. Sæti eru i Iðnó fyrir 230 manns á sýningu. Eins og áður mun Leikfélag Reykjavikur gefa leikhúsgestum kost á áskriftarkortum fyrir leik- árið, á hagstæðu verði, og gilda þau á 5 nýjar sýningar i leikhús- 5 BATAR SELJA I HIRTSHALS í DAG EÓ—Hirtshals. Nú er farið að liða að siðustu sölu islenzku sildveiðiskipanna hér i Danmörku & þessu trygging- artimabili. Sjómenn eru ekkert hressir eftir þetta Norðursjávar- sumar, enda hefur sildin verið lé- leg og veröið lágt. Einn bátur seldi i Hirtshals i gær,en það var Vörður ÞH, sem seldi 1257 kassa fyrir 47.200 kr. danskar. Meðalverðið var röskar 12kr.isl. kilóið.Þá seldi Birtingur i Skagen, en ekki var vitaft um aflamagn hans. 1 dag selja 5 bátar i Hirtshals, og eru þeir allir með góðan afla, en þessir bátar eru: Hilmir SU, Fifill GK, Jón Garðar GK, Isleifur 4. VE og Isleifur VE. Búizt er við að verðið verði svipað og i gær. Stjórn fyrirtækja — ný bók eftir AAagna Guðmundsson hagfræðing Út er komin á vegum Hlaðbúð- ar bókin „Stjórn fyrirtækja", greinasafn um helztu hugtök og vinnubrögð stjórnsýslu, eftir Magna Guðmundsson hagfræð- ing. Þessar greinar birtust á tveggja ára timabili hér I Tlman- um. I formála segir höfundur, að margir hefðu óskað eftir þvi, að Oddskarðsgöngin 50 metrar ÞÓ—Reykjavik Nú eru Oddsskarðsgöngin orðin tæplega 50 metra löng. Einar Sigurðsson, verkstjóri við gangnagerðina sagði I gær, að þeir væru nú I'sprungu, og væri það þriðja sprungan, sem þeir færu i gegn um. Þegar inn I sjálft fjallið, kemur er búizt við að gangnagerðingangi öllu betur, þar eð fjallið er talið vera fastara fyrir eftir þvl sem innar dregur. Akveðið er, að unnið verði við gangnagerðina I vetur eins lengi og veður leyfir, og sagði Einar, að það miðaðist við það, að snjór yrði ekki mikill og fært upp I munnana. Ekki er vist, að stanz verði á gangnagerðinni, þar eð frekar snjólétt hefur ' verið fyrir austan siðustu vetur, en göngin liggja töluvert neðan við Oddsskarð. Þá er nýi vegurinn, sem kemur út úr göngunum Eskifjarðarmegin, að verða fullbúinn, og við það hverfa nokkrar krappar og erfiðar beygjur, sem hafa reynzt mörgum erfiðar yfir vetrar- timann. þessar greinar kæmu út I sam- felldu formi, og komi útgáfa bók- arinnar til móts við þær óskir. Höfundur segir, að fyrir sér vaki aö fylla i eyðu og vekja at- hygli á málefni, sem hafi verið vanrækthérlendis. Hafi hann leit- azt við að draga fram i dagsljósið þau atriði, sem helzt gætu orðið fyrirtækjum að gagni og al- menningi til fróðleiks. Efnisval hafi mótazt af reynslu höfundar i viðskiptalifinu. Bókin skiptist i fjóra meginkafla: 1. Skilgreining og hugtakaskýringar. 2. Fjármála- stjórn framleiðnisstjórn og mark- aðsstjórn. 3. Skip'ulagsatriði. 4. Stjórn á starfi og starfsmönnum. Magni Guðmundsson hag- fræðingur hefur áður gefið út bók- ina „Þættir um efnahagsmál", en þar birtust ýmsa ritgerðir hans og erindi. TK MUNIÐ RAUOA KROSSINri í SÓL 0G SUMARYL Hljómsveit Ingimars Eydal LP —Stereo Tónaútgáfan T 05 — Það er viðeigandi að gefa út LP-plötu með Hljómsveit Ingi- mars Eydal á 10 ára afmæli hljómsveitarinnar, en það mun hafa verið i byrjun sumars. Ingi- mar hefur öll þessi ár ávallt verið með fyrsta flokks krafta, hljóð- færaleikara og söngvara, og nægir i þvi sambandi að benda á Vilhjálm Vilhjálmsson og Þor- vald Halldórsson — svo og þá sem nu skipa hljómsveitina. Ingimar, sá mikli öðlingur, hefur gætt þess frá upphafi að reka hljómsveit sina fyrst og fremst sem danshljómsveit og hefurhann (allavega frá þviað ég man fyrst eftir) ávallt verið feti framar en aörir, svo ekki sé meira sagt. I dag er Hljómsveit Ingimars Eydal tvimælalaust bezta danshljómsveit landsins og jafnvel á Norðurlöndum. Þar sem þetta er skrifað I Sviþjóð, finnst til að mynda ekki ein einasta hljómsveit af þessu tagi, sem kemst i hálfkvisti við HIE Hljómsveitin hefur alltaf verit; með „eitthvað fyrir alla" eins og Ingimar orðar það gjarnar sjálfur og hlýtur m.a. að vera ástæðan fyrir þvi, að hvar sem þau fara troðfyllast samkomuhús á svipstundu. HIE mun til dæmis eiga metið á Hvoli, þar sem ein hverntima voru um 1100 manns é dansleik hjá þeim. Nauðsynlegt er að hlusta á þessa plötu með þetta i huga. Fyrir Ingimar og liðsfólki hans hefur liklega helzt vakað að senda frá sér skemmtilega plötu létta og aðgengilega fyrir alla, fremur en flókið listaverk, sem ekki nema einstaka maður skilur. Og þeim hefur tekizt það. Platan er bráð- skemmtileg á köflum og i heildina mjög áheyrileg. Það er til dæmis gott að láta hana spilast á meðan maöur er eitthvað að dunda. Þegar maður aftur á móti sezt niður i þvi augnamiöi að hlusta rækilega, verður maður fyrir dá- litlum vonbrigöum þvi i meöferð hljómsveitarinnar vantar dálltinn kraft, sérlega þó i rokk- syrpuna um hann Stebba stóra fiskimann. Samt sem áður kemur það ekki verulega að sök og liklega má frekar skella skuldinni á upp- tökuna frekar en hljómsveitina. Eins og vera ber með dans- hljómsveitir ber mest á söng- vurunum, Bjarka Tryggvasyni og Helenu Eyjólfsdóttur, og eins og fyrri daginn standa þau sig með mikilli prýöi. Söngur Bjarka hefur tekið miklum framförum frá þvi sem áður var og hann er á góðri leið með að verða mjög snjall bassaleikari. Lögin sem Helena syngur hæfa henni af- bragðs vel og má segja, að fyrir utan söng Grims Sigurðssonar i „Hún Asta", sé söngurinn fyrsta flokks. Hljóðfæraleikurinn er fyrst og fremst undirleikur en vitaskuld gerir Finnur Eydal mjög skemmtilega hluti i blæstri við og við; samt kemst ég ekki hjá að hafa á tilfinningunni að eitthvað af þeirri lifssnerpu, sem eitt sinn einkenndi Finn, sé horfin að nokkru leyti. Þaö kann þó að vera timabundið og skal maður vona það. Aðrir hljóðfæraleikarar standa sig vel og Arni trommu- leikari viröist vera farinn að finna sig i þessari músik. Lögin eru flest góð og þykir mér sérstök ástæða til að vekja at- hygli á lögum Gylfa Ægissonar, þau eru tvö og titillagið þar af annað. Gylfi er Siglfirðingur að uppruna en er nú sjómaður I Vest mannaeyjum og hefur samiö ein- hver lifandis ósköp af lögum i þessum dúr; á Þjóðhátiðinni i sumar voru meðal annars i leikin ein 10 eða 12 lög eftir hann — og með honum — á segulbandi yfir hátalarakerfið i Herjólfsdal. Upptakan er svona eins og aðrar upptökur Péturs Stein- grimssonar, ósköp venjuleg segulbandsupptaka, og umslagiö er óskaplega ljótt. En Tónaút- gáfan ætti að reyna að komast að hvortplötunúmeriðerT-05eða T- 06. Að öðru leyti geta allir vel við unað og ég leyfi mér að nota tæki- færið og senda kveðjur til þeirra, sem við vilja taka. O.vald

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.