Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.09.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. september 1972 TÍMINN ¦ 5 UNDIRBÚNINGUR BYGGINGAR ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU ÍFULLUM GANGI I tilefni af fréttaviðtali við arki- tekta Þjóðarbókhlöðunnar, sem birtist i Morgunblaðinu, sunnu- daginn 30.7. '72 undir sömu fyrir- sögn, vill stjórn Arkitektafélags tslands koma með eftirfarandi athugasemdir: 1 ofannefndu viðtali er haft eftir arkitektum Þjóðarbókhlöðunnar, ,,að verkið væri á byrjunarstigi. Þeir hefðu verið að vinna með bókasafnsmönnum aú nánari gagnasöfnun og úrvinnslu á þess- um gögnum, til aö ganga frá endanlegri forsögn, sem siðan er hægt að byggja tillöguteikningar og áframhaldandi vinnu á." Ennfremur segir: „Ekki er bú- ið að ákveða, hve margar hæðir hún verður. Aðstaða á lóðinni og útfærsla hússins yfirleitt kemur til með að ráða þar miklu. Til dæmis er ekki vitað hvenær iþróttavöllurinn víkur af Melun- um eða hver áhrif stækkun Sögu kann að hafa á staðsetninguna." Ekki er aðra ályktun hægt að draga af fréttaviðtalinu, en að byggingarnefnd Þjóðarbókhlöð- unnar hafi nú loksins viðurkennt þá skoðun meirihluta félaga A.l. og ýmissa annarra áhuga- og fag- manna, sem fjölmenntu á fundi i Norræna húsinu út af málinu, að forvinna öll, svo sem gagnasöfn- un og forsögn („prógrammer- ing"), sé enn ekki á þvi stigi, að raunhæft hafi verið að tala um að hefja teiknivinnu af fullum krafti, i þeim tilgangi að reisa bygging- una fyrir þjóðhátiðarárið 1974. Af framanskráðu er augljóst, að full ástæða var fyrir sljórn A.I. að vara byggingarnefnd Þjóðar- bókhlöðunnar við hvers konar frumhlaupi i þessu máli, og fagn- ar stjórnin þvi, að fundurinn i Norræna húsinu og aðrar aðgerð- ir, hafa þó leitt til þess, að bygg- ingarnefndin hefur séð að sér Aldrei of varlega farið við sauðfjárflutninga Klp—Reykjavfk. Nú fer senn að liða að þvi, að haustslátrun hefjist hér á landi. Verður það eftir 10. þ.m., og má ætla, að slátrað verði um 750 til 800 þúsund fjár i öllum slátur- húsum landsins. Það er mikið starf að flytja allt þetta fé að sláturhúsunum, en til þess eru bæði notaðir bátar og bilar, þótt féð sé i mörgum tilfellum látið hafa fyrir þvi sjálft að komast á leiðarenda. í sambandi við flutning á lif- andi hé fé hefur Dýraverndunar- félagið látið setja ákveðnar reglur, og þá sérstaklega ef féð er flutt á bilum, en það hefur færzt mikið i vöxt á undan- förnum árum. Jónmundur Olafsson hjá Fram- ieiðsluráði landbúnaðarins sagði okkur, að þessar reglur miðuðu allar að þvi, að dýrin yrðu fyrir sem minnstum óþægindum i þessum flutningum. Bilarnir yrðu að vera. hólfaðir og hæfilega margt fé haft i hverju hólfi, þannig að dýrin slengdust ekki til. Ekki mætti vera of þröngt um dýrin i þessum hólfum, og heldur ekki of fá dýr i þeim. Bilarnir yrðu helzt að vera yfirbyggðir og pallarnir hreinlegir og bezt væri að hafa grindur á þeim. Ef öllum þessum reglum væri fylgt, væri engin hætta á,að illa færi um dýrin á leið i sláturhúsið. Jónmundur sagði, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um, hve langt mætti flytja fé á þennan hátt.Misjafnlega langt væri ekið með féð. Sumir þyrftu að láta aka þvi 60 til 100 km vegalengd, en algengast væri, að það væri flutt þetta 40 til 60 km i einu. Til þessa hefði verið tekið hart á þvi, ef menn sýndu óvarkárni við flutning á lifandi fé, en á þvi hefði samt litið borið til þessa. Þess Jón A. Jónsson skipaður aðstoðarskóla- meistari MA Menntamálaráðuneytið hefur skipað Jón Árna Jónsson yfir- kennara aðstoðarskólameistara við Menntaskólann á Akureyri um eins árs skeið. Jón er skipaður i embættið frá 1. september. Laudsins gróðar - ><kr hrödnr bCnaðarbanki ISLANDS væru þó dæmi, en hann sagðist vona, að til þess kæmi ekki að þessu sinni. Góð visa væri samt aldrei of oft kveðin, og aldrei mætti slá slöku við i eftirliti i þessum efnum. varðandi undirbúning, og að viss von er fyrir hendi um faglegan framgang málsins og vinnubrögð. Fréttaviðtalið gefur einnig til kynna, að nú skortir ekki þann tima, sem var talinn aðalástæðan fyrir þvi, að byggingarnefndin og aðrir ráðamenn voru ekki til við- ræðu um almenna samkeppni um teikningar af Þjóðarbókhlöðunni. Þetta er hvorki fyrsta né eina málið-, þar sem stjórn A.l. hefur veriðtjáðaf ráðamönnum, að hún sé þvi miður of seint á ferðinni, og ekki lengur timi til að verða við óskum eða ábendingum hennar. Siðar hefur hins vegar komið i ljós, að timinn sem „skorti", var fyrir hendi, en fór i önnur störf eða drátt á framkvæmdum. Er þar skemmst að minnast viðræða stjórnar A.t. við. ráðamenn og fleiri varðandi teikningar af nýrri tanniæknadeild. Að minnast ellefuhundruð ára byggðarsögu þjóðarinnar með nýrri Þjóðarbókhlóðu, er mjög þakkarverð hugmynd, ef vel er að málum staðið, hinsvegar virðist stjórn A.t. heldur litill hátiðar- bragur hafa verið á framkomu og gerðum byggingarnefndar um- ræddrar byggingar, viðvikjandi undirbúning allan og ráðstöfun verkefnisins. Reykjavik i ágúst 1972 -Stjórn Arkitektafélags tslands, Guðrún Jónsdóttir, formaður Jes Einar Þorsteinsson, ritari Róbert Pétursson, gjaldkeri, Guðm. Kr. Kristinsson, meðstj. Blaðburðarfólk óskast við eftirtaldar götur: Reynimelur, Vesturgata, Laugvegur, Skóiavörðustigur, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, Laufásvegur, Suðurgata og Grimsstaðarholt. Einnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7, simi 12323. JÖRÐ 0SKAST Litil jörð óskast til kaups, helzt I Arnes- eöa utanveröri Rangárvallasýslu. Húsakostur þarf ekki að vera mikill eða góður, en æskilegt er, að girðingar séu i góðu standi. Tilboð sendist timanum sem fyrst merkt: JÖRÐ — 1354 Tilkynning um iögtök í Seltjarnarneshreppi 23. ágúst s.l. var úrskurðað, að lögtök geta fram farið vegna gjaldfallinna en ógreiddra útsvara, aðstöðugjalda, kirkju- og kirkjugarðsgjalda, fasteignagjalda álagðra i Seltjarnarneshreppi árið 1972 svo og heimtaugargjalda hitaveitu, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök fyrir gjöldum þessum geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps Auglýsing um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavík Nokkrar lögregluþjónsstöður i Reykja- vik eru lausar til umsóknar. Launakjör, föst laun, auk álags fyrir nætur- og helgi- dagavaktir, samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Upplýsingar um starfið gefa yfirlög- regluþjónar. Umsóknarfrestur er til 1. október 1972. Lögreglustjórinn i Reykjavik. LEIKFIMIS búningar Ballettbúningar kvenna Verð frá kr. 340,00 Stutterma og langerma Margir litir Strigaskór Stuttbuxur — Bolir Sokkar. Alh iil íþrótta PDRTVALPóst HLEMMTORGI sími 14390 sendum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.