Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 8. september 1972 Daníel Ágústínusson, forseti bæjarstjórnar Akraness: Fjármál sveitarfélaganna og nýju skattalögin Þegar skatta- og tekjustofna- lögin voru afgreidd frá Alþingi i vetur, hétu stjórnarandstæðingar þvi, að mikið hark skyldi gert, þegar áiagningu yrði lokið i sumar. Við þetta var dyggilega staðið. Fáir munu þó hafa orðið fyrir meiri vonbrigðum, en stjórnarandstæðingar sjálfir. Það benda hin löngu og innantómu skrif þeirra á. Þeir töldu i vetur að hvort tveggja myndi gerast: Alltof há skattlagning og stór vöntun á fé til rikis og sveitarfé- laga. Nú kvarta stjórnarandstæð- ingar yfir þvi annan daginn, að rikið fái 1000 millj. umfram fjár- lög, og hinn daginn, að endarnir nái ekki saman hjá rikissjóði og skuld hans við Seðlabankann sé geigvænleg. Kkki er málflutn- ingur þessi traustvekjandi. 57% skattur á tekjuvið- bótina samkv. gamla kerf- inu Það mun vera árlegur við- burður að nokkur úifaþytur sé meðal gjaldenda þegar skatt- skrár eru lagðar fram. Alveg sér- staklega var tilefni til þess nú, þegar hvort tveggja gerðist, að grundvailarbreyting varð á skaltlagningunni og meiri hækk- un á tekjum launamanna milli ára en dæmi eru til um áður. All- ur samanburður hlaut þvi að vera nokkuð flókinn og erfiður. Það mun algengt, að starfsmenn rikis og bæja hækkuðu um 25—35% milli áranna 1970 og 1971 og stundum meira, ef um tilfærslu var að ræða i launafiokkum til hækkunar. Mun ekki hafa verið óalgengt, að tekjur iaunamanna i miðlungsflokkum hækkuðu um kr. 100 þús. 1971 frá fyrra ári. Samkva'mt gamla kerfinu fóru 57% af þessari hækkun i skatt, að frádreginni þeirri hækkun, sem gerð var á persónufrádrætti, sem viðreisnarstjórnin hækkaði raun- ar ekkert i mörg ár, þrátt fyrir magnaða dýrtið. Hver launþegi getur þvi litið i eigin barm og reiknað sjálfur út skatta sina samkvæmt gamla kerfinu af þessum auknu tekjum, auk þess að greiða tryggingagjald og sjúkrasamlagsgjald, sem hefði orðið á hjón kr. 23 þús. Þar við bætist, að margur gjaldandinn varð einnig að greiða þessi gjöld vegna barna sinna, er stunduðu nám og hefði það orðið kr. 16 þús. á hvert barn. Glöggt dæmi frá Akra- nesi Hjá sveitarfélögunum var myndin sizt betri. Þar hefði orðið samkvæmt gamla kerfinu 50% hækkun á framlagi til Trygginga- stofnunar rikisins, gifurleg hækk- un á framlagi til sjúkrasamlag- anna, veruleg hækkun á lög- gæzlukostnaði, þar sem um hann er að ræða. Þá skeði það um sama leyti, að Jöfnunarsjóður tók að sér greiðslu meðlaga, sem viða var orðinn þungur baggi. Með þvi að létta gjöldum þessum af sveitarfélögunum lækkar rekstrarkostnaður þeirra yfirleitt um 1/3 a.m.k., þar sem löggæzlu- kostnaður er að einhverju marki. Ég vil tilgreina um þetta skýrt dæmi frá Akranesi. Þar hefðu eftirfarandi upphæöir orðið aö standa i fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1972, ef rikiö og Jöfn- unarsjóður hefðu ekki tekið þess- ar greiðslur að sér: Heksturkostnaður Akraness- kaupstaðar 1972 er áætlaður kr. 41,2 millj. Hefði þessi upphæð komið til viðbótar varð hann alls kr. 62 millj. Hér er þvi um að ræöa rúmlega 33% lækkun. Ég fullyrði, að stórfelldari ráð- stafanir hafa aldrei verið gerðar til þess að bæta fjárhagsafkomu bæjarfélagsins. Þetta getur ekki verið neitt sérstakt fyrir Akranes. Málefnin eru svipuð i flestum bæjum landsins. Hinar ýmsu greiðslur aðeins hækka eða lækka eftir ibúatölu þeirra. Ég trúi ekki öðru en sveitarstjórnarmönnum almennt sé þetta Ijóst, þótt þeim sé misjafnlega ljúft að viður- kenna þessa staðreynd. Kftir þessa breytingu geta sveitarfélögin betur en áður sinnt ýmsum aðkallandi framfaramál- um. Með gamla kerfinu hefði út- koman orðið þveröfug. Útsvars- hækkunin hefði öll lent i hækk- uðum rekstrargjöldum og senni- lega ekki nægt nema að leggja 10—20% á útsvarsstigann, eins og sum bæjarfélög og kauptún urðu að gera á siðari árum til að mæta vaxandi rekslrarútgjöldum. Verklegar framkvæmdir hefðu orðið út undan og litið hægt að auka fjárveitingar til þeirra, þrátt fyrir hækkaðan byggingar- kostnað. Gifurlegar útsvars- hækkanir hefðu þvi verið óhjá- kvæmilegar i ár, ef grundvallar- breyting hefði ekki verið gerð i skattamálum og rikið látiö taka að sér hluta af reksturskostnaði sveitarfélaganna. Þá er augljóst mál, aö 10% út- svar á brúttótekjur er miklu öruggari tekjustofn fyrir sveitar- félögin. cn 30% á nettótekjur. Ýmsir Irádráttarliðir til skatts geta lækkað tekjurnar úr hófi iram og valdið sveiflum, sem crfitt er að sjá fyrir. Allar áætl- anir ættu þvi að vera öruggari með þessari aðferð. Ég hef ekki orðið var við annaö, en það væri samdóma álit allra bæjarfulltrúa á Akranesi — hvar i flokki. sem þeir standa — að betra og auðveldara hafi verið að ganga frá fjárhagsáætlun bæjar- ins á s.l. vetri en jafnan áður. Það er ennfremur skoðun þeirra allra að forðast beri álag á tekjustofn- ana — hvort sem um er að ræða útsvar eða fasteignaskatt — á meðan breytingin er að komast á og árferðið er hagstætt. Heimild til hækkunar beri að nota — ein- hverja eða allar — ef sérstaklega stendur á. en alls ekki að gera þær stöðugar. enda getur ekki verið, að það sé tilgangur lög- gjafans. Heldur að skapa svig- rúm i vissum tilfellum. Fjárhags- áætlun. Akraness fyrir árið 1972 var þvi miðuð við 10% útsvar af brúttótekjum og fasteignaskatt 0,5% af ibúðarhúsnæði og 0,75% af húsnæði til atvinnurekstrar, eða allt án álags. Álagning útsvara og lækkun fasteignaskatta Við álagningu útsvars voru þar að auki undauþegnar allar bætur skv. 2. kafla tryggingalaganna. svo sein elli- og örorkulifeyrir, ör- orkustyrkur, makabætur, barna- lifeyrir, mæöralaun. ekkju- og ekklabætur, svo og allar slysa- og sjúkrabætur. Gjaldendur 70 ára og eldri fengu 30 þús. kr. aukafrá- drátt og náinsmenn liinn sama frádrátt og til skatts. Þá voru ýmsar aðrar lækkanir veittar, ef uni var að ræða langvarandi Daniel Agústinusson veikindi eða sérstakiega bágar lieimilisástæður. Ég veit ekki betur, en álagning útsvaranna hafi komið eðlilega út og sizt meiri hnökrar á henni en áður. Má það til tiðinda teljast, þar sem slik grundvallarbreyting er framkvæmd i fyrsta sinn. Ueynslan af álagningunni þetta fyrsta ár á að vera mjög gagnleg vegna endurskoðunar laganna. Þvi má svo bæta við, aö bæjar- stjórnin gerði ekki ráð fyrir að fá nema kr. 43 millj. i útsvörum, en álagningin gaf hins vegar kr. 47 millj., þrátt fyrir áðurnefndar undanþágur og aðeins 10% af brúttótekjum. Þannig var hægt að auka framlag bæjarins til verklegra framkvæmda um kr. 4 millj., sem voru þó fyrir mun hacrri en um langt skeiö, vegna þeirra kr. 20,8 millj. af rekstr- inum, sem rikið tók á sig. Kr þetta stórvægileg breyting til batnaðar fyrir fjárhag bæjarins og framkvæmdir hans. Hækkun fasteignaskatts er ákaflega vafasöm. nema um verulega arðberandi eignir sé að ræða. Það mun erfitt að tina þær út úr og eftir byggðalögum i land- inu er þetta mjög misjafnt. Þar sem atvinnulifið gengur illa og fólki fækkar — flytur jafnvel frá húseignum sinum auðum og yfir- gei'num — þá er fasteignaskattur- inn litils virði. Þá á margt aldrað fólk ibúðir skuldlitlar eða skuld- iausar en hefur tekjur i lágmarki. I lögunum er heimild til að lækka eða fella niður fasteignaskatt af slikum ibúðum. og er það sjálf- sagður hlutur að nota þá heimild um leið og fasteignaskatturinn er hækkaður. Hann var áður mörgu fólki nógu þungbær. en þá var engin heimild til lækkunar. 1 sambandi við þetta gerði Ba'jarstjórn Akraness á fundi sinum 7. júli s.l. svofellda sam- þykkt: ..Hæjarstjórn Akraness sam- þykkir skv. beiniild i 5. gr. I. nr. 8/1972, að fella niður fasteigna- skatt árið 1972. allt að kr. 4.000.00 af elli- og örorkulifeyrisþegum, sem ekki liafa liærri tekjur cn kr. 120 þús. á ári. sem einstaklingar og lijón kr. 218 þús., sbr. reglur uni tryggingu lágmarkslauna". Við athugun. sem gerð var á Akranesi. kom i ljós. að flestir þeir. sem eingöngu njóta elli- og örorkulifeyris. eða hafa litlar aðrar tekjur. eiga ibúðir. sem eru undir kr. 800 þús. að fasteigna- mati. og sleppa þvi alveg,eða að mestu leyti. við greiðslu fast- eignaskattsins. Þetta eru tals- verðar hagsbætur fyrir þetta fólk, sem áður þurfti að greiða fullan fasteignaskatt af ibúð sinni, og varhann a.m.k. 50% af núverandi fasteignaskatti. án hækkunar. Bæjarstjórnin taldi eðlilegast að nota heimildina almennt fyrir þetta tekjulægsta fólk i stað þess að auglýsa eftir umsóknum. Kkki er víst að allir gefi sig þar fram, sem rétt eiga til lækkunar. Mikil hækkun fasteignaskatta á atvinnurekstrinum er ekki rétt- lætanleg, nema um gróðafyrir- tæki sé að ræða. Blómlegur at- vinnurekstur er hverju sveitar- íélagi eftirsóknarverður og skapar tekjuöflunarmöguleika eftir mörgum leiðum öðrum. Fasteignaskattinn ber þvi að nota með varfærni. Hann getur oft á tiðum komið illa niður og verður aldrei nein meginstoð i tekjuöflun sveitarfélaganna. Dulbúnar ástæður btjórnarandstaðan ‘brá' á það ráð að nota skattlagningu á hina eldri gjaldendur, sem almenna gagnrýni á kerfisbreytinguna. Sá grunur læðist að ýmsum, að hún hafi valið sér þann kost að taka þá út úr, en meint þá hækkun, sem verður á hinum hærri tekjum. Það er ekki vinsælt að segja það beint, en hitt getur vakið nokkra samúð. Nú er það mála sannast, að gjaldendur á tslandi hafa öll viðreisnarárin, og lengur, verið skattlagðir til rikissjóðs eftir tekjum en ekki aldri. Það hefur ekkert annað skeö nú. en ellilif- eyrir hefur hið lægsta verið hækk- aður um 50% á miðju siðasta ári og persónufrádráttur hjóna um kr. 35 þús. Þar að auki fékk gam- alt fólk smávægilega ivilnun, sem ekki hefur áður verið. Allir fullfriskir menn eru lika i vinnu fram á 70 ára aldur og margir lengur, ef færi gefst. Margir hafa há eftirlaun og aðrir reka atvinnufyrirtæki. Verður ekki séð. að slikir gjaldendur séu ver settir að greiða skatta sina. en ungu hjónin með 3-5 bönr á framfæri og ibúðina i skuld að verulegu leyti. Hins vegar er það sanngjarnt. að fólk. sem komið er yfir sjötugt og ekki hefur veruleg- ar tekjur umfram ellilifeyri. njóti einhverrar undanþágu i sköttum til rikissjóðs. likt og bæirnir hafa gert i sambandi við álagningu út- svarsins á undanförnum árum. llins vegar hlýtur meginreglan að vera sú — hér eftir sem hingað til að gjaldendur greiði opinber gjöld i samræmi við tekjur sinar, en ekki aldur. Stjórnarandstöðunni fórst illa að nota gamla fólkið i sókn sinni á skattalagabreytinguna, mönnun- um. sem i 12 ár hafa þrautpint fólk á íslandi með sköttum — jafnt gamalt sem ungt — og hald- ið persónufrádrætti óbreyttum ár eftir ár, þrátt fyrir mjög aukna dýrtið. mönnum. sem töldu kr. 4-5 þús. nægileg ellilaun handa gamla fólkinu til siðasta stjórnar- dags og veittu þvi aldrei nein frið- indi i skatti. Slik er fortið þessara manna. Úlfaþytur stjórnarandstöðunn- ar var fyrst og fremst miðaður við hátekjumennina og gamla fólkið notað til að opna leið til þeirra. Kom þetta skýrt i ljós i Mbl.. þegar krafa var sett fram um 25% lækkun á tekjuskatti al- mennt. Þar kom hin raunveru- lega stefna blaðsins fram um- búðarlaust. Tveirhópar, sem litið hefur verið rætt um I hinum miklu umræðum um skattamálin er vert að benda á tvo hópa, sem áreiðanlega eru fjölmennari en gamla fólkið, sem hefur skattskyldar tekjur. og sækir þessar vikurnar endur- greiðslur til innheimtumanna rikissjóðs, þar sem það er nær skattlaust i ár, en hefur greitt á undanförnum árum talsverðar upphæðir og innheimtan á fyrri hluta árs miðuö við 60% af gjöld- unum i fyrra. Blöð stjórnarand- stöðunnar hafa ekki verið að hafa viðtöl við þá, enda þótt gjöld þeirra hafi lækkað um mörg hundruð %, svo notuð sér reikn- ingsaöferð Mbl. i sambandi við aðra gjaldendur. Þaö er i fyrsta lagi mikill fjöldi ungs fólks, sem ekki hefur fullar árstekjur vegna skólagöngu, eða af öðrum ástæðum. Þetta fólk hefur nú engin þinggjöld, nema sóknargjald og smávegis kirkju- garðsgjald. Samkvæmt gamla kerfinu hefði það orðið að greiða kr. 16-17 þús. hvað sem allri tekjuöflun leið. 1 öðru lagi er stór hópur gjald- enda, einkum ung hjón, með nokkur börn á framfæri, sem ekki hafa meir en kr. 400-500 þús. árs- tekjurog greiðir nú engin teljandi þinggjöld. Þessi hjón voru áður með nokkurn tekjuskatt, vegna þess hve persónufrádrátturinn var lágur og auk þess trygginga- gjald og sjúkrasamlagsgjald. Samkvæmt gamla kerfinu hefði það orð'ið á þessu ári yfir kr. 30 þús. Tekjulitlir unglingar og hjón með nokkur börn á framfæri með venjuleg verkamannalaun er ekki eðlilegur tekjustofn fyrir rikis- sjóð. Þetta er mönnum almennt að verða ljóst núna, þótt stjórnar- andstaðan þegi vandlega um þennan fjölmenna hóp, sem feng- ið hefur leiðréttingu sinna mála. Hann mun áreiðanlega finna hina gjörbreyttu aðstöðu og meta það að veröleikum. Þetta er eitt merkasta atriðiö i skattalaga- breytingunni og færir byrðarnar af þeim, sem ekkert hafa aflögu á hin breiðari bök. Þúsundir gjald- enda i landinu finna hvað hér snýr að sér. en það er ekki vist, að ýmsir aðrir geri sér þetta ljóst Um þetta hefur verið rætt jafn mikið og skyldi. Hér er fram- kvæmt eitt mesta réttlætismál, sem tekið hefur verið upp á ls- landi i áratugi. Þetta gnæfir hátt yfir það moldveður, sem stjórnarandstaðan reynir nú að þyrla upp. Og löngu siðar, þegar það er allt gleymt og grafið, verð- ur vitnað til þess, er skattar voru felldir niður af tekjulausu fólki, sem timamóta i sögu þjóðarinn- ar. Þegar rætt er um fávislega tekjuöflun verður vitnað til við- reisnarstjórnarinnar, sem hafði þann sið að hækka skattana ár- lega á tekjulausu fólki. Það er ekki furða þótt þessir menn, telji sig geta haldið uppi umræðum um réttlæti i skattamálum. Hverjir eiga að greiða skatta? Miklar tryggingabætur og al- mennar framfarir kosta mikið fé. Hverjir þora að sporna gegn slik- um fjárveitingum? Þeir hafa áreiðanlega ekki hátt um sig. Þeir, sem fjandskapast gegn öll- um fjáröflunarleiðum, eru aftur- haldsmenn, sem vilja fram- farirnar feigar. og þá tekjujöfnun i þjóðfélaginu, sem trygginga- bæturnar stuðla að. Hvaða skatt- ur er réttlátari og eðlilegri i þjóð- félaginu en tekjuskatturinn? Að þeir, sem hafa háar tekjur og mikið umfram daglegar þarfir, greiði drjúgan skerf til sam- félagsins. Óbeinir skattar koma oft verst niður þar, sem sizt skyldi. og að gera afkomu rikis- sjóðs jafn háöa tekjum af áfengi og tóbaki og verið hefur um nokk- ur skeiö, er heldur óviðfelldin ráðstöfun. Sá timi gæti komið að hún væri ekki á bjargi byggð. Sú grundvallarstefna, sem birt- ist i núgildandi skattalögum og tekjustofnalögum, er rétt. Hún Framhald á bls. 12 1. Framlag til Almannatrygginga kr. 9.400.000.00 2. Uppbætur á lifeyri kr. 1.200.000.00 3. 1/2 framiag til sjúkrasamlagsins kr. 5.500.000.00 4. Löggæzlan kr. 2.900.000.00 5. Mcðlög kr. 1.800.000.00 Kr. 20.800.OOO.O'Ö*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.