Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.09.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 8. septembcr 1!)72 „Það er ákaflega heillandi að verkefni í náttúruna sjálfa” Spjallað við Bjarna Sigurðsson, borgfirzkan hagleiksmann 1 húsinu númer 98 við Njálsgötu i Reykjavik býr maður sem Bjarni heitir og er Sigurðsson. Hann er að þvi leyti ,,öðru visi en aðrir menn", að hann smiðar alls konar hluti úr birki og gerir það af miklu meiri hagleik en al- gengt er. Og þó er eitt ennþá at- hyglisverðara: Hann sækir allan efnivið sinn i heimalandi þess bæjar, sem fóstraði hann ungan. Sá bær er Hraunsás i Borgarfirði, næsti bær við Húsafell. Bjarni var upptekinn við hugðarefni sitt, þegar blaða- maður og ljósmyndari gerðu að honum aðsúg einn góðan veður- dag, rétt upp úr hádeginu. En þegar honum var sagt,'að komnir væru gestir, var hann fljótur að koma og setjast á tal við þá, þótt fráleitt muni honum hafa fundizt erindi þeirra skemmtilegt. Fyrsta spurningin, sem upp var borin, var svohljóðandi: — Þú ert sveitamaður að ætt og uppruna, Bjarni? — Já. Ofan úr Borgarfirði. — Hvenær lærðir þú að smiða? — Ég kom hingað til Reykja- vikur til þess að nema þá iðn árið 1922. — Og siðan hefur þú ekki átt afturkvæmt i sveitina? — Nei, ekki til þess að eiga þar heima. — En hvenær fékkst þú áhuga á þvi að smiða úr birkinu, svona eins og það kemur fyrir i náttúr- unnar riki? — Það er nú langt siðan ég fékk áhugann, en hins vegar er ekki langt siðan fór að bóla á fram- kvæmdum. Það gerðist ekki fyrr en ég fór að slá slöku við aðra vinnu. — Var mikil skógrækt heima hjá þér, þegar þú varst að alast — Skógrækt var alls engin. Þetta var allt saman villtur skógur. Og hann var beittur, eftir þvi sem þurfa þótti. — Var hann lika höggvinn til eldiviðar? — Hann var höggvinn til alls konar þarfa, já, en þó var farið að þvi með gát. Þannig var sótzt eftir að höggva þau tré, sem ólik- legust voru til langlifis, en aldrei ráðizt á hin, sem meiri framtið virtust eiga fyrir sér. wv^^wwvwwwwv Texti: Valgeir Sigurðsson Myndir: Guðjón Einarsson — Var siður að notfæra sér skóginn til þess að smiða úr honum, þegar nú varst barn? — Já, menn smiðuðu klyfbera- boga og annað slikt, sem heimilið þarfnaðist og var ekki stærra i sniðum en það, að finna mátti heppileg tré i skóginum sem efni- við. — Og það hafa auðvitað alltaf verið til búhagir menn á bæjum, sem kunnu að notfæra sér þessi hlunnindi? — Já. Það er alltaf eitthvað til af lagtækum mönnum. fjjj _.......... WP Þrir af stólum Bjarna, hver með sinu lagi, en allir „eðlilegir” — eins og tréð, sem þcir eru unnir úr. — Att þú kannski til slikra að telja, þannig að þú hafir hand- lagnina þaðan? — Það er til i ættinni...Já, ekki er þvi að neita. Móðurafi minn var vel lagtækur maður og smið- aði viða. Meðal annars smiðaði hann bæi, hlöður og likkistur, svo eitt- hvað sé nefnt. — En hvað er af sjálfum skóginum að frétta? Hefur hann aukizteða minnkað, siðan þú fór- sl fyrst að muna eftir honum? Hann hefur aukizt töluvert. Norður með Hraunsásnum er svæði, sem heitir Norðurhlið. Þegar ég var að alast upp, mátti heita að mjög auðvelt væri að smala allt þetta stykki, þvi heita mátti að vel sæist yfir það, svo að segja allt. Nu er þetta gerbreytt. Það er ekki hægt að segja, að nú sjáist þarna til vegar fyrir skógi. —■ Og þetta hefur gerzt án til- verknaðar manna, að heitið geti? — Já, menn hafa ekki gert neitt, sem teljandi er, fyrir þennan skóg. Við reyndum að visu að hafa alla skynsemi með i verki. Tókum ekki til eldiviðar annað en það, sem sýnilega var farið að hrörna, og annað eftir þvi. En það var alls ekki um neina ræktun að tala. Skepnur fengu meira að segja aðganga i þessu eins og þær vildu. — Gera þær það kannski enn? — Já, en nú er viðhorfið allt annað en áður. Nu er þetta allt svo striðalið, blessaður vertu, að það litur ekki við öðru eins harð- meti og skógi, nema þá rétt sem snöggvast. — Já, það hlýtur nú að vera nokkuð annað að lofa kindum að skreppa i svip frá töðugarðanum og út i skóg, en að láta hungrað fé bita brum sér til kviðfylli. — Þú getur nú rétt imyndað þér. Já, og þarf ekki hungur til. Heldurðu að það hafi ekki verið dálitið öðru visi liðanin hjá fé, sem fóðrað var á léttu og fjör- efnasnauðu útheyi, kannski hröktu og illa hirtu i þokkabót. Það var sizt að undra, þótt þær skepnur sæktu meira i kjarrið en þær, sem nú eru striðaldar við stall og jötu. —- En ef fé væri beitt á skóginn eitthvað að ráði núna, myndi það þá ekki ná til hæstu toppa, þegar snjór er mestur? — Nei, alls ekki til efstu toppa. Þú verður að gá að þvi, að þetta eru þriggja, fjögurra og fimm metra há tré. Og auk þess er ekki snjóþungtþarna að öllum jafnaði. En auðvitað eru úti um allt runn- ar, sem eru miklu lægri en þetta, sem ég nefndi. — Nú hefur Borgarfjörður alltaf verið hestmargt hérað. Gátuð þið ekki látið stóð ganga af yfir veturinn? — Nei, að minnsta kosti ekki eftir að ég man eftir. Og ef þú ert að fiska eftir hvort svöng úti- gönguhross hefðu ekki getað verið skóginum hættuleg, þá er þvi ekki til að dreifa. Hestar bita ekki kvist, jafnvel þótt þeir séu svangir. Enda hef ég aldrei heyrt nokkurn mann óttast um skóg vegna hrossabeitar. Afturá móti þykir bæði sauðfé og nautgripum gott að narta i skógarlauf, en þó held ég að þau geri það meira til bragðbætis en að þau myndu vilja lifa á þvi eingöngu. Það sýndist okkur að minnsta kosti. En það týndist margur ullar- lagðurinn i skóginum á vorin, þegar rollurnar voru að troða sér þar i þrengslunum. — Áttu þá ekki ullsárir bændur til að bölva skóginum um það leyti ársins? — Ojú. Fyrir kom það. En mörgum kindum bjargaði hann nú, blessaður, bæði frá hrakn- ingum og jafnvel bana. Það var '’sfc- ■'■ ' £ ■ - ■fé: Bjarni Sigurðsson, völundurinn á Njáisgötu 98. Úr skóginuin, sem Bjarni sækir efnivið sinn i. Myndin af manninum gefur nokkra hug- mvnd um hæð trésins. alltaf þrautalendingin heima, ef gerði vond sunnanveður (og það eru nú yfirleitt verstu veðrin, sem þar koma), að reka féð i skóginn. Þangað var alltaf hægt að reka það, þótt ekki væri hægt að koma þvi alla leið heim. Og i skóginum var skjól. Ég var þó nokkuð oft með i þvi að reka féð á undan sér með hundum, algerlega blindandi, þangað til maður kom i skóginn. Þar var logn, og þá gat maður farið að telja og vita hvort eitthvað vantaði. — Skilduð þið féð svo eftir i skóginum? — Við fórum ekki frá þvi þar, ef veður var mjög vont. t vondum stórhriðum á veturna stóðum við hjá fénu i skóginum, þangað til veðrinu slotaði. Það var sjaldnast nein sérstök karlmennskuraun, þvi i skóginum var ágætt skjól, ef ekki alveg logn, þótt vitlaust veður væri alls staðar annars staðar. Féð vandist þessu lika, og margt af þvi leitaði i skóginn undan vondum veðrum. Það var helzt að maður þyrfti að leita uppi skjólsæla staði, þar sem hætt var við að það fennti. Þaðan varð maður auðvitað að reka það og koma þvi i skóginn, þar sem þvi var óhætt. — Þannig hefur skógurinn verið ykkur til ekki svo litilla þæginda, þótt hann tæki nokkra ullarlagða á vorin? — Hann var meira en til þæginda. Hann var stórkostleg hlunnindi, enda held ég að flestir, ef ekki allir, hafi borið til hans góðan hug. — Það væri nú kannski ekki úr vegi að vikja að skiptum þinum við skóginn heima, eins og þau eru i dag. Ferðu ekki þangað reglulega og aflar þér efnis? — Jú, ég geri það. Og það hefur heldur farið vaxandi en minnk- andi. — Þarftu ekki að búta þetta niður uppfrá, svo auðveldara verði að flytja það hingaö? — Þetta eru nú sjaldnast stórir stofnar, sem ég tek. Jú, ég smækka það dálitið og geymi það i úthýsi, þangað til einhver heppi- leg ferð fellur með það hingað til min. —Nú verður þú að fella lifandi tré — ekki duga þér kalkvistir. —- Nei, kalkvistir duga mér ekki til smiðanna. En þótt maður láti þá eiga sig, þá eru samt eftir nóg tré, sem maður sér að vel mega missa sig. — Hvernig ferðu að þvi að vera viss um það? — Það er ekki svo ýkjamikill vandi að sjá ellimörk á trjám. Ef þau laufgast seint, eða bera greinar, kannski fleiri en eina, sem laufgast litt eða ekki, þótt tréð virðist annars standa i blóma, þá er öldungis öruggt, að það tré á ekki langt lif fyrir höndum. Sama er að segja um stórar, jarðlægar hrislur. Þær eru oft hreinasta skaðræði, þvi þær verða oft svo þungar, að þær snara rótina og geta auðveldlega valdið þvi, að runni leggist á hliðina. Aftur á móti eru þessar hrislur oft ágætur efniviður. Þær eru oft sléttari og kvistaminni en hinar. Ég sækist þvi eftir þessum hrislum og þykist vinna með þvi tvennt gagn i einu: Afla sjálfum mér efnis til iðju minnar og gera skóginum mínum heima gott. — Já, þú vilt auðvitað ekki gera neitt, sem verða kynni honum til meins. — Þó nú ekki væri. Ég veit það eins og aðrir, að þaö er allra hagur að viðgangur skógarins sé sem mestur, og það er sannarlega vel farið, ef maður getur sam- einað það tvennt, að nytja hann og hjálpa honum til aö vaxa og þroskast. En að ætla sér að grisja skóginn, eins og tiðkast i ræktuðum reitum — það er óvinnandi vegur og enginn mann- afli til þess. — En svo við snúum okkur nú aftur að smiðunum: Hvað heldurðu að þú smiðir marga hluti úr birki á ári? — Áttu við, þegar allt er talið, spænir og ausur lika? — Nei. Segjum hluti á borð við við eldhússtóla. — Þeir eru nú ekki margir. Ég er svo nýlega byrjaður á þessu. —■ En ertu ekki byrjaður að selja framleiðsluna?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.