Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2004
Safabarinn í Heilsuhúsinu í
Kringlunni er orðinn fastur
viðkomustaður fjölda fólks sem
kemur til að fá sér glas af
nýpressuðum ávaxta- eða
grænmetissafa. Sumir koma á
morgnana til að ná sér í
nærandi undirstöðu fyrir
amstur dagsins, aðrir koma til
að fá sér glas af safablöndu í
staðin fyrir hádegissnarl og enn
aðrir koma í eftirmiðdaginn og
fá sér glas til að halda óskertu
starfsþreki fram á kvöld.
Prófa›u safa eins og:
• Orkuskot
• DeTox - hreinsandi
• Sæluteygur
• Miðdegismál
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
Harkan sex
Maður nokkur í Dóminíska lýð-veldinu, hinn 25 ára gamli
Ignacio Cabrera, sá sér þann kost
vænstan að leita læknishjálpar á
sjúkrahúsi vegna óvenjulegs vanda-
máls, sem margur vildi gjarnan
glíma við í smærri skömmtum.
Honum hafði einn daginn risið hold,
sem ekki væri í frásögur færandi
nema fyrir þá sök að liðnir voru sex
dagar og ekki hafði enn slaknað á
félaganum.
Þegar spurðist meðal starfsfólks
Jose Maria Cabral og Baez sjúkra-
hússins í Villa Gonzales hvernig
komið var fyrir manninum dreif að
fólk í stríðum straumum og reyndi
hver sem betur gat að verða vitni að
þessu ótrúlega þrautseiga holdrisi.
Var ásóknin slík að nánast var um
nýtt aðdráttarafl fyrir ferða-
mennsku að ræða.
Læknar ráðlögðu Ignacio að und-
irgangast skurðaðgerð, ellegar yrði
þessi reisnarlota hans síðasta, og
fór allt vel að lokum. Ignacio neitaði
að hafa tekið nokkurs konar stinn-
ingarlyf, en lækn-
ar sögðu hann lík-
lega þjást af afar
fágætri tegund
blóðleysis sem
gæti gefið mönn-
um óvenjulega
langlífa standpínu.
Engum sögum fer
af hjúskaparstöðu
Ignacios. ■
Leikarinn Jim Caviezel, semleikur Jesú í The Passion of
the Christ, segist hafa
búið sig undir hlut-
verkið með því að
ganga yfir sund-
laugina sína
tvisvar á dag.
Hann viðurkennir
að það hafi verið
frekar erfitt verk, en
segist hafa látið sig hafa það.
Caviezel er gallharður kaþólikki
og greinilega mikill grínisti. Á
næstu dögum fær hann að hitta
páfann í Róm. Það
verður þá há-
punktur ferils
hans.
Ben Affleckhefur ákveð-
ið að leika ekki í
fleiri hasar-
myndum. Þar
með hefur hann
útilokað að leika í
framhaldsmynd Daredevil, ofur-
hetjumyndarinnar frá því í fyrra.
Næst ætlar Ben að snúa sér að
grínmyndum og er nú við tökur
myndarinnar Surviving
Christmas.
Gítarleikarinn og afróhausinnOmar Rodriguez Lopez úr The
Mars Volta og áður At the Drive-
in er við það að klára fyrstu sóló-
plötu sína. Sú kemur til með að
heita því undarlega nafni A
Manual Dexterity - Soundtrack
vol. 1 og inniheldur fyrri hlutann
af tónlistinni við kvikmynd sem
kappinn er að gera. Þetta hliðar-
verkefni Mars Volta hefur víst
engin áhrif á vinnu hans með
þeirri merku sveit, sem átti eina
bestu plötu síðasta árs.
Fréttiraf fólki
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
VIAGRA
Ignacio mun ekki hafa þurft á stinningarlyfi
að halda, nema síður sé.