Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 18
Íslensku,“ segir Guðni Kolbeins-son íslenskufræðingur og er greinilega á réttri hillu í lífinu. „Ég ákvað það einhvern tíma að ég yrði áreiðanlega í vinnunni að minnsta kosti helming af mínum vökutíma og þá vildi ég helst fást við eitthvað sem mér þætti skemmtilegt, þó ég fengi kannski heldur minni peninga út úr því en einhverju öðru.“ Guðni hefur kennt íslensku síð- an hann var 19 ára og er sáttur þegar hann lítur yfir farinn veg. Hann viðurkennir þó að stundum hafi hann bölvað starfinu í sand og ösku. „Ég held að það sé eitt- hvað sem allir upplifa. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég ákvað að hætta að kenna. Þetta tímabil stóð yfir í mánaðartíma og ég var ákveðinn í að ganga út og koma aldrei meir. En það leið hjá eins og alltaf,“ segir Guðni og hlær. Guðni var ekki nema strákling- ur þegar hann fékk áhuga á ís- lensku máli og las Íslendingasög- urnar meðan hann stóð ekki út úr hnefa. „Ég var ekkert sérstaklega efnilegur, þær lágu bara þarna fyrir mér þegar ég var búinn að lesa allt annað í bókaskápnum heima. Ég var latur og komst að því að maður var ekki rekinn í verkin ef maður var að lesa bók. Svo fannst mér bara svo gaman að lesa, ekki síst þegar ég var búinn að læra að fletta yfir ættartölurn- ar og ástarhjalið og komst beint í bardagana, þetta voru mín hasar- blöð. Njála er líka besta bók sem hefur verið skrifuð á Norðurlönd- um og Íslendingasögurnar það merkilegasta sem við höfum lagt til heimsmenningarinnar.“ En hvernig gengur að glæða áhuga nútímaunglingsins á Ís- lendingasögunum? „Það getur verið erfitt. Sam- keppnin er öðruvísi en var. Það er rosalega gaman að fara í Njálu með fólki sem er um og yfir tvítugt, en það munar í þroska hvort þau eru 15 eða 16 ára. Það er bara eins og með allar aðrar bókmenntir og pælingar,“ segir Guðni en hefur engar áhyggjur af málþróun ung- linganna. „Það var kvartað yfir þessu í Háskólanum 1913, að menn kæmu ótalandi og óskrifandi í skól- ann og það þyrfti að gera eitthvað. Þetta hefur ekkert breyst. Við megum heldur ekki gleyma að við gerum gríðarlegar kröfur til krakka nútímans, þeir þurfa að hafa sitt tungutak á hreinu og eiga svo líka að hafa árabáta- og torf- bæjartískuna á reiðum höndum. Ég skrifa engan veginn upp á að ung- lingar í dag séu verr máli farnir en þegar ég byrjaði að kenna.“ edda@frettabladid.is nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Hvað myndir þú læra ef þú gætir byrjað aftur? Yfir ættartölu og ástar- hjal og beint í bardagann GUÐNI KOLBEINSSON Lærði íslensku fyrir margt löngu og sér ekki eftir því. Hann hefur kennt íslensku í fjóra áratugi og telur sig á hárréttri hillu í lífinu. • 2,4 GHz Örgjörvi • 256 MB Vinnsluminni • 40 GB Harður diskur • 17“ Skjár • Windows XP Home Edition • Lyklaborð og mús j i l i i i r iti KT-Tölvur • Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 2187 Nánari upplýsingar: www.itn.liu.se/iceland/ Verkfræðinám við Linköpingháskóla CAMPUS NORRKÖPING SVÍÞJÓÐ Víngerðarlist! Áman stendur fyrir námskeiði í heimavíngerð þann 15. apríl n.k. kl. 19:00. Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000- og innifalið er byrjunarsett. Þátttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar Skeifunni á námskeiðskvöldinu. Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 1020 og á aman.is BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ! NÁMSKEIÐ Á landinu starfa 187 grunnskólar. Þeir eru allir einsetnir nema einn. Haustið 2000 voru 164 grunnskólar einsetnir og haustið 1998 voru einsetnir grunnskólar 154. Um hálft prósent nemenda (214) er á undan jafnöldrum sínum í skóla og annað hálft prósent (209 nemendur) er á eftir jafnöldr- um sínum. Algengast er að nemendur fylgi ekki jafnöldr- um í 10. bekk þar sem 0,8% eru ári yngri og 1,2% að minnsta kosti ári eldri en bekkjarfélagarnir. NEMENDUR Í GRUNNSKÓLUM Nemendur í grunnskólum í vetur eru 44.809 og hafa ekki áður verið fleiri. Nemendum hefur fjölgað um 2% (39 nem- endur) milli ára á Austurlandi, 1,6% (180 nemendur) á höf- uðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og 1,3% (48 nemendur) á Suðurlandi. Á öðrum landsvæðum fækkaði nemendum milli ára, mest á Norðurlandi vestra, um 2,7%.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.