Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 14
Það er ekki hægt að neita því aðmeð stuðningi sínum við innrás herja Bandaríkjamanna og Breta í Írak hafa íslensk stjórnvöld aukið hættuna á að hryðjuverk verði framið hérlendis eða beinist gegn Íslendingum erlendis. Hættan er ekki mikil – en samt til staðar. Þeir sem stóðu að ákvörðuninni réttlæta þetta sjálfsagt með því að ógnin af hryðjuverkum í heiminum hafi ver- ið meiri fyrir innrásina en eftir. Inn- rásin í Írak hafi verið forvörn gegn hryðjuverkum. Ef stuðningur við innrásina eykur hættuna á að hryðjuverk beinist gegn Íslending- um er það einfaldlega það gjald sem Íslendingar verði að greiða sem ábyrg þjóð í alheimssamfélaginu. Það er því hæpið að meta stuðning íslenskra stjórnvalda út frá því hvort hann auki hættu á að hryðju- verk beinist gegn Íslendingum. Auðvitað er rétt að hafa slíkt í huga en það er í raun andstætt ákvörðun- inni sjálfri að láta þetta atriði ráða för. Innrásin í Írak var hernaðar- aðgerð sem byggði á þeirri hugsun að þjóðum heims bæri að láta hart mæta hörðu í baráttu sinni gegn hryðjuverkum og að Saddam Hussein væri lykilmaður í þeirri baráttu. Ef menn trúa á annað borð á þessa stefnu geta þeir ekki skotið sér undan stuðningi við hana ef sá stuðningur eykur lítillega hættuna á að hryðjuverk beinist að Íslend- ingum. Ef menn trúa því hins vegar að innrásin í Írak skapi frekari hryðjuverk og virki eins og olía á eld hryðjuverkamanna geta menn ekki stutt innrásina – án tillits til þess hvort stuðningurinn beinir at- hygli hryðjuverkamanna að þeim sjálfum. Ef það reynist rétt að hryðju- verkin í Madríd séu afleiðing inn- rásarinnar í Írak og herkvaðningar ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum er það fremur sönn- un þess að innrásin í Írak hafi verið misráðin en að þjóðum heims hafi verið hollast að styðja hana ekki. Ef íslensk stjórnvöld hefðu átt að sleppa stuðningsyfirlýsingunni er það sökum þess að innrásin bar ekki árangur, minnkaði ekki hættuna á hryðjuverkum, jók ekki öryggi borgara og magnaði í raun upp eld- fimt hatur íslamskra heittrúar- manna gagnvart Vesturlöndum. Hryðjuverkin á Spáni varpa hins vegar ljósi á hversu vitlaust það er af ríkjandi ríkisstjórn að taka ákvörðun um stuðning við hernað- araðgerðir án víðtæks samráðs við stjórnarandstöðuna og í þokkalegri sátt við almenning. Nýja ríkis- stjórnin þarf nú að draga þennan stuðning til baka og þótt það hafi verið markmið stjórnarandstöðunn- ar frá upphafi – og helsta ástæða kosningasigurs hennar – þá fær þessi stefnubreyting annarlega mynd í kjölfar hryðjuverkanna. Hún er ekki aðeins leiðrétting á stefnu heldur má túlka hana sem uppgjöf gagnvart hryðjuverka- mönnum. Það er hins vegar ekki sök núverandi stjórnar heldur afleiðing af ákvörðun fyrri stjórnar sem byggð var á veikum grunni. ■ José Luis Rodríguez Zapatero,formaður Sósíalistaflokksins, er nýr forsætisráðherra Spánar og tekur við af José María Aznar, formanni Lýðflokksins. Úrslitin hljóta að vera Aznar mikil von- brigði en það hafði neikvæð áhrif að ríkisstjórn hans var harð- ákveðin í að skella skuldinni á hryðjuverkaárásinni í Madríd á ETA-samtökin en ekki Al Kaída. Spænskur almenningur trúði ekki stjórnvöldum og refsaði ríkis- stjórn Aznars fyrir stuðninginn við Íraksstríðið. Eftir óvæntan kosningasigur Sósíalistaflokksins síðastliðinn sunnudag hét Zapatero því að draga 1.300 manna herlið Spánar frá Írak. Hann sagði einnig að for- gangsverkefni væri að berjast gegn hryðjuverkamönnum. Zapa- tero hefur verið andstæðingur Íraksstríðsins allt frá byrjun en hefur einnig stutt harðar aðgerðir gegn ETA, sem berst fyrir sjálf- stæðu ríki Baska. Vill að Bush tapi Zapatero er 43 ára gamall, lög- fræðingur að mennt. Afi hans var hermaður í flokki lýðræðissinna í borgarastyrjöldinni og var líflát- inn af fasistum. Zapatero gekk í sósíalistaflokkinn þegar hann var 18 ára gamall og varð yngsti þing- maður Spánar 26 ára gamall. Veg- ur hans óx jafnt og þétt en þá- verandi forsætisráðherra, Felipe Gonzalez, hafði mikið dálæti á honum. Zapatero tók við forystu í Sósíalistaflokknum í júlí 2000 eftir mikinn kosningaósigur flokksins. Búist er við að Zapatero muni taka upp nánari samvinnu en áður við Frakkland og Þýska- land. Að sama skapi er búist við að samskiptin við Bandaríkin muni kólna, verði þar ekki for- setaskipti í nóvember, enda hef- ur Zapatero lýst því yfir að hann vilji að George Bush tapi forseta- kosningunum. Tony Blair og Azn- ar var vel til vina en það var vin- skapur sem spænskum sósíalist- um gramdist enda telja margir þeirra að Blair hafi svikið hug- sjónir vinstri manna og látið stjórnast af vilja Bush. Blair mun því sennilega ekki finna sannan vin í Zapatero. Algjör bindindismaður Zapatero er algjör bindindis- maður og að eigin sögn enginn matmaður. Fiskveiðar eru eftir- lætisiðja hans. Hann er kvæntur og á tvö börn. Honum er lýst sem öfgalausum manni og yfir- veguðum. Sagt hefur verið að helsti veikleiki hans sem stjórn- málamanns sé skortur á hörku og nauðsynlegu „drápseðli“. Sem dæmi um þetta er tekið svar hans í nýlegu sjónvarpsvið- tali. Þegar hann var spurður hvað hann myndi gera ef hann mætti leiðtoga ETA á götu svar- aði Zapatero: „Ég myndi ekki horfa framan í hann“. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hættu af hryðjuverkum. Maðurinn JOSÉ ZAPATERO ■ er alls óvænt orðinn nýr forsætisráðherra Spánar. 14 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hryðjuverkaárásirnar íBandaríkjunum 11. septem- ber 2001 leiddu til þess að ráðist var með hernaði inn í Afganist- an og í framhaldinu á Írak, þótt engin tengsl hafi enn fundist milli Íraka og hryðjuverka- mannanna. Sem betur fer hafa ekki enn komið fram kröfur um að svara hryðjuverkunum í Ma- dríd með innrás inn í Marokkó eða Indland, en aðilar í þessum löndum hafa verið handteknir grunaðir um hlutdeild í hroða- verkunum. Hringrás ógnar Þegar þetta er skrifað, undir hádegi á þriðjudag, bendir flest til þess að hryðjuverkamenn tengdir Al-keida beri ábyrgð á sprengjutilræðunum í Madríd. Í baráttunni við alþjóðleg hryðjuverk dugir ekki að ráðast bara inn í næsta land eins og Bandaríkjamenn gerðu. Slíkar aðgerðir fæla ekki hryðjuverkamenn frá því að fremja ódæðisverk sín, nema síður sé, eru heldur vatn á myllu ógnarverkamanna. Slík hernaðarviðbrögð, sem nota bene bitna fyrst og fremst á saklausum borgurum en ekki á þeim sem bera ábyrgð á ódæð- inu, nota hryðjuverkamennirn- ir svo sem sönnun á árásareðli vesturlanda og eiga í kjölfarið auðveldara með að véla unga múslima til liðs við sig í stríði sínu gegn Vesturlöndum. Hringrás ógnarinnar er með því móti viðhaldið en ekki eytt. Alþjóðleg hryðjuverk - alþjóð- leg viðbrögð Öfugt við Bandaríkjamenn hafa Evrópubúar þurft að lifa við hryðjuverk í áratugi. Hingað til hafa hryðjuverkin verið stað- bundin, voðasveitir á borð við IRA og ETA hafa barist fyrir „frelsun“ ákveðinna svæða. Hryðjuverkin í Madríd eru ann- ars eðlis, þau eru alþjóðleg en ekki staðbundin. Bandaríkja- menn brugðust við alþjóðlegum hryðjuverkum í New York og Washington með einhliða hern- aðaraðgerðum í Afganistan og í Írak. Þær aðgerðir hafa ekki orðið til að auka öryggi Banda- ríkjamanna og heimurinn er ekki friðvænlegri en áður. Afganistan er enn í rúst og ástandið í Írak er upp í loft. Það segir sig eiginlega sjálft að alþjóðleg hryðjuverk verða ekki upprætt með einhliða hern- aðaraðgerðum einstakra ríkja. Bæði pólitískar og alþjóðlegar lausnir þurfa að koma til. Al- þjóðleg hryðjuverk kalla á al- þjóðleg viðbrögð. Mikilvægt er að þjóðir heims taki sig saman og hefji raun- verulega og fjölþætta samvinnu gegn alþjóðlegum voðaverkum. Það þarf samræmt átak allra; stjórnmálamanna, diplómata, leyniþjónusta, lögreglusveita og allra annarra aðila sem að mál- inu kunna að koma. Leiðtogar Evrópu hafa nú þegar viðrað hugmyndir um samræmda yfir- stjórn í baráttunni gegn hryðju- verkunum og gæti það orðið skref í átt að aukinni alþjóðlegri samvinnu gegn þessari nýju ógn. Hvað er Al-keida? Al-keida eru gjörólík þeim samtökum sem hafa áður stund- að voðaverk í Evrópu. Þau urðu til árið 1989 meðal arabískra andspyrnumanna sem komu víða að og börðust gegn innrás- arher Sovétríkjanna í Afganist- an. Samtökin hafa síðan starfað í litlum sellum víða um heim sem hafa aðeins laustengt sam- band sín á milli. Hóparnir vinna saman á óskipulegan hátt, skipt- ast á upplýsingum og vopnum og starfrækja jafnvel sameigin- legar þjálfunarbúðir víða um heim. En þeir hafa ekki endilega samráð sín á milli um aðgerðir og einstaka hryðjuverk. Það er enginn foringi sem situr í miðju köngulóarvefsins og hefur alla þræði í hendi sér. Al-keida er því kannski nær því vera sam- eiginleg hugmynd heldur en raunveruleg samtök. Þetta gerir samtökin erfið viðureignar því óvininn er ekki að finna í af- mörkuðum hópi manna sem hægt er að eyða með hernaðar- aðgerðum. Nýjar aðferðir þurfa að koma til Refsað fyrir blekkingar Sumir telja að hryðjuverka- mennirnir hafi haft afgerandi áhrif á lýðræðislegar kosningar á Spáni. Það er líklega ofáætlað. Sennilega voru það ekki hryðju- verkin sem slík sem leiddu til fylgissveiflunnar yfir til sósí- alista. Skýringuna er frekar að finna í viðbrögðum stjórnarinn- ar sem hélt því stíft fram, þvert ofan í vísbendingar, að bask- neskar hryðjuverkasveitir ETA bæru ábyrgð á ódæðinu. Aznar og félagar virðast hafa óttast að kjósendur myndu refsa stjórn- inni fyrir fylgisspektina við Bandaríkjastjórn í Írakstríðinu ef þeir fengu veður af því að múslimskar sveitir væru grun- aðar. Í samræmi við þá trú fyrirskipuðu þeir sendimönnum sínum erlendis að halda því stíft fram að ETA stæði á bak við voðaverkin. Nær lagi er að ætla að kjósendur hafi einfaldlega refsað stjórnvöldum fyrir blekkingarnar. ■ Um daginnog veginn EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ■ skrifar um hryðjuverk. Er innrás í Mar- okkó nauðsynleg? ■ Af Netinu Öfgalaus og yfirvegaður Stefnubreyting virkar sem uppgjöf Sláttuvélamarkaðurinn. Faxafeni 14 kjallara (undir Bónus). Sími : 5172010 Opið 9 -17 virka daga 10 - 14 laugardaga 20% afsl. af fylgihlutum ef komið er með hjól í viðgerð REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI JOSÉ ZAPATERO Sagt hefur verið að helsti veikleiki hans sem stjórnmálamanns sé skortur á hörku og nauðsynlegu „drápseðli“. Söguleg kosningaúrslit „Kosningaúrslitin í Spáni í gær eru söguleg að því leyti að almenning- ur þar í landi hefur tekið skýra af- stöðu gegn stríðinu í Írak og skýra afstöðu gegn „hryðjuverkastríðinu“ á þeim nótum sem Bush og banda- menn hans hafa lagt það upp. Auð- vitað er þetta enginn sigur fyrir hryðjuverkamenn; þeir eru jafn hataðir og áður. En almenningur hefur sýnt og sannað að hann hef- ur engan áhuga á að berjast við þá með því að hylla það sama ofbeldi og þeir dýrka.“ - ÁRMANN JAKOBSSON Á WWW.MURINN.IS Skilaboð til hryðjuverkamanna „Skelfileg hryðjuverk í Madríd í síð- ustu viku virðast hafa haft úrslita- áhrif á spænsku þingkosningarnar. Lýðflokknum, flokki Aznars fráfar- andi forsætisráðherra, var fyrir kosningarnar spáð sigri en nú er ljóst að sósíalistar hafa unnið stór- sigur undir forystu Jose Luis Rodriguez Zapatero. Það skal ósagt látið hvort Aznar og fráfarandi ríkis- stjórn hafi notfært sér hryðjuverkin í pólitískum tilgangi en hitt er ljóst að búið er að senda hryðjuverkamönn- um heimsins skilaboð: Hryðjuverk geta skilað „árangri“. Ef svo hræði- lega má að orði komast.“ - DAVÍÐ GUÐJÓNSSON Á WWW.DEIGLAN.COM Góður draumur maður „Dreymdi illa í nótt og næsta fárán- lega. Mikil geðshræring ríkti í sam- félaginu því Birgittu Haukdal hafði verið rænt og enginn vissi um ferðir hennar. Ég var alltíeinu kominn í rannsóknarlögregluna og vann í þessu máli. Eftir æsilegar draum- farir og mikla spennu fannst Birgitta loksins. Komu eftirlits- myndavélarnar í miðbænum við sögu þegar málið var upplýst. Sá sem rændi Birgittu reyndist vera sá þjóðþekkti gítarsnillingur Björgvin Gíslason. Birgittu hafði ekki verið þröngvað til neins nema að syngja inn á nýjustu sólóplötu Björgvins, en hann bar fyrir sig þunglyndi þeg- ar á hann var gengið með ástæður fyrir ráninu. Áður en draumurinn varð meiri steypa vaknaði ég.“ - DR. GUNNI Á WWW.THIS.IS/DRGRUNNI Mikilvægt álitamál „Ein spurning: Af hverju þrástagað- ist fréttastofa RÚV á því í gær- kvöldi að Ólafur Ragnar Grímsson hefði á blaðamannafundi fyrr um daginn „formlega lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands“? Halda fréttamennirnir í raun að menn gefi formlegar yfirlýsingar á blaðamannafundum? Og fari í framboð á blaðamannafundi? Framboð eru formlega tilkynnt þeg- ar yfirvöldum er afhent yfirlýsing forsetaefnis og meðmælenda þess. Það er ekkert formlegt við blaða- mannafundi og alls ekki þá sem Ólafur Ragnar Grímsson efnir til.“ - PISTLAHÖFUNDUR VEFÞJÓÐVILJANS Á WWW.ANDRIKI.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.