Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R
Bakþankar
SIGURJÓNS M.
EGILSSONAR
SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
trulofun.is
Réttritun á
undanþágu
Nokkru eftir að þeirri skóla-skyldu lauk sem landslög ætla
okkur settist ég á skólabekk. Lærði
til stýrimanns. Þetta var sérkenni-
legur bekkur. Eiginlega tossabekk-
ur þó við værum ekkert mikið lak-
ari námsmenn en gengur og gerist.
Við áttum það sameiginlegt að við
höfðum ekki verið í skóla í nokkur
ár og eins að allir vorum við starf-
andi sem stýrimenn eða skipstjórar
án þess að hafa til þess réttindi.
Vorum undanþágumenn en búið var
að ákveða að slíkt skyldi heyra sög-
unni til.
VIÐ FÓRUM í skóla og vorum
ákveðnir að standast raunina. Nám-
ið gekk bara vel. Einn okkar var
Færeyingur sem hafði búið á Ís-
landi í nokkur ár og talaði íslensku
með ágætum. Ekki bara það. Átti
sinn eigin bát og var ágætlega
fengsæll og farsæll skipstjóri. Nú
varð hann, eins og við hinir, að setj-
ast á skólabekk og læra ensku,
stærðfræði, stöðugleika, siglinga-
fræði, íslensku og fleiri námsgrein-
ar svo hann gæti haldið áfram að
vera skipstjóri á sínu skipi.
ÍSLENSKUKENNARINN las
fyrir stíl. Við sátum, hlustuðum og
skrifuðum niður. Það heyrðist ein
og ein stuna milli þess sem kennar-
inn las. Hægt og með áherslum svo
ekki færi á milli mála hvað hann
segði og við ættum gott með að
fylgja honum. Engar athugasemdir
komu úr bekknum og allt virtist
ganga vel. Stíllinn var eins og
alltaf áður byggður upp af sjálf-
stæðum setningum, ótengdum hver
annarri og því enginn söguþráður.
Óþarft að muna síðustu setningu
þar sem hún hafði ekkert með þá
næstu að gera.
KENNARINN LAS og sem högg
á suma kom setningin: „Um morg-
uninn rigndi en lygndi síðdegis.“
Þar kom að því að þögn nemenda
rofnaði. Það var Færeyingurinn.
Hann sagði háum og ákveðnum
rómi: „Síðdegis, síðdegis. Hvernig
á ég að kunna að skrifa þetta
helvítis síðdegis,“ sagði frændi
okkar frá Færeyjum. Sennilega
átti hann ekki í vandræðum með
rigndi eða lygndi. Hann náði prófi
um vorið og fiskaði hvorki meira
né minna en þegar hann var
undanþágumaður.