Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Við stofnun Norðurljósa fyrirrúmum þremur árum síðan fluttist Skífan úr Skeifunni 17 upp í Lyngháls. Nú eftir að Norðurljós bættu fyrirtækjunum BT, Office 1 og Frétt ehf. undir hatt sinn flyst Skífan nú úr Lynghálsi... aftur yfir í Skeifuna 17. „Nú er allt flutt á nákvæmlega sama stað aftur nema að núna eru tónlistar- og kvikmyndadeildirnar komnar í hinn hluta hússins,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Skíf- unnar. „Ég er reyndar ekki á nákvæm- lega sama stað því tónlistardeildin var áður í Skeifunni 8 sem er húsið gegnt Skífunni 17. Þetta er frekar góð tilfinning að flytja. Þetta er landfræðilega margfalt betra stað- sett.“ Náinn búskapur útgáfufélagsins og fjölmiðlanna upp í Lynghálsi hefur verið gagnrýndur frá fyrsta degi. Með flutningunum „slitnar slefið á milli fjölmiðlasviðsins og útgáfunnar,“ eins og Eiður orðar það. „Já, það er ágætt að hlutir séu aðskildir því þá verða einingarnar sjálfstæðari. Auðvitað verður mikil samvinna áfram, enda væri annað óeðlilegt.“ Ragnar Birgisson, framkvæmda- stjóri Skífunnar, sem flutti inn í gömlu skrifstofuna sína, segir flutn- inginn ekki snúast um það að Skífu- mönnum hafi líkað vistin upp á Lynghálsi illa. „Þetta er mjög lógískt hagræðingarferli sem byrjaði á því að við sátum uppi með það að vera með tvo lagera,“ útskýrir hann. „Það var betra fyrir okkur að flytja niður í Skeifu vegna lagersins og auk þess gátum við fengið skrifstofuaðstöðu. Hérna er líka útibú frá BT, Office 1 er í sama húsi auk þess sem við erum mun nær helstu verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind.“ ■ Flutningar SKÍFAN ■ fór úr Skeifunni upp á Lyngháls fyrir þremur árum en hefur nú lokað hringnum með flutningi á gamla staðinn í Skeifunni. Imbakassinn ... fær Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fyrir að boða aukin afskipti embættisins af þjóðlífinu og gefa þannig út ávísun á líf og fjör í kringum forsetaembættið. Skífan flytur í hring ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Jamaíka. Friðarviðræður við Palestínu- menn. Skoraði sitt 200. mark í ítölsku deildinni. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 í dag Aron Pálmi selur löggu- búninga Steingrímur segir forsætis- ráðherrabók óþarfa Hrottinn barði unnustu og sambýliskonu og slapp með tvo mánuði dulkodun.is ÖRUGG AÐGANGSKERFI SKÍFAN Aftur komin á aðra hæð í Skeifunni 17. Krem Á MÓTI bólum! Arrgh! Ég hlýt að hafa prófað öll krem fyrir bólur sem eru til á markaðnum! Hvað notar þú eiginlega? Lárétt: 1 giftar konur, 5 upphaf, 6 ullar- hnoðrar, 7 klaki, 8 óhelg, 9 jafningur, 10 nautgrip, 12 bardaga, 13 þrír eins, 15 fé- lagsskapur, 16 er í vafa, 18 band. Lóðrétt: 1 fjörleg, 2 blóm, 3 að innan, 4 fræðasetur, 6 ferma skip, 8 eyða, 11 varg, 14 tónsmíð, 17 sólguð. Lausn. Lárétt:1frúr, 5rót,6ló,7ís,8sek,9 sósa,10kú,12ats,13lll,15aa,16efar, 18garn. Lóðrétt:1frískleg,2rós,3út,4bóka- safn,6lesta,8sóa,11úlf, 14lag,17ra. Skákspekingar spjalla á Naustinu Ég hef teflt á þremur skákmótumá Íslandi og alltaf unnið þannig að ég hef ekki ástæðu til annars en að vera ánægður með að vera kom- inn hingað aftur,“ sagði rússneski skákmeistarinn Gary Kasparov á hádegisverðarfundi á Naustinu í gær. Kasparov kom til landsins í fyrradag ásamt hinum gamla and- stæðingi sínum Anatolí Karpov en þeir taka báðir þátt í Reykjavík Rapid 2004 hraðskákmótinu sem hefst á Nasa við Austurvöll klukkan 18 í dag. Breski meistarinn Nigel Short og Kasparov funduðu með blaðamönn- um á Naustinu í gær og ræddu skák- ina vítt og breitt. Kasparov bætti því við að hann kynni vel við sig á Íslandi enda væri landið mikið skákland og hann ætti góðar minn- ingar héðan. Karpov var öllu hæglátari en skaut því inn að auðvitað þekktu all- ir Ísland og Reykjavík. Íslensku stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Hannes Hlíf- ar Stefánsson taka allir þátt í mót- inu en hinir tignu gestir fengust ekki til að upplýsa það hvaða skák- maður íslenskur væri bestur að þeirra mati. Síðan fór drjúgur tími í að ræða skemmtilegan og leiðinleg- an skákstíl og tilhneigingu manna að tefla til jafnteflis. Þar fór Short mikinn og skyggði á Rússana með líflegri framkomu sinni. Hann neit- aði þó að svara því til hver væri „leiðinlegasti skákmaður heims“ þegar gengið var á hann. „Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á þessum málum en vil ekki láta hafa neitt eft- ir mér. Ég er ekki tilbúinn til að fórna skákferlinum fyrir blaða- mennsku en þegar að því kemur mun ég skrifa þetta allt sjálfur.“ Kasparov blandaði sér þá í málið og sagði það stórhættulegt að tjá sig við blaðamenn, ekki síst með til- komu Internetsins þegar allt sem haft væri eftir þeim væri komið út um allan heim á augabragði í mis- brengluðum útgáfum. „Góðu setn- ingarnar eru alltaf þýddar,“ sagði hann og treysti því varlega að kras- sandi ummæli í íslenskum fjölmiðl- um héldu sig innan landsteinanna. Þremenningarnir tóku heldur betur við sér þegar talið barst að al- þjóðaskáksambandinu FIDE. Short sagði FIDE hafa stórskaðað skákina síðasta aldarfjórðunginn og sam- bandið væri gerspillt. Karpov sagði tíma til kominn að stofna nýtt al- þjóðasamband og Short stakk upp á því að sambandið skipaði jafnvel látinn mann heimsmeistara, slíkt væri ruglið, og Kasparov gantaðist með að líklega yrði heimsmeistar- inn að lokum kosinn með handaupp- réttingu. ■ Skák SKÁKMEISTARARNIR ■ Gary Kasparov, Anatolí Karpov og Nigel Short voru brattir en orðvarir á blaðamannafundi í gær. Þeir skelltu þó aðeins á skeið þegar FIDE bar á góma. KARPOV OG KASPAROV Kasparov gerði sig líklegan til að gera læti vegna fyrirkomulags Reykjavík Rapid og óttaðist að hann þyrfti að tefla fram á nótt. Að öðru leyti var hann hress og tók undir það með Nigel Short að Internetið og tölvutæknin hefði svipt skáklistina allri dulúð en gert hana um leið að aðgengilegri og skemmtilegri keppnisíþrótt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.