Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 6
6 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 70.3 -0.03%
Sterlingspund 127.66 0.42%
Dönsk króna 11.64 0.38%
Evra 86.77 0.40%
Gengisvísitala krónu 120,28 0,23%
Kauphöll Íslands
Fjöldi viðskipta 427
Velta 5.061 milljónir
ICEX-15 2.518 0,15%
Mestu viðskiptin
Eimskipafélag Íslands Hf. 122.031
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 68.398
Landsbanki Íslands hf. 42.438
Mesta hækkun
Kögun hf. 6,06%
Jarðboranir hf. 4,41%
Grandi hf. 2,19%
Mesta lækkun
Tangi hf. -31,82%
Landsbanki Íslands hf. -0,64%
Og fjarskipti hf. -0,30%
Erlendar vísitölur
DJ* 10.179,5 0,8%
Nasdaq* 1.945,8 0,3%
FTSE 4.428,9 0,4%
DAX 3.822,4 0,3%
NK50 1.403,3 -0,2%
S&P* 1.112,0 0,7%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
Veistusvarið?
1Í hvaða landi dvelur Jean-BertrandAristide, fyrrum forseti Haíti, núna?
2Hvað útilokaði Ariel Sharon, forsæt-isráðherra Ísrael, í fyrradag?
3Hvaða merka áfanga náði ítalskiknattspyrnumaðurinn Roberto Baggio
um helgina?
Svörin eru á bls. 30
Tveir féllu í flugskeytaárás Ísraela í Gazaborg:
Ísraelar herða árásir
JERÚSALEM, AP Ísraelskar herþyrlur
skutu flugskeytum að byggingu og
tveimur bílum í Gazaborg í gær, fá-
einum klukkustundum eftir að
ísraelska ríkisstjórnin samþykkti
tillögur hersins um að auka árásir
á tilgreinda vígamenn Palestínu-
manna, þeirra á meðal leiðtoga
þeirra. Sú ákvörðun fylgdi í kjölfar
sjálfsmorðsárásar sem kostaði tíu
Ísraela lífið á sunnudag.
Í það minnsta tveir létu lífið og
fjórtán slösuðust, þar af þrír lífs-
hættulega í árásunum. Meðal þeir-
ra sem særðust alvarlega var tveg-
gja ára stúlka. Herinn sagði skot-
markið vera byggingu þar sem
vígamenn úr samtökunum Ís-
lamskt Jihad höfðust við.
Ríkisstjórn Ísraels ákvað
einnig á fundi sínum að senda fjöl-
mennara herlið á Gazasvæðið.
Ariel Sharon forsætisráðherra hef-
ur kynnt hugmyndir um að hverfa
frá svæðinu með landnemabyggðir
en átök þar hafa harðnað mjög í
kjölfarið. Hvort tveggja Ísraelar
og vígamenn virðast leggja áherslu
á að berjast af hörku, vígamenn til
að geta lýst yfir sigri þegar Ísrael-
ar hverfa á braut og Ísraelar til að
geta borið höfuðið hátt. ■
GRÆNMETI Ríflega 7000 tonn af
fersku grænmeti voru flutt hing-
að til lands í fyrra, sem var rúm-
lega 13% aukning frá árinu áður.
Innflutningur á fersku grænmeti
jókst úr tæplega 5.200 tonnum
árið 1999 í rúm 7000 tonn í fyrra
eða um rúm
37%. Þetta kem-
ur meðal annars
fram í svari
Guðna Ágústs-
sonar landbún-
a ð a r r á ð h e r r a
við fyrirspurn
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur Sam-
fylkingunni.
Laukur og
kartöflur eru þriðjungur alls
grænmetisinnflutnings á tímabil-
inu. Í fyrra voru flutt inn tæp
1.600 tonn af kartöflum og rúm
1.100 af nýjum lauk. Kartöfluinn-
flutningur í fyrra var ríflega þre-
falt meiri en árið 2002 og fjórfald-
ur á við það sem flutt var inn árið
1999. Innflutningur á einstaka
grænmetistegundum hefur tekið
stökk frá árinu 1999. Innflutning-
ur á spínati hefur sexfaldast, sjö-
faldast á nýjum gulrófum og þre-
faldast á gúrkum.
Samkvæmt svari landbúnaðar-
ráðherra námu tekjur ríkissjóðs
af grænmetisinnflutningi tæplega
1.100 milljónum króna á árunum
1999–2003. Þar af var virðisauka-
skattur rúmur hálfur milljarður
eða helmingur teknanna.
Engar upplýsingar liggja hins
vegar fyrir um hvernig verð-
myndun skiptist á helstu tegund-
um grænmetis, bæði innlendu og
innfluttu, sundurliðað milli fram-
leiðenda, heildsöluálagningar,
smásöluálagningar og opinberra
gjalda.
„Það er furðulegt að ekki skuli
vera hægt að ná fram svo mikil-
vægum upplýsingum um verð-
myndun á svona mikilvægum
neysluvörum landsmanna. Þegar
eftir er leitað við landbúnaðar-
ráðuneytið telja þeir sig ekki hafa
lagaheimild til að ganga eftir
þessum upplýsingum og vísa á
Samkeppnisstofnun, sem sér ekki
fram úr verkefnum sökum fjár-
skorts og manneklu. En á það
verður látið reyna hvort Sam-
keppnisstofnun geti aflað þessara
upplýsinga,“ segir Jóhanna Sig-
urðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingairnnar.
the@frettabladid.is
HERMENN Á VERÐI
Hermenn á verði í Wanahéraði meðan
aðförin að talibönum stendur yfir.
Pakistanskir hermenn:
Felldu 24
talibana
PAKISTAN, AP Pakistanskir hermenn
felldu 24 grunaða al-Kaídaliða og
talibana í bardögum í héruðum
sem liggja að Afganistan, að sögn
talsmanns hersins. Í það minnsta
átta hermenn féllu í bardögunum
og fimmtán særðust.
Bardagarnir áttu sér stað dag-
inn eftir að Pervez Musharraf for-
seti hét því að hreinsa fjallasvæðið
af 500-600 erlendum hryðjuverka-
mönnum sem hann sagði að héldu
sig til nálægt landamærunum. Á
sama tíma hefur Bandaríkjaher
lagt aukinn kraft í baráttuna gegn
meintum hryðjuverkamönnum og
talibönum í Afganistan. ■
Uppgjör Kögunar:
Skilaði 337
milljóna
hagnaði
UPPGJÖR Kögun skilaði 337 millj-
ón króna hagnaði í fyrra saman-
borið við 117 milljón króna
hagnað árið áður.
Mikill vöxtur er fyrirsjáan-
legur í starfsemi Kögunar. Fyr-
irtækið keypti þrjú hugbúnaðar-
fyrirtæki á síðasta ári sem
munu koma að fullu inn í reikn-
inga Kögunar á þessu ári.
Breytingin endurspeglast í
efnahagsreikningi félagsins.
Heildareignir Kögunar í lok
þessa árs voru 3,5 milljarðar
króna, en voru 841 milljón króna
árið áður. ■
ÖSKRAR AF SÁRSAUKA
Palestínumaður sem særðist í flugskeyta-
árás Ísraela öskrar af sársauka meðan
læknar huga að honum.
■ Bandaríkin
SLEPPT FRÁ GUANTANAMO
23 Afgönum og þremur Pakistön-
um hefur verið sleppt úr fanga-
vist sinni á bandarísku herstöð-
inni í Guantanamo á Kúbu.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið segir að alls hafi 119 manns
verið sleppt en meintir al-
Kaídaliðar og talibanar voru
fluttir þangað eftir stríðið í
Afganistan. ■
MEIRA INNLENT KÁL
Heldur hefur dregið úr innflutningi á káli síðustu ár en innflutningur á rófum, kartöflum
og spínati hefur margfaldast.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Þar af vsk.
1999 246,7 89,0
2000 250,9 95,3
2001 262,8 114,6
2002 163,9 116,1
2003 154,0 123,2
Alls 1.078,3 538,2
1999 5.186,5
2000 6.019,4
2001 5.973,2
2002 6.273,7
2003 7.114,5
Alls 30.567,2
Árlegur heildar-
innflutningur á
fersku grænmeti
í tonnum.
Tekjur ríkissjóðs af inn-
fluttu fersku grænmeti
í milljónum króna.
„Á það
verður látið
reyna hvort
Samkeppnis-
stofnun geti
aflað þessara
upplýsinga.
Innflutningur
gulrófna sjöfaldast
Innflutningur á nýjum gulrófum var rúmlega sjöfalt meiri í fyrra
en árið 1999. Tekjur ríkissjóðs af grænmetisinnflutningi námu ríflega
milljarði króna á síðustu fimm árum.