Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 12
Hart hefur verið tekist á ístjórn Orkuveitu Reykjavík- ur vegna fjárfestinga fyrirtækis- ins í öðrum fyrirtækjum, sérstak- lega í Línu.Neti og Tetra Íslandi. Sjálfstæðismenn, sem fulltrúar minnihlutans, hafa deilt hart á ákvarðanir meirihlutans og full- yrða að framganga meirihlutans hafi án nokkurs vafa skaðað fyrir- tækið og komi með beinum hætti niður á eigendum og viðskiptavin- um þess. Sjálfstæðismenn segja stað- reyndir vera þær að þegar Lína.Net var stofnuð hafi því ver- ið lýst yfir að Orkuveitan setti að hámarki 200 milljónir í fyrirtækið og hlutverk þess yrði að flytja tölvuboð um rafmagnslínur með skjótvirkari hætti en þekktist með öðrum leiðum. Fyrirtækið hafi átt að setja á markað og borg- in hafi átt að hagnast. Niðurstaðan sé hins vegar allt önnur. Framlög Orkuveitunnar séu orðin rúmlega 3.500 milljónir að núvirði og upp- safnað tap á Línu.net fyrirtækjun- um sé nær 1800 milljónum. Dylgjur eða skylda Einum af stjórnarmönnum Orkuveitunnar, Sveini Kristins- syni, sem er bæjarfulltrúi á Akra- nesi fyrir Samfylkinguna, var nóg boðið og lét bóka harðorða yfirlýsingu um framgöngu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í stjórninni. Hann sagði umræður í stjórn Orkuveitunn- ar oftast vera mál- efnalegar þrátt fyrir veigamiklar undan- tekningar. „Þar hafa stjórnarmenn Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík farið offari. Æ ofan í æ hafa aðrir stjórnar- menn og starfsmenn fyrirtækisins mátt sitja undir klögumál- um, aðdróttunum og dylgjum um rangar eða villandi upplýsingar og ábyrgðarlausar ákvarðanir.“ Sjálf- stæðismenn bók- uðu á móti: „Full- trúar Sjálfstæðis- flokksins í sínum störfum gæta hagsmuna eigenda (sem að stærstum hluta eru Reykvík- ingar) og viðskiptavina fyrirtækis- ins. Öllum er ljóst að miklar deilur eru um pólitíska stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt harðlega hvernig að vinstri- meirihlutinn hefur haldið á mál- um. Framganga meirihlutans hef- ur án nokkurs vafa skaðað fyrir- tækið sem að kemur með beinum hætti niður á eigendum og við- skiptavinum fyrirtækisins. Enn ein staðfesting á slíku kom fram á þessum fundi.“ Sveinn sagði fleira. Hann bók- aði að hann hefði langa reynslu af setu í sveitarstjórnum og stjórn- um fyrirtækja. „Á þeim langa tíma hefur hann aldrei kynnst svona vinnubrögðum. Slík vinnubrögð þjóna ekki þeim miklu hags- munum sem stjórnar- mönnum er ætlað að gæta fyrir hönd umbjóðenda sinna. Þau gefa hins vegar freklega til kynna að umræddir stjórnar- menn Sjálfstæðis- flokksins í Reykja- vík séu tilbúnir að fórna þessum hagsmunum í póli- tískri baráttu við meirihlutann í b o r g a r s t j ó r n Reykjavíkur.“ Sjálfstæðismenn bókuðu: „Það er ekkert við því að segja ef Sveinn Kristinsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar á Akranesi, er ósáttur við að fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sinni skyldum sínum en það er leiðinlegt að hann blandi starfsmönnum Orkuveitunnar inn í sína bókun. Orkuveita Reykjavík- ur er með gott starfsfólk sem að sinnir sínum störfum vel. Ekki er maklegt að væna fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að gagnrýna þeirra störf.“ 3.500 milljónir Fyrir rétt um fimm árum sam- þykkti stjórn Orkuveitunnar að stofna dótturfyrirtæki með 200 milljóna króna hlutafé. Helgi Hjörvar, stjórnar- maður í Orkuveitunni og borgar- fulltrúi, sagði af því tilefni í frétt- um Stöðvar 2: „Menn eru þar að horfa til þess að leggja hér ljós- leiðarahring um þéttbýlasta svæði landsins sem er hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði sér- staklega vegna þess að Orkuveit- an hefur ýmsar leiðir sem að við höfum verið að skoða.“ Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig tekist hefur til. Þær 200 milljónir sem voru settar í hlutafé dugðu hvergi. Sjálfstæðismenn hafa bókað eftirfarandi: „Stjórnar- formaður Orkuveitunnar reynir hvað hann getur til að koma eigin ábyrgð yfir á aðra. Staðreyndir málsins eru þessar, þegar að Lína.net var stofnuð var því lýst yfir að Orkuveitan setti að há- marki 200 milljónir í það fyrirtæki og hlutverk þess yrði að flytja tölvuboð um rafmagnslínur með skjótvirkari hætti en þekktist með öðrum leiðum. Fyrirtækið átti að setja á markað og borgin átti að hagnast. Niðurstaðan er framlög Orkuveitunnar eru rúmlega 3500 milljónir að núvirði og uppsafnað tap á Línu.net fyrir- tækjunum er nær því 1800 milljónir. Það halda því fram að fjárfestingar OR í fjarskipta- málum hafi skilað sér vel er ótrúleg blinda á staðreyndir.“ ■ 12 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Petr Pithart, forseti tékkneska þingsins, var bak við lás og slá í gær. Hann hafði þó ekki verið handtekinn heldur tók hann þátt í mótmælum gegn kúgun almennings á Kúbu. 75 einstaklingar skiptust á um að sitja í tilbúnu fangelsi á Wenceslas-torgi í Prag, höfuðborg Tékklands. Írakar sáttir við líf sitt samkvæmt nýrri könnun: Bjartsýnir á framtíðina ÍRAK, AP Velflestir Írakar eru bjartsýnir á framtíðina en þeir eru á báðum áttum um hvort inn- rás Breta og Bandaríkjamanna á síðasta ári hafi verið jákvæð eða neikvæð samkvæmt nýrri skoð- anakönnun. Rúmlega helmingur segir líf sitt betra nú en fyrir innrás, en um það bil fimmtungur segir það hins vegar hafa versnað. Nær tveir af hverjum þremur eiga von á því að lífsgæði þeirra batni næsta árið og þriðjungur telur að þau taki stórstígum framförum. „Jákvæðnin og bjartsýnin vekja mikla athygli,“ sagði Gary Langer, yfirmaður skoðanakann- ana hjá ABC-sjónvarpsstöðinni. „Væntingum fylgir þó áhætta. Ef þær rætast ekki má búast við póli- tískum afleiðingum þess.“ Þeir sem álíta innrásina á síð- asta ári vera frelsun eru álíka margir og þeir sem telja hana nið- urlægingu fyrir Írak. Hátt í 70% Íraka hafa áhyggjur af atvinnuleysi, öryggisleysi og skorti á grunnþjónustu á borð við rafveitur. Þeir eru þó ánægðir með menntakerfið, þrír af hverj- um fjórum eru sáttir við skólana. Írakar treysta eigin lands- mönnum mun betur til að bæta úr skorti á grunnþjónustu en setulið- inu. Aðeins fjórðungur treystir setuliðinu fyrir að bæta úr mál- um. Trúarleiðtogar njóta mests trausts, 70 prósenta, en lögreglan litlu minna, 68 prósenta. ■ Klögumál, dylgjur og aðdróttanir Mikil átök hafa átt sér stað innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna þátttöku fyrirtækisins í öðrum félögum. Harðorðar bókanir ganga á milli meirihluta og minnihluta. Upphaflega átti framlag til Línu.Nets að vera 200 milljónir króna. Það er orðið sautján sinnum meira.LEITAÐ AÐ EFNAVOPNUM Æfð voru viðbrögð við efnavopnaárás. Hryðjuverkaárás: Þúsund æfa viðbrögð NEW YORK, AP Á þriðja þúsund lög- reglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraliðar og einstaklingar í hlutverkum fórnarlamba tóku á sunnudag þátt í umfangsmestu æfingum á viðbrögðum við hryðjuverkum sem haldnar hafa verið í New York frá árásunum 11. september 2001. Þyrlur flugu yfir, sjúkrabílar þutu á milli staða og 60 sjúkrahús fylltust af fólki sem var flutt þangað. Michael Bloomberg borgar- stjóri segir árásina í Madríd sýna þörfina fyrir að viðbrögð og varn- ir við hugsanlegum árásum séu æfð. Eftir árásirnar 2001 var gagnrýnt að samstarf lögreglu og slökkviliðs væri ábótavant. ■ COLIN POWELL Bætist í hóp þeirra sem draga orð Kerrys um stuðning erlendra þjóðarleiðtoga í efa. Powell við Kerry: Nefndu nöfn WASHINGTON, AP John Kerry, for- setaframbjóðandi demókrata, er kominn í nokkurn vanda vegna ummæla sinna um að nokkrir er- lendir þjóðarleiðtogar hafi sagt honum að þeir vilji fremur að hann verði forseti eftir kosning- arnar í nóvember en George W. Bush, núverandi forseti. Kerry lýsti þessu yfir á fjáröfl- unarfundi í síðustu viku en hefur neitað að nafngreina leiðtogana þar sem með því væri hann að brjóta trúnað. Colin Powell utan- ríkisráðherra hefur lýst vantrú á því að nokkur þjóðarleiðtogi hafi sagt þetta við Kerry og hvatt Kerry til að nafngreina þá. „Ef hann getur ekki nefnt nein nöfn ætti hann að finna sér eitthvað annað til að tala um.“ ■ MÓTMÆLI Í ÍRAK Þrátt fyrir tíð mótmæli segist meirihluti Íraka sáttur við hlutskipti sitt og telur það hafa batnað frá því fyrir innrás. SVEINN KRISTINSSON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON BORGARFULLTRÚI Segir framgöngu meirihlutans hafa án vafa skaðað Orkuveituna, sem komi með beinum hætti niður á eigendum og viðskiptavinum fyrirtækisins. ALFREÐ ÞORSTEINSSON STJÓRNARFORMAÐUR Hann er sagður hafa gert ráð fyrir að framlag Orkuveitunnar til Línu.Nets yrði að hámarki 200 milljónir. Búið er að setja 3.500 milljónir í fyrirtækið. FRAMLAG ORKUVEITUNNAR TIL FJARSKIPTAFYRIRTÆKJA Framlög Lína.Net Rafmagnslína Tetra-Irja Samtals 1999 214.000 0 0 214.000 2000 88.900 0 0 88.900 2001 670.802 40.000 296.500 1.007.302 2002 1.350.463 0 131.667 1.482.130 2003 0 200.000 50.000 250.000 Samtals 2.324.165 240.000 478.167 3.042.332 *Á verðlagi þessa árs er samtalan 3.520.499 ** Allar tölur eru í milljónum AFKOMA FJARSKIPTAFYRIRTÆKJA ORKUVEITUNNAR Halli af rekstri Lína.Net Rafmagnslína Tetra Ísland Samtals 1999 7.388 0 0 7.388 2000 471.685 0 0 471.685 2001 172.244 577 132.270 305.091 2002 157.091 10.247 214.383 381.721 2003 90.000 10.000 80.000 180.000 Samtals 898.408 20.824 426.653 1.345.885 *Á verðlagi þessa árs er samtalan 1.772.538 ** Allar tölur eru í milljónum Fréttaskýring SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um pólitísk átök vegna þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur í öðrum fyrirtækjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.